Ansans misskilningur hjá Evu Joly

Þessi síðasta heimsókn Evu Joly sérstaks ráðgjafa við rannsókn á meintu misferli tengdu bankahruninu hefur vakið nokkurn óróa. Rétt er að rifja það upp að þessi kona var nær óþekkt á Íslandi fyrr en eftir að Egill Helgason bauð henni til viðtal í Silfrið og átti allt frumkvæði þar sjálfur. Eftir þetta viðtal þeirra Egils bauðst Eva til að hjálpa til við rannsókn þeirra mála sem tengdust hruni fjármálakerfisins en þeim rannsóknum hafði lítt miðað sem kunnugt er. 

Stjórnvöld sáu sér ekki annað fært en að þiggja þetta boð enda voru þau farin að finna fyrir óróa í samfélaginu vegna þess að síendurteknar yfirlýsingar þeirra, digurbarkalegar um að hverjum steini yrði velt við í þessari rannsókn og það yrði gert snöfurmannlega báru engan árangur Því auðvitað gerðist ekki neitt enda ekki við að búast í samtryggingasamfélagi okkar. Stjórnvöld sáu þarna leið til að lægja þennan óróa og töldu nú óhætt að varpa öndinni léttar. Nokkrir sjálfstæðismenn ærðust að vísu við þau tíðindi að þessi voðamanneskja yrði látin fjalla um okkar viðkvæmu fjármálaviðskipti. Og nokkrir fóru skrefi fram fyrir þær almennu kurteisisreglur sem venjulega gilda um ritaðan texta á opinberum miðlum, í lýsingum sínum á þessu kvendi. Nokkrir halda enn uppteknum hætti eins og glöggt má sjá hér á þessum samskiptavettvangi. 

En nú er Eva Joly komin til Íslands einu sinni enn og hefur haft orð á því að þessi ferð geti vel orðið hennar síðasta í þessum erindum. Hún komst nefnilega loksins að þeirri niðurstöðu sem þeim er þetta ritar er búin að vera ljós fyrir margt löngu og er þessi:

Það var aldrei til þess ætlast af íslenskum stjórnvöldum að vinna hennar skilaði neinu öðru en því að gefa rannsókninni þann trúverðuga stimpil sem á hana hafði skort frá fyrsta degi.

Það er þó vert að meta það í þessu sambandi að eigendur Stöðvar 2 lyftu hulunni frá andliti sínu í umfjöllun fréttamanna stöðvarinnar í gær. Eva Joly er ekki þeirra kærasti vinur.

Við því bjuggust reyndar fáir. 


mbl.is Eva Joly er dínamítkassi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er alltsaman andskotans þykjustuleikur hjá yfirvaldinu!  Og svo er ekki hægt að losna við þetta lið af launaskrá, sbr Valtý og Baldur þennan Guðlaugsson.  En kannski Evu takist að hotta þessu úr spori!

Auðun Gíslason, 11.6.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Vilberg Tryggvason

Mér er sama þó hún sprengi það sem eftir er af Íslandi í loft upp, Það á að láta hana hafa öll þau vopn í hendurnar sem hún óskar eftir. Hún hefur líklegast sleppt sínum blóð þystu úlfum á stærri menn enn okkar útrásarvíkinga. Ég vil trúa því að þessi konar hlífi engum á leið sinni að sannleikanum. Það skiptir einu þó það verði sárt og skítaliktin gnæfi yfir okkur næstu árin, við verðum að þrífa út og finna þær fáu dýnur sem enn eru peningar í sem hægt er að nota til að greiða skuldirnar okkar.

Vilberg Tryggvason, 11.6.2009 kl. 17:39

3 identicon

flottur pistill Árni, þetta er nú ljóta liðið. auðvitað hefur ekki staðið til að rannsaka neitt. Ég er hræddur um að menn hafi ekki gert ráð fyrir því að hér kæmi fólk eins Joly og Josefsson sem standa ekkert í svona fíflagangi.

Eve Joly gerði okkur greiða í gær.

sandkassi (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eve Jolly skaut hörðum skotum til hlutaðeigandi aðila. Sjálfstæður saksóknari á hvern banka. 1-3% innheimtukostnaður: 3 milljón evrur. Það er einmitt þessi tegund sem á vera í sameiginlegum ákvörðunartökum þjóðarinnar. Eva Joly á sér engan líkan að mínu mati í íslensku elítunni. Hún skarar fram úr þeim öllum. Alls ekki fremst meðal jafningja.  Meintir jafningjar ekki  sambærilegir.

Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hmmm... vonandi tekst ekki stjórnvöldum að hrekja hana úr landi. Ég vona að hún velti við öllum steinum þannig að óskóminn og skíturinn verði öllum sýnilegur, víti til varnaðar.

Baldur Gautur Baldursson, 11.6.2009 kl. 18:42

6 identicon

Ljóst er að rannsóknin hefur verið tafin eins og mögulegt. Fólk úr gömlu valdaklíkunum situr enn í öllum krókum og kimum stjórnkerfisins og stofnunum ríkissins. Þessi ríkisstjórn ræður ekki við mafíuna ein. Hún þarf stuðning frá öðrum löndum og ekki síst frá Íslenskum almenningi. Enn er von að Eva Joly bjargi þjóðinni, þó líkurnar séu meiri á því að mafían hafi betur. Eva mun segja sig frá rannsókninni um leið og hún skynjar að ríkisstjórnin nær ekki völdum af mafíunni.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:27

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka góð viðbrögð. Það ætti öllum að vera orðið ljóst að stjórnvöld þurfa aðhald frá þjóðinni og við berum sameiginlega þá ábyrgð að vera stöðugt á vaktinni.

Munum orð skáldsins sem sagði. "En það eru verst hin þöglu svik/ að þegja við öllu röngu."

Og svo er vert að hugleiða þau orð þín Auðun að þessi þráseta óhæfra embættismanna er orðin óbærilegt vandamál sem þarf að bregðast við af myndugleika. Forsætisráðherra drap reyndar á þetta í góðu viðtali í kvöld og sýndi áhyggjur af vandanum. Íslenskir ráðherrar hafa full oft í minu minni haft áhyggjur af ýmsu án þess að fylgja þeim áhyggjum eftir með aðgerðum.

Við eigum ekki að una því lengur að horfa á stjórnvöld ráðalaus við að losna við embættismenn líkt þegar ákveðið var að víkja Davíð Oddssyni úr starfi.

Lögum sem reynast haldlaus þarf að breyta. Til þess er Alþingi.

Árni Gunnarsson, 11.6.2009 kl. 19:28

8 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sannarlega rétt greining hjá þér Árni. Það var sennilega aldrei meiningin að komast til botns í bankahruninu eða hver ber ábyrgð á því.

Grétar Mar Jónsson, 11.6.2009 kl. 19:56

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Einhvern veginn hef ég komist að þeirri niðurstöðu Árni að þú sért gegnheill. 

Því var ég örlítið kvíðin þegar ég hóf lesturinn, hrædd um að þú stæðir ekki undir væntingum mínum til þín.  Sá ótti var hins vegar ástæðulaus.  Nú er ég enn vissari um að þú ert strangheiðarlegur og réttsýnn. 

Anna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 20:10

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir frábæran pistil Árni! Það er ekkert að lögunum á Íslandi. Það er bara klíka innan embættismannakerfissins sem stjórnar öllu á Íslandi. Og mun gera áfram.

Að Valtýr saksóknari hagi sér svona kemur mér ekkert á óvart. Hann er með meira á samviskunni enn að sonur hans og faðir voru á bólakafi í bankaránum. Hann var síðasti atvinnurekandi minn og þekki ég þennan  skíthæl persónulega.

Eva Joly mun ekkert komast áleiðis. Það er fyrir löngu búið að skipuleggja leiðinna út úr þessu fyrir viðskiptahákarlanna.

Peningunum sem rænt var á Íslandi verða ekki teknir tilbaka nema einhver taki það að sér að standa með hlaðna skammbyssu í hnakkan á þessari kókíngrúppu sem stendur fyrir þessu makalausa ráni og láta þá hafa tölvu til að millifæra í Ríkissjóð.

Aðeins þeir sem vit hafa á kókaínini vita hvers vegna 10.500 milljarðar hurfu úr Íslensku efnahagslífi.

Það þarf ekkert að rannsaka neitt. Það vita allir hvar og hverjir þessir menn eru. Af hverju er fíkniefnadeild ekki með í þessari bankarannsókn? Af því að fólk skilur ekki alvöru glæpamenn!

Íslenska mafían vinnur þetta mál og sendisveinar og handlangarar verða kanski dæmdir. Eva Joly mun hætta. Hún mun aldrei fá það umboð, upplýsingar né leyfi til að gera það sem þarf. Eða peninga. Því miður.

Þetta er ekki mitt álit. Þetta er bara nokkuð sem ég veit. 

Óskar Arnórsson, 11.6.2009 kl. 20:11

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Árni, þér dægjilega gamalmennið fúllynda úr Skagafirði, mælizt að vanda ófrómt um, en alltaf hreint & beint & enn sem áður ~aznazt ég til að zammálgazt~ um rúmlega rúmhundraðið & deili skoðun þinni.  Ég hef reyndar sagt að það býtti öngvu um hverjir sitji þröngt saman sáttir eða ekki niður í Austurvallarkofanum, né fyrir hverja þeir haldi að þeir séu þarna.  Embættizmannakerfið áratugagamla hefir lifað af þó nokkra svoleiðiz áður & í því liggur meinið viðvarandi.

Áróðursdeild 365 er blettastía fyrir hvern fréttamann sem þar nálægt kemur í dag, enda langt síðan að ég sá þar fréttastofu.

Steingrímur Helgason, 11.6.2009 kl. 20:13

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún undirstrikaði það sem mig hafði alltaf grunað ÞAÐ STÓÐ ALDREI TIL AÐ GERA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT Í ÞESSU.

Jóhann Elíasson, 11.6.2009 kl. 20:42

13 Smámynd: Halla Rut

Þetta er nákvæmlega svona sem þetta er Árni. Þeir eru allir hræddir sama hvaða flokk þeir tilheyrir.

Halla Rut , 11.6.2009 kl. 20:49

14 identicon

Komið þið sæl; Árni - sem þið önnur, hver geymið hans síðu, og brúkið !

Allt; frá September lokum, síðasta haust, lögðu þeir báðir; Geir. H. Haarde og stráklingurinn frá Skarði (í Eystri- Hrepp), Björgvin G. Sigurðsson, þunga áherzlu á, að ekki mætti ''persónugera'' vandann, sem á daginn kom, eftir ekki svo marga blaður fundi þeirra; í Iðnaðarmannafjelagshúsinu, í Reykjavík, sem víðar, eins og þið munið, glöggt.

Nei; fengju frjálshyggju flokkarnir þrír, B - D og S listar, því ráðið, sem þeir kysu, yrði ekkert, um raunverulegar rannsóknir að ræða. Kerlingarsniptin; Jóhanna, og þau Steingrímur láta líklega, að sú Norsk-Frakkneska, fái þann stuðning, sem hún fer fram á, en,........ fylgi almenningur ekki eftir, þeim kröfum, mun það koðna niður, skjótt - enda,...... truflun, á trúar tilbeiðslu ESB liða, að vera að hrista upp í rykugum skúmaskotum vina Samfylkingarinnar, sem og hinna tveggja, svo sem.

En; hver tekur Kommúnista (VG liða), og þeirra raup alvarlega, eftir það, sem á undan er gengið, svo sem; heldur ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:30

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær pistill hjá þér að vanda. Ég er reyndar mjög ánægður með Rögnu Árnadóttur sem ber með sér að vera vönduð manneskja.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2009 kl. 21:46

16 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hjartanlega sammála flestum hér að ofan og geri orð Gunnars Waage að mínum: "Flottur pistill Árni, þetta er nú ljóta liðið. auðvitað hefur ekki staðið til að rannsaka neitt. Ég er hræddur um að menn hafi ekki gert ráð fyrir því að hér kæmi fólk eins Joly og Josefsson sem standa ekkert í svona fíflagangi."

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 11.6.2009 kl. 22:08

17 identicon

Árni hefur þetta allt á tæru enda ekki von á öðru jafn vel ættaður og hann er

(IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 22:49

18 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sigurlaug!

Var ekki séra Árni á Stóra Hrauni, afi Árna okkar sagður lýgnsti maður landsins (og Þórbergur sá trúgjarnasti) !      Þetta erfist víst!

Sæll Árni minn!

Þetta var annars ágætur pistill hjá þér engin lygi þar um þáverandi stjórnvöld.     Ég vil hins vegar trúa enn um tíma að núverandi stjórnvöld vilji vel!    Hins vegar er eins og það hafi verið sett hnyðja á allt liðið svo það kemst ekki upp af fetinu!   Þessi hnyðja er embættismannakerfið sem allir vita að er svo spillt og forstokkað að engu tauti verður við það komið, pólitískir dindlar og sérhagsmunagæslumenn!      Baldur Guðlaugsson er gott dæmi en ég skil ekki af hverju honum er ekki sparkað?    Hann sagði sjálfur að hann hefði fengið það viðurkennt og vottað af FME að hann hefði ekki verið með innherjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréfin í Landsbankanum.    Jónas Fr.Jónsson var þá forstjóri FME og hvers virði er þá vottorðið?      Einskis virði og það þarf bara að skoða málið aftur og sparka svo manninum - án eftirlauna!!!!!  

En sem sagt - ég vil trúa að verið sé að reyna eitthvað - en eins og ég skrifaði á síðuna hans Teits Atlasonar - það mætti fara að smíða "fallöxi" til að hafa við höndina ef trúin brestur!    En Eva er gersemi - sagðist vera að koma í fjórða sinn og ríkisstjórnin hefði aldrei talað við hana - það finnst mér furðulegt að láta nægja að þessi Ólafur sérstaki beri orð á milli!      Þar vantar talsvert á trúverðugleika Steingríms, Jóhönnu og Rögnu og styður mál þitt talsvert - því miður!   En ég hefi samt trúna enn!

Kveðja úr Skagafirðinum þar sem allt er að skrælna úr þurrki - og kulda, grasið er orðið þverhönd (kanske 2 í Blönduhlíðinni)!!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 11.6.2009 kl. 23:36

19 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sannarlega góður pistill. Það er greinilegt að við þurfum öll að standa vaktina og veita ríkjandi stjórnvöldum aðhald og það er gott til þess að vita að við eigum Evu Joly sem bandamann í baráttunni.

Helga Þórðardóttir, 12.6.2009 kl. 00:25

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlit, hlý orð og góð ummæli. En nú er ég orðinn andlaus og er að ganga til náða eftir að hafa gert allt vitlaust í kring um mig eins og venjulega.

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 00:40

21 identicon

Iss ég trú ekki svona sögum úr fortíðinni Ragnar en veit ekki alveg hvað ég á að halda með nútíðina, því ég er búin að vera í þínum firði síðasta hálfan mánuð og var gjörsamlega að bráðna úr hita , innan sem utan fann alldrei fyrir kulda en þau örlitlum gusti, þó er ei víst að veðurguðum skuli kennt um þann gust en held þó svo vera En það er þó alldrei í vísan að róa þegar hladið er til inní sveit sem löngum hefur verið talin standa utan við lög og rétt

(IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:52

22 identicon

Afsakið allar villurnar gleymdi að lesa yfir

(IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 11:25

23 identicon

Hjartanlega sammála þér. Ég kunni vel við hvernig hún útskýrði mál sitt undanbragðalaust sú stutta. Verstur andskotin hvað hún hefur lítinn tíma konan. Hún kann þetta enda hriktir nú í stoðunum víða.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 16:06

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Til þín Anna Einarsdóttir. Þakka þér hlý orð en þarna ertu komin inn í oflofið og það gerir mig alltaf vandræðalegan. Ég er engan veginn gull af manni og margir hafa eflaust glott meinfýsilega við lesturinn. Ég tek til máls þegar mér ofbýður og segi þá yfirleitt það sem ég meina. Og þegar kaldhæðninni sleppir þá meina ég það sem ég segi. Oll höfum við réttlætiskenndi en við megum ekki ofmeta hana þó án hennar geti enginn verið. Þess eru nefnilega fá dæmi að réttlætiskennd einhvers geti athugasemdalaust dugað öllum.

Ragnar minn Eiríksson. Það er ánægjulegt að heyra gamla hressleikann á ný og ég vona að á því verði framhald.

Gaman að heyra af sprettunni í Blönduhlíð en þar hef ég þann fyrirvara á hvort sá var fullur eða ófullur sem frá sagði. Og ekki væri ég fullkomlega viss nema þetta væri þá haft eftir Magga á Miðsitju. En í þessu fríríki Skagafjarðar hafa orðið meiri atburðir í sögu okkar þjóðar en flestum öðrum kirkjusóknum og margt stórmenni lifað og nokkur fallið með eftirminnilegum hætti. Og þar hófst til vegsemdar aumasta manndrápskot héraðsins með fárra ára búsetu snauðasta skáldjöfurs Íslandssögunnar, Hjálmars í Bólu.

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 16:49

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eigi skal ég lofa þig meira á næstunni.     Bíð róleg þar til á þarnæstunni.

Anna Einarsdóttir, 12.6.2009 kl. 17:44

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vertu alltaf velkomin Anna mín og segðu það sem þér býr í brjósti.

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 18:04

27 identicon

Kæri Árni, miðað við allt sem komið hefur upp síðan hrunið varð veltir maður því fyrir sér hvort þessi þjóð eigi sér viðreisnar von? Þú nefndir Hjálmar frá Bólu áðan, eitt sinn mætti Hjálmar öðrum Skagfirðingi á ferli um vetur, sá reyndi að skera sig út úr fjöldanum, þess vegna fékk hann sé gleraugu, Sölvi Helgason. Og Bólu-Hjálmar, sá skyggni mannþekkjari risti myndina af honum í stein með þessum hendingum:

Með gleraugu gekk hann á skíðum,

gæfuleysið féll af síðum.

Ef til vill er þjóðin eins og Sölvi Helgason!

Lifðu heill Árni og takk fyrir pistla þína.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:32

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé að ég hef gleymt að bregðast við athugasemdum sem ástæða er til að skoða nánar.

Óskar Helgi. Eiginlega skil ég aldrei þetta kommúnistahjal sem margir lenda í þegar störf ríkisstjórnarinnar ber á góma. Mér vitanlega hafa engir kommúnistar haft sig í frammi á Íslandi svo langt sem ég man. Vissulega hafa nokkrir gengið lengra til vinstri en ýmsum hefur þótt hæfa en engum stjórnsýsluaðgerðum man ég eftir sem hægt er að tengja við kommúnisma nema þær sem hægri menn svonefndir hafa haft forgöngu um og snúa að áætlunarbúskap. Er þar nærtækast að nefna álver og stórvirkjanir. Hafa vinstri flokkarnir komið með hástemmdar áætlanir um 5000- 20000 störf? Ekki svo ég muni. Aftur á móti voru svona fyrirheit algeng í Sovétríkjunum sálugu og þau eru afar munntöm góðum Sjálfstæðismönnum.

Ég man að Steiingrímur J. og fleiri Allaballar andæfðu mörgum einkavæðingum á ríkiseignum. "Hvers vegna á ríkið að vasast í rekstri sem einkageirinn kann betur" sögðu ákafir stuðningsmenn einkavæðingar bankanna. Bankarnir voru seldir. En margt fór öðruvísi en ætlast var til og á fyrstu mánuðum síðasta árs voru öll rauð ljós farin að blikka. Hægri stjórn ákvað að gera ekki neitt. Þar voru menn þess minnugir sem Hannes H. og Davíð höfðu sagt. Það á ekki að fikta við eða grípa inn í markaðinn, hann leiðréttir sig sjálfur. Nú sé ég ekki betur en að margir séu farnir að stórefast um að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur.

Við skulum bíða nokkuð áður en við gömbrum mikið um kommúnista á Íslandi. 

Lund Hervars. Þakka innlitið. Svona minnir mig að öll vísan sé:

Heimspekingur hér kom einn í húsgangs klæðum.

Með gleraugu hann gekk á skíðum,

gæfuleysið féll að síðum.

Árni Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 20:43

29 identicon

Komið þið sæl; á ný, gott fólk !

Árni ! O jú. Ég sit fastur, við minn keip, hvað felu búninga Kommúnistanna áhrærir, kæri spjallvinur. Sagan sýnir okkur það; að ég hygg, bezt, vera munu. 

Mig minnir, að dýraríkið eigi sér eina hliðstæðuna þar (kamelljónið). En, ..... til fyrirbyggingar alls misskilnings - að; þá ber ég meiri virðingu fyrir dýra ríkinu, fremur mannheimum, eftir því - sem árin líða, gott fólk.

Með; hinum beztu kveðjum, sem æfinlegast /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:37

30 identicon

Óskar Helgi, Frændi minn einn fjörgamall er hann lést bjó í Fljótshlíð innanverðri, fór ekki úr hlíðinni nema hægt væri að telja á fingrum annarar handar um æfi sína alla, eitt sinn sagði gamli maðurinn við mig þegar ég var ungur; mestu og bestu skeið æfi minnar eru samskipti við aðrar skepnur en mannskeppnuna. Mæltu manna heilastur Óskar!

Lund Hervars (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 21:51

31 identicon

Komið þið sæl; enn !

Þakka þér; þessa frásögu, Lund Hervars. Ég hygg; að okkar mikilsvirti og trausti vinur, Árni Skagfirðingur, muni átta sig, á okkar meiningum, skilvíslega - þekki ég hann rétt.

Með; hinum beztu kveðjum, sem oftar og fyrri, gott fólk /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:23

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var að kíkja á bloggsíðu Frjálshyggjufélagsins. Þar er órói meiri en svo að hættulaust megi teljast. Og ástæðan er þessi endalausi flækingur kommúnistakerlingarinnar Evu Joly hingað til lands ásamt þrálátri afskiptasemi hennar af athafnamönnum okkar og jafnvel saksóknara. Og laun þessarar kerlingar vaxa frjálsyggjumönnunum svo í augum að það vekur mér undrun vegna þess um hvaða menn er þarna að ræða. Hélt einhvern veginn að slíkir menn létu ekki smáaura vaxa sér svo mjög í augum.

Eiginlega líkist þetta helst ótta gamla fólksins í mínu ungdæmi sem sífellt spurði eftir því hvort nokkuð hefði frést af Tyrkjum.

Árni Gunnarsson, 13.6.2009 kl. 20:26

33 identicon

Rétt hjá þér Árni og hræðsla þessa hyskis sýnir bara hversu mikilvægt er að þessi ágæta kona haldi áfram störfum hér. Þjóðin hefur verið rænd og svo virðist að það eigi og meigi ekki rannsaka.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:55

34 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Eitt það fyrsta sem Eva Joly lét út úr sér var að reynt yrði að gera hana tortryggilega. Það er að byrja núna með meðreiðarsveinavæli óþokkanna. Manna sem ég kalla églendinga ekki Íslendinga. En siðblindni þeirra og siðleysi er slíkt að vörn þeirra felst í því að hafa farið eftir lögum og reglum, að mestu.  En að þessi sömu lög og reglur gildi minna um þá. Nú hlakkar í mér yfir 18 milljarða króna skatttekjunum sem ríkið leggur á þessa sömu menn og fengu niðurfelldar ábyrgðinar á hlutafjárkaupunum sínum. Þeir sem halda enn að þeir geti siglt í gegnum storminn og komist hvítþvegnir að bryggju með réttri markaðssetningu eru ekki alveg að skilja það að í þetta sinn er þjóðin ekki með gullfiskaminni. Enda verður hún minnt á gjörðir þessara manna í pyngjunni næstu áratugi.

Það að ráða huggulegan framsóknar- eða sjálfstæðismann sem má ekki vamm sitt vita  í eitthvað puntsaksóknaraembætti undir vanhæfum yfirmanni er náttúrulega jafn mikið grín eins og þegar forseti vor og fyrrverandi Seðlabankastjóri veittu þessum mönnum fálkaorður og hrópuðu ferfalt húrra fyrir þeim.

En gríninu verður að linna og Eva Joly er í dag eina trygging okkar gegn frænd- og vinatengslum eða flokkstengslum.

Það er mín skoðun að enn eigi eftir að henda einum þátttakanda  þessa gríns á hafsauga, forseta vorum en hann skiptir kannski minna máli en aðrir.

Hitt er svo annað mál að þegar vælt er undan gelti Joly virðumst við vera á réttri leið.

Ævar Rafn Kjartansson, 15.6.2009 kl. 22:48

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frændur eru frændum verstir. Klíkubræður eða Mafía.

Júlíus Björnsson, 15.6.2009 kl. 22:54

36 Smámynd: Hlédís

Kem inn seint, úr sumarhléi! Sé að B-Her, vinur þinn, er ekki hér. Segir mér að B-her sé annað hvort í sumarhléi, eða sammála okkur - Anti-D-fólki - um Evu Joly-málið.  -

 Það er annars graf-alvarlegt.

Hlédís, 16.6.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband