Kyssti froskinn og- varð að froski

Ég hef áður hér á þessu bloggi bent á brigð Vinstri grænna við kjósendur sína í afstöðunni til ESB aðildarumsóknar. Nú eru þessar umræður í fullum gangi þótt upplýst sé að þrælatök IMF á þjóðinni tengist afskiptum þessara ríkja og allar líkur séu á að um bein fyrirmæli frá áhrifamönnum þaðan sé að ræða. Þessi reikningur sem samþykkja á til greiðslu á þjófnaði nokkurra óþokka á næstu dögum er þjóðinni ofviða og hann má Alþingi ekki undir neinum kringumstæðum samþykkja. Steingrímur J. Sigfússon naut trausts íslensku þjóðrinnar umfram aðra forystumenn í stjórnmálum og  flokkurinn naut þess í síðustu kosningum til Alþingis enda margt álitlegra frambjóðenda á listum hans. Þegar flokkurinn náði sinni glæstustu kosningu og formaðurinn gekk til stjórnarviðræðna fylgdi því mikil eftirvænting stuðningsmanna hans. En slysið uppgötvaðist þegar á fyrstu dögum stjórnarinnar. Steingrímur hafði ætlað að frelsa froskinn Jóhönnu Sigurðardóttur úr fyrri álögum með kossi,  en- varð sjálfur að froski.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hagnaðurinn af fullvinnslu sjávarafurða er það sem hæfur meirihluti EU hefur áhuga á til framtíðar það eru stóru reikningarnir. Þetta hefur aldrei snúist um neitt annað hjá EU. Hugsanleg verðmæti undir sjávarbotni og tilkall til norðurpólssvæðisins.

Lúffa er ekki góð framtíð. Íslendingar þekkja lítt stéttskipt samfélög. 

Júlíus Björnsson, 26.11.2009 kl. 19:42

2 identicon

Heill og sæll Árni - sem og, þið aðrir, hér á síðu !

Þó; varla teldist ég gripsvit hafa haft, á íslenzka stjórnmála moðinu, þykist ég mega þakka almættinu þá náðargáfu - að hafa aldrei kosið flokka, hverjir til vinstri hafa taldir verið.

Nú; fyrir utan þá kunnu staðreynd, allmörgum að minnsta kosti, að ég hefi fylgt þeim sjóhundum; Guðjóni Arnari, og hans slekti, um nokkra hríð.  

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi. Minni þig á að sá sem hvatlegast varaði við einkavæðingu bankanna, brölti útrásardrullusokkanna og þensluáhrifum Kárahnjúkavirkjunar var vinsti maðurinn Steingrímur J. En það var meðan hann var ennþá heill heilsu.

Árni Gunnarsson, 26.11.2009 kl. 21:33

4 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Árni !

Jú; rétt, mun það vera ályktað, hjá þér - án nokkurs vafa, þrátt fyrir bakborða stöðu, þess Þistilfirzka, í þá daga.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hrekklaust fólk og heiðarlegt botnar ekkert í umskiptingnum sem nú vermir stól fjármálaráðherrans. Kannski varð hann að froski við svikakossinn. Eða var hann kannski bara úlfur í sauðagæru sem kastaði henni af sér um leið og hann fékk tækifærið. Mér finnst erfitt að fyrirlíta fólk en stundum kemst ég ekki hjá því.

Sigurður Sveinsson, 27.11.2009 kl. 16:05

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður. Mér er það vel ljóst að þessi ríkisstjórn fékk erfiðari verkefni en nokkur önnur hefur fengið allt frá fullveldistöku. Að undanskildum strandveiðunum s.l. sumar sé ég ekki að hún hafi gert neitt annað en skyssur. Og flestar stórar.

Árni Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 17:09

7 identicon

Meistari Árni, VG og Smfylkingin fá það ömurlega skítadjobb að hreinsa upp eftir XB og XD og allir finna skítalyktina af þeim og fussa og sveija. Fáir hugsa um hver skeit í brækurnar. Ég er eins og sagt er, pólitískt viðrini, en ég tek ofan minn fjósahatt fyrir þessu ágæta fólki sem er nú að vinna skítverkin eftir aðra. IMF er ekki hér í boði VG, kannski að sumu leyti Samfylkingar, en aðallega í boði XB og XD. Varðandi Icesave og það helvíti, stjórnvöld áttu að leysa það þegar árið 2006 en aumingjarnir sem við kusum, kusu að gera ekki neitt. Við erum ekki þjóð Árni, heldur samansafn af helvítis hyski sem erlendir aðilar fyrirlíta og það með réttu, ég skammast mín fyrir að ver Íslendingur og helvíð hafi það.

Árni Andrew (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 20:19

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála flestu því sem þú segir nafni minn. Stærstu mistökin voru þau að láta andskotans íhaldið telja þjóðinni trú um það í friði að útrásarhálfvitarnir gætu ekki gert mistök í fjármálum. Eftir það var hrunið óhjákvæmilegt. En hattinn tek ég ekki ofan fyrir því sem nú er að gerast.

Árni Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 20:46

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF kemur inn í þegar gengisjöfnuður er í rugli þá að uppstungu Lándrottna Ríkja og að frumkvæði ríkisins sem ekki getur staðið í skilum. Þjóðartekjur í Dollurum hafi ekki haldið í við fólksfjölgun síðan EES regluverkið var tekið upp, duttu niður um 14% 2007- 2008.

Gengisstyrking var vegna mikillar útþenslu góðvildar hæfs meirihluta í EU. 40% hækkun fasteigna verðs var Íslending uppfinning til að hækka höfuðstól Íslensku einka Bankanna, sömuleiðis gjaldeyrisútflutningur út úr EU umráðsvæðinu. 

Vegna þess að Íslenskir ráðmenn og lykilaðilar er flestir í meðalgreind var engin vandi að leika á þá af fagfólki EU yfir meðalgreind, frekar en sumum Íslendingum sem nýtust sér tækifærið á sínum einka forsendum.

Þessi Ríkisstjórn sem hin er annaðhvort jafn heimsk og vanmáttug og sauðsvartur almúginn eða hefur ekki þor til að bjóða aðstæðum byrgin. Hún er að gera það sem henni er sagt og sópa undir teppið.

M.ö.o. góðærið umtalaða mælist ekki í heildar þjóðartekjum allan tíman. Heldur í efnahagsreikningum illa menntraða hagfræðinga á alþjóðamælikvarða.

Illt er eiga þræl að ráðgjafa. Engin hugsar betur um eign sín en eigandi sjálfur. Meðal og smá einka fyrirtæki henta meðalgreindum best.  Með því að skera niður og einfalda stjórnsýsluna til samræmis við íbúafjölda verður persónuafsláttur á laun og vaxtabætur óþarfar.

Júlíus Björnsson, 27.11.2009 kl. 20:49

10 identicon

Þakka þér Árni minn að taka pólitísku viðrini og asna eins og mér svona vel á síðu þinni, það hefðu nú ekki allir gert! En varðandi athugasemd JB, þá vil ég segja þetta: Breytingar sem voru gerðar í tíð Árna Magnússonar á Íbúðalánasjóði 2004 með 90% lánum snarhækkuðu fasteignaverð, veðstaða almennings stórbatnaði og allir sem vildu gátu tekið stóraukin lán út á aukinn auð (á pappírnum einum að vísu). Stóriðjuframkvæmdir og virkjanir ásamt skattalækkunum skilaði okkur að endingu þar sem við erum í dag. Á rassaginu á köldum klaka. En að lokum þetta; afsakaðu kæri Árni heimsku mína og ekki síst hvað ég er helvíti mikill bjáni, ef ég væri hestur væri búið að skjóta mig fyrir hvað ég er andskoti leiðinlegur.

Árni Andrew (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:05

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nafni minn. Hvorugur okkar er pólitískt viðrini. Það eru hinsvegar þeir sem kalla það pólitík að hafa alltaf sömu skoðun og forysta einhvers stjórnmálaflokks. Slíkir menn eru ófærir um að mynda sé skoðanir og kallast geldingar eða viðrini í minni orðabók. Gott hjá þér að taka íbúðalánin inn í dæmið, ég var eiginlega búinn að gleyma þeirri snilld.

Árni Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 10:19

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður fyrir "land & þjóð" þá valda hvorki "SteinFREÐUR né Heilaga Jóhanna" þeim verkefnum að stýra efnahagsmálum okkar af viti.  Maður hélt að "vont gæti ekki versnað" eftir að Samspillingin & Ránfuglinn "rústuðu okkar samfélagi..!"  Það eina gáfulega í stöðunni hjá VG er að skipta sem fyrst um formann, áður en hann gerir meira ógagn fyrir þann flokk & þjóðina.  Við höfum ekki efni á svona slökkviliðs fólki, fólki sem alltaf VÆLIR yfir hversu ERFIT sé að eiga við eldinn í samfélaginu og í stað þess að slökkva eldinn, þá láta þeir fólk brenna inni í eldhafi OKURLÁNA og segja, reynið bara að harka þetta af ykkur.  Ekki boðleg verkstjórn þeirra Steingríms & Jóhönnu, ekki boðlegt.  Ég get ekki annað en tekið undir gagnrýni þá sem Árni setur fram.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 28.11.2009 kl. 19:27

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið svakalega er þetta góð færsla!

Sigurður Þórðarson, 29.11.2009 kl. 00:28

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jaðrar þetta nú ekki við oflof frændi sæll?

Árni Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 13:38

15 identicon

Það er ekki oflof að tala um þín skrif og vertu bara kátur --en hinsvegar ætla ég ekki að gera athugasemd við það sem þú ert að tjá þig um tel mig ekki vera nógu mikið inní pólutíkinni til þess -forðast að hlusta á þessa loddara í þinginu og mér leiðast konur sem eru að bulla um það sem þær hafa ekki hundsvit á og reyndar kalla líka-en ekki sama hver er --úbbs -:-)

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:03

16 identicon

  • það á víst að vera i í helv....pólitíkinni

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:21

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir hrósið Karen- hver sem þú nú ert

Árni Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 00:31

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona fer þegar heil þjóð hættir að ala upp krakkagrislingana sína samkvæmt venjum forfeðranna. Allur þessi veiklundaði lýður á þingi er stríðalinn á sultu og kók og það er engin töggur í honum. Kannski hefði verið nóg að hafa eina kempu á Alþingi. Menn hefðu fylgt honum á sama hátt og rakkarnir fylgja manninum.

Baldur Hermannsson, 3.12.2009 kl. 19:10

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábær færsla hjá þér Árni! Helvíti ertu góður að raða saman orðum á þessu fornaldarmáli!

Ertu viss um að Steingrímur sé froskur? Ég held að Jóhanna hafi kysst Steingrím og hann hafi breyst í viljalaust verkfæri hennar. Að hlusta á Steingrím er eins og að hlusta á lélega kópíu af tali nornarinnar. Annaðhvort er hann dópaður eða í álögum Jóhönnu ... heilinn er ekki í sambandi hjá Steingrími.

Ætli það sé hægt að vekja hann með raflosti? 

Óskar Arnórsson, 5.12.2009 kl. 21:37

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nokkuð athygliverð uppástunga þetta með raflostið!

Árni Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 00:39

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er ekki til eitthvað atvinnulausum virkjunum til að tengja við rassg.. á þessum Steingrími? Hann er ekkert í lagi blessaður maðurinn!!

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 00:42

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú er talið að þetta sé alls ekki Steingrímur heldur belgískur bóndi sem skriffinnar í Brúseli þjálfuðu upp og þykist vera Steingrímur.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 00:55

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enn neyðist ég til að vanda um við þig Baldur.

Ég vil ekki sjá styggðaryrði eða ábyrgðarlaust flím um Steingrím á minni síðu 

Árni Gunnarsson, 6.12.2009 kl. 01:13

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er líka sagt að raunverulega hafi Hitler verið ljúfmenni.

Hann heimsótti spítala og klappaði holdsveikum. Svo fór hann í heimsókn á einhverja geðdeild sem í var deild með 10 manns sem allir sögðust vera Hitler. Alvöru Hitler varð svo forvitin að skoða þá að hann fór alveg inn til þeirra. Og starfsfólkið þekkti þá ekki í sundur þega 11 manns heimtuðu að fara út og allir sögðust vera Hitler.

Starfsfólkið að giska, og hafa greinilega sleppt út vitlausum Hitler sem allir hlýddu eins og Steingrími stór-íslending í dag...

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 01:14

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Steingrímur er bara ágætur...

Óskar Arnórsson, 6.12.2009 kl. 01:15

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe ég er nú bara að tala um belgíska bóndann.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 02:03

27 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni minn:Steingrímur brást ekki , hann lofaði að berjast, og hann barðist, og hann berst en, en hann er ekki og hefur aldrei barist fyrir þjóðarhag og mun aldrei láta það sig henda að gera það, hann kann bara að vera á móti, og skilur ekki að aðrir geti verið á móti, því sem hann sjálfur er svo mótallin að hann verður að mæla fyrir því, og hana nú .

Magnús Jónsson, 6.12.2009 kl. 02:17

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hmmmm flókið, áhugavert en mjög flókið.

Baldur Hermannsson, 6.12.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband