Á einu augabragði!

Stundum gerast hlutirnir hratt og "skjótt skipast veður í lofti." Nýlega urðu tímamót og nokkur tíðindi í einu erfiðasta pólitíska deilumáli þjóðarinnar innan lands sem utan og óþarft er að rekja. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson gekk fram fyrir skjöldu í baráttu eigin þegna við erlent ofurefli að því er flestir töldu. Hann virkjaði öðru sinni stjórnarskrárbundinn rétt kjósenda til að staðfesta ellegar synja milliliðalaust umdeildum lögum frá Alþingi. Og ekki nú fremur en í fyrra skiptið var þessi ákvörðun forsetans óumdeild af kjósendum.

Snemma í gærdag sýndist mér að meira en sjö þúsund eintaklingar hefðu sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem mælst var til að Ólafur forseti segði af sér embætti sem þjóðhöfðingi.

Nú töldu semsagt nokkur þúsund Íslendingar að nóg væri komið af lýðræði í þessu landi og skjótt yrði við að bregða til "að lágmarka skaðann" sem þessi grunnhyggni og framhleypni "Kommadindill" hefði valdið eigin þjóð. Nóg um þessa tegund lýðræðisástar sem ég vona að ekki verði viðruð svo mjög af andlega heilbrigðu fólki.

Ekki lét forsetinn við svo búið standa. Skyndilega fréttist af honum þar sem hann gekk fram fyrir skjöldu þjóð sinni til varnar í einu höfuðvígi andstæðinganna og nú í hlutverki pólitísks vígamanns.

Breska heimsveldið sendi sinn vopnfimasta drápara í röðum fréttamann gegn þessum snyrtilega bónda kotþjóðarinnar til að ganga af honum dauðum í beinni útsendingu og beið líklega skellihlægjandi eftir því að senda hjáparsveit á staðinn til að bera þennan fávísa sendimann okkar meðvitundarlausan af vígvelli.

"Skammt mundi Gunnar á Hlíðarenda hafa runnið fyrir hvítum mörvamba af Álftanesi" lætur Nóbelsskáldið Jón kóngsbónda Hreggviðsson segja við kóngsböðulinn frá Bessastöðum í Íslandsklukkunni og ég gef mér að Bretar hafi hugsað á líkan veg. Fréttir af einvíginu mikla urðu nokkuð á aðra lund en til var ætlast af eigendum heimavallarins. Það er óþarft að rekja nánar og þarf ekki að fara mörgum orðum um að kóngsböðullinn gekk kaghýddur af fundi við "hvítan mörvamba af Álftanesi."  

En nú breiddist hratt út í Bretaveldi skæður sjúkdómur og hvað var nú svínaflensan hjá þeim ósköpum?

Í spjallþáttum og á spjallvefjum fjölmiðla bresku þjóðarinnar kom í ljós að áberandi meirihluti þeirra sem þar tjáðu sig og fylgst höfðu með hnitmiðuðum málflutningi þessa nýja og óvænta liðsmanns andstæðinganna var honum sammála og flestir gengu svo langt að álasa eigin stjórnvöldum fyrir óbilgirni í garð þessarar smáþjóðar sem sendur hafði verið reikningur fyrir þjófnað, lögvarinn af evrópskri ríkjasamsteypu!

En á sama tíma fréttist af ráðherrum íslensku þjóðarinnar sem gengu á fund kollega sinna í evrópskum þjóðlöndum þeirra erinda að "lágmarka skaðann" af frumhlaupi eigin forseta!

Hvað hét hann aftur þjóðhöfðinginn sem bað Guð að vernda sig fyrir vinum sínum; af óvinum sínum hefði hann ekki áhyggjur því um þá gæti hann sjálfur séð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brilliant færsla. Það væri bara dónaskapur að barna þessu tæru snilld. Ég held kjafti.

Baldur Hermannsson, 7.1.2010 kl. 23:45

2 Smámynd: Eygló

Þakka þér fyrir þetta Árni.

Þetta er um það bil, hér um bil, næstum því nákvæmlega færslan sem ég nennti ekki að skrifa.
Er orðin svo döpur og leið og aragrúa heimskra og orðljótra hér á blogginu.

Aftur á móti eru til manneskjur sem kunna og þora að lofa það sem lofsvert er, þótt það lofi ekki manneskjuna í heild, enda ekki til þess ætlast.
Svo eru það þrjótar og þursar sem  geta ekki skipt um skoðun, jafnvel þótt forsendur hafi sveigt í svo sem 180°
Sorglegt en pirrar mig samt rosalega, stundum.

Eygló, 7.1.2010 kl. 23:53

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Árni þakka afa snilldar lega færslu hafðu þökk fyrir.
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 8.1.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Áddni, mar lýtur náttla alltaf höfði í auðmýkt fyrir tærri znilld þinni, öldúngurinn þínn zíúngi.

Þú veizt enda að ég hef alltaf mært forzeta vorn, & er því kátr með hann í dag zem í gær.

Forzeti minn er fyrirmenni þjóðarinnar, & fyllti alveg út í zkónúmerið, enda vel menntaður til & greindarmenni.

Ja, alla vega þangað til að hann fer í zkó Ríkharðz þriðja & heimtar hrozz fyrir konúngzdæmið.

Það færi vaddla vel, félagi minn góður.

Steingrímur Helgason, 8.1.2010 kl. 00:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur, Eygló, Sigurjón og Steingrímur. Þakka ykkur fyrir vinsamleg orð í minn garð og ég vil upplýsa að ég sendi þetta frá mér í nokkrum hita og láðist að fara yfir textann áður. Ég hef nú reynt að lagfæra ofurlítið það sem mest hætta var á að yrði mér til skammar.

Ég heyrði í fréttum ávæning af neyðarboðum sem Össur kom til skila á ríkissjónvarpinu þar sem hann reyndi að róa þjóðina. Og neyðarboðin voru á þá lund að þjóðin gæti sofnað sæmilega róleg vegna þess að hann hefði skilið gestgjafa sína svo að íslenska þjóðin þyrfti ekki að óttast þau Ragnarök sem tiltæki forsetans hefði getað valdið blásaklausum þegnum sínum með heimskulegu frumhlaupi sínu.

Hann teldi sig hafa fullvissu fyrir því að þessi sorglegi atburður og slysalegi yrði að líkindum ekki til að trufla að ráði aðildarumsókn Alþingis fyrir hönd þjóðarinnar um eilífa gistingu í náðarfaðmi ESB!

Þarf þessi þjóð ekki að bregðast skjótt við þeirri skelfilegu vá sem að henni steðjar innan frá? 

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 00:53

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek ofan fyrir þér, Árni. Góður pistill.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 01:01

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, mig dauðlangar til þess að svara síðustu spurningu þinni en þar sem þú ert búinn að harðbanna formælingar, illyrði og hótanir á síðu þinni læt ég nægja að segja: góða nótt gamli skálkur.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 01:05

8 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Skemmtilegur pistill Árni, ég er sannfærður um það að gjörð forsetans á eftir að verða okkur til mikillar lukku

Steinar Immanúel Sörensson, 8.1.2010 kl. 01:46

9 identicon

Snilldar færsla!  Gaman að sjá hvernig menn eins og Pétur Blöndal o.fl. reyna að grípa í faldinn hjá Ólafi sér til framdráttar og Össur reynir að lágmarka skaðann!     En þetta er ekki nóg til að hreinsa syndaregistur Ólafs, langt frá því!

     Það var víst ekki þjóðhöfðingi heldur franskur hershöfðingi hjá Loðvík 14 sem á að hafa sagt "Guð verndi mig fyrir vinum mínum - um óvinina get ég sjálfur séð"!  Hann hét Claude Louis Hector de Villars og dó reyndar 17. júní, 1734.

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:55

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrirmyndar Íslenskur stíll hjá þér Árni góður og vel í samræmi við stórglæsilega framkomu Hr Ólafs R. Grímssonar. Sem bar titilinn með rentu í augum yfirstétta Alþjóðasamfélagsins eins og reyndar um 80% hluti Íslensku þjóðarinnar fyrir um 80 árum. Ég ólst upp hjá mér mikið eldra fólki að stórum hluta  í uppvextinum þar sem afar og ömmur, langafar og langömmur og þeirra systkini miðluðu því helsta niður sem þeim hafði verið miðlað á sama hátt  kynslóðum saman. Ættfræðirækni Íslendinga var alltaf til að minna þá á að sama blóðið væri í öllum stéttum. Snobb og undirlægu háttur til skammar [gera skammt eða minna]. Hlusti menn á 50 ára upptökur úr gufunni má vel heyra hvað almenn greindarumskipti hafa átt sér stað. Þá hefði Ólafur átt sér marga jafningja í Stjórnsýslunni þótt hann hafi nú skotið þeim flestum eða ekki öllum ref fyrir rass.  

Sumir voru miður fljótir að kasta skít í Forsetann að ósekju þegar hann stóð sig sem sannur Íslendur á alþjóðvetfangi jafningi sinna líkra um allt litla-Alþjóðasamfélagið þar sem þjóðarhollustan er lykillinn að EU hollustunni og trygging þess að halda sínum hlut í samkeppninni um sömu hlutfallslegu eigin þjóðartekjur. Þeir sem skilja ekki hlutföll þá merkir það sem þjóðartekjur Þjóðverja vaxa um 1,67 evrur þá vaxa þær frönsku um 1 evru.

[Við losum aldrei við skuldarklafa innan EU stöðuleikans].

Þess vegna er talið um að gefa eftir og fá í staðinn: verkefni til lækkunar framfærslukostnaðar heildarinnar. Sem skilar hverri Ríkisstjórn meiru til ráðstöfunar eða til að auka bilið milli hinna ríku og almennings innan ríkis. Tilgangurinn [sem er gefin upp almenningi] helgar meðalið [aðferðina]. Deila og drottna, skipa liðinu í menningarhópa. Íslenska aðferðin var að velja strauma frá öðrum þjóðum og samlaga sinni menningu. Kenna hér öllum heldri manna grunnmenntun, lagt af 1972 og hætt að semja séríslenskar kennslubækur líka kenna atkvæðalestur þannig að orðaforða hefur stórhrakað almennt. Það aðal skýring mín á þessum sauðahugsunarhætti ráðamanna í dag. Enginn leiðtogi byrjar: ég held, enginn veit hvað gerist í framtíðinni, við þurfum erlenda fulltrúa til ráð fram úr okkar eigin vandamálum, ég trúi,...

Leiðtogi veit skilur og kann: svipbrigðalaust. Velur alltaf besta kostinn í stöðunni fyrir þá sem honum stendur hollusta til. Þetta er menningararfleið sem enn er í fullu gildi hjá hæfum meirihluta EU ríkja. 

Íslenskur almenningur er ennþá ekki orðin nógu heimskur til að ráðmenn tali niður til hans eins og um skynlausar skepnur sé að ræða.

Það er ekkert leyndar mál að uppvöxtur í fyrrum þriðjaheimi og fólksfjölgun hefur minkað jarðartekjurnar sem eru til skiptanna. Tækniframfarir og útþynning gæða hefur skilað miklu en takmörk eru fyrir öllu. Þetta vita Ráðmenn EU og eru löngu farnir að undirbúa sig svo sem með að fjölga skattgreiðendum. Lissabon gengur út stórfjölgun og samhæfingu í herafla til að sýna styrk út á við: sem á að tryggja betri viðskipti. Það minnkar líka atvinnuleysi og minnkar launakostanað heildarinnar. Eflir aga allra menningarhópa. 

Ólafur sá kom og sigraði. Við þurfum 63 í þeim anda.  

Júlíus Björnsson, 8.1.2010 kl. 07:41

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góðan og blessaðan daginn! Þökk fyrir innlitið Gunnar, Baldur, Steinar, og Júlíus.

Og bestu þakkir Ragnar minn fyrir upplýsingarnar um hershöfðingjann franska. Mér er ógerlegt að skilja hvernig þessum biskvíætum þarna niðurfrá dettur í hug að leggja það á börnin að bera svona mörg skelfileg nöfn. Þetta erum við sem betur fer búin að banna hérna uppá Íslandi, þökk sé barnanafnanefnd.

Þú minnist á ljótt syndaregistur Ólafs forseta. Án þess að hafa nú svo mjög sterkar meiningar um það þá koma mér í hug orð abbadísarinnar á Kirkjubæjarklaustri sem hrukku henni af munni þegar hún kom óvænt og að næturþeli í herbergi systurinnar þar sem hún var að drýgja syndina voðalaegu með ungum og sætum munki. Þau höfðu ekki gætt þess að fremja glæpinn hljóðlaust í ástarbrímanum og vakið grunsemdir þeirrar gömlu.

Þetta hafði byrjað með sameiginlegri bænastund systranna og munkanna, líklega þarna neðan úr Álftaverinu og auðvitað matast hóflega á eftir ásamt að drekka með berjavín systranna. Þegar systirin brotlega leit framan í abbadísina dauðskelfd, og beið eftir kristilegum ávítunum hennar með tilvísun í grómlaust líferni Maríu sálugu meyjar vakti höfuðbúnaður abbadísarinnar athygli telpunnar sem benti henni í auðmýkt á nýstárlegt höfuðfatið. Abbadísin þreif í ofboði í skýluna og komst sér til skelfingar að því að þar hafði hún í ógáti sett nærbuxur ábótans úr Álftaverinu.

"Já, allar erum við víst syndugar systur," muldraði hún í barm sér og hvarf á brott í þeim orðum töluðum. (Þökk sé góða dátanum Svejk fyrir aðstoðina)

Ólafur er ekki einn um að bera syndir og varla eru þið þarna merakóngarnir í Flæðagerðinu á Króknum allir syndlausir án þess að ég sé nú endilega að "benda á neinn sérstakann!" 

En nú upplýsir Fréttablaðið að stjórnin haldi meirihluta og mér létti stórum eftir andvökunótt. Líklega treystir þessi hrekklausa þjóð mín ekki nýju fólki til að halda aftur af forsetanum við að setja í uppnám samskipti Íslands við gamlar vina- og menningarþjóðir.

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 09:26

12 identicon

Ólafur Ragnar ver okkar málstað & útskýrir, en "ríkisstjórnin & þeirra spunnameistarar" tala um að lágmarka skaðann af því...lol...!  Halló - halló, þessi ömurlega verkstjórn í Icesave ferlinu má þakka þeim skötuhjúum, sem hafa því miður ítrekað valið að berjast fyrir skoðun UK & Hollands - þetta gera þau gegn þjóðarvilja - þannig að ef þetta fólk vil tala um skaða þá ætti það að líta í spegill - þar sjá þau sökuDÓLGINN & bak við spegillinn má finna Ránfuglinn & Landsbankaliðið & íslenska bankamenn sem fengu blint FRELSI til að RÆNA fé, "hérlendis & erlendis".  Á næstu 6-10 vikur munu koma í ljós hvort ríkisstjórnin velur að halda sig við óbreytan málflutning eða hvort þau breyta um taktík.  Mér sýnist þau ætla að taka "slaginn við þjóðina & tala gegn okkar sjónarmiðum áfram" - er nema von að ég hafi síðustu 16 mánuði talað fyrir þeirri skoðun minni að þessi ríkisstjórn Samspillingarinnar sé "stórhættuleg land & þjóð" - hrokinn þeirra & heimska er svo mikil að þau neyta meira segja að hlusta á RÖK síns fyrrum formanns...lol...!  Þau neyta að hlusta á rök Evu Joy & allra þeirra aðila sem tala OKKAR málstað....!

Við viljum greiða skuldir íslenskra glæpamanna en það verður að vera á sanngjörnum nótum, málið er nú ekki flóknar en svo.  Við frábiðjum okkur að greiða "vexti" ofan á skuld sem okkur ber ekki lagalega skilda til að greiða!  Okkur ber að greiða þessa skuld út frá "siðferði & pólitík" og með því að axla þá ábyrgð, þá hlýtur að vera hægt að tala fyrir því að EB taki á sig vextina af þessu Icesave klúðri sem má að nokkrum hluta rekja til meingallaðs regluverks EB, það viðurkenna ALLIR hjá EB, en samt er eins og þessi AUMA ríkisstjórn geti bara ekki hugsað út fyrir A-4 boxið...!  Góð grein hjá þér Árni eins og ávalt...lol..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 09:46

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tær snilld, ég er sammála hverju orði.

Þetta er bara einhver besti pistill sem ég hef lesið og hefur þú þó skrifað marga.

Ég legg til að þú gefir fleirum kost á að lesa þetta með því að senda hann í Fréttablaðið eða Moggann

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 10:35

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér frændi fyrir vinsamlegt oflof. Pistilsfjandinn er öllum heimill til afnota.

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 11:08

15 Smámynd: Jens Guð

  Frábær pistill!

Jens Guð, 8.1.2010 kl. 16:36

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakob Þór. Þú minnist á breytt landslag í alþjóðlegri umræðu sem er orðið nokkuð áberandi á skömmum tíma. Eva Joly hefur lengi verið helsta átrúnaðargoð okkar í margháttaðri ráðgjöf á efiðum tímum. Þessi kona gengur nú fram og bendir á rétt okkar í þessari deilu og býðst til að greiða fyrir lausn með íhlutun á borð við að kalla til nýrrar sáttagerðar þekkta einstaklinga sem njóta virðingar meðal þjóða.

Umræða almennings í Hollandi og á Bretlandi er að snúast á sveif með okkur og málsmetandi háskólaprófessorar sömuleiðis flokka þetta mál undir ofbeldi. Vinningslíkur mótherja okkar í málaferlum eru ekki taldar mikið yfir jöfnu.

Gjaldþol íslensku þjóðarinnar er ekki burðugt til að bæta á sig oki á borð við þennan reikning. Stjórnvöld virðast ekkert átta sig á því að heimili og einstaklingar eru þjáð af uppgjöf og vonleysi vegna eigin byrða sem ámælisverð stjórn efnahagsmála hefur leitt yfir þjóðina með aðstoð ræningja í fremstu röð á heimsvísu. Eigur þeirra hafa ekki verið frystar og margir komnir á fulla ferð í fjármálaheiminum eftir að hvílt sig á paradísareyjum Kyrrahafsins og safnað orku. 

Hvers konar málsvara eigum við í röðum ríkisstjórnarinnar? 

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 17:02

17 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svona lítur þá vel skrifuð færsla út, ég er hættur að skrifa :)

Finnur Bárðarson, 8.1.2010 kl. 17:33

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Engan aumingjaskap Finnur, þú bara skilgreinir þig sem lærling og þá er allt leyfilegt.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 17:56

19 identicon

Góð færsla hjá þér kæri Árni. Ég vil ekki gera lítið úr sendiför Steingríms J, hvað sem líður framgöngu ÓRG þarf að leiða þetta mál til lykta. Þetta mál hverfur ekki og ég get vel sett mig í spor þeirra sem tapað hafa fjármunum á framgöngu Landsbankans. Eflaust er sökin hjá öllum aðilum að einhverju leyti. Lánafyrirgreiðsa er okkur bráðnauðsynleg og ekkert óeðlilegt að SJS reyni að halda samskiptalínum opnum og tryggja að okkar málstaður komi rétt fram. Enginn er eyland og hvað sem mönnum kann að finnast um framgöngu eins eða annars þá er staðreynd að yfirvöld hér leyfðu það að opna reikinga Icesave erlendis á íslenskri kennitölu og lofuðu öllu fögru um tryggingar, en við verðum og viljum lifa í samfélagi þjóða og þá verðum við að vanda betur til verka í framtíð svo við lendum ekki í þessum skít aftur. Ef einhver angar af skít eftir útrásarhyskið, ja, það skyldi þó aldrei vera ÓRG sem nú hefur brugðið sér í hlutverk hins mililega landsföðurs?

Lund Hervars (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:07

20 identicon

Afsakið, mililega á auðvitað að vera mildilega.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:09

21 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Frábær texti Árni og ég er innilega sammála.

Guðmundur Jónsson, 8.1.2010 kl. 18:32

22 identicon

"AMEN - eftir efninu"!

Skorrdal (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:58

23 Smámynd: SeeingRed

Verulega góður pistill.

SeeingRed, 8.1.2010 kl. 19:23

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Finnur. Hafi mér tekist vel við þessa færslu þá er það vegna þess að ég var búinn að þreifa mig áfram í mörg ár með misjöfnum árangri. Láttu bara vaða.

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 19:29

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lund Hervars. Það skiptir mig engu hvaða álit ég eða aðrir kunna að hafa  eða hafa haft á einstklingnum sem ég fjalla um. Nöfn eru þægileg og nauðsynlegt til brúks þegar þarf að kalla á einhvern í mat eða kaffi. Hér erum við að meta störf manna og árangur í umboði þjóðarinnar og á launum.

Ég hafði lengi vel meiri mætur á Steingrími J. Sigfússyni en öllum öðrum stjórnmálamönnum okkar og lét mig engu varða hvaða flokki hann tilheyrði og hef aldrei spurt að því hvort hann haldi með Arsenal eða Liverpool. Mér fannst Ólafur Ragnar alltaf flinkur forseti og það hefur ekki breyst allt frá því hann bauð sig fram til embættisins. Ég hef fylgst með störfum þessara tveggja fulltrúa okkar bæði innan lands sem utan og Steingrímur hefur nánast verið í frjálsu falli í mínum huga allt frá því hann tók til starfa eftir kosningarnar s.l. vor.

Ólafur Ragnar hljóp á sig í mati sínu á afleiðingum útrásarinnar eins og margir en hafði enga stöðu til að stöðva hana. Helst má finna honum til foráttu hvað hann er lengi að læra til hests og hversu laus í hnakk hann reynist vera.

En að alvörunni. Steingrímur J. hefur gengið til samninga um óbærilegar skuldir þjóðarinnar með auðmýkt og iðrun lekandi úr nefinu. Í auðmýkt gekk hann til samstarfs við ESB brjálæðingana í Samfylkingunni og afleiðingarnar eru að birtast þjóðinni í niðurlægingunni sem hann þiggur fyrir hönd þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar tók á málefnum þjóðar sinnar með reisn og djörfung eins og ég vísa til. Þessi snarpa innkoma hans hefur vakið þá athygli á stöðu okkar litlu þjóðar og aflað okkur bæði skilnings og samúðar fólksins í þeim löndum sem við eigum í höggi við. Ekki sýnir ríkisstjórnin ennþá nein viðbrögð í þá veru að fylgja eftir þessari nýju stöðu.

Finnst þér það boðlegt Lund Hervars?

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 20:04

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni þú færð fullt hús stiga frá mér fyrir þennan frábæra og vel skrifaða pistil.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2010 kl. 20:06

27 identicon

Dálítið er nú karlinn fyrir að falla meira af baki en tolla. En hvað um það, batnandi mönnum er best að lifa og vonandi hafa sinnaskipti forsetans góð áhrif fyrir land og þjóð, ekki veitir af. Hinsvegar held ég að SJS hafi tekið við erfiðu búi og hafi gert eins vel og hann getur, ég kann allavega að meta framlag hans og skynsemi. En eflaust má alltaf gera betur. Það sem má aldrei gleymast er hverjir komu okkur í þessa stöðu, Landsbankinn með dyggri aðstoð stjórnvalda, eftirlitstofnana og ef til vill Bessastaðabóndans. Lifðu heill gamli selur!

Lund Hervars (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 20:13

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka vinsamleg ummæli Axel. Hér eru þau efni til umræðu að allir verða að leysa upp sín tengsl við flokkadrætti. Þakka líka Skorrdal og þér sem sérð rautt!

Árni Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 21:08

29 identicon

Heill og sæll Árni; sem og - þið önnur, hér á síðu hans !

Löngum; hefir mér blöskrað, himinhá útgjöldin, sem snobbið og prjálið, hvert fylgt hefir þessu embætti; hvert, hefir sitt meginaðsetur, að Bessastöðum á Álftanesi suður - og þá; án tillits til þess, hver sæti það, hverju sinni.

Ágætlega; komst Ólafur R. Grímsson, frá skylmingunum, við hinn Brezka frétta snáp - en; til væri ég með, að styðja ÓRG, til áframhaldandi setu, að Bessastöðum - og þá; sem Landshöfðingja, þrefalt ódýrari Landskassanum að útgjöldum, en þá einnig; með það höfuðmarkmið, að leggja hið sundur tætandi Alþingi, að grundvelli sínum, með Alþýðunnar hjálp.

Það væri; vegvísan nokkur, til endurreisnar okkar gömlu Ísafoldar, að nýju, úr þeim foraðsins svelg, í hverjum hún nú liggur, Skagfirzki þulur, góður.

Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 21:24

30 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er náttúrulega framúrskarandi stíll á þessari færslu þinni, Árni minn!  Einsog þín er von og vísa!  Ég veit svo sem ekki,i hvort ég á að hlægja eða gráta eftir lesturinn!  Þannig að ég sendi þér mynd í staðinn.  Þú getur svo hengt hana upp yfir rúminu þínu eða haft hana á náttborðinu!  Góða nótt!

Auðun Gíslason, 8.1.2010 kl. 21:27

31 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Takk fyrir Árni Gunnarsson

kærar kveðjur af nesinu

Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 21:32

32 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Já, frábær pistill. Ég er stoltur af forsetanum. Hann er okkar Winston Churcill.

Hver hefði trúað því fyrir nokkrum misserum að þessi útbrunni forseti sem flestir voru búnir að afskrifa (þar á meðal ég) ætti eftir að rísa upp og verða raunverulegur leiðtogi þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum.

Benedikt Halldórsson, 8.1.2010 kl. 21:33

33 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir hafa illa þekkt Ólaf Ragnar Grímsson sem vildu afskrifa hann.

Ómar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 21:37

34 identicon

Ég veit svo sem ekkert um það hverjir vildu afskrifa ÓRG, menn eiga hins vegar að vera sjálfum sér samkvæmir. ÓRG er samkvæmur sjálfur sér segja menn varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu nú og við fjölmiðlalögin. Er ÓRG samkvæmur sjálfum sér gagnvart þjóðinni og endalausum áhuga hans á útrásarhyskinu hér áður fyrr? Ég segi nei.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:08

35 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Flottur, takk fyrir þetta :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.1.2010 kl. 22:24

36 Smámynd: Bjarni Kjartansson

 Var hann ekki kallaður Óli grís eða trúðurinn á Bessastöðum?  Mér finnst að það fólk sem það gerði ætti að biðjast afsökunnar opinberlega.  Síðan legg til að næsta þjóðaratkvæðagreiðsla verði um kvótakerfið.

Bjarni Kjartansson, 8.1.2010 kl. 22:53

37 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hrossakaup á eyrinni eða leysa mál eftir stjórnmálalegum leiðum ætti alltaf að sækja til dómstóla eða fara til dóms allsherjar þjóðarinnar allrar. Kjósa hæstaréttara dómara.

Júlíus Björnsson, 8.1.2010 kl. 23:03

38 Smámynd: Auðun Gíslason

winni 

"Nýverið hef ég ítrekað staðið frammi fyrir því, við ýmis embættisstörf, einkum hér í London, að þrýst er á mig að skýra hvernig og hvers vegna djarfhuga íslenskir frumkvöðlar ná árangri þar sem aðrir hika eða hrökkva, að afhjúpa leyndardóminn að baki árangrinum sem þeir hafa náð........ Í þriðja lagi taka Íslendingar gjarnan áhættu. Þeir eru áræðnir og sókndjarfir. Ef til vill er þetta vegna þess að þeir vita að ef þeim mistekst, þá geta þeir alltaf snúið aftur heim til Íslands þar sem allir geta notið góðs lífs í opnu og öryggu samfélagi; þjóðarefnið sem land okkar er ofið úr veitir öryggisnet sem gerir forkólfum okkar í viðskiptalífinu kleift að taka meiri áhættu en öðrum er gjarnt að gera..."ÓRG.

 Já, er ekki einmitt ágætt að halda samkvæmi ÓRG til haga?  Einsog Lund Hervars bendir á.  Sjálfhverfur tækifærissinni, kall greyið!  Og hefur alltaf verið!  Hans eigin hagur er og verður númer eitt, tvö og þrjú! 

Bjarni minn!  Fyrst vil ég að þjóðin fái að greiða atkvæði um lögin um þjóðaratkvæði, sem samþykkt voru í dag.  Á BBC  talaði ÓRG einsog þjóðaratkvæðagreiðslur væru hér daglegt brauð, þrátt fyrir að sá yngsti á Íslandi, sem greitt hefur atkvæði sitt í einni slíkri sé nú 87 ára gamall.  Og var 21 árs þegar sú atkvæðagreiðsla fór fram.  Það eru sem sagt 66 ár síðan.  Hinsvegar taldi ÓRG að Bretar kynnu ekkert á slíkt, enda Bretum ekki treyst til að greiða atkvæði beint um eigin mál!  Og þar fauk trúverðugleiki ÓRG í þessu viðtali!  Síðan 1973 hafa farið fram 9 þjóðaratkvæðagreiðslur í Bretlandi!  Jasso! 

Í viðtali á Bloomberg sagði ÓRG að íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar í Icesave málinu.  "We are not running away from our obligations."(við erum ekki að hlaupa frá skuldbindingum okkar).  Þá vitum við hvar við höfum ÓRG.  Hann minntist ekkert á breytingar á samningum við Breta og Hollendinga!  Aðspurður hvað tæki við yrði samningurinn felldur, sagði ÓRG, þá tekur við fyrri samningurinn, sem ég skrifaði undir.  Það er nefnilega það!

Auðun Gíslason, 8.1.2010 kl. 23:21

39 identicon

Gullfiskaminni, minni, inni, nni, ni, i, nú man ég ekki lengur hvað ég ætlaði að segja, segja, þegja, úff HFF

Lund Hervars (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:30

40 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flott færsla Árni!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.1.2010 kl. 23:46

41 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sannarlega rétt, að Ólafir Ragnar hefur risið mikið undanfarna daga.

Nú í þessari viku, er hann búinn að gera meira gagn, en ríkisstjórnin síðan hún tók til starfa á síðasta ári.

Frábært framlag hjá honum, og loksins virðums við eiga von, að nýju.

Yfirgangur ríkisstjórnarinnar, var orðinn svo þrúgandi, að maður átti erfitt orðið með að brosa.

Mér stórlétti, er ég heyrði Óla, vísa þessu til þjóðarinnar.

Við skulum sannarlega kjósa, og segja "Nei".

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 23:50

42 identicon

@ AG, og eru það ekki fyrirvararnir sem Bretar og Hollendingar sögðu nei við? Skítt með það, við vitum jú alltaf best og fari allir aðrir í rassgat.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:53

43 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi þér, herra Lund, á skoðun þekktra breskra lögfræðinga, er byrt var í gær í Financial Times, þ.e. eftir "Ann Pettifor and Jeremy Smith,
Advocacy International."

Unjust for Iceland to take sole responsibility

"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to €12,000 (2.400.000 KR) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about €50 (10.000 Kr) per capita." - "What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.1.2010 kl. 23:58

44 identicon

@ EBB, mikið rétt, en þetta breytir engu um að stjórnvöld hér á landi lofuðu tryggingu vegna Icasave reikinga og með neyðarlögum lofuðu stjórnvöld að allar innstæður væru tryggðar. Bretar og Hollendingar voru nógu góðir að setja fjármuni inn á þessa reikninga á sínum tíma, svo þegar allt fer til fjandans erum við Íslendingar of góðir til að endurgreiða þeim til baka! Og jú mikið rétt, þetta er ekki okkar skítur, en þá hefðum við ekki átt að leyfa þetta til að byrja með. 

Lund Hervars (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:09

45 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslendsk stjórnvöld lofuðu að borga í leynimakki, hvað átti að koma í stað Icesave? 

Hvað þoldi ekki dagsins ljós? 

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 00:22

46 Smámynd: Halla Rut

Árni, þú ert snillingur.

Ég las þetta upphátt fyrir son minn og verðandi eiginmann og höfðu þeir báðir gaman af orðsnilld þinni. Sömuleiðis hefur þú svo rétt fyrir þér. 

Takk fyrir þetta.

Halla Rut , 9.1.2010 kl. 00:35

47 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Íslendingar eiga ekki slæman séns í dómsmáli!

Þetta er hvorki meira en minna en skoðun "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Kæru Íslendingar, þetta er rosalegt, því ég hef aldrei nokkurntíma fyrr séð eða heyrt útlending af þessum kalíber, halda þessu blákalt fram.

Ég held, virkilega að hlutir séu að færast, í okkar átt. Ég er farinn, að þora að trúa því.

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.

Ég stari á þessi orð með lotningu, en hann telur að sénsar okkar Íslendinga, séu alls ekki slæmir ef mál færi fyrir dóm. Takk fyrir!

A protracted legal battle is in nobody’s interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.

Hann telur sem sagt, í ljósi óvissunnar um á hvaða veg dómsmál fari, að eðlilegt sé að meta þá óvissu okkur í hag, og gefa eftir hluta skuldar og krafna um vexti, í samræmi við óvissuna.

Þetta er kannski ekki grein, sem segir að rétturinn sé allur okkar meginn, en hann segir blákalt að við eigum séns. Miðað við orð hans, þá er það alls engin óskynsemi, að leitast við að ná betri samningum.

VIð eigum að reina við betri samninga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 00:44

48 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lund - hvað um ákvörðun Hollenska fjármálaeftirlitsins að heimila Icesave reikninga í Hollandi, er hún ekki gagnrýniverð - alvarleg mistök?

Icesave í Hollandi, ef ég man rétt fór af stað í júní 2008, þegar virkilega bjöllur voru farnar að klingja.

Bera þá einmitt ekki einnig hollensk yfirvöld, sinn hluta ábyrgðar, ergo - rétt að deila ábyrgð, ekki setja hana alla á okkur.

Þú þarft aðeins að líta í kringum þig, og standa upp úr þessari áherslu, að þetta sé aðeins okkar ábyrgð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 00:49

49 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðurstaða: Af því að Ólafur Ragnar sneri vörn okkar Íslendinga í sókn og upnaði nýjan möguleika á uppgjöf Breta og Hollendinga eigum við ekki að gera neina tilraun í þá átt að nýta okkur breytta vígstöðu og þar með reyna til þrautar að landa þessu máli á þann veg að skuldaklafinn lækki!

Ástæðan er sú að við fellum okkur ekki við Ólaf Ragnar og viljum ekki af honum vita. Hann henti grjóti í kríur og píndi marhnúta þegar hann var strákur og svo ótal margt fleira.

Þá skulum við nú heldur borga, eða öllu heldur skrifa undir áþján næstu kynslóða. Steingrímur er góður kall og hann segir að við eigum að borga.

Og svo komumst við kannski inn í ESB ef við verðum nógu ljúf og auðmjúk.

Mikið óskaplega er þetta yfirveguð niðurstaða og afkomsndur ykkar munu standa í eilífri þakkarskuld fyrir að sýna þennan dug og manndóm á örlagastund. Og svo munu Bretar og Hollendingar gera það líka.

Það er ekki ónýtt fyrir liðsmenn okkar í þessum löndum að sjá hversu samstæð íslenska þjóðin er orðin í einbeitninni við að tortíma sjálfri sér. 

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 00:53

50 identicon

Hnitmiðaður og vel skrifaður pistill. 

Með kveðju frá gömlum Króksara.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:57

51 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:06

52 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Snilld Árni, það besta sem ég hef lesið hingað til í umræðunni.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2010 kl. 01:07

53 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Árni þú ert yndislegur. Takk fyrir þessa færslu.

Helga Þórðardóttir, 9.1.2010 kl. 01:10

54 identicon

Ólafur Ragnar hefur þó beðið þjóðina afsökunar og fyrirgefningar á opinberum vettvangi, það væri óskandi að aðrir ráðamenn hefðu það í sér. en forsetinn kom líka þjóðinni til bjargar á ögurstundu. Ég held að menn megi þakka fyrir að hafa mann eins og hann talandi fyrir hönd okkar allra í erlendum fjölmiðlum þegar enginn annar hefur hvorki haft kjark, né kunnað það eða viljað það  í langan tíma. Þetta er ein besta færsla sem ég hef lesið um langa hríð.

Hafðu heiður og þökk fyrir þessa snilldar færslu.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 05:48

55 Smámynd: Sjóveikur

Dásamlegt að lesa íslensku sem handleikin er svo snilldarlega og sammála er ég að fullu ! En að þjóðin taki ásig Icesave skuldir fynnst mér ekki koma til mála ! Það er fyrir það fyrsta klárt að sagt var nei við fyrri samningum sem troðið var á þjóðina af þjóðum sem í hlut eyga, þar með eru þeir samningar ekki til lengur og ekki til að ræða meir !!! og vonandi ber þjóðinni sú gæfa að fella þessa ógæfu sem Forseti vor bjargaði okkur frá tímabundið. svo að lokum ! Allir samningar gerðir undir nauðung hryðjuverkalaga sem þessar þjóðir studdu sig við eru með öllu ógildir samkvæmt alþjóða lögum, þar sem engin fótur er fyrir að íslenska þjóðin sé á bakvið neina hryðjuverka starfsemi og þar með er íslenska þjóðin komin í sókn í þessu máli og ættu stjórnvöld að setja sig niður og byrja að reikna á hvað sé tilhlíðilegt að krefja bresku ríkisstjórnina í sárabót fyrir þá átroðslu sem íslenska þjóðin hefur orðið lútandi að ósekju, bæði sviða og verk !!!

Með bestu kveðju og megi Byltingin lifa af börnin sín !

Pálmar Magnússon Weldingh (sjoveikur)

Sjóveikur, 9.1.2010 kl. 06:10

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er þrælsniðugur pistill hjá þér Árni. Forsetinn bjargaði Íslandi og hvað sem hann hefur gert áður, drepið kríur og pínt marhnúta. Aðstoðað útrásarvíkinga í góðri trú um að hann væri að gera rétt.

Það þarf engin að efast um hollustu Forsetans gagnvart Íslandi. það hefur hann sannað svo ekki verður um vills.

Enn allt þetta hefur þó leitt til eins. Það er hægt að sjá svörtu á hvítu hverjir standa með sínu eigin landi og hverjir ekki. Það eru ómetanlegar upplýsingar fyrir framtíðinna.

Myndin af Forseta í konungsskrúði er einmitt gott dæmi um svikahugsun sem gerð er með rangfærslum og öðru rugli þegar vandamálið kallar á skýrleika og fakta. Sumt fólk berst áfram að framleiða lýgi til að þjónusta sína útlensku herra. Það er ekki hægt að "photosjoppa" sig burt frá vandamálunum.

Það er ekki einleikið að útlensk kona, Joly, hefur komið með albestu skýringu á málinu fram að þessu.

Íslendingar þurfa að endurskoða sínar eigin hugmyndir um hversu gáfaðir þeir eru almennt. Það er ekki sérlega gáfulegt að tala niður sinn eigin Forseta og eigin þjóð og virkilega sorglegt að horfa upp á.

Óskar Arnórsson, 9.1.2010 kl. 08:50

57 Smámynd: Villi Asgeirsson

Frábær pistill og skemmtileg umræða. Hendi honum inn á fésbókina mínum, öðrum til hrifningar.

Villi Asgeirsson, 9.1.2010 kl. 09:41

58 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitið gestir mínir góðir. Þakka líka góðar undirtektir. Og svo þakka ég líka þeim sem hafa séð ástæðu til að koma andmælum sínum á framfæri því hér er öllum heimilt að skiptast á skoðunum og ekki ætlast til að allir séu mér sammála.

Þú talar um hryðjuverkalögin Pálmar og það er ljómandi gott að rifja það mál upp því þar köstuðu Bretar stríðshanskanum fyrir augum alþjóðasamfélagsins.

Það er meira en hálf öld síðan Bretar sendu hingað herskip til að "semja með sinni aðferð." Þá áttum við ráðherra sem brugðust við af kjarki og jafnframt sævíkinga sem lögðu líf sitt í hættu til að verja hagsmuni þjóðarinnar.

Í dag eigum við djarfmæltan forseta sem tekið hefur forystu í baráttunni gegn ofureflinu. Forsetinn sigraði í fyrstu lotu og sneri viðhorfum virtra álitsgjafa á erlendri grund þjóð okkar í hag.

Það nægir okkur ekki því hann stýrir huglausri hjörð og duglausri.

Nú á þessari stundu er ég að hlýða á laugardagsspjallið á "gufunni." Þar er það upplýst að fyrir 90 árum samþykktu Þjóðverjar að greiða í stríðsskaðabætur 400 þúsund krónur á hvern íbúa. Þeir eru enn að borga!  

Íslensk stjórnvöld samþykkja að greiða 2,2 milljónir á fáum árum og með okurvöxtum! Og þetta telja þeir vel sloppið þótt virtir erlendir álitsgjafar kröfueigendanna segi að íslenska þjóðin muni aldrei geta borgað þennan undralega og ósanngjarna reikning og beri sennilega engin skylda til þess! 

Nú tekur við nýtt verkefni hjá dauðþreyttum stjórnvöldum okkar.

Það felst í að bregða nú skjótt við og kæfa í fæðingunni raddir þess ört stækkandi hóps erlendra álitsgjafa sem segja að okkur Íslendingum beri engin skylda til að borga þessa skuld hryðjuverkamanna af íslensku þjóðerni.

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 11:32

59 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einfaldlega út í hött, að Ísland gæti staðið frammi fyrir því, að vera dæmt til að borga meira, en þ.s. því ber að borga skv. núverandi samningi. Þetta er vegna þess, að EFTA dómstóllinn er búinn, að úrskurða Íslandi í vil, hvorki meira né minna, um neyðarlögin.

Neyðarlögin standast reglur Evrópusambandsins!!!

Fyrir bragðið, er einungis möguleiki á, að ef við töpum dómsmáli, að við lendum á svipuðum slóðum á ný, þ.e. að standa straum af cirka 20þ. Evrum.

Hafandi þetta í huga, og erfiða greiðslustöðu landsins vegna annarra skulda, sem gerir það verulega áhættusamt að bæta frekari skuldbindingum við, og að auki hafandi í huga lagalega óvissum um hvort við eigum að borga; þá tel ég að við eigum að láta hart mæta hörðu, og leika "hardball" við Breta og Hollendinga.

Jafnvel, að taka áhættuna á dómsmáli, er því er að skpta.

--------------------------------------

Sjá:

Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.

A protracted legal battle is in nobody’s interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.

 --------------------------------------------

Ég setti þetta inn, til áherslu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 14:31

60 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér Einar Björn. Miklu skiptir að við skoðum:

Í fyrsta lagi hvað ítrustu skuldbindingar og þjóðréttarleg lagaákvæði kveða á um.

Í öðru lagi, hvers þessi þjóð er megnug litið til þess innra ástands í efnahagmálum sem miða verður við getu borgaranna.

Þjóðin er lömuð, ráðvillt og vondöpur. Þjóðartekjur munu ekki aukast við nýjar álögur. Ekkert annað en ný atvinnutækifæri getur rétt við hag heimila og fyrirtækja. Varla mun sú hrina nauðungaruppboða á íbúðum fólksins, sem nú er að hefjast auka við bjartsýni og þrótt fólksins sem nú á að dæma til að borga þennan skuldaklafa.

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 15:28

61 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég get bent á þessa færslu:

Kæru Íslendingar, við verðum að fara fram á nauðasamninga fyrir "Ísland"!

Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!

En, ég er þeirrar skoðunar nú þegar, að við þurfum - alveg eins og Eva Joly leggur til - aðstoð. En, ég held að við þurfum afslátt af skuldum, þá á ég við þær sem eru þegar komnar, og þar með - sé ólíklegt að við getum borið meira.

En, eins og þú veist, þá skiptir tekjuhliðin líka miklu máli.

Skoðaðu aðvörun AGS til iðnríkjanna, sem AGS mætti með til fundar, er síðasti G20 fundur fór fram.

Skýrsla AGS fyrir G20 fund 

The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.

Með öðrum orðum, þá stórlega vanmeti Samfó liðar áhættuna af því fyrir Ísland, að taka á sig frekari skuldbindingar.

Þannig, að í ljósi þess, að áhættan fyrir okkur af því að fara í dómsmál, eða harða samningar, virðist hafa minnkað mjög verulega - þá held ég, hreinlega, að minni áhættan sé sú, að láta hart mæta hörðu.

-------------------------------------

Ég bendi einnig á skoðun talsmanns Fitch Rating, sem telur að Ísland hafi tíma út þetta ár a.m.k. þ.s. engra stórra álaga sé að vænta fyrr en stórt lán kemur til greiðslu 2011 - afborgun upp á cirka 180 milljarða.

Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor

Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 15:43

62 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka enn Einar Björn.

Líklega ættum við að hætta að afneita öllum þeim vinsamlegu ábendingum sem erendir stjórnmálamenn og mikilsvirtir álitsgjafar víðs vegar um heiminn senda frá sér og afgreiða þær sem bull. Ekkert minna en efnahagslega sjálfstæð framtíð okkar og næstu kynslóðar liggur við hvort lausn finnst í þessu máli.

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 16:22

63 identicon

Sæll Árni minn, er þorandi að líta inn í Koníaksstofuna þína eftir færslurnar í gærkvöldi?

Lund Hervars (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:50

64 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem fer 50% niður og vex aftur um 40% eru skammtíma sárabætur því 100% vöxtur [miðað við 50%] er það sem hægt er að sætta sig við í versta falli. En samt er missir ekki að fullu bættur. 50% sem vex um 40% skilar 70%. Icesave er staðfestanlega sjálfsmorð fyrir núverandi fólksfjölda á Íslandi.  Samkvæmt mælingum IMF lækkuðu Tekjur Íslendings  [þjóðartekjur] 2008-2009 um 12%. Verða þeir sömu og Breta eftir 5 ár. Það er varanlega lægri.  IMF hefur sína hjörð sem trúir sínum spám og þeirra húsbændur hafa valdi til að láta þær rætast.Svo bættast við styrkur til siðspilltra stjórnmálamanna og annarra fjárglæframanna í formi skuldasamninga, sem á að innheimta með beinum sköttum og vaxtasköttum.

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 17:10

65 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir pistilinn. Orð í tíma töluð. Kveðja,

Guðmundur St Ragnarsson, 9.1.2010 kl. 18:03

66 Smámynd: Árni Gunnarsson

Velkominn Lund Hervars. Það er hættulaust að heimsækja mig nú sem endranær. Þegar ég þarf að koma mínum skoðunum á framfæri þá læt ég málefnið stundum hafa yfirhöndina í viðureigninni við hógværðina.

Þegar bíllinn minn er fastur í skafli þá spyr ég þann sem ýtir honum út úr skaflinum ekki að nafni áður en samþykki aðstoðina. Ef Steingrímur Njálsson kemur þjóðinni til bjargar í neyð þá er ég reiðubúinn að þakka honum fyrir.

Þegar þjóðin er í nauðum þá eigum við ekki að afneita aðstoðarmanninum og tala um að nú þurfi að lágmarka skaðann af aðstoðinni. 

Ég sannfærist æ betur um að ræða forsetans olli straumhvörfum í viðhorfum fólks út um allar jarðir. Það er staðfest af fjölmörgum tilvitnunum í hina ýmsu stjórnmálamenn og álitsgjafa víðs vegar úti í hinum stóra heimi.

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 18:13

67 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðmundur: Það er ekkert að þakka, nú verða allir að gera skyldu sína. Verst að nú höggva margir þeirra hvatlegast sem hlífa skyldu.

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 18:16

68 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus. Össur segir að það eina sem máli skiptir sé að hraða inngöngunni í ESB. Steingrímur segir að það sé lafhægt að borga.

Nú er rætt um það i Downing Street að slá báða þessa sendiherra sína á Íslandi til riddara. Englandsdrottning ætlar að hugsa málið fram að Kyndilmessu 2. feb.

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 18:23

69 Smámynd: Árni Gunnarsson

....sendiherra Breta á Íslandi til........

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 18:29

70 Smámynd: josira

Takk fyrir þennan snilldarpistill Árni  ég var fyrir töluverðum tíma búin að uppgvöta að gullmoli leyndist í forsetanum okkar, sem loksins er farið að skína af og er örugglega með meiri verðmæti í en við höldum... 

josira, 9.1.2010 kl. 18:30

71 Smámynd: Árni Gunnarsson

Joshira. Það sannast sem Bólu Hjálmar sagði forðum að:

"Guð á margan gimstein þann

sem glóir í mannsorpinu."

Árni Gunnarsson, 9.1.2010 kl. 19:06

72 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Takk fyrir góðan pistil Árni - góð, holl og skemmtileg lesning.

Gísli Foster Hjartarson, 9.1.2010 kl. 19:43

73 identicon

Heill og sæll !

Eins og endra nær er yndislegt að lesa pistlana þína -ég sé fram á að geta hætt að fara í Borgarbókasafnið á meðan þú heldur þessum skrifum áfram ,þetta er ærið verkefni að lesa --Hversu hollt það er en gott er það

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:20

74 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eðal pistill!

Brjánn Guðjónsson, 10.1.2010 kl. 01:47

75 Smámynd: Júlíus Björnsson

Auðvitað á fagna öllum heimkomnum sauðum sem hafa týnt áttum í græðginni sem Jóhanna þann 17 júní sagði að hefði gripið þau.  

Ef óvinur segir sannleikann eigum við þá að hafna honum : sannleikanum?

Júlíus Björnsson, 10.1.2010 kl. 03:40

76 identicon

Frábært innlegg í umræðuna

Eva Ól. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 10:17

77 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni, ég hef það eftir innmúruðum breksum stjórnmálamanni að áður en Forseti Íslands hafi neytað þessum IceSLAVE (Ó)lögum, þá hafði staðið til hjá Elísabetu að gera þá félaga Össur & SteinFREÐ að Lord Össur (Lord of the Ring eða Voldemor) en nú sé sú staða komin upp að borinn von sé fyrir þá að þeir fá Sir tiltil og mér skilst á félaga Ólafi Ragnari að þessir tveir fái heldur ekki Fálkaorðuna!  Þetta eru vissulega "fálkar" sagði Hr. Ólafur Ragnar, en það réttlætir ekki að þeir fái þá orðu..!  Svo skilst mér að breski verkamannaflokkurinn hafi ákveðið að vísa félaga Össur úr "breska verkmannaflokknum".  Samspillingin spilar í mínum huga ávalt með vitlausu liði (EB-UK & Holland) gegn Íslandi, það er ótrúlegt afrek - sorglegt lið - og ég tek einnig heilshugar undir gagnrýni þína á Steingrím.  Fáir stjórnmálaleiðtogar hafa klúðrað jafn gróflega eigin "ímynd & málflutningi" eins og Steingrímur.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 10.1.2010 kl. 11:34

78 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitið og allt lofið Karen, Eva og þið hin sem hér hafa rekið inn nefin. Ætli ég fari ekki bara að roðna og verða vandræðalegur eins og telpukorn sem hefur unnið hæfileikakeppni í skólanum og fær spurninguna:

"Kom þér þetta á óvart, eða áttirðu kannski alltaf von á þessu?"

Jakob. Ég gef mér að þessi innmúraði hafi kannski verið kunnáttumaður í enska húmornum umtalaða. Engu að síður er sagan bara trúverðug.

Margt var skrafað í Silfrinu í dag og ótrúlega margir greindu frá viðhorfum erlendra álitsgjafa, þar á meðal kom fram franskur þingmaður hjá EFTA. Hann fullyrti að Bretar og Hollendingar bæru einir alla ábyrgð á starfsemi þeirra banka sem reknir væru í löndum þeirra. Eva Joy hefur verið óþreytandi við að kynna málstað okkar og fengið undirektir sem ættu að vekja bjartsýni okkar um að greiðslubyrði okkar fengi ekki staðfestingu dómstóla. Nú ber allt að þeim ósi sem sem síðasta málsgrein færslu minnar benti á. 

Meira að segja Steingrímur J. fjármálaráðherra hefur kastað grímunni og hótað þjóð sinni því að ríkisstjórnin muni hvergi spara fé skattborgaranna né eigin orku til að forða Bretum og Hollendingum frá lýðræðislegu sjálfstæði óbreyttra þegna Íslands.

M. ö.o. Enda þótt allir helstu sérfræðingar, embættismenn og stjórnmálamenn erlendir kæmu til með að standa með íslensku samfélagi og krefjast þess að réttur þess í tilliti alþjóðlegra laga verði virtur heitir þessi ráðherra þjóðarinnar henni því að áður en sá réttur verði virtur skuli ekki minna til þurfa en að stíga yfir hans pólitíska h....skrokk dauðan. 

Árni Gunnarsson, 10.1.2010 kl. 19:08

79 identicon

Ég er kominn með æluna upp í háls af öllu þessu kjaftæði. Það er kominn tími til að hjálpa heimilum landsins, þ.e. á ÍSLANDI !  Mér er andskotans sama um heimili í Bretlandi og Hollandi. Steingrímur J(údas) ætti að gera sér grein fyrir því að fólkið sem hann er að setja í þessa brjáluða skuldaklafa, eru ATKVÆÐI í næstu kostningum, og það verður rækilega mynnst á það þegar þar að kemur. Mundu það Steingrímur, að nú gleymir fólkið ENGU !!! EKKI ÉG.

kristinn (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:12

80 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steingrímur virðist ekki átta sig á því að mestur hluti þess fólks sem studdi Vinstri græna treysti honum og fulltrúum hans á Alþingi til að mynda mótvægi gegn ESB dekri Samfylkingarinnar. Það treysti honum til þess að leiða upphaf nýrrar sýnar á breytt samfélagsgildi þar sem virðing fyrir fólkinu í landinu og náttúru landsins tengdist í hófsamri og traustri uppbyggingu velferðar.

Þessu trausti brást hann þegar á fyrsta degi og hefur enga stefnu en lætur Samfylkinguna nota sig sem brjóstvörn fyrir nýrri helför sem litla fögnuð vekur í brjóstum flestra þeirra sem tjá sig í skoðanakönnunum.

Og með þessari staurblindu gefur hann þeim gömlu pólitísku fjandmönnum sínum sem í raun báru alla ábyrgð á þeim vanda sem hann telur sig vera að leysa, stöðu til sífelldra árása sem svo munu leiða til endaloka hans í stjórnmálum.

Og nú óttast ég það mest að íslenska þjóðin sé komin í þann vítahring sem endurnýjar sig með pólitískri forystu Sjálfstæðisflokksins og vekur þar með til lífsins þá vafasömu einstaklinga sem keyptu sér velvild hans á sínum tíma og ævilöng skuldsetning íslenskra fjölskyldna verði nýtt sem lausnargjald. 

Árni Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 00:32

81 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ármi - ákveðin kaldhæðin rökhyggja fær mig til að velta fyrir mér, annarri samstjórn D og S lista.

Eftir allt saman, geta D og B listi ekki myndað stjórn, eins og staðan er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 01:50

82 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er ekki búinn að gleyma síðustu þjóðarsátt þegar lánalínur lokuðust. Upphafið að óformlegum aðildarsamingi að ávinng um að komast í tölu einka/innri samkeppisríkjanna sem nú mynda EU: Evrópsku Sameiningu ríkisstjórna hægri og vinstri sósíal Ríkja.Útfærsla hægri og vinstri byggir á þjóðernislegri útfærslu eftir ríki. Það sem er vinstri í einu er hægri í hinu.

Íslensku útfærslurnar er löngu gleymdar.    

Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 02:41

83 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einar. Í mínum huga er hægri og vinstri pólitík aðeins grundvöllur fyrir merkingarlausan orðavaðal, í það minnsta hér á Íslandi. Þetta örsmáa samfélag á að geta sameinast um stjórnsýslu sem gefur öllum jafnan rétt til mannsæmandi lífs. Og það er ekki minnsti galdur að nýta auðlindir okkar af hógværð, virðingu og skynsemi með jöfnum aðgangi til lífsbjargar.

Endurnýjað ástarsamband D og S er einhver sturlaðasta hugmynd sem ég hef heyrt af. Þar sátu á tíma útrásar íslenskra ræningja í faðmlögum í leðurfóðruðum sófum skötuhjúin Frjálhyggja og Félagshyggja og sungu kvintsöng: Björt mey og hrein mér unni ein-og Allt sem prýða má einn mann- mest af lýðum bar hann og svo skáluðu þau.

Á meðan sendu erlendar strandæslustöðvar þeim stöðugar aðvaranir um hafís og grynningar sem svarað var með hlátursrokum.

Stjórnsýsla sem lætur stjórnast af kennisetningum en tekur ekki mið af ytri sem innri aðstæðum er ávísun á helför hverrar þjóðar.

Árni Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 17:43

84 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta örsmáa samfélag á að geta sameinast um stjórnsýslu sem gefur öllum jafnan rétt til mannsæmandi lífs.

Þetta ætti að vera í stjórnaskrá. Þeir sem ekki geta sameinast varla margir geta fundið sér samstað annarstaðar sér í lagi með Schengen er við lýði [hlutfallslegasti dýrasti fangelsiskostnaður í heimi].

Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 18:10

85 Smámynd: Rannveig H

Árni er það nokkuð að bera í bakkafullan lækinn að seiga þér að þú ert snillingur í rituðu máli. Vænst þykir mér um athugasemd þína nr 83. Ég er svo óheppin að geta ekki séð alhæfinguna í því hvort rétt eða rangt sé á spilunum haldið, en er ótrúlega ósátt að okkur hafi lítið sem ekkert miðað.

Rannveig H, 11.1.2010 kl. 23:33

86 Smámynd: Halla Rut

Árni, á ekki af fara að koma með nýjan pistil. Ég bíð og bíð.

Halla Rut , 11.1.2010 kl. 23:54

87 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sammála reyndar, Árni.

En, mig grunar, að hún sé líklegri en marga grunar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 01:53

88 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rannveig: Þakka þér fyrir allt gott og gamalt. Mér hefur lengi verið ljóst að ég get skrifað góðan texta á góðum degi en þegar upp er staðið þá skiptir þó líklega meira máli að færslan eigi erindi inn í umræðuna. Ég er ekki í neinni keppni en get bara ekki orða bundist í heitri umræðu um framtíð þessarar þjóðar. Ég vona að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það er langt frá að ég sé einhver hægri eða vinstri maður. Allir eiga að fá að njóta sannmælis hvort sem þeir hafa stillt sér upp í liði eða ekki. Öðruvísi verður umræðan ekki marktæk. Ég hef mætur á öllu góðu fólki og þekki ótrúlega margt gott fólk í öllu pólitíska litrófinu.

Þess vegna hlífi ég heldur engum í pólitískum slag.

Þessu vona ég að þú hafir orðið vitni að meðan við störfuðum saman i Frjálslynda flokknum sem ég vonaði að okkur tækist að efla í baráttunni fyrir réttlátri skiptingu á auðlindum hafsins. Þar sparaði ég ekki að vega að þeim Guðjóni Arnari og Kristni H. Gunnarssyni, en sá síðarnefndi var sá alþingismaður sem ég dáðist oft mest að þótt ég færi ekki hátt með það.

Halla Rut. þakka þér fyrir eftirvæntinguna og ég vona að það styttist í einhvern pistil sem fær blóðið til að renna í hæglátu og prúðu fólki.  

Árni Gunnarsson, 13.1.2010 kl. 08:39

89 Smámynd: Auðun Gíslason

"Fram og aftur blindgötuna" orti meistari Megas.  Þessi þjóð hefur valið þessa blindgötu sem sinn uppáhaldsstað.  Nema að það skiljist betur svona:  Fram og aftur skotgröfina!  Eigum við ekki að hætta að væla og skæla hvert á annað með skætingi og stóryrtum ásökunum og koma okkur uppá bakkann.  Við erum sjálfsagt ósammála um margt, en merkilega sammála um fleira.  En ástand þjóðarinnar verður alvarlegra með hverjum deginum sem líður.  Og kvíðavænlegir mánuðir framundan.  Icesave óklárað, skýrslan fræga væntanleg, AGS frestar og frestar o.s.frv.  Og málin rædd með steytta hnefa og ásakanir á vörunum.  Fram og aftur blindgötuna eða skotgröfina!  Ekki benda á mig!  Verður tuggan í umræðunni um skýrsluna.  Í Icesave er annar hver maður orðinn landráðamaður í umræðunni.  Hvernig verður þetta, þegar við loks fáum að berja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis augum?  Eða þegar ljóst verður að þjóðaratkvæðagreiðslan verður að fara fram (sem ég vona).  Og talandi um Steingrím minn, Árni,  þó ég sé ósáttur við hann fyrir ýmislegt, verð ég að játa að enginn má við margnum!  Hér eru margir forstokkaðir með völd.  Elítan með stjórnmála- og fjármálavöldin sleppir ekki takinu.  Og ræður sjálfsagt meiru en okkur grunar!  Að lesa Falið Vald og svo Í Slóð Kolkrabbans strax á eftir gerir mann efins um þetta alltsaman. Hvar liggja völdin?

Auðun Gíslason, 13.1.2010 kl. 21:32

90 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þegar ég missi stjórn á mér Auðun þá er ástæða til þess einföld.

Ég treysti Steingrími langt umfram aðra stjórnmálamenn eftir að hafa fylgst lengi með honum og eftir að hafa séð allt það djöfuls plott og óheiðarleika sem hinir armar fjórflokksins voru búnir að ástunda í áraraðir.

Steingrímur vissi vel hvað hann var að færast í fang. Varla hefur hann búist við að Samfylkingin breyttist í ábyrgan stjórnmálaflokk við það eitt að skipta um sængurfélaga.

Allur af vilja gerður sé ég ekki að Steingrímur hafi staðið uppréttur í þessu stjórnarsamstarfi en látið sig hafa að hlýða Jóhönnu og Össuri.

Að hefja björgunarferð á næstum ókleift fjall og þurfa að eyða nestinu og orkunni í förunaut að nafni EB gat aldrei leitt til farnaðar fyrir flokk hans, hvað þá þjóðina sem hann hafði svarið hollustueið.

Og þegar ég sé að Ögmundur Jónasson er að bugast af þessu ástandi þá næstum skil ég þá sem fengið hafa nóg.

Ofan á bætist svo að höfuðóvinur íslensku þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn bíður eftir bráðinni og slefan lekur úr báðum kjaftvikum- eða öllum. 

Árni Gunnarsson, 13.1.2010 kl. 22:26

91 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki var þessu svona sérstaklega beint að þér, Árni minn!  Talandi um villidýrið, sem "bíður eftir bráðinni."  Er ekki einmitt allur þessi sundrungarsöngur hrunflokkanna, B og D, til þess gerður, að hremma völdin?  Og kórinn tekur undir og æpir í múgæsingu sinni um landráðamenn og fleira!

Best að setja þessa færslu hér beint.  Hún á sjálfsagt við um okkur öll:

Þjóðin veður elginn í skotgröfunum, en hugsar í þessum dúr:

 

Ég er gull og gersemi,

gimsteinn elskuríkur.

Ég er djásn og dýrmæti,

Drottni sjálfum líkur.

-Solon Islandus 1820-1895

Auðun Gíslason, 13.1.2010 kl. 23:03

92 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því miður sé ég hvergi nein teikn á lofti um þann stjórnmálamann í augsýn sem leitt getur þessa sundruðu þjóð í átökum við næstum óleysanlegt vandamál. Hvað þá að neinn sé í augsýn Drottni líkur. Eitthvað jarðbundnara gæti dugað.

Sameinuð þjóð getur unnið sig út úr ótrúlegustu erfiðleikum. Þorskastríðin unnum við og enda þótt þar væri í einu þeirra við að eiga auk Bretanna bæði Moggann og Sjálfstæðisflokkinn sem lengst af klifuðu á að við hefðum ekki þjóðréttarlega stöðu til þess gagnvart Bretum.

Þá gekk úr Sjálfstæðisflokknum ötulasti málsvari hans af skólbræðrum mínum á Hólaskóla veturinn 1952-1953. Hann var við störf í Noregi og sagði að sér hefði sortnað fyrir augum við að lesa málflutning Morgunblaðsins dag eftir dag.

Stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi og útbreiddasta málgagn var orðinn málpípa mótaðilans í styrjöld um dýrmætustu auðlindina.

Menn sem fóstruðust upp við lífskjör og lífsbaráttu síðustu ábúenda í Jökulfjörðum létu ekki bjóða sér upp á að verða í liði með svo lága meðalvigt. 

Ég þóttist sjá von um pólitíska samstöðu á fyrstu dögum Alþingis eftir hrunið mikla. Þá sýndi Steingrímur J. þá pólitísku ábyrgð að halda til hlés allri gagnrýni á fyrstu úrlausnarviðbrögð ríkisstjórnar sem hann hafði þó ekki sparað sig við að gagnrýna. En ekki man ég til að hann hafi lagt sig fram við að bjóða stjórnarandstöðunni til samvinnu í sinni ráðherratíð og voru þó flest mál óleyst.

Það er óþarfi að tala um landráð og óþverrahátt. Steingrímur hefur engra hagsmuna að gæta nema þjóðarinnar. En engum meðalgreindum vörubílstjóra hefði komið það til hugar að samhliða lausn Icesave samningsins gæti nokkur ríkisstjórn hengt við hana deilumál um fullveldisafsal íslensku þjóðarinnar.

Dómgreindarbrestur stjórnvalda í fordæmalausri háskaför er ófyrirgefanlegur. Og að sama skapi er ófyrirgefanlegt að taka ekki sönsum þótt til ófriðar stefni og uppreisnarástand sé í sjónmáli.

Það varð banabiti ríkisstjórnar Geirs og Ingibjargar. Menn eiga að læra af sögunni. En það er ekki sjálfgefið. 

Árni Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 01:08

93 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í viðbót. Hitt er svo mála sannast og á það hef ég oft bent í mörgum sennum um þetta skelfilega ástand að nú höggva mest margir þeirra sem hlífa skyldu.

En jafnframt sárnar mér óneitanlega þegar ég sé þeim lögð í hendur flest vopnin óumbeðið.

Árni Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 01:18

94 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, lestu þessa grein, eftir hollenskan sérfræðing í skuldaskilum ríkja, - vann 13 ár fyrir Heimsbankann - svo, á hans orðum er mark takandi - er að skrifa færslu:

Iceland needs international debt management

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 01:21

95 Smámynd: Auðun Gíslason

Steeingrímur fann upp Icesave-reikninginn handa Íslendingum?  Þannig tala menn, ekki satt, Árni!  En hér kemur ágrip af 1. kafla Icesace sögunnar endalausu!

Flokksformennirnir semja og semja hver við annan!  Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu.  Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig.  Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um.  Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt.  En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!

„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.

AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.

 Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:

„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008). 

Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (16. nóvember 2008).

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 18:18

96 Smámynd: Óskar Arnórsson

Með hverju hefur þú hugsað þér að borga þetta Auðun? Eru allir sérfræðingar með vitlaust fyrir sér sem seigja að Ísland eigi ekki að greiða þetta, heldur Bretar sjálfir og Hollendingar?

Annars er ég í alvöru forvitin að vita hvað stýrir þínum hagsmunum að ganga erinda Breta og Hollendinga svona hart Auðun? 

Ekki nota argumennt sem "andlit Íslands í veði" og allt annað sem stenst ekki. Það er fyrir löngu búið að afsanna þá rökleysu.

Það er skömm aldarinnar sem hefur komið í ljós núna hvernig allt of stór hópur Íslendinga hikar ekki við að reyna að selja landið í hendur útlendingum. Það minnir óneitanlega á Íslenska Nazistaflokkinn sem varð til í seinni heimstyrjölinni og vann að því að taka vel á móti talsmönnum Þriðja Ríkissins til Íslands, sem varð sem betur fer ekki af.

Þeir gáfu út blaðið "ÍSLAND" til að koma sínum skilaboðum á framfæri....og svikum. 

Óskar Arnórsson, 16.1.2010 kl. 18:46

97 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú heldur stöðugt áfram, að blaðra um þessa gömlu tuggu.

þ.s. þú vísar til, er svokallað "memorandum of understanding", sem er bráðabygðasamkomulag.

Þ.e. þó eingöngu bindandi, innan þess samningsferlis sem það "memorandum" er hluti af.

Ef, það ferli fjarar út eða leiðir ekki til niðurstöðu - þá hefur þetta "memorandum" enga sjálfvirka tengingu við næstu samningslotu.

-----------------------------------

Í næstu samningslotu, eru aðilar, formlega óbundnir, nema að aðilar verði ásáttir um, að halda áfram að vinna með það fyrra "memorandum of understanding".

------------------------------------

Þessi samningslota er þú vísar til, endaði ekki í samningi.

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, þá var hún algerlega óbundin af þessu bráðabyrgða samkomulagi, nemað að hún sjálf kysi að líta á sig sem bundna því.

Það, var aftur á móti hennar val eða, að samingamenn ríkisstjórnarinnar, kusu að líta á þau mál, þeim hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 18:48

98 identicon

Hej Oskar gamle gosse.

Við lofuðum endurgreiðslu, við lofuðum tryggingu og nú þegar í harbakkan slær ætlum við ekki að greiða krónu! Það er algeng skoðun á þessari síðu að við þurfum ekki að greiða neitt. Við gátum notið þess að þessar þjóðir hlóðu undir rassgatið á Landsbankanum með innlánum á Icesave, og þegar kemur í ljós að LÍ var byggður sandi hleypur helmingur stjórnmálmanna undan merkjum, sá helmingur sem studdi útrásarhyskið hvað mest, og vel að merkja með forsetaræfilinn í farabroddi! Svo segja menn, við eigum ekki að borga neitt án nokkurra vangaveltna um hvað það þýðir fyrir okkur til framtíðar. Ég hef skömm á slíkum lýðskrumurum. Ég get vel skilið sjónarmið þitt Oskar, ekki vildi ég greiða skuldir Erik Penser eða Refael el Sajet, en þetta er aðeins annað mál. Þetta varðar alþjóðlegar skuldbindingar og trúverðugleika okkar til langs tíma. Hvar býrðu í Svíþjóð Óskar?

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 19:45

99 Smámynd: Auðun Gíslason

Strákar mínir!  Hér sést hvernig þeir sem ekki kannast við verk sín gengust undir þetta! Eru kannski samþykktir alþingis líka minnismiðar?

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 20:02

100 Smámynd: Auðun Gíslason

Einar!  Ég vísa bara á Helga Áss um að undirskriftirnar séu gildar, auk þessi er Vuljayfirlýsing AGS og íslenskra stjórnvalda fyrir hendi ekki satt?

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 20:05

101 Smámynd: Auðun Gíslason

Á að vera Vilja....

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 20:05

102 Smámynd: Auðun Gíslason

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar nóvember 2008.

 Úr þingsályktunartillögu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember 2008:

"Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innistæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðilarríkjum Evrópusambandsins. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland."

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 21:10

103 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta "memurondum of understanding" sem Björn talar um er "minnisblað" frá 11.október.  Það kemur ekki við sögu í færslunni um Niðurstöður sem Bjarni var sammála.

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 21:27

104 Smámynd: Auðun Gíslason

memorandum of understanding, limkur:  http://www.island.is/media/frettir/11.pdf   Þarna get menn séð það svart á hvítu að það er Björn sem er að rugla saman skjölum.  Þarna sést hve glæsileg niðurstaðan var sem sendinefnd Geirs H. Haarde náði, 6,7% vextir og byrja að borga strax!

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 21:37

105 identicon

Og AG, hvaða ályktun draga menn af þessu; Allt VG að kenna!!; þú tekur að þér að moka helvítis flórinn og allir skammast að því að skítlyktin er af þér, enginn spyr hver skeit í flórinn.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:39

106 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lund - af hverju í ósköpunum ættum við að greiða?

Komdu með raunverulegt svar. Það stendur hvergi í þesum lögum, að það sé okkar skylda.

Landsbanki, var tryggður hjá TIF, en TIF var einkasjóður, og hefur alls enga sjálfvirka tengingu við stjórnvöld, né getur hann veðsett þjóðina - nema meirihluti Alþingis ákveði það fyrir sitt leiti.

Það að, tryggja TIF er einungis pólitísk ákvörðun, gerð fyrir erlendann þrýsting - hún hefur ekkert, ekki nokkurn skapaðann hrærandi hlut, að gera við lög eða rétt.

Viðkomandi lög ESB:

Directive 19/1994

Directive 12/2000

Directive 47/2002

Nú getur þú flett þessu upp í lögunum, og bent á akkúrat það ákvæði, sem skyldar Íslendinga til að borga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 21:54

107 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðunn - hvað er það í orðinu, bráðabyrgðasamkomulag, sem þú skilur ekki?

Eða, að ef samingalota leiðir ekki til endapunkts, þá er þetta skjal dautt nema annað sé ákveðið seinna?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 21:56

108 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Úr þingsályktunartillögu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í nóvember 2008:

"Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innistæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðilarríkjum Evrópusambandsins. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland.""

-----------------------------------------------

 Sem breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut, því það stendur hvergi í 19/94 að okkur beri að borga.

Ég mana þig, til að lesa 94/19.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 21:58

109 identicon

EB, loforð yfirvalda, loforð Seðlabanka, loforð FME. Þú verður að gera þér grein fyrir því að almenningur sem lagði inn á Icesave trúði og treysti því sem sagt var, og eðlilega. Enginn vill borga Icesave með glöðu geði, en við verðum að gera það ef við viljum ekki gerast þjófar meðal þjóða. Þess vegna sagi ég, svo helvíti sem það er hart að takast á hendur skuldir LÍ og allra þeirra glæpamanna, við höfum engra kosta völ, ef við viljum vera menn meðal manna.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 22:05

110 Smámynd: Óskar Arnórsson

Í Stokkhólmi Lund Hervars! Nei ég er alls ekki að blanda saman að Íslendingar eigi ekki að standa við skuldbindingar sínar til Útlanda. Þetta sníst um ábyrg hvers lands fyrir sig og það er ótrúlega ódýrt af Bretum að setja upp dæmið svona. Hollendinga tel ég ekki með, því þeir fylgja bara Bretum eftir. Hafa enga eigin skoðun á þessu máli.

Endalaust margar niðurstöður sérfræðinga um þetta mál er ótvíræður. Ísland er ekki ábyrgt. Það er ekki það sama og að þeir geri ekki neitt. það þarf að skipta milli sín ábyrgðinni miðað við stærð þjóðfélaga. Til hvers er verið að nota "samábyrgð" á nokkrum sköðuðum hlut þegar á að hengja fólk í reglugerðum sem hafa sýnt sig að eru líka ófullkomnar?

Erik Penser eða Refael el Sajet málin voru smámál miðað við þetta, enn ég skil alveg líkingunna.

Refael el Sajet var kosin inn í stjórn félagsins dagin eftir að hann losnaði úr steininum. Það gat engin stjórnað fyrirtækinu eins vel og hann. Við ættum kanski að fá Bkörgúlfanna í þetta mál. Sé bara ekkert athugavert við það....

Enn alla vega, það má aldrei samþykkja greiðslu á Icesave vegna þess að ekkert í Íslenskum lögum sem leyfa það. Það er allt óvenjulegt við þetta mál og það verður að leysa þetta öðruvísi.

Óskar Arnórsson, 16.1.2010 kl. 22:14

111 identicon

Óskar. Takk fyrir gott svar, hafðu það gott í Sverige gamli vinur. 

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 22:20

112 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Slík loforð eru einskis virði, þegar ljóst er, að við stöndum frammi fyrir gjaldþroti.

Þau binda heldur ekki að þjóðarrétti.

Þeir einstaklingar, er settu peninga á þessa reikninga, voru að taka áhættu, enda voru bankarnir að bjóða hærri vextir en aðrir - sem vanalega er sama og meiri áhætta.

Þ.e. nefnilega það, stundum vogum vinnur en einnig stundum vogum tapar.

Þ.e. ekkert í tilskipuninni, sem skuldbindur okkur, til að ganga lengra en þar stendur. En, skv. henni, og lögunum um TIF, þá hefur TIF allt að því 9 mánuði til að greiða, að auki má TIF taka lán - en hvergi stendur neitt um ábyrgð.

Fyrir utan hugsanlegt slík lán, þá eru það einungis peningarnir sem eru til staðar í TIF. Þ.e. allt og sum, sem lagabókstafurinn skuldbindur okkur.

Þ.e. einfaldlega þvættingur, að Ísland sem slíkt, hafi brotið nokkuð af sér, lagalega séð.

------------------------------

Þetta er þ.s. við verðum að halda okkur við, því skuldir okkar eru það miklar, að við erum að drukkna, og þá komum við fyrst.

Engu meira er hægt við að bæta.

Ef þú sérð drukknandi mann, þá reynirðu að hjálpa honum, þú hleður ekki fleiri sekkjum á hann. Og, allra síst, samþykkir hann að þyngja sig, svo hann sökkvi hraðar - nema hann sé í sjálfsmorðshugleiðingum.

Ég sé enga ástæðu til, að við eigum að fremja efnahagslegt sepukku til næstu áratuga, til þess eins, að sefa samvisku þeirra í Samfylkingunni, sem eru sakbitnir af því, hvað þeir gerðu herfilega í buxurnar, þegar þeir voru síðast við völd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 22:24

113 Smámynd: Auðun Gíslason

http://www.island.is/media/frettir/11.pdf  Hvað er það sem þú skilur ekki, Björn!  Sameiginlegur skilningur samningsaðila Íslands og ESB á Tilskipuninni kemur skýrt fram í samningnum frá 16. nóv.  Hann hefur ekkert að gera með plaggið frá 11. október!  Þingsályktunin er byggð á 16. nóv plagginu ekki 11. október minnisblaðinu.  Ertu ekki að rugla þessu saman.  Svo og þínum skilnngi og skilningi samningsaðila frá 16. nóvember.  Það er ekki það sama.  Samninginn frá 16. nóvember undirritaði Árni Matt. fyrir hönd og í samráði við ríkisstjórn.

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 22:28

114 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðun hvorki heyri eða sér... Alveg ótrúlegt!

Óskar Arnórsson, 16.1.2010 kl. 22:34

115 Smámynd: Auðun Gíslason

Eru það þessar geinar sem þú ert að vísa til, Björn!Sameiginlegur skilningur samningsaðila Íslands og ESB á Tilskipuninni kemur skýrt fram í samningnum frá 16. nóv.  

Where a branch applies to join a host Member State scheme for supplementary cover, the host Member State scheme will bilaterally establish with the home Member State scheme appropriate rules and procedures for paying compensation to depositors at that branch. The following principles shall apply both to the drawing up of those procedures and in the framing of the membership conditions applicable to such a branch (as referred to in Article 4 (2)):

(a) the host Member State scheme will retain full rights to impose its objective and generally applied rules on participating credit institutions; it will be able to require the provision of relevant information and have the right to verify such information with the home Member State's competent authorities;

(b) the host Member State scheme will meet claims for supplementary compensation upon a declaration from the home Member State's competent authorities that deposits are unavailable. The host Member State scheme will retain full rights to verify a depositor's entitlement according to its own standards and procedures before paying supplementary compensation;

(c) home Member State and host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, they will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme;

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 22:35

116 identicon

Fyrir mér er þetta einfalt; ef þú hefur sagt að þú standir við skuldbindingar, þá stenur þú við þær, ekkert annað. Það kann vel að vera að lögfræðingar kunni að finna annað, siðferði mitt segir annað, hagfræðikunnátta mín til margra ára í erlendum háskóla segir annað; siðferðisvitund mín segir að þú borgar skuldbindingar þínar og engar refjar; ef þú vilt vera inna siðaðra þjóða þá gefur þú ekki skít í þær þjóðir.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 22:37

117 identicon

Svo er annað, hér á þessari síðu má ekki skiptast á skoðunum við ÁG, án þess að fá gusuna yfir sig. Það er OK, ég kem ég aldei hingað aftur, og eins og sagt er, farið hefur fé minna.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 22:42

118 Smámynd: Auðun Gíslason

Þeir sem kíkja á þessa síðu http://www.island.is/media/frettir/11.pdf og svo þessa http://www.island.is/media/frettir/10.pdf hljóta að geta lesið sig í gegnum bæði plöggin og séð muninn!  Björn er einfaldlega að rugla saman tveimur mismunandi plöggum, og það er ekki mitt vandamál, ef hann vill ekki viðurkenna það, eða ef Björn og Óskar skilja ekki muninn.  Reyndar skil ég það varðandi óskar!

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 22:51

119 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bretar eru langt ífrá að vera siðuð þjóð, alla vega ekki yfirvöld þar. Þeir hika ekki við að kúga aðrar þjóðir og vonandi byrjar þetta mál að skerpa umræðu um hvað siðfræði þýðir rayunverulega.

Einar Björn tekur dæmi um drukknandi mann og vísa í bara í það. Hefur einhver hugleitt hegðun íslenskra stjórnvalda gagnvart eigin þegnum? Icesave vekur fólk vonandi upp úr móki gamalla úreltra hugmynd um siðfræði og hvað sé raunveruleg ábyrgð.

Frekjan í Bretum og Hollendingum, ESB og öllu því sem því fylgir, að þó það stæði svart á hvítu að Ísland ætti að borga, sem það gerir alls ekki, þá má það ekki vegna komandi kynsslóða. það er komin tími fyrir ný siðaskipti og hætta gömlum lummum um siðfræði sem felur í sér að sá sterkasti eigi að ráða.

Ég skora á fólk að vakna til meðvitundar um hvað sé réttlátt og hvað sé ranglátt. Bankakerfi eru ekki heilög og þau alveg sér eiga að vera til fyrir fólkið, enn ekki fólkið fyrir bankakerfinn, eins og það er í dag um allan heim.

Ef fólk hefur ekki neitt til að borga með annað enn innistæðulausa ávísun sem Jóhanna og Steingrímur vilja allt gera til að skrifa, þá er öll siðfræði fokin út í veður og vind.hagfræði í þessu máli er algjörlega gagnslaus. Þetta er stærra mál og flóknara enn það.

Óskar Arnórsson, 16.1.2010 kl. 22:55

120 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég skil þig vel. Lind Hervars!

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 23:07

121 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverslags óskapa gestagangur blasir við mér þegar ég kem heim úr innkaupum fyrir næsta barnaafmæli og nýbúinn að gera hreint?

Og allir óþekktarormarnir úr hverfinu að fljúgast á í stofunni.

Í stuttu máli: Ég yrði óskaplega feginn ef það reyndist rétt að við gætum sloppið við að borga fyrir hryðjuverk íslenskra þjófa sem sitja nú undir pálmatrjám á suðrænum eyjum.

Ég er ríkisstjórninni öskureiður fyrir að hafna því fyrirfram að forsetinn og Eva Joly hafi plægt akurinn fyrir bætta samningsstöðu.

Mér er jafnframt algerlega um megn að horfa -og hlusta þegjandi á frjálshyggjukvikindin sem greiddu fargjald og uppihald ræningjanna með eigum íslenskra borgara, smíðuðu fyrir þá vopnin og hvöttu þá til dáða.

Síðan sömdu þeir, ekki bara einu sinni heldur tvisvar um það við kröfuhafa erlendra ríkja og viðurkenndu að reglur ESB um tryggingar á innstæðum sparifjáreigenda ættu að gilda um þjófnað íslenskra óþverrahópa í löndum ESB.

Fyrir mér er þetta djöfuls regluverkafargan ekki svo flókið að nein réttlæting finnist fyrir klappstýrur útrásarinnar svonefndu í þá veru að segja að það sé Steingrímur J. Sigfússon sem beri ábyrgð á því illvirki að gera þjóð sína ábyrga fyrir drápsklyfjunum sem af þessu leiddi.

Það er hinsvegar alþekkt að í strangri orrustu gera nýliðar í buxurnar. Það er ekki talið ófyrirgefanlegt. En þau dæmi hef ég ekki lesið um að þau sömu fórnarlömb kveisunnar ráðist með grimmd á þá hina sem eru að hreinsa vígvöllinn. Og allra síst meðan "vondalykt" er það fyrsta sem minnir á þá. 

Árni Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 23:10

122 Smámynd: Auðun Gíslason

Auðvitað á ríkisstjórnin að nýta sér þetta.  Sumir sauðirnir í gestaboðinu halda víst að ég sé svo ólmur að borga Icesave.  Og skilja ekki einföldustu hluti, sem sagðir eru.  Og eru svo vondir við hina gestina í þokkabót!  Aldrei varð af heimsókn í dag!  En einsog þú sérð, þá fór hér allt í háaloft rétt á meðan, þegar ég setti athugasemd 95 hér inn!  Ekkert má nú!  Ekki einu sinni skýra fyrir ólæsum hvernig Geir H. Haarde og co. fóru að ráði sínu.  Og þá er mér ætlað að vera sömu skoðunar og Geir Og Árni Matt.!

Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 23:26

123 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðunn - ekkert í orðalagi "sameiginleg skilnings" bindur hendur ísl. stjórnvalda.

Þar stendur einungis, að 19/94 gildi hér eins og í ESB löndum, og einnig að Ísland virði skuldbndingar sínar.

Það hefur það gert að fullu og öllu leiti, skv. bókstaf laganna.

-----------------------------------------------------------

Varðandi Annex  II - 19/94:

Þetta eru ákvæði Annex II, í 19/94.

Þ.s. þú missir af, er að skv. ákvæðinu, er um valkost en ekki skildu að ræða.

Slíkur samingur var í gildi þó milli, athugaðu, nánar tiltekið, TIF og sambærilegs apparats í Bretlandi.

Ekki milli stjórnvalda ísl. annars vegar og stjórnvalda ísl. hinsvegar.

-----------------------------------------

Við höfðum ekki slíkann saming við Hollendinga - en, ef þú lest 19/94 þá sérðu, að ef yfirvöld gistiríkis komast að þeirri niðurstöðu, að tryggingafyrirkomulag banka frá öðru meðlimalandi er hefur útibú hjá þeim, býður ekki upp á alveg eins góða tryggingu og þeirra tryggingafyrirkomulag, þá ber þeim skylda að bjóða upp á þetta.

Það gerðu bresk yfirvöld, og það löngu áður en þetta varð að deilumáli.

----------------------------------------------

En, þessi samingur, bindur ekki ísl. yfirvöld til að styrkja TIF eða til þess að veita TIF tryggingu.

Þessi samingur, fól ekki í sér vantraust Breta per se á TIF, heldur var það málið að Bretar höfðu kosið að miða við nokkru hærri lágmarkstryggingu skv. breskum lögum, þannig að þeirra tryggingasjóði ber að bæta vissri upphæð við.

Þetta þíðir í reynd, að bresk yfirvöld mátu að TIF væri í samræmi við 19/94:

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 00:18

124 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fyrir mér er þetta einfalt; ef þú hefur sagt að þú standir við skuldbindingar, þá stenur þú við þær, ekkert annað. Það kann vel að vera að lögfræðingar kunni að finna annað, siðferði mitt segir annað, hagfræðikunnátta mín til margra ára í erlendum háskóla segir annað; siðferðisvitund mín segir að þú borgar skuldbindingar þínar og engar refjar; ef þú vilt vera inna siðaðra þjóða þá gefur þú ekki skít í þær þjóðir.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 22:37

--------------------------------------------------

Hvað er þ.s. þið skiljið ekki?

Ísland hefur gert akkúrat það að öllu leiti.

Bretar og Hollendingar, hafa yfir engu að kvarta, þegar kemur að lagaformlegum skuldbindingum.

Ísland, hefur þegar staðið við þær 100%.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 00:22

125 Smámynd: Auðun Gíslason

Voðalega átu bágt með að skilja afstöðu mína.  Athugasemd 95 er aðeins til að sína hvernig þessi saga hófst, þ.e. þessi samningaruna, og vhernig Bjarni Ben talar á þvert á það sem gerðist í málinu 2008.Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!  Tilvísanir í regluverk í ath.115 rakst ég einhversstaðar sem það sem liggur til grundvallar töluliðum 1-3. í samningnu frá 15. nóvember.  Að ég sé sammála Sjálfstæðisflokknum er heinn misskilningur.  Annað sem má benda á að allir formenn flokkanna eru sammála um að greiða eigi umrædda lágmarksupphæð.  Aðeins hefur verið deilt um kjörin.  Í minnisblaðinu var talað um 6,7% vexti og þótt Sjálfstæðismönnum bara harla gott haustið 2008.

Hvernig skilur þú eftirfarandi?

c) home Member State and host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, they will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme;

Auðun Gíslason, 17.1.2010 kl. 00:34

126 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - þ.s. þeir kumpánar tönnslast á, er þingsályktun, sem er mjög almennt orðuð og einfaldlega segir að Ísland virði skuldbindingar sína og að auki, að lög ESB um innistæðutryggingar gildi hér eins og þar.

þ:s. hvergi stendur í lögum ESB um innistæðutryggingar, að ísl. þjóðinni beri að borga, ef bankakerfið hrynur og ekki er nægt fé að finna í TIF - er mjög gagnslítið að tönnslast á því atriði.

Ísland hefur 100% uppfyllt öll lagaformleg skilyrði og ergo, lagaformlegar skildur.

 -------------------------------------------

Bretar og Hollendingar, eru einfaldlega að handrukka okkur.

Sannarlega er reiði þeirra skyljanleg, vegna hegðunar okkar banka-manna. Á hinn bóginn, þó slæm var sú hegðan ekkert að ráði verri en hegðun ímsra breskra banka, t.d. Royal Bank of Scotland sem de facto er gjaldþrota.

Þetta að sjálfsögðu réttlægir með engum hætti, hegðun okkar bankamanna né fíflaskap ísl. stjórnvalda, síðustu 2 kjörtímabil a.m.k.

--------------------------------------------

Á hinn bóginn, er engin aukning á réttlæti í því falinn, að bresk og hollensk stjórnvöld snúi upp á handlegginn á okkar stjórnvöldum, þannig að þau undirriti að láta þjóðina undirgangast e-h sem einfaldlega er ekki hennar sök, né skv. lagaformlegum skilyrðum þ.s. henni ber að undirgangast.

Bresk og hollensk stj.v. hafa þegar borgað út sínu fólki.

Tjón breskra og hollenskra skattgreiðenda er að sjálfsögðu nokkur, en deilt á þá er þó upphæðin einungis brotabrot af upphæðinni, samamborið við að leggja hanna á ísl. skattgreiðendur - sem nú þegar, eru að glíma við afleiðingar miklu mun verra hruns, en hollenskir og breskir skattgreiðendur eru nú þegar að bera.

Tjón okkar skattgreiðenda, er þegar orðið miklu mun meira, og ég sé engin gild syðferðileg rök fyrir því, að drekkja okkar fólki og afkomendum þeirra líka.

Það tjón sem við berum, verður að teljast nóg - ef menn eru að leita að ráðningu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 00:48

127 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er er verið að vísa í siðferðilegar skyldur landa í sambandi við greiðslur. Það er vitað mál að AGS hefur vaxtapínt fátækar þjóðir árum saman með hrikalegum afleiðingum. Það þykisr sjálfsagt mál að koma nágranna sínum til bjargar ef hamfarir eiga sér stað eins og á Haiti. Þá er löndim gefin aðstoð og er hið sjálfsagaðsta mál.

Þegar þjóð verður fyrir efnahagslegu slysi sem dregur þær ekki til dauða strax, enn hefur hrikalegar afleiðingar, virðast gilda einhver sér peningasiðfræði sem er allt önnur enn enn normal. Hvað sem öllum lögum og reglum líður þá er dæmið um drukknandi mann mjög gott.

Það á að vera hægt að að vænta þess að allir vilji taka þátt í björguninni í Icesavemálinu. Enn þegar ekki einu sinni stjórnvöld standa með eigin fólki er ekki við miklu að búast.

Efnahagssérfræðingar benda á hver um annan þveran á samábyrgð landa. Að þetta sé svo stórt mál að horfa verði á það frá allt öðrum sjónarhól enn venjulega fjárhagsábyrgð. Því þessi skuld er og verður óeðlileg í alla staði.

Það er algjört lágmark að krefjast þess að ÍslenskirYfirvöld standi 100% með sínum eigin þegnum. Enn hún gerir það ekki og árangurinn er klofin þjóð. Það er alla vega heppni að meirihluti þjóðarinnar verðist gera það enn sem komið er.

Það horfir samt ekkert vel þegar fólk sem er duglegt að slíta hluti úr samhengi sínu allt til að verja málstað útlanda í meiriháttar efnahagslegum hamförum í landinnu. Þetta fólk á sér enga afsökun, hefur ekkert siðferði og ég reikna þá ekki sem Íslendinga. Þeir eru miklu verri enn útrásarvíkingarnir sjálfir. Margt hjá þeim er hægt að afsaka enn aldrei þá sem svíkja landið.

Öll önnur mál, eru smámál við hliðinna. 

Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 00:48

128 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri - þú getur alveg hætt þeim ábendingum. Mér var það algerlega kunnugt, þ.s. átti sér stað um árið.

Skiptir engu máli í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 00:50

129 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar - hvað segir þú um, að senda þessum manni bréf.

Ég held að þessi maður hafi akkúrat þekkingargrunn, er við þurfum á að halda - þ.e. sérfræðingur í skuldaskilum ríkja.

Ef þú skoðar umfjöllun mína og flettir svo í athugasemdum, þá er ég búinn að setja inn "contact detail".

------------------------------------------

 Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam.

"Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Sjá greinIceland needs international debt management

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 00:58

130 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"c) home Member State and host Member State schemes will cooperate fully with each other to ensure that depositors receive compensation promptly and in the correct amounts. In particular, they will agree on how the existence of a counterclaim which may give rise to set-off under either scheme will affect the compensation paid to the depositor by each scheme;"

------------------------------------------------

Sem dæmi af samingnum milli TIF og breska innistæðu tryggingasjóðsins, þá þurfa þeir skv. þessu samkomulagi, að bera saman bæur sínar, þegar verið er að greiða bætur - þ.s. lagaformlega var TIF miðaður við cirka 20þ. Evrur og síðan tekur sá breski við, og borgar umfram uppap upphæð sem er lágmarksupphæð skv. breskum lögum.

---------------------------------

Lagaformlega ber breska sjóðnum einungis að borga þ.s. er umfram þessar cirka 20þ. Evrur.

Þegar ekki er til nægt fé í sjóði, þá er almenna reglan sú, að skipta því sem til er samt sem áður, jafnt á milli þeirra aðila sem eiga gildar kröfur. 

Í slíku tilviki næst ekki það takmark laganna, að greitt sé út cirka 20þ. Evrur. Ekki er alveg ljóst af þessu orðalagi, hvor að þá borgi sjóðurinn samt sem áður sína upphæð eins og 20þ. Evrur hefðu verið greiddar út, eða hvor að þá greiði hann mismuninn að fullu.

------------------------------

Við öll almenn skilyrði, myndi maður reikna með, að Ísl. stj.v. myndu, leitast við að aðstoða TIF, ef fjármagn vantar. Ekki vegna þess að þeim beri skilda til, heldur til að halda friðinn við önnur ríki.

Á hinn bóginn, er ekki hægt að réttlæta slíka aðgerð við þessar aðstæður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 01:28

131 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín aðkoma að þessari kolbrjáluðu deilu hægri og vinstri manna er afar skýr. Ég hef engan þekkingargrunn til að meta hvort við eigum- eða eigum ekki að borga þessa andskotans kröfu Breta og Hollendinga.

En ég hef megnustu andstyggð á þeirri hernaðaraðferð hægri siðleysingjanna að níða Steingrím J. fyrir að leggja óbærilegt skuldafarg á þjóðina af valdagræðgi og illmennsku.

Hefði réttur okkar til að hafna kröfum Breta og Hollendinga verið svo skýlaus sem þeir halda fram, af hverju í ósköpunum höfnuðu þeir ekki þegar í stað þessum kröfum og sögðu einfaldlega:

"Þessar kröfur eiga sér enga stoð í þjóðréttarlegum lagabálkum og við borgum ekki eyri af okkar ónýtu mynt. Reynið bara að sækja þessa peninga fyrir þar til bærum dómstólum". 

Þær ábendingar sem núna, ári seinna koma frá hinum ýmsu lögspekingum rekast hver á aðra. Við höfum valið að trúa þeim sem halda því fram að við eigum að sleppa við greiðslur.

Af hverju héldu hæstvirtir! sjálfstæðismenn þessu ekki til streitu í sumar á Alþingi þegar "betri samningurinn var lögfestur"? Þeir sátu hjá!

Voru það ekki eiginlega landráð af þeim að standa ekki upp á Alþingi og kalla þess í stað?:

Við vitum að þarna er verið að samþykkja kröfu sem enginn lagabókstafur skyldar þjóðina til að greiða. Og vér mótmælum allir í nafni forsetans og þjóðarinnar!

Ég hlýt að spyrja.

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 01:50

132 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eftir sem áður er ég undrandi á því að hin svonefnda "vinstri stjórn" skuli leyfa sér að niðurlægja þá erlendu velvildarmenn sem halda því fram að þjóðin eigi að hafna þessum kröfum og hafi rétt til þess að láta reyna á rétt sinn til að verjast kröfum sem: eru byggðar á skemmdarverkum íslenskra bófa, hvöttum og hylltum af pólitískum valdsmönnum græðginnar á Íslandi og síðan settar í farveg innheimtu af sendimönnum sömu valdsmanna.

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 02:04

133 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - við stöndum á ákveðinni bjargbrún, þ.e. greiðsluþrot.

Án lána frá Aljþóða Gjaldeyrissjóðnum, og Norðurlöndum - er Ísland pent greuðsluþrota, þ.s. um þessar mundir duga gjaldeyristekjur ekki fyrir innflutningi og greiðslum af erlendum skuldbindingum, á sama tíma.

Ég veit ekki nákvæmlega hvað t.d. vakir fyrir X-D, en hafandi í huga ofangreint og síðan, að Norðurlöndin ásamt Hollandi og Bretum, með því að halda eftir þeim peningum er þau hafa lofað skv. skilyrðum, þar til við höfum samið við Hollendinga og Breta, skv. vilja Hollendinga og Breta - - þá þarf sterk bein og sterkann vilja, til að segja "Nei".

Mín skoðun er að við eigum nú þegar, að hefja undirbúning greiðsluþrots, m.a. til að styrkja okkar samingsstöðu. En, það þarf að tryggja að lágmarksinnflutningur muni samt sem áður eiga sér stað, og til þess, mun ríkið þurfa samvinnu við útflutnings aðila; en sjálft ríkið hefur ekki gjaldeyristekjur.

Það þíðir sennilega, að ríkið mun þurfa að fara að vilja útgerðarmanna - en, það eru takmörk fyrir þvíi við hve marga ríkið mun geta staðið í átökum. Miðað við, hvað við stöndum nærri greiðsluþroti, en án ofangreindra lána verður Ísland í síðasta lagi greiðsluþrota á næsta ári, og ef við ætlum að geta lifað við slíkar aðstæður- þá er samvinna við útflutningsaðila, t.d. um útflutningssamlag, frumforsenda.

Hugsanlega, gætum við einfaldlega sett lög, og þjóðnýtt allann kvóta.

En, punkturinn í sambandi við greiðsluþrot, er að við þurfum að undirbúa það, og slíkur undirbúningur er raunverulega mögulegur. 

Þ.e. ekkert sem bendir til, að útflutningi myndi verða ógnað við slíkar aðstæður - hinn eiginlega vandi, er að við slíkar aðstæður, verðu allur innflutningur háður staðgreiðslu og gjaldeyristekjur verða takmarkaðar.

Þess vegna þarf, einhvers konar skipulag, í tengslum við innflutning. 

Því miður, sé ég engin merki um, að slíkur undirbúningur sé í bígerð, eða sé á framkvæmdastigi.

En, augljóslega styrkir slíkur undirbúningur, okkar samningsaðstöðu. Síðan, ef allt bregst, tekur hann gildi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 13:38

134 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir góða og jarðbundna skoðun á grábölvaðri stöðu okkar. Eins og ég vona að ég hafi áður lýst yfir þá hef ég engan þekkingargrunn til að meta stöðu okkar gagnvart þessari kröfu Breta og Hollendinga. Ég hef hinsvegar ekki neina trú á því að við getum greitt þennan fórnarkostnað ofan á þær byrðar sem ný risalán verða þjóðarframleiðslu okkar á næstu árum. Og ég hef allan tíman haft ógeð á þessum nýkapitlisku viðskiptaháttum þar sem græðgin tekur völdin í stjórnsýslunni og allir eiga að geta átt náðuga daga með því einu að skrapa saman peninga og afhenda þá krakkafíflum til ávöxtunar.

Bretar og Hollendingar létu glepjast af þessum íslensku bjánum og gáfu þeim veiðileyfi á þegna sína. Ég sé ekki réttlætið í því að gera þjóð mína ábyrga fyrir fylliríi drullusokka á erlendum krám.

Mér finnst vinstri stjórnin kjarklaus, dáðlaus og ráðalaus. Hún lýtur forystu Samfylkingarinnar sem var á skjálftavaktinni og brást við vaxandi illspám með hroka og vanmati á aðstæðum.

Út yfir tekur þegar trúarsöfnuður Hinnar Taumlausu Óheftu Og Ósnertanlegu Græðgi stendur þungvopnaður á hliðarlínunni og hellir óbótaskömmum yfir hreinsunardeildina.

Í mínum huga er óhjákvæmilegt að bregðast við eins og þú leggur til og undirbúa viðbrögð gegn yfirvofandi greiðsluþroti.

Síðan er eftir að undirbúa þjóðina til að taka við yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra þess efnis að stærsta þjóðarrán í allri sögu heimsbyggðarinnar hafi verið slæmt óhapp en í fullri sátt við íslensk lög og engar umtalsverðar eignir náist úr búi ræningjanna.

Sátt við kvótagreifana með framhaldi á utleigu aflaheimilda væri rothögg á alla siðgæðisvitund Íslendinga. 

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 14:58

135 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, hann pápi gamli, Bjarni Einarsson, var mjög i nöp við þá sem hann kallaði "stuttbuxna-drengina" í X-D.

Hann var Framsóknarmaður af gamla skólanum. Því miður fóru flestir þeirra á brott, var ekki líft í tíð Halldórs - og Dóri gerði flokkinn nánast að skilgreiningur fyrir pólitíska spillingu.

Ég fylgdi föður mínum út, og það var áður en DO og HÁ áttur sína fyrstu ríkisstjórn.

Svo, ég treysti mér, alveg án kaldhæðni, til að þvo hendur mínar af þeirra verkum. Ekki víss um að flokkurinn, eigi raunverulega endurkomu skilið, þrátt fyrir verulegar breytingar á því hverjir eru í forystu. Sú forysta, þó miklu mun skárri en sú gamla, skortir reynslu og þeim hefur ekki tekist almennilega, að rífa sig lausa frá fortíðinni - þó andstæðingar íkji nú sennilega aðeins, það hald sem þeir segja fortíðina hafa undir borði.

-------------------------------------

Vandinn við pólitíkina, er sá að ekki hefur tekist að mynda nýjan trúverðugan flokk. Ég væri alveg til í að taka þátt í slíku, ef ég sægi slíkann möguleika sem raunhæfann.

PS: skoðaðu mína nýjustu færslu.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 15:23

136 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einar Björn! Ég veit ekki hverjum ég ætti að skrifa bréf Einar Björn. Alla vega trúi ég ekki á að semja svona mikið eins og talað er um. Maður semur ekki við terrorista eins og Breta og Hollendinga. Maður lætur ekki hóta sér. Mig grunar að hræðsla og ótti fái fólk til að vilja semja.

Ég tek undir Einar Björn, að taka þennan kvóta og henda honum út í hafsauga! Eða setur kvótann í skothelt glerbúr til að sýna komandi kynslóðum hversu hætt við vorum kominn!:

Á þjóðmynjasafninu: "Pabbi! Hvaða ljótu pöddur eru þetta?" "Þetta eru ekki pöddur Nonni minn!" "Þetta er hættulegar "lánabakteriur" sem ráðast á höfuið á fólki og valda "kvótaæði" og allt byrjaði á að proffessor smitaðist og svo barst farsóttinn um allt landið. Sjúkdómurinn er kallaður "efnahagsundrið".  Hann er ekki til núna þessi sjúkdómur..,

"Vá hvað lífið var spennandi i gamla daga".....sagði Nonni og fékk sér ís..

Einar Björn! Lönd fara ekki í greiðsluþrot og það vita hin löndin. Fólk sér um sín innflutningsmál sjálf. Útflutningi verður aldrei ógnað neitt. Ísland á ekki að taka IGS lán. Eingöngu frá norðurlöndum. Ef það strandar á samstöðu ESB, er að leita stuðnings í Asíu frekar enn að gera sig að fífli gagnvart Bretum og frændþjóðum okkar.

Það vantar nýjar hugmyndir, nóg er af upplýsingum og þekkingu, sem vantar að gæða lífi með smá hugmyndaleikfimi. Það er alveg hroðalegt að sjá sömu hugmyndirnar koma upp aftrur og aftur með allan þennan aragrúa af lausnum sem er til.

Það þarf glerharðan samningamann til að loka þessu máli. Af hverju semja um eitthvað sem er ekki til?Það vantar allan grunn fyrir tilurð skuldarinnar gagnvart Ríkinu.

Fólk talar raunverulega um Breta eins og þeir séu saklausir um allt þetta mál. Svo lengi sem menn trúa því og neita að sjá staðreyndir, verður þetta bara "sagan endalausa". Það skiptir mig engu máli hversu góð rök menn koma með. Svart verður ekkert hvítt í mínum augum fyrir því.

Það má alveg taka ALLAN lífeyrissjóð og þjóðnýta hann, enn ekki til að greiða Icesave. Enn Einar Björn, því miður er það þannig að við Íslendingar eru miklu meiri gúngur enn við vildum trúa upp á okkur sjálf, og það er grunnurinn að þessu vandamáli. 

Fólk vill bara ekki hlusta á svona óþægilegar staðreyndir. Að íslendingar sé helteknir af minnimáttar komplexum, eru höfðingjasleikjur og að mörgu leyti meira vanþroskaðir enn löndin í kring. Útkomman úr umræðum um Icesave staðfesta þetta. Við verðum að treysta á þá sem eru enn með viti, og við þekkjum þá á því að þeir vilja ekki sjá að borga Icesave og fylgja því eftir.

Þeir eru síður enn svo að skorast undan ábyrgð Íslands. Enn þeir með komplexana halda því fram, því þeir hafa ekkert að koma með fyror sinn málstað...

Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 15:37

137 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn hvað swaffsetningarvillur eru skemmtilegar...

Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 15:42

138 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ok, þær eru skemmtilegar.

Kíktu á þessa umfjöllun, og síðan á skilaboð nr. 11.

En, ég held að þessi maður, gæti verið góður haukur í horni. Hann kom einnig fram í Silfrinu í dag, og þú getur tékkað á Silfrinu á netinu, og hlustað á viðtalið við hann þar.

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 17:50

139 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Leið skuldaskila, þ.e. að endurskipuleggja þær til lækkunar, er þ.s. ég vil fara. Þá greiða einungis hlutfall, sbr. Mexíkó upp úr eða rétt fyrir 1990.

Ef ekki er hægt að ná samningum, er þetta leiðin sem ég legg til:

Undirbúum greiðsluþrot - það styrkir okkar samingsaðstöðu gagnvart mótaðilum!

Við þurfum náttúrulega, að semja með tveim hrútshausum, eins og fyrirtæki, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.1.2010 kl. 17:54

140 identicon

Kæri Árni, afsakaðu kæri frændi að mér hljóp kapp í kinn í gær og hafði leiðinleg og ómakleg ummæli. Ef ég má mun ég halda áfram að kíkja inn í Koníaksstofuna og spjalla við þig enda ertu einn skemmtilegasti skratti sem ég hef samskipti við, sem á líka svo sem við skratti marga á síðunni þinni og er þar EBB framarlega.  Lifðu heill gamli selur.

Siggi.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:28

141 Smámynd: Árni Gunnarsson

Siggi Lund Hervars. (afar sjáldgæft nafn í mínum ættum) Mér er enginn sérlegur ami að fólki sem er annarar soðunar en ég upp að því marki að þeir séu ekki með persónulegt skítkast. Ég hef aldrei náð því marki að fá bréf upp á að ég einn hafi rétt fyrir mér og er nú búinn að mestu að sættast á að "úllen dúllen doff" sé ekki andilega svo vitlaus aðferð til að úrskurða í þessari Icesave deilu.

Hvergi hef ég séð nein merki þess að hvað sem við kunnum að semja um umfram niðurfellingu muni ekki reynast okkur ofviða. Það er mín niðurstaða og vonandi er hún röng.

Seðlabankanum tókst með ágætum að tryggja þjóðinni óumdelt heimsmet í fjármálaklúðri með ca 500 milljarða skilnaðargjöfum til verðbréfasjóða og einkabanka sem Seðlabankastjóri Davíð Oddsson hafði þá nýlega sagt (á lokuðum fundi) vera að nálgast það að fara á höfuðið.

Mér falla þess vegna ekki þeir mannasiðir framvarðasveitar einkavæðingar-og græðgiflokksins að ausa svívirðingum og landráðamannsdómi þann mann sem tók að sér að bjarga þjóðinni frá afleiðingum þeirra afglapa sem hann ber alla ábyrgð á.

Hann Ragnar heitinn í Svartárdal var hrotti og drykkjumaður alla tíð að sögn þeirra sem þekktu. Eitt sinn er hann var kominn á efri ár fann ég hann á hestamannamóti í fjarlægu héraði. Þetta var seint um kvöld og Ragnar var ósjálfbjarga vegna drykkju að basla við að komast upp snarbratta brekku á leið í náttstað. Ég tók mig til og hjálpaði karli upp brekkuna sem gekk seint vegna þess að sá gamli hótaði mér ofbeldi og gerði veikburða tilraunir í þá veru. Allt hafðist nú að lokum og það síðasta sem ég heyrði þegar ég sneri til baka var óljóst muldur: "'Ég skal drepa þig helvítið þitt!"

Mig minnir að Ragnar hafi verið sjálfstæðismaður.

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 19:42

142 Smámynd: Ursus

Hér með tilkynnist að öll vinna við hagstjórn á Íslandi mun liggja niðri þar til að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Þeir, sem þessi störf rækja venjulega, verða í fríi til 8. mars. Þeim, sem vilja koma athugasemdum á framfæri, vegna þessarar tilkynningar, skal bent á skrifstofu forseta Íslands. Þar eru örlög þjóðarinnar í gjörgæslu.

Ursus, 19.1.2010 kl. 14:36

143 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ursus - ef ríkisstjórnin, fer í setuverkfall á ráðherastólunum, þá er það þeirra mál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 15:38

144 Smámynd: Ursus

Nú?

Ursus, 19.1.2010 kl. 15:41

145 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er búið að innleiða hér sjálfvirkan efnahagspakka í samræmi við kröfur Breta svo litlu máli skiptir ríkisstjórnin  hvort situr eða stendur. Eðli pakkans gerir það að verkum að hlutirnir geta ekki annað farið versandi í öllu tilliti heildarinnar ekki bara efnahagsstjórnunarlega.

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 16:52

146 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitthvað hefur farið framhjá mér. Hvar hefur þessi hagstjórnarvinna verið unnin? Sú vinna sem tengd er orðinu hagstjórn og unnin hefur verið á Íslandi undangengin missiri er hagstjórn þeirra ríkja sem bíða eftir að Ísland verði auðveldari bráð til skiptanna.

Árni Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 17:21

147 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Og að sjálfsögðu unnin af sendimönnum þeirra hér í nafni AGS.

Árni Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 17:26

148 Smámynd: Ursus

Ef þú segir það Árni, ekki ferð þú að fara með rangt mál. Fjandinn hafi það. Ég hef nokkrum sinnum lesið skrif þín. Oft brosað, oft verið þér sammála, ekki endilega alltaf. Skrifin þín eru alltaf áhugaverð og vel fram sett.

Ursus, 19.1.2010 kl. 18:02

149 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ursus - Ríkisstjórnin, er að nota Iceave, sem afsökun.

Hún er þægileg, þá geta þeir afsakað, að ekki nokkur skapaður hlutur hefur komist í verk - eða, látið svo, að það felí í sér gilda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2010 kl. 18:38

150 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF gefur ramma sem málsaðilar eru sammála um sá sem á er hallað sér svo um útfærsluna og reynslan hingað til sannar að siðspiltar eða fáfróðar ríkisstjórnir heimsins nota hann sem blóraböggul sem hagnast þeim og sterkari aðilunum best.  

Þetta er hin hernaðarlega hugsun siðmenningarinnar að veita almenningi útrás fyrir réttláta reiði. Sjá ekki að græðgibjálkann sem er í auga eigin stjórnvalda.

Deila og drottna. Árinni kennir illur ræðari. Segja kynslóðirnar sem skiluðu okkar hingað.

Málshættir eru mjög góð vopn gegn offræðingum. Eða til að afhjúpa falsspámenn.

Kenningar verða að vera í standast málshættina til að ég taki mark á þeim. Á þeim byggir líka siðferði mannkyns.

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 19:13

151 Smámynd: Ursus

#149, Einar Björn, þetta er bara þvaður og ekki þér samboðið. Ríkisstjórnin vildi og vill semja. Nýkrýndur, sjálfkrýndur, kóngurinn á Bessastöðum hefur tekið sér einræðisvald. Sett allt í salt fram yfir þessa heimskulegu þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef allt fer á versta veg skerum við hausinn af honum og stjórnarandstöðunni, í yfirfærðri merkingu að sjálfsögðu, þeirra verður sökin og skömmin. Hvað eru Big Ben og Sigmundur Golíat að ræða um við stjórnina núna? Það eru bara hreinræktaðir hálfvitar, aldir upp á trosi, sem enn halda því fram að við Íslendingar sleppum frá Ísbjörgu, án þess að borga krónu. Þeir hálfbjánar eru flestir í flokkum sem kenna sig við B og D.

Ursus, 19.1.2010 kl. 20:06

152 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sekmja um að vísa málum til Réttlætisins ekki Meðlima-Ríkjanna heldur EU heildarinar ef til þess kemur Hæsta Réttar Evrópsku Sameiningarinnar. Ég þori.

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 20:30

153 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað eru englendingar að gera á Íslensku bloggi eins og þessi Ursus?

Óskar Arnórsson, 19.1.2010 kl. 23:03

154 Smámynd: Ursus

Hvað eru landflótta Íslendingar, með allt niður um sig, að gera á þessu bloggi? Á síðu Árna er bara pláss fyrir alvöru fólk. Það hef ég séð. Við hin erum þó hér á klakanum og tökumst á við vandamálin. Óskar, ég hef séð fáein þín skrif. Vertu bara erlendis áfram, það er best fyrir þig og þjóðina, sem ól þig af sér, í stundargreddu, á nokkurrar íhugunar. Á meðan flestum er heimahaginn kær, eru aðrir best geymdir, fjarri heimahögum, enda öllum til vansa og vandræða. Þú vænir mig um landráð, að vera talsmaður Englendinga. Ég væni þig um að vera asni, upp á sænska vísu, ekki skortir þig þar mannjöfnuðinn. Mér skilst að Svíaríki sitji nú uppi með þig og fjöldann allan af undanvillingum annarra þjóða. Ekki koma heim. Hér er nóg fyrir af ösnum og vanvitum. 

Ursus, 19.1.2010 kl. 23:30

155 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er að flytja til Íslands Ursus minn. Svíar eru gott fólk, enn eiga í vandræðum með sín yfirvöld eins og á Íslandi. Þú vænir forsetan um að standa ekki með fólki, enn hann bjargaði þessu samkvæmt Stjórnarskrá.

Kommúnismi eins og þinn og Steingríms eru svik við landið. Það er ekkert flókana enn það.Margt erlent fólk sem aldrei hefur komið til Íslands, skilur þetta og stendur með Íslandi. ég held að þú ættir að gera það sama.

Allir sem vilja borga Icesave með engu, og plata Ísland inn í ESB, eru talsmenn Englendinga og ekki eigin þjóðar. Þeir eru engir alvöru Íslendingar. Skiptir engu máli hvar þeir eru í heiminum.

Óskar Arnórsson, 19.1.2010 kl. 23:42

156 Smámynd: Ursus

Óskar, nefndi ég Icesave? Held ekki. Væni ég forsetann um að standa ekki með fólki? Held ekki. Er ég kommúnisti? Svík ég landið? Held ekki. Er Steingrímur að svíkja landið? Held ekki. Þið, lyddurnar, sem lögðuð á flótta, af ýmsum ástæðum, skulið aldrei voga ykkur að saka alvöru Íslendinga um óþjóðhollustu eða landráð. Þegar rotturnar flýja er fátt eftir. Ekki veit ég hvað varð valdandi að þínum flótta. Líklega lögbrot á lögbrot ofan. Vertu þar sem þú ert. Rotturnar eru ekki endilega versti félagsskapurinn. 

Ursus, 20.1.2010 kl. 00:00

157 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Nýkrýndur, sjálfkrýndur, kóngurinn á Bessastöðum hefur tekið sér einræðisvald."

---------------------

 Hlægilegt - Sjálfstæðismenn, sögðu mjög svipaða hluti, um árið er hann sagði "Nei" við fjölmiðalögunum.

Hvort sem þér líkar betur eða verr, þá er þetta vald forseta, upphugsað sem mótvægi við vald Alþingis og framvkæmdavaldsins.

Þetta var ekki geðþótta ákvörðun, heldur tók hann hana, eftir að hafa fengið liðlega 60þúsund undirskriftir, sem eru rúm 20% einstaklinga á kjörskrá.

Það hefði verið á hæsta máta óeðilegt af honum, sem þjóðkjörnum forseta, að leiða hjá sér, svo stertk "appeal" einmitt frá kjósendum.

Þjóðkjörnum forseta, ber einmitt að taka mark á þjóðinni. Hér er hann, nefnilega ekki Þingkjörinn, eins og tíðkast í sumum löndum. 

Það gerir hann full-jafn réttháan, sjálfu Alþingi - hvort sem Alþingi líkar betur eða verr.

-----------------------------------------

"Ríkisstjórnin vildi og vill semja."

Það orðalag, hefur hjá þessari ríkisstjórn, aldrei þítt annað en - hlíðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 00:34

158 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég veit ekki hversu góður þú ert í landafræði. Enn Svíþjóð Danmörk og Noregur eru næstu lönd við Ísland Ursus. Íslendingar fara til þessara landa til að fá vinnu. Svo virðist að það séu ansi margir landflótta núna frá Íslandi, og þú vilt auka á þann "flótta". Ég hjálpa t.d. íslenskum "flóttamönnum" í Svíþjóð. Það er ver komið fyrir mörgum Íslendingum enn mér. Fullorðin börn mín sem eru búin að tapa öllu, eru t.d. farin af landinu enn ekki.

Það segir allt um þína afstöðu til fólks sem vill borga Icesave, ganga í ESB og er með rembing út í fólk sem er búin að missa allt sitt. Ég missti mikið á Íslandi, enn ekki allt. Það gera gamlar tengingar mínar við útlönd og er ég því heppinn. Enn það eru ekki allir svo heppnir sem ég...

Forseti Íslands á heiður skilið fyrir að standa á móti niðuriflöflum eins og þeim sem þú styður Ursus.

Óskar Arnórsson, 20.1.2010 kl. 00:47

159 Smámynd: Ursus

Einar Björn, að forsetinn taki sér þetta vald, er á skjön við lýðræðið í þessu landi. Hverju hafnar hann næst? Fjárlögunum? Lögum um styrki til stjórnmálaflokka? Lögum um alnæmi? Lögum um bann við tyggígúmmi? Lögum um bætta tannhirðu? Þingið á að ráða. Forsetinn hefur aldrei verið annað en puntudúkka í augum almennings. Ólafur Ragnar, það skítseiði, lítur málin öðrum augum. Maðurinn er greinilega kengruglaður. Hann er Castro þessa lands. Kengruglaður. Honum verður best kastað í Sorpu.

Þú, Einar, ert bara hlægilegur, ef ekki brjóstumkennanlegur.  Ég hef oft lesið upplýsingar frá þér, stundum fundist all nokkurt til þeirra koma, stundum miður, eins og gengur.

Hvern djöfulinn varðar mig um undirskriftir 60 þúsund manna? Mig varðar miklu meira um hina, hin virku atkvæðin. Þau eru 130 þúsund. Eingöngu aular, studdir af aulum, ljá nöfn sín á svona lista. Minnihluti, af því að þjóðin er skynsöm.

Orðaleppar þeir sem þú dælir hér út eru ekki þér samboðnir. Hreint ekki.

Viðbjóðurinn sem er að gerast á landi voru er allur í boði Íhalds og Framsóknar. Kannski vilt þú, Einar Björn, gangast við því að vera einn þeirra sem buðu til veislunnar. Held ekki.  Hreint ekki.

Ursus, 20.1.2010 kl. 01:08

160 Smámynd: Júlíus Björnsson

lýðræðið merkir lýðurinn ræður vörður þess er forseti eða kongur.

þingræði er þegar þingið velur sér stjórn og ræður öllu. Hér með flokksíu og oft af er virðist arfgengt eða ganga í ættir.

Forsetinn á að hafa vedo rétt, og nota hann ef hann getur sannað að 2/3 hlutar lýðsins eru á móti lögum fulltrúa sinna á þingi. Verða þeir þá allir að mæta og segja nei.  Þetta getur gerst þegar gífurleg græðgi og siðspilling ríkir. Ef ekki missa hann alla virðingu og embætti ásamt hlunnindum.

Annars á að tryggja það með þóknun að Forsetin sé góð fyrirmynd um hófsemi. Láti síðan aðra um völdin í friði.

Júlíus Björnsson, 20.1.2010 kl. 06:00

161 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ursus. Nafnið ursus merkir björn á íslensku. Ekki veit ég hvort þú hefur afl bjarnarins, ég þekki þig ekki og veit ekkert um þig. Af einhverri undarlegri ástæðu heldur þú úti bloggsíðu án þess að gefa upp nafn.

Þú hefur tekið að þér að skilgreina húsreglur á mínu bloggi: "Á síðu Árna er bara pláss fyrir alvöru fólk. Það hef ég séð." Enda þótt ég vildi líklega gjarnan að þetta væri rétt hjá þér þá tek ég mér þann rétt sjálfur að úrskurða um það. Þar að auki hefur þú í engu sannað fyrir mér að þessi skilgreining eigi við um þig. Eiginlega er svo komið að ég efast um það.

Það ágreiningsmál sem þróast hefur fremur illa hér á þessum vettvangi sem ogvíðast hvar í samfélaginu hefur engan úrskurð hlotið fyrir neinum dómstóli enn sem komið er.

Eðli sínu samkvæmt taka allar deilur þrótt sinn frá sannfæringu þeirra sem deila. Flest, eða allt alvörufólk temur sér hófsemi innan viðurkenndra siðareglna sem eiga rætur í þokkalegum mannasiðum. Þar óralangt fyrir utan er orðfæri sem inniheldur orð eins og "landráðamaður, skítseiði, honum verður best kastað í sorpu, Castro þessa lands, kengruglaður" svo eitthvað sé nefnt. Síðustu tilvitnuð orð eru látin falla um forsetann og reyndar ekki orðið fátítt að menn beiti hann þess háttar orðfæri.

Reyndar beita menn ekki aðra þessu orðfæri í reynd heldur sjálfa sig því enginn getur vænst þess að vera talinn marktækur eftir slíkt sjálfsmorð í rökræðu.

Raunalega fáir hafa áttað sig á stöðu forseta lýðveldisins í mörgu tilliti. Flestum þeirra er um megn að skilja að staða hans er utan við ósvífnar deilur. Það merkir auðvitað ekki það að embættisathafnir hans megi ekki gagnrýna upp að ákveðnum mörkum sem illu heilli vefjast fyrir mörgum. Þessi ályktun mín verður skiljanlegri fyrir þá sem sjá það ekki fyrir sér að forsetinn taki til máls í sundurleitu dægurþrasi. Hann er nefnilega varnarlaus í þessari umræðu því hann ber þá sjálfsögðu virðingu fyrir embættinu að láta vera að grípa til varna ef á hann eða embættið er ráðist.

Alþingi hefur löggjafarvald samkvæmt stjórnarskrá. Ráðherrar fara með framkvæmdavald. Lög skulu taka gildi þegar forseti hefur undirritað þau. Þetta er bundið í stjórnarskrá ásamt synjunarvaldi forsetans sem hann framvísar til þjóðarinnar. Þetta stjórnarskrárákvæði er á óvenju knöppu en ljósu mannamáli sem vafðist ekki fyrir þessari þjóð allt til ársins 2004.

Þá beitti forseti þessu ákvæði fyrsta sinn í sögu lýðveldisins eins og flestir muna. Ástæðan var sú að forsætisráðherra lagði fyrir Alþingi lagafrumvarp sem hafði það yfirlýsta markmið að fullnægja óvild hans til nafngreinds athafnamanns en sú óvild hafði nagað umræddan forsætisráðherra lengi og étið upp dómgreind hans mestalla ásamt rómuðu jafnvægi.

Sá vondi misskilningur hafði vaxið hratt í aðdraganda þessa deilumáls að ráðherrar töldu sig hafa þegið vald sitt frá Guði. Alþingi væri ásættanlegur þröskuldur fyrir fullnægju þess valds en ætti aldrei að leyfa sér að tefja það að ráði með orðaskaki. Undirritun forseta væri síðan kjánalegt formsatriði.

Þetta er afar vondur misskilningur og hann var full þörf á að leiðrétta.

Forsetar lýðveldisins hafa allir með tölu skilið að vald þeirra hefðu þeir þegið frá þjóðinni í beinni kosningu og að henni einni ættu þeir að þjóna með tilheyrandi auðmýkt.

Þessu umboði skilar forseti aftur til þjóðarinnar á fjögurra ára fresti og þá hefur hún valdið til að afturkalla það eða þá endurnýja bjóði forseti sig fram að nýju. Þetta umboð sitt til Ólafs Ragnars endurnýjaði þjóðin eins og allir muna skömmu eftir synjun forsetans 2004.

Ursus. Þú hefur sagt hér á minni bloggsíðu að taka þurfi hausinn af forsetanum og allri stjórnarandstöðunni, í yfirfærðri merkingu að sjálfsögðu. Þú hefur sagt mér jafnframt að ég sé auli studdur af aulum sem einn í hópi þeirra sem rituðu nafn sitt undir áskorun til forsetans um synjun nýju laganna um ríkisábyrgð og vísa henni til þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ég kann þessu illa og mér er ekki þökk að nærveru þinni í mínum húsum hér. Ég ætlast til þess að þú hættir að ausa foretann óhróðri og banna þér það hér á þessari bloggsíðu.

Það ættir þú öðrum betur að skilja eftir að hafa lýst því yfir hér ofar að hér sé bara pláss fyrir alvörufólk.   

Árni Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 15:22

162 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér hefur hitnað í hamsi líka hér á blogginu hans Árna, Ursus, og þér er alveg óhætt að taka mark á því sem Árni segir.

Hann er nefnilega alvörumaður og veit ég ekki um neinn sem getur sagt nokkuð annað...

Óskar Arnórsson, 20.1.2010 kl. 15:49

163 identicon

Árni, fyrirgefðu mér stóryrðin, ég er bara svona kjaftfor og hef verið það í 39 ár. Er búinn að loka síðunni minni og mun ekki angra neinn hér oftar.

Með kveðju frá Akureyri

Ursus

Ursus (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 16:30

164 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég fæ nú bara samviskubit Ursus. Þú þarft varla að loka síðu út af svona smámálum. Ég hélt að ég ætti öll met í kjafthætti...

Óskar Arnórsson, 20.1.2010 kl. 17:07

165 identicon

Óskar, smá misskilningur, mér að kenna. Ég lokaði síðunni ekkert vegna orða minna og annarra hér á síðunni. Ég ætla bara ekkert að blogga um tíma, en fannst það þó skemmtilegt þessar þrjár vikur. Er núna að pakka niður og held til Noregs á föstudaginn, en kunningi minn í Osló hefur boðið mér freistandi starf sem tekur ca. þrjá mánuði. Alltaf mikil þörf fyrir kjaftfora smiði

Með kveðju

Ursus

Ursus (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 17:37

166 Smámynd: Auðun Gíslason

Er ekki kominn tími til að þessir Sjálfstæðismenn taki niður gamla jólaskrautið, og hætti þessu veruleikafirrta  rausi sínu?

Nazichristmas_jpg_550x400_q95

Auðun Gíslason, 20.1.2010 kl. 17:55

167 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar og Ursus. Kjaftforir menn eru velkomnir hingað enda er ég sjálfur kjaftfor. Það er svo önnur saga að við, þessir kjaftforu verðum að skilja takmörk okkar. Kjaftfor maður getur verið stórhættulegur á meðan hann heldur sig réttu megin við stundum óljósa línu milli velsæmis og ruddaskapar.

Oftast er dansinn á línunni sjálfri sú íþrótt sem er árangursríkust hjá þjálfuðum dansara.

Sá sem álpast yfir mörkin er samstundis orðinn sjálfum sér til vansæmdar og hættur að verða marktækur.

Slíkir menn mega vera við því búnir að verða vísað héðan.  

Árni Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 19:24

168 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jæja, Ursus - ég túlka svar þitt, sem viðbrögð sem verða aðeins íktari, vegna undirliggjandi reiði.

En, eins og ég skil þetta, þá er ákvörðun forseta ekki gerræðisleg - þ.s. hún er tekin í ljósi mjög klárrar framsetningar vilja þjóðarinnar. En, eins og ég sagði, þá er forsetinn hér þjóðkjörunn og því jafnrétthár Alþingi.

Að sjálfsögðu, geta önnur mál upp risið seinna, og ef stór söfnun undirskrifta á sér stað á ný, þ.e. það safnist tugir þúsunda undirskrifta, þá væntanlega íhugar forsetinn þeirra beiðni og tekur eigin ákvörðun.

Skv. stjórnarskránni, er það hans réttur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2010 kl. 19:58

169 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gangi þér vel í Noregi Ursus. Virkilega..flottar páskakúlur frá Eimskip...

Óskar Arnórsson, 20.1.2010 kl. 20:06

170 identicon

Icesave: 50:50 og málið er dautt. Vextir 3,5%. Take it or leave it! Allir ósáttir. Það eru bestu samningarnir.

Ari Canberra (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:24

171 Smámynd: Auðun Gíslason

Hinn ógeðfelldi umskiptingur og málsvari Óvinarins Jón Valur Jensson...

... hefur verið tilnefndur í nýju Icesave-samninganefndina ásamt Sigmundi Davíð.  Sennilega duga þeir tveir til að reka Hollendinga og Breta á flótta með þetta Icesave-rugl sitt.  Og þá getum við barasta haldið áfram að semja við okkur sjálf um þetta Icesave í friði fyrir utanaðkomandi útlendingahyski.  Er það ekki allt sem þarf til til að leysa þetta Icesave-mál?  Það verður allavega að dragast í að minnsta kosti mánuð fram yfir útgáfudag Skýrslunnar Myrku og Dimmu!  Það verður að passa uppá það!
P.S  Ég vona að þetta sé innan velsæmis skv. skilgreiningu síðuhaldara!
Hversvegna er þessi síða ekki í Heitum Umræðum?  Eru umræðurnar ekki nógu heitar!  Ég er alveg til í að hleypa þeim upp, enda er mér sífellt svarað með einhverjur hjali!

Auðun Gíslason, 21.1.2010 kl. 00:49

172 identicon

Auðun Gíslason skrifari, í hitanum hér kemur þú eins og svalandi andvari af hafi. Er allt að fara til andskotans heima? Er þetta fræga Icesave mál að drepa gömlu þjóðina mína innan frá? Hún var alltaf góð í að rífast um ekki neitt, eintóman tittlingaskít. Prósentur í skatti. Niðurgreiðslur til bænda. Fiskverðið. Byggðastofnun og atvinnu, eða ekki atvinnu, í smáum bæjum sem gátu alls ekki lifað. Dead towns. Sama sagan hér. Endalausar ræður um að hjálpa þeim sem ekki geta hjálpað sér sjálfir. Politic hér er nákvæmlega sama sagan og í Íslandi.  Ekkert nema plot og doing more for you policy. Alveg er mér sama. Hef það bara fínt og aldurinn færist yfir. Duglegur Íslendingur, fjærri landinu mínu og kemst kannski aldrei heim. Hjartað, helmingurinn af því er samt alltaf heima. Á Akureyri og víðar. Gangi ykkur vel á erfiðum tímum.

Bestu kveðjur, Ari Ásmundsson     

Ari Canberra (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 01:54

173 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ari. Auðun er óþreytandi og ómissandi liðsmaður í baráttunni við að greina kjaftavaðal frá kjarna málsins. Við erum svosem ekki fyrirfram sammála um alla hluti en báðir tökum við til máls á eigin forsendum en erum ekki sendimenn úr liði.

Og í aðstæðum sem þessum er sú hætta mest að aðalatriðunum- spillingunni sé drepið á dreif með svonefndri smérklípuaðferð sem Davíð Oddsson hældi sér af að hafa notað til að slá vopnin úr höndum andstæðinga. Hann skildi eftir einn 40 feta gám af smjöri í Valhöll þegar hann yfirgaf opinberan vígvöll stjórnmála.

Og fljótlega sköpuðust þær aðstæður að flokkurinn þurfti á smjöri þessu að halda sem aldrei fyrr. Undanfarna mánuði hefur gengið mjög á smjörið og nú er gámurinn næstum tómur. Nýjar birgðir eru á leiðnni enda eru ekki þeir tímar nú að hægt sé að fara sparlega með þessa landbúnaðarafurð. 

Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband