17.11.2009 | 15:00
Hvenær fer deiga járnið að bíta?
"Svo lengi má brýna deigt járn að bíti um síðir" segir gamalt máltæki og er myndhverfing þess að varasamt geti verið að reyna um of á langlundargeð náungans. Sú hrokafulla ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem skipuð var til að rannskaka orsakir bankahrunsins skuli afhent sérvöldum 9 manna hópi alþingismanna er nánast óskiljanleg. Svo virðist sem Alþingi álíti að ef upp komi grunur um tengsl ráðherra eða/og alþingismanna þá sé það einkamál sem meðhöndla þurfi af gætni af samflokkmönnum á Alþingi!
Í mínum huga er þetta mál ekki flókið. Skýrslan verði í tvíriti og annað plaggið afhent Alþingi en hitt afhent sérstökum rannsóknardómara. Og til þess að gera þessa rannsókn trúverðuga gagnvart þjóðinni ætti það að teljast sjálfsagt að afhenda Evu Joly frumeintak.
Þessi skýrsla á ekki að vera feluplagg. Hún snýst ekki um öryggismál ríkisins og á ekki að meðhöndlast á neina þá lund. Tortryggni þjóðarinnar í garð rannsóknarnefndarinnar og stjórnsýslunnar mun aukast að mun ef málin fara í þennan farveg og er nú ærin fyrir. Því má svo bæta við að frestun á framlagningu skýrslunnar fram í febrúarmánuð hefu vakið fólki óróa og grun um að ekki sé allt með felldu með trúverðugleikann. Þessi ákvörðun Alþingis mun auka á þá tortryggni.
Borgarahreyfingin ósátt við skipun nefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Athugasemdir
Þetta rennir stoðum undir þann grun að skýrslan verði leynplagg, sem þjóðin fær ekki að lesa. Minnir á frægustu setningu Hrunsins: Þið eruð ekki þjóðin!
Auðun Gíslason, 17.11.2009 kl. 16:23
Þetta helvítins pakk er að biðja um blóðuga byltingu, þetta alþingispakk þarf verulega að fara að passa sig, það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að bjóða þjóðinni. Ef hugsunarhátturinn fer ekki að breytast hjá þessu liði er hætta á því að uppúr sjóði með skelfilegum afleiðingum.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 16:48
Hefur ríkisstjórnin eitthvað að fela Árni? Það skyldi þá ekki vera? Þess utan höfum við nú ekki rannsóknardómara. En gætu ekki fulltrúar alþýðudómstóls tekið við skýrslunni. Mér þykir þú alveg kjörinn Árni.
Gústaf Níelsson, 17.11.2009 kl. 22:57
Gústaf. Hafi ríkisstjórnin sérstakan áhuga á að ganga hreint til verks við að upplýsa þessi mál þá gengur hún fram af meiri einurð en raun ber vitni. Ekki leyfi ég mér að álykta um spurningu þína en vísa til gamla mátækisins: "Þeir þurfa að fela sem stela."
Bendi svo á að mér þóttu viðbrögð sitjandi ríkisstjórnar haustið 2008 með miklum ólíkindum.
Árni Gunnarsson, 18.11.2009 kl. 10:23
Alveg sammála þér í þessari grein þinni, Árni.
Skyldi stjórnmálastéttin síðan fresta birtingunni frá febrúar og fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar? Það væri eftir þessum Fjórflokki.
Jón Valur Jensson, 21.11.2009 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.