20.11.2009 | 18:32
Forsetinn og þjóðhættulegir samningar
Aldrei man ég eftir jafn tættri og skelfilegri þjóðmálaumræðu eins og síðustu missirin. Nú berjast Íslendingar blóðugir til axla í deilum um greiðslur ofurskulda sem stjórnvöld hafa fellt á þjóðina með pólitískum fábjánahætti fyrir sem eftir hrunið mikla. Enginn vill taka lengur ábyrgð á fyrri orðum né heldur mistökum á flestum stöðum stjórnsýslunnar.
Margir sjálfstæðismenn hafa um langt skeið rétt Ólafi Ragnari fingurinn og fundið honum allt til foráttu. Nú hamast þeir margir hverjir í ræðu og riti með kröfur um að forsetinn synji lögum um greiðslu Icesave skuldarinnar og vísi málinu til þjóðarinnar. Undir þessi tilmæli get ég líklega tekið að nokkru en get þó ekki stillt mig um að benda þessum ágætu frjálshyggju-og markaðspostulum á eftirfarandi:
Fyrir nokkrum árum synjaði forsetinn undirritun fjölmiðlalaganna svonefndra. Þá ráku þessir sömu vinir milliliðalausa lýðræðisins upp ramakvein. Þeir fullyrtu að þessi gerningur væri markleysa ein og ætti sér engan veginn þá stoð í stjórnarskrá okkar sem haldið hafði verið fram allt frá stofnun lýðveldisins. Man ég ekki betur en að um þetta bæri saman öllum fulltrúum flokksins á Alþingi sem og ráðherrum. Auk þess rifjast upp fyrir mér nafn stjörnulögmanns sem nú situr í Hæstarétti auk háskólaprófessora, aldraðra prjónakvenna og farsæls hestageldingamanns að austan, en flest af þessu fólki studdi umræddan stjórmnálaflokk að minni hyggju. Ógetið er þá þess meginatriðis í málflutningi þessa ágæta fólks að hér vantaði alveg lög um þjóðaratkvæðagreiðslu!
Hefur eitthvað breyst í stjórnarskrá okkar og lögum sem farið hefur framhjá aulanum mér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef börnin eiga að borga eig þau þá ekki líka að fá að kjósa?
Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 19:04
Þetta er rétt munað hjá þér Árni. Sjálfstæðismenn upp til hópa, og flestir þeirra enn á þingi, hömruðu á því að forsetinn ætti ekki og gæti ekki gengið gegn vilja Alþingis. Nú er annað uppi á teningnum, Ragnar Reykás sem virðist blunda í helvíti mörgum er nú kominn upp í sama þingflokki. Allt í þeirri trú að lýðurinn hafi gullfiskaminni, en ég held og vona að það hafi breyst síðastliðið ár. Fari þetta lið í rassgat.
Lund Hervars (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 19:31
Siggi: Jú, svo sannarlega væri ég hlynntur því. Enda hef ég lengi stutt milliliðalaust lýðræði þegar um veigamiklar og umdeildar stjórnsýsluaðgerðir ræðir. Hinsvegar hef ég ógeð á hræsni og tvískinnungshætti. Ef þjóðaratkvæði er eins einfalt í hugum þessara manna og nú virðist, þá spyr ég hvað hafi breyst frá því að fjölmiðlalögin voru dregin til baka?
Árni Gunnarsson, 20.11.2009 kl. 19:33
Mér væri ósárt um það Lund Hervars þótt þetta lið færi í það minnsta svona hálfa leið í þann áfangastað sem þú beinir því til.
Árni Gunnarsson, 20.11.2009 kl. 19:36
Um Sjálfstæðisflokkinn og tilraunir hans til að komast aftur til valda vil ég segja þetta: Fullorðin hjón langaði til að endurvekja það sem einu sinni var. Gekk heldur illa. Fengu gott ráð. "Teipaðu skóhorn á litla vininn". Hann gerði það og renndi sér inn. Þá sagði annar lífsreyndi gamli eggjastokkurinn við hinn: Margt hef ég nú séð, en aldrei fyrr hafa þeir mætt hér á líkbörunum!
Íslenska þjóðin þarf ekki á líkum að halda og svo sannarlega ekki Sjálfstæðisflokknum.
Björn Birgisson, 20.11.2009 kl. 20:14
Heill og sæll Árni; sem og þið aðrir, hér á síðu !
Þarna; kemur þú réttilega, inn á íslenzka gamalgróna tvískinnunginn, Skag firðingur góður.
Þá; (sumarið 2004), hentaði þjóðaratkvæðagreiðslan ekki, frjálshyggju angurgöpunum - þó; síðar þættust iðrast, sumir þeirra.
Björn !
Rétt; mælir þú, en Íslendingar þurfa ekki heldur, á hinum frjálshyggju flokkunum að halda heldur - Framsóknarflokki - Samfylkingu og Vinstri hreryfingunni - grænu framboði.
Allir 4; sitja þeir, á svikráðum við okkur, svo til haga mætti halda, Ísfirð ingur góður.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:02
Það er alveg óhætta að þykjast vera lýðræðissinnaður, verandi valdalaus og þrotinn að kröftum! FLokkurinn og ritstjórinn fyrrverandi ganga í takt. Og formaðurinn gengur á fund Hannesar Hólmsteins. Að leita til Hannesar eftir leiðsögn, er það ekki einsog að leita sér ullar í geitahúsi? Í ljósi sögunnar. Eitt er víst, að allt þetta hyski treystir á minnisleysi almennings, og hefur reyndar rétt fyrir sér miðað við skoðanakannanir...
Auðun Gíslason, 20.11.2009 kl. 22:13
Rétt í þennan mund rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir þingkosningarnar 2007 var það rætt á ritstjórnarskrifstofu Moggans að Forseti vor á Bessastöðum væri ógnun við lýðræðið. Og Ásta nokkur Möller, þá þingmaður, tjáði sig um þessa skoðun sína, og flokkssystkina sinna, á blogginu sínu. Nú vill hyskið hlaupa í fang hans, sem, í fyrsta lagi að þeirra sögn, hefur ekki neitunarvald, og er þar að auki ógnun við sjálft Lýðræðið með stórum staf. Einsog maðurinn sagði, shit!
Auðun Gíslason, 20.11.2009 kl. 22:20
Helgason, Óskar Helgi. Flottar færslur flytur þú, sunnlendingur góður, úr Árnesþingi kæri frændi. Svá mælir fauskur einn úr Fljótshlíðinni innanverðri.
Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:48
Já, bloggvinir góðir. Þær eru misjafnar afurðirnar úr Valhallarfjósinu. En þar er nægur kvóti og margir fjósameistararnir. En ástin á lýðræðinu er alveg ný vara og innihaldslýsingin líka.
Auðun: Ég kannast afar vel við hjalið um lýðræðisógnina og man líka glöggt hversu mikilvægt þessu fólki þótti að embættið væri ópólitískt. Samt eyddi íhaldð ómældum fjármunum í framboð sinna manna þegar kosið var um nýjan forseta. En urðu ævinlega að lúta í lægra haldi fyrir "kommunum!"
Það var sárt.
Árni Gunnarsson, 20.11.2009 kl. 22:53
Heill og sæll Árni, þetta er góður pistill hjá þér.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.11.2009 kl. 23:29
Árni:Sumir vilja meina að stóran hluta af því hve fallið varð stórt sé einmitt því að kenna að, fjölmiðlafrumvarpi Davíðs var hafnað af forseta lýðveldisins, ég var ekki sammála Forsetanum þegar hann neitaði að undirrita löginn, en ég taldi og tel en að það að neita að undirrita hafi verið það sem honum bar að gera, það er að segja að fylgja sinni sannfæringu, ég tel að rök hans fyrir því að neita um undirskrift hafi verið röng, en ekki það að hann gerði það, við sem teljum okkar skoðanir okkar vera í Sjálfstæðisflokknum, erum ekki einn maður og höfum ekki eina skoðun, eins og þú og ansi margir virðast telja, ég leifi mér að hafa skoðun sem er ekki endilega forystu flokksins að skapi, ég hef einnig þann valkost að geta greitt atkvæði eða skilað auðu er mér mislíkar það sem forystusveit flokksins er að gera, og það hef ég gert oftar en einu sinni, en við Sjálfstæðismen erum ekki óvinir landsins og höfum aldrei verið, þó svo að innan okkar raða hafi ratað misjafnir sauðir.
Magnús Jónsson, 20.11.2009 kl. 23:47
En telur þú Magnús að forsetinn eigi núna að vísa Icesave samningnum til þjóðarinnar?
Árni Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 00:25
Árni: Þjóðin kaus forsetan, og hann á að hafa hag þjóðarinnar að leiðarljósi, ég er ekki hann og hvorki get né vill taka af honum( væntanlegt ómak ekki komin niðurstaða) ómakið, en tel eins og ég skrifaði áður að hann eigi að taka sjálfstæða ákvörðun, það er lýðræði, ég tel einnig að það hafi verið ofbeldi af hálfu Alþingis að breyta lögum eftir höfnun forseta, til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Magnús Jónsson, 21.11.2009 kl. 00:40
Fjölmiðlalögin voru bastarður vegna þess að Davíð reif þau hálfkláruð úr höndunum á nefndinni sem átti að vinna þau. Hatur milli persóna má aldrei verða að lagagerningi Alþingis. En sjálfstæðismenn eru auðvitað ekkert öðruvísi en annað fólk. Margir minna bestu vina eru sjálfstæðismenn og afbragsmenn í hvívetna.
Árni Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 16:41
Mér finnst sjálfsagt að þjóðin kjósi um þetta. Aldrei hefur mér verið vel við málflutning Styrmis Gunnarssonar - Reyndar hef ég fyrirlitið hans málflutning yfirleitt. En í Kastljósinu sá mann syndabúkkinn segja það sama og þú segir hér og ég segi: Batnandi mönnum er best að lifa.
Þjóðin er upplýst, umræða virk og hún á að kjósa í þessu máli sem og öðrum.
Rúnar Þór Þórarinsson, 21.11.2009 kl. 17:30
Sennilega hefur Styrmir verið meðvirkur í ráðstjórn Davíð eins og svo margir voru og eru enn. En viðleitni til heiðarlegs uppgjörs er góðra gjalda verð og Styrmir er á marga lund afburðamaður. Og ég held að þetta útspil hans um milliðalaust lýðræði muni falla í góðan jarðveg.
Árni Gunnarsson, 22.11.2009 kl. 00:37
Satt segir þú frændi. "Viðleitni til heiðarlegs uppgjörs er góðra gjalda verð". Ég tek sannarlega undir að það munar um minna en liðveislu Styrmis Gunnarssonar.
Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 11:06
Tek undir þetta með ykkur báðum. Ég er eins og held ég svo margir aðrir hreinlega hatursfullur, eða því sem næst, í garð forkólfa hrunsins en á sömu stundu finn ég til ákveðinnar samúðar því flestum þeirra sem steyptu okkur í þessa glötun gekk gott eitt til og álitu græðgi og gjafmildi, eiginhagsmunasemi og mannúð fara saman. Og sumum þykir etv. enn. En allavega er liðveisla Styrmis við nýtt Ísland betri en engin. Það þyrfti bara að ná saman kröftum úr mismunandi áttum til að vinna að þessu til að hefja starfið yfir flokkadrætti.
Rúnar Þór Þórarinsson, 24.11.2009 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.