Skuldavandi heimilanna og ábyrgð skuldaranna

Fátt er oftar í umræðuefni fjölmiðla og þjóðarinnar en skuldavandi heimilanna. Margar tillögur hafa litið dagsins ljós og allar gengið nokkuð til móts við þá fjölmörgu sem illa er komið fyrir.

Engin ein lausn er auðvitað sú lausn sem öllum hentar. Margir eru og þeirrar skoðunar að fólk sem hafi "lent í þessum vanda" get bara sjálfu sér um kennt; allir verði að taka ábyrgð á eigin gerðum og eigin skuldbindingum. Öðru jöfnu er þetta hárrétt- en öðru jöfnu aðeins!

Meiraprófsbílstjóri, bakari, sjómaður, trésmiður o.s.frv. Allt menn með sérhæfða þekkingu en enga sérþekkingu á fjármálum. Fjármálaráðgjafi í banka er mjög líklega með háskólapróf í fræðum af viðskiptasviði en gæti verið óhæfur sem bakari eða trésmiður.

Þessir sérmenntuðu handverksmenn leita til banka og með brosi á vör er þeim vísað til ráðgjafa. Ráðgjafinn hefur að miklum líkindum hlotið þjálfun í sölumennsku. Ekki ólíklegt að laun hans séu árangurstengd,- reyndar fremur líklegt. Þekking hans og þjálfun gengur út á að ná viðskiptavinum til fjármálstofnunarinnar og þar er eitt boðorð öðru æðra:

Þú átt að vekja traust viðskiptavinarins og taka stjórnina án þess að hann geri sér grein fyrir því sjálfur.

Í sjálfu sér voru þetta afar eðlileg samskipti. Ráðgjafinn væri þakklátur smiðnum ef hann þyrfti á ráðum hans að halda og fengi afdráttarlaus fyrirmæli um hvernig glugga hann ætti að kaupa á bílskúrinn. Hann færi ekki að tortryggja ráð hans, eða tæplega. Hann væri andvaralaus og í góðri trú á þann sem þekkinguna hafði.

Mikill fjöldi þess fólks sem reisti sér hurðarás um öxl hlítti skilyrðislaust ráðum bankastafsmanns sem vonandi ætlaði sér ekki að leggja líf þess í rúst en - því miður; sú varð raunin.

Þarna var um að ræða starfsmann lánastofnunarinnar og persónu sem varð fórnarlamb þess trausts á faglega ráðgjöf sem stofnunin hafði auglýst og hvatt fólk til að nýta sér.

Og ég spyr: Er það alveg sanngjarnt að segja:

"Þú gast bara sjalfum þér um kennt!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Starfsmenn AGS gefa í skyn í þjóðarskýrslu um Ísland 2005, að meintur tilgangur séreignarhýbýlahalds almennings á Íslandi, sé í raun að skuldfesta 60% yngri hluti þjóðarinnar ásamt gífurlegum lífeyrissjóðsbindingum. Sem geri það að verkum að skattar  stjórnmála og fjármálstéttarinnar verði að meginhlutum á formi  vaxtaskatta af stórskuldugum einkavina séreignafyrirtækjum og almennum launþegum á Íslandi. Líka er bent á að fasteigna veð síðan 1998 er um 20% hærri en nýbyggingarkostnaður og skipulagður hækkunarhraði stefni á  50% umfram nýbyggingarkostnað 2007. Gerist  mun útgefin endurfjármögnunarskuldbréf séreignarbankanna með keyptu bakveðið í hýbýlaveðbréfa söfnum íbúðalánasjóðs [gerir Fjármáleftirliti reikningsskil og er undir Félagsmálaráðneyti, efir breytingarnar um 2004]. Ekki ganga upp því EU alþjóða híbýlaveðskuldafjármála markaðir muni miða við nýbyggingarkostað og þar afleiðandi ekki greiða meira fyrir bréfin en 50% af fölsuðu fasteignarmati á Íslandi.

Þar sem ekki var komið í veg fyrir stefnuna upp í 50% þá hljóta séreignarbankarnir  að hafa verið að gefa út bréfin til að fjármagna áhættu fjárfestingar, þrátt fyrir að öðru væri haldið fram svo sem að létt greiðslu byrði neytenda næstu 40 árin með hagstæðri 40 ára híbýlalánum.

Þarna var byggt upp að allt myndi stefna í greiðslu þrot 2007 til 2008. Samkvæmt reglugerð EU um séreignatryggingarkerfið áttu viðkomandi fjármálaeftirlit þá í framhaldi að loka þeim séreignastofnunum sem voru að stefna í greiðsluþrot.

Hinsvegar sá aðilar sér hag í því að fresta þessu í 2 ár og mun það vera vegna hagsmuna þeirra sem ekki eru tryggðir af reglugerðinni.

Launþegasamtök og ríkistjórnir frá 1982 hafa sagt að einokun neysluvístölu til leiðréttingar verðtryggingar á útlán, sér ílagi hýbýla til 40 ára væri jafn góð og örugg og miða leiðréttingar höfuðstóla híbýlalána miðað við marksverð þeirra á Íslandi.

Þess vegna var lítið mál að reisa hér upp hlutfallslegasta minnsta fjármálageira [vaxtakostnað]  ekki endurreisa, og með alhliða aðgerðum setja í lög reglur um að færa alla híbýla höfuðstóla niður um 40%. Með sömu rökum og alþjóðafjármálaaðilar nota þegar þeir yfirtaka lánin í gegnum nýju séreignarbankanna.

Ef ekki er hægt að treysta ríkistjórnum og atvinnurekendum og launþegasamtökum til að standa við gefna yfirlýsingar síðan 1982. Þá mun flestir leita á náðir þroskaðra ríkistjórna í framtíðinni þar sem almenningur skiptir máli sem neytendur en ekki skuldaþrælar.

Það sem hélt Íslendingum á landinu í öldina eftir að þeir fengu frelsi frá fátæktarvistarbanda efnahagsbandalagi Dana, var einmitt áherslan á að vera eigin herra og eignast þak yfir höfðið yfir töku elli lífeyris og borga ekki meir á mánuði en 30% af ávöxtum erfiðisins á mánuði.  

Þessi nýi skuldklafa grunnur mun virka jafn letjandi á nútíma EU hugsandi Íslendinga og hann hefur virkað á almenning á meginlandinu síðan á dögum Rómverja að meðaltali.

Meðallinn í EU stjórnast af þjóðverjum og Frökkum aðallega. Enda eru samtryggingar og velferðakerfin búin að vera á hraðri niðurleið undanfarin ár á norðurlöndum þar þótt einn best að bús fyrir 30 árum.

EU er einn stofnannalíkami, sem úthlutar herjum lim hlutverk við hæfi í ljósi menningararfleiða þroskuðu stórveldanna. Hagræðing til stöðuleika. Hæfust limirnir bera svo best úr býtum, þessir þroskuðu sem  kunna að reika í huganum og eru rökréttir í eðli sínu.

Júlíus Björnsson, 17.3.2010 kl. 21:56

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ráðgjafi er þá hætt að vera réttnefni...RÁNgjafi hljómar vel en er bara mótsögn....

Það voru líka ansi margir sem reiknuðu út áhættuna við gengistryggð lán, gáfu sér sveiflur upp á 20, 30 eða jafnvel 40%, samt reiknuðust lánin hagstæðari...en þetta gengisfall gat almúginn ekki séð fyrir, né heldur grjótharðar árásir baknamannanna á eigin gjaldmiðil. Það var búin til alger forsendubrestur. Fólk átti ekki nokkurn möguleika að bera hönd fyrir höfuð sér, né sjá hrunið fyrir.

Haraldur Baldursson, 17.3.2010 kl. 22:21

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem hélt Íslendingum á landinu í öldina eftir að þeir fengu frelsi frá fátæktarvistarbanda efnahagsbandalagi Dana, var einmitt áherslan á að vera eigin herra og eignast þak yfir höfðið fyrir töku ellilífeyris og borga ekki meir á mánuði en 30% af ávöxtum erfiðisins á mánuði.  

Júlíus Björnsson, 17.3.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég vil reyna að sjá ljósglætu í starfsemi sumra ráðgjafanna. Ég ætla að leyfa þeim að njóta efasemda um að þeir hafi vitað betur. Og þar með að þeir hafi verið svo vel forritaðir í heimskunni að þeir hafi trúað á hið eilífa himnaríki markaðsins.

Og þar með hans alltsjáandi auga.

Heimskan er innvígð græðgi markaðarins. Ásamt siðleysinu að sjálfsögðu.

Heimskan getur lifað góðu lífi án græðginnar. Græðgin er dauðadæmd án heimskunnar. Svona er nú þverstæðan í öllu því andskotans móverki.

Árni Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 22:36

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármálasérfræði grunninn á Íslandi er talin vera svo að þroskuðum sérfræðingum Alþjóðsamfélagsins.

Þeir munu leggja svipaðan skilning á fjármál og hagsýn húsmóðir. Ofsérfræðingsfræðin á Íslandi er eiginhagsmuna þröngsýni, aðila sem fá ekki vel borgaða vinnu hjá þroskaðri þjóðum þrátt fyrir EES síðan 1994. 

Júlíus Björnsson, 17.3.2010 kl. 22:40

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus. Lífeyrissjóðir, Húsnæðisstofnun, Almannatryggingakerfið. Allt saman dautt fé í augum ránfuglsins.

"Klógulir ernir yfir veiði hlakka......"

Ránfuglinn beið færis að hremma þetta dauða fé og bauðst til að blása í það lífi.

"Fé án hirðis" sagði Pétur Blöndal, tók smalaprikið og skoppaði af stað léttfættur í smalamennskuna.

Síðan eiga Íslendingar enga sparisjóði nema í afskekktum sveitahreppum. 

Árni Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 22:49

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar þroskaðir sérfræðingar AGS segja í upphafi hrunsins að endurreisa hlutfallslegasta fjármálageira í heimi muni kosta almenning mikið langvarandi. Þá ver að skilja það sem svo að endurreisti fjármálageirinn sé of stór á alþjóðamælikvarða. Fáir þjóðir láta annarra þjóða fjármálageira hagnast á sér. Tekjur fjármálgeira eru alltaf í formi vaxta og kostnaðar sem skuldarar markaðar hans greiða.

Íslendingar eru samt með sín sérfræði frá því fyrir 1982 að fjárfesta í menntun sem flestra til að mæta þörfum vaxandi fjármálageira.  Seðlabankinn segir um 2002 við Alþjóðasamfélagið að hann verði að flytja inn 800 labor [launþega] til að slaka á offramboði lánsfjár af hinum hraðvaxandi fjármálageira. 

Áttu útlendingar að skilja sérfræðina hér sem svo að Íslandi ætlaði að flytja atvinnuleysið inn frá EU  og öll atvinnutækifæri í leiðinni. 

Allar ríkisstjórnir eru að reyna ÚTVEGA SÍNU FÓLKI VINNU ,  hinsvegar búa fáar við ofgnótt orku og eftirsóttra hráefni til virðisaukaframleiðu, og neyðast því til að skaða kostnaðar og þjónustu störf í staðinn. Skipta raun verðmæta kökunni milli fleiri þegna.   

Íslendingar hér áður fyrir voru almennt fjölhæfir og spöruðu sér þannig kostnað og þjónustu.

Þroskaðar þjóðir í EU gáfu sveithéraðinu Luxemborg hlutverk á sínum tíma, það sem Sviss hafði frá dögum Rómverja að geyma fjármuni Ríkistjórna og fyrirfólks til að komast hjá öfundsýki annarra fjölskyldna og Ríkisstjórna. 

Íslandi var aldrei boðið slíkt hlutverk ekki eitt einasta erlent útbúi kom hingað og engin alþjóðafjármálastofnun er staðsett hér.

Þess vegna nægir einn banki margra útibúa í þjónustu samkeppni undir regluverki í anda þjóðverja á Íslandi. Við þurfum enga viðskipta eða hagfræðinga eða stjórnmálafræðinga og þroskuð milli stétt þarf enga félagsfræðinga. Við þurfum vel grunnmenntaðan almenning sem getur byrjað að skapa raun verðmæti fyrir 24 ára aldur. Lífið byrjar ekki almennt um 70 ára þegar meðalaldur er um 75 ár.

Við þurfum heldur ekki að borga fyrir að afrita regluverk annarra þjóða, við þurfum að geta samið okkar eigin arðbæru regluverk á grunni hráefni og orku til verðmæta aukningar og sölu um allan heim ekki bara til 8% heimsins í EU á formi magnafláttar.  

AGS segir heims bólguna [stundum hagvöxtur] verða að meðaltali um 5% í heiminum á næsta ári.

Ef Kínverjar og Indverjar fá 17% [launhækkun þar í hrísgjórnum] hvað fær restin af heiminum mikla hækkun [í gæða prótínum: efla greind og líkanshreysti]?

Júlíus Björnsson, 17.3.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ísland er ævintýri og við erum gæfusamasta þjóð í heimi þann dag sem við sjáum það og skiljum. Óvini okkar er að finna í eigin samfélagi.

Þeir eru heimskir og spilltir pólitíkusar sem búa í samfélagi með spilltum embættismönnum og spilltum viðskiptamógúlum. Þetta smáa samfélag okkar hefur ekki pláss handa þessu fólki og eiginlega ætti það hvergi að eiga pláss.

Þetta er óþurftarlýður og við eigum að hafna þessu dóti hvenær sem það leitar liðsinnis okkar við að styrkja völd sín.

Íslendingar eru týndir í eigin landi. Við skulum átta okkur á þeirri bitru staðreynd, við skulum viðurkenna þessa staðreynd og bregðast við henni.

Við eigum okkar gæfu undir þeim skilningi og þeim styrk sem hann þarfnast.

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 00:30

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frænka mín vann & vinnur enn í bánka einum fyrrverandi & núverandi, zem dona ráðgefandi.

Á næzta ári verður henni zko ekki boðið í fermíngarveizlu heima hjá mér !

Steingrímur Helgason, 18.3.2010 kl. 00:32

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þroskaðar þjóðir gera skýr skil á útlánum til almennings og til fyrirtækja.

Þroskaðar þjóðar gera skýr skil á milli útlána til almennings.

Langtímalána 30-40ár með veði í 80% af nýbyggingarkostnaði mynda svokallaði híbýlasjóði [jafngilda reiðufé]sem eru reknir nánast sjálfbærir standa undir sér þegar 1,4% mannfjölgun ræður eftirspurn þá þurfa vextir að vera 1,4% að útlánum sjóðsins í heildina það árið.

Þetta eru um 80% lána almennings. Ódýr góður híbýlakostur til 40 ára heldue niðri launuupþrýsting og tryggi almennan stöðuleika. Þessi flokkur er verðtryggður m.t.t. leiðréttinga höfuðstólsins sem er lagður að veði með upp og niður færslum eftir almennu hýbílaverðlagi. Híbýlavísitala á viðkomandi markaði hentar best til þess. Lándrottinn gerir ekki ráð fyrir að fasteignaverð falli í verði næst 40 árin hann veit að þau eru stöðug þar sem sem áhættu vextir er engir á lánum. Sem er hugsuð til að skapa grundvöll fyrir aðra lánastarfsemi skammtíma lána og áhættu sem miðast oftast við vísitölu neysluvarning og þjónustu verða m.t.t lánstímans. 

Þeir sem halda öðru fram eiga ekki að skipta sér af efnahagsmálum Íslands, því þeir hafa greinilega ekki þroskaða greind til þess.

Það að setja áhættu á lág á hýbýlalán býr til óstöðugleika gróða sem alltaf endar með hruni, í samræmi við áhættu álagið. 

Ísland er eina landið sem bindur leiðréttingar híbýlalána almennings við neysluverðlag mánaðarins með neysluvístölu einokun til verðtryggingar: leiðréttingar höfuðstólsins sem er lagður á móti veðinu. 

Tyrkir nota launvísitölu sem er í lagi ef stétt er með stétt hinsvegar fylgir launavísitalan yfirleitt neysluvístölunni frekar en híbýlavístölunni og vinnur því verðbólgu aukandi. 

Af nema verðtryggingu er ekki málið ef um þroskaða hugsun er að ræða.  Heldur afnema einokunar [vernd] einnar vísitölu fyrir alla útlánaflokka á m.t.t. til almennra hagsmuna og raunverulegs stöðuleika eftir grósku mikli neytenda eftirspurn til langtíma. 

Alllir þeir sem vilja afnema verðtrygging almennt vita ekki hvað þeir eru að tala um. ÉG virðist vera sá eini á Íslandi sem skil hugsun hinna þroskuðu ráðamanna erlendis sem hafna Íslensku einokunarverðtryggingarleiðinni en vilja sanngjarnar [leiðréttingar]verðtryggingar í samræmi við lánaflokk. 

Alþingsmenn í dag segja ekki hægt að taka hina þroskuð til fyrirmyndar: einokunarvístölubinding sé hluti af endurreista efnahagspakkanum. Er þetta framtíðin byrja upp á nýtt að gera sig að alþjóða fíflum.

Júlíus Björnsson, 18.3.2010 kl. 00:51

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Einhvern veginn hljóma þessar lausnir ekki nógu vel.  Ef þú átt íbúð, sem þú hefur eytt milljónum í að kaupa; vertu þá feginn að geta hent lyklinum og geta gengið í burtu.  Án aleigunnar, sem fór í að kaupa þetta húsnæði ?  Er óvart ekki alveg að ná þessu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2010 kl. 05:41

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þeir séu fáir sem "ná þessu" Hildur Helga.

Einhvern tímann á þessari háskasiglingu útrásartímans týndist þjóðin í eigin samfélagi. Nú á að endurreisa þetta samfélag og mér sýnist að ákveðið hafi verið að sú endurreisn eigi að verða á forsendum fésýslustofnana.

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 11:07

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

„Ráðgjafinn væri þakklátur smiðnum ef hann þyrfti á ráðum hans að halda og fengi afdráttarlaus fyrirmæli um hvernig glugga hann ætti að kaupa á bílskúrinn. Hann færi ekki að tortryggja ráð hans, eða tæplega. Hann væri andvaralaus og í góðri trú á þann sem þekkinguna hafði“

Þetta er mergur málsins! Fólkið í landinu fór að ráðum RÁÐGJAFANNA! Það fæddist lítil mús!

Ævar Rafn Kjartansson, 18.3.2010 kl. 12:10

14 Smámynd: Auðun Gíslason

"Einhvern tímann á þessari háskasiglingu útrásartímans týndist þjóðin í eigin samfélagi."  Þetta er náttúrulega mergurinn málsins, Árni!  Stjórnvöld eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar.  Það var það sem gleymdist!  Hagsmunir auðvaldsins voru forgang!

"Sérfræðingar"  AGS, þroskaðir eða ekki þroskaðir. eru náttúrulega "agentar"  alþjóðlegs auðvalds.  Þeir líta sennilega á lífeyrissjóðakerfi landsmanna,  sem hvern annan kommúnisma.  Líkt og Sjálfstæðismenn líta á "vinstri" skattastefnu, sem kommúnisma, hér í skattaparadís hátekjufólksins og "fjármagnseigenda", öðru nafni kapítalista!

Lifi byltingin!  Og lengi lifi forseti vor á Bessastöðum!

Auðun Gíslason, 18.3.2010 kl. 14:55

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Það hlýtur að hafa flokkast undir áhættufjárfestingu að lána peninga hér á landi miðað við efnahagsstjórnina síðustu áratugina!  Og ekki síst síðustu árin!

Auðun Gíslason, 18.3.2010 kl. 15:06

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ráðgjafa má forrita eins og aðra sauði. Ábyrgur breytist í áhættufælin, áhættufíkinn varð áhættusækinn. Capitalið skipti engu máli og varð eiginfé. Ísland er eina landið í heiminum sem virðir ekki íhaldssemi orðaforðans. Íbúðalánasjóður talaði um byltingu í hugarfari almennings hvað varðaði verðmætamat á "virkilegum" meiriháttar fasteignum. Frá 95  hugsuðu áhættufíklarnir sér gott til glóðarinnar EES myndi tryggja aðgang að 1 veðréttarhíbýla mörkuðum EU, sem gerðist 2004. Upp úr 96 var talið um að nafnvextir væru og háir fyrir almenning á Íslandi. Þá mætti lækka þegar hægt væri að veðsetja híbýla sjóði lánstofnanna og fá í staðinn reiðufé [gjaldeyri, áður var skipt á bréfum til endurfjármögnunar híbýla]. Til að lækka þá niður í 4,5% þyrfti að hækka fasteigna mat um 20-30%. 2003 var því takmarki náð. Fasteigna matið var orðið 20% hærra en nýbyggingarkostnaður. Sama ár voru fjárveitingar til byggingastarfsemi skornar niður úr 15% í 3 %.  Auka eftirspurn svo komu lánalengingar  og lægri nafnvextir [ekki lægri greiðslubyrði til 25 til 40 ára]. 2004 mættu svo séreignar bankarnir með skuldbréfin í EU sem voru bak veðtryggð í að mestum hluta í í híbýlasjóði Íbúðalánasjóðs. Fasteignamatið þá allt of hátt rauk upp og stefndi í 40% eftir 3 ár. Það hækkar baktryggingar verðmæti veðsins sem lagt er til grundvallar reiðufjáröflun bankanna til endurfjármögnunar híbýlakaupa.  Hér var þetta eintóm lygi því reiðuféð fór að mestum hluta í áhættu fjárfestingar hlutahafa bankanna. EU 1 veðréttar markaðir eru ekki fæddir í gær. Þegar næsta 100 milljarða híbýla veðtryggð skuldabréfa einkabankanna kom, þá fengu þeirra að vita að veðmat umfram nýbyggingar væri einskyns virði m.t.t til lánstímans og veð sem myndast með endurfjármögnun eldri lána ekki heldur hvað þá veð sem myndast vegna fjármögnunar einkaneyslu.

Fyrir 100 milljarða veð á Íslandi fékkst því minna reiðufé. kannski 70 milljarðar. Þetta er hluti skýringa starfsmanna AGS 2005 á reiðfjárskortinum sem myndi enda með með hruni bankanna 2007.    

Þeir eru ekki sammála spunameistara Félagsmála. Ísland er ekki sambærilegt við önnur ríki hárra þjóðar tekna hvað varðar híbýlamarkaði.

Hér er vaxtaleiðréttingar híbýla til að leiðrétta höfuðstóllinn með tillit til breytinga á híbýlaveðinu bundnar með einokun frá um 1982 við vístölu neysluverða , sem á Íslandi sér í lagi sem flytur nánast alla fullvinnslu inn er ekkert annað en að tengja það við gjaldeyri helstu viðskipta ríkja: 80%  EU [þökk EES]. 

Þetta einokunar almenna verðtryggingarform á langtímalánum 1 veðréttar híbýla almennings er óeðlilegt á alþjóðamælikvarða vegna þess að fasteignaverð á innra markaði eru yfirleitt stöðug en ekki háð alþjóða duttlungum eins og neyslu vísitalan á mánaðar fresti.

Svíar buðu upp á svipuð lánsform í Lettlandi: Hinsvegar í USA miðaðist lánalenging og rýmkun veðheimilda við Kaliforníu og var hugsuð til að auka kaupmátt: minni mánaðargreiðslur vegna híbýla.  Þetta átti að kenna maísætunum þar að neyta meira.

Hinsvegar kaup þeir sér gull og demanta eða dýrari fasteignir ef þeir eignast meiri peninga en ekki óþarfa fullvinnslu drasl sem er atvinnuskapandi. USA er samsett úr mörgum ríkjum mismunandi hefða.

Á Íslandi varð hrunið sem bitnað á almenningi skipulagt af ríkisatjórnum  handstýrð eftir spurn eftir fasteignum og skipulögð áróður bylting á hugsunarhætti almennings: samanber bónusa vega sölu fyrstu híbýla veðbréfa flokkanna á reiðufjármörkuðum.

Þetta hefði ekki gerst ef híbýlavísitala væri notuð til að leiðrétta höfuðstóla hjá híbýlasjóðum hér sem annarsstaðar í löndum hárra þjóðatekna.

Verðtrygging á að miðast við það sem er sett að veði. Hér eru aðilar heilþvegnir í því að neysluvísitala og verðtryggingarvísitala séu eitt og hið sama. Þetta veldur öllum misskilningum í samskiptum við þroskaðar þjóðir.

Leiðrétta þar einokunarlögin frá um 1982. Skipta almennt um verðtryggingar vísitölu á hýbýlalánum [ til dæmis öllum öðrum en meiriháttar fasteignum] og færa niður höfuðstóla.  Þetta skilar 60% Hér hluta þjóðarinnar strax auknu eyðslu fé og það skila meiri skatttekjum og skilar sér aftur í eyðslu allra hinna.

Hér fá allir aumingja styrki hjá ríkistjórninni mest þeir áhættufíknu.

Hinsvegar á að leiðrétta falska höfuðstóla híbýlalána 60% þjóðarinnar í Íslensku samhengi, Þá þarf ekki að styrkja þann hóp. Greiðslu matið stendur ef neysluvístala  eru sú sama og híbýlavístala.

Ríkistjórnin ber ábyrgð á genginu og þeim skaða sem röng vísitala veldur. Hér þarf ríkistjórn sem breytir ólögum í lög sem hægt er að virða. Ríkistjórn sem getur ekki bætt lögin eða leiðrétt ólög er ekki teystandi. Heilþegnar banka aðilar eru ekki góðir ráðgjafar í að byggju upp þroskað kerfi, hinsvegar geta þeir endureist það sem þeir hafa vit á. Þar er ég sammála Ríkistjórnininni.

Júlíus Björnsson, 18.3.2010 kl. 15:51

17 identicon

Þetta er frábær pistill hjá þér, hreint frábær. Engu við að bæta!

Eva Sól (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 21:29

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verðtrygging á að miðast við það sem sett er að veði.

Þetta getur ekki verið einfaldara.

Taki ég lán til 10 ára og kaupi kú skuldbind ég mig til að greiða lánið upp með vöxtum á 10 árum. Einfalt.

Nú fer allt verðlag úr böndum og vextir tvöfaldast. Mjólk fellur í verði og ég kemst í þrot eftir 8 ár og hef þá greitt verð kýrinnar en skulda þrjú kýrverð.

Ég kemst í þrot og allt búið er selt. Út úr þrotabúinu næst ekkert en ég sit eftir beljulaus og skulda lánastofnuninni 3 kýr!

Meiri skúrkurinn þessi Exel!

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 21:36

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun. Ég lít AGS sömu augum og ég leit tófuna og minkinn árin sem ég var fjárbóndi og hafði not af varpi.

Og þó? Tófunni og minknum var heimilt að eyða og meira að segja greidd laun fyrir.

AGS er alfriðað kvikindi og liggja harðar refsingar við líftjóni.

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 21:42

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eva Sól. Þú skilur nú líka eftir ósköp notalega nærveru- eða öllu heldur dulúðuga fjarveru.

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 21:48

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í rauninni er mér nokkuð sama um skellinn sem við yngra fólkið fengum.  Við getum byrjað upp á nýtt.  En óþolandi finnst mér sú tilhugsun að ráðgjafar bankanna höfðu ævisparnaðinn af því gamla fólki sem lagði grunninn að velferð okkar hinna.  Þeir ráðgjafar bankanna sem það gerðu, ættu að verða flengdir á almannafæri. 

Anna Einarsdóttir, 19.3.2010 kl. 12:10

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér hlý orð í garð okkar þessara öldruðu Anna mín. Hver er sekur í þessu máli? Mín niðurstaða er einfaldlega sú að sekti liggi hjá þeim skelfilegu ógæfumönnum sem trúðu á kennsetningar markaðsfræðanna og gerðu þær að leiðarstefi lífs síns. Þessi óhugnaður varð síðan á örkömmum tíma að þjóðarsjúkdómi sem hafði ummyndast í græðgi.

Þegar þessi óhugnaður er búinn að sýkja heilt þjóðfélag þá er orðið erfitt að finna sökudólg. Og við skulum skoða hvað Davíð Stefánsson frá Fagraskógi segir í kvæðinu um pláguna:

Sveitir eyddust í Svartadauða......

--------------------------------------

......Engin plága kom áður meiri,

en svo kom önnur og síðan fleiri;

ein drap sauðfé,önnur hesta,

en seinasta plágan er plágan versta.

-----------------------------------------------

Hún berst um landið með blaðagreinum

og veldur alls konar innanmeinum.

Menn sýkjast jafnvel af sjúkra orðum, 

svo plágan fer hraðar en pestin forðum.

Árni Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 13:36

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við getum byrjað upp á nýtt. Nýi EU grunnurinn er 40% minni þjóðartekjur á haus til ráðstöfunar sömu tækifæri og Grikkir. Í samburði við Danmörku og UK þurfum við að fara 3 kynslóðir aftur í tíman til að komast á sama plan. Hér er dýrari samgöngu og híbýlakostnaður.

Gott er vera bjartsýnn. Þjóðverjar vita betur en Íslendingar úr á hvað EU gengur. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Set inn í formúlur er eitt.

Til að skilja flestar þurfa aðilar að hafa greind og marga tíma þjálfun frá fæðingu til 18 ára aldurs. Það er að geta smíðað sínar eigin sjálfur. 

Almennings Menntunarkerfi Norðurlanda tryggja ekki einn slíkan einstakling. Slíka þjálfum má fá í Þýkalandi og Frakklandi, Rússlandi, Bretlandi og UK í rándýru Einkaskólunum.

Vitur nærri getur, reyndur veit þó betur.  Um 1982 var MR eini Framhaldskólinn ennþá sem bauð upp á smá skilningsþjálfun.

Þríforkur er þrígreining, Tvíforkur er tvíhyggju, en eingreining einföldunar eru innrætt trúarbrögð. Nútíma grunnmentun almennings almennt í heiminum. 

Verðbólgu myndast vegna fjárbelgings í vasa launþega af tveimur ástæðum

innri raunhagnaður eykst meiri gæði og betri eru til skiptanna. Þú græðir meira og borgar meira: allir græða: þroskað. 

[iðra]þembings [inflation] sem veltur væntingu þegar innri raunhagnaður er ekki veruleiki. Meiri peningar í vösum [pungum, belgjum] meira boðið í á mörkuðum.

Þegar Íslendingar voru að koma út úr efnahagsbandalagi Danmerkur, var hér stöðug gæðabólga: Stétt með stétt.

Meðan í EU var 10 til 20% atvinnuleysi og ein fyrirvinna treinaði 8 tíma vinnu 5 dag vikunnar og greiddi 30 til 40 ára húsnæðis lán á lágum vöxtum.

Þá vor tvær hér oftast að vinna mikið lengri vinnu dag, ásamt að skila eigin handvinndu samfara 25 ára láni svakalegra vaxta.

Eðlilegt að þegar vextir eru svona háir og gæðabólga mikill að höfuð stóllinn sé allur greiddur fyrstu 12 árinn.    

Laun = híbýlakostnaður + Neyslukostnaður. Þetta er staðreynda formúlu, sem allir lánasamningar venjulegra byggja á. Ríkisstjórnum bera að tryggja stöðugleika formúlunnar á þessa að minnka laun.   

Híbýlavísitölur gefa vísbendingar um þróunn grunnkostanaðarinns sem er venjulegt híbýli og í dýrari kantinum þar sem hætta er á jarðskjálftum og kallt er í verði.

Þessar híbýlavísitölur eru notaðar í löndunum í kringum okkur til að leiðrétta híbýla veðbundina höfuðstóla lána.

Þeir sem taka minnsta áhættu, lána í þessa híbýlasjóði, Ríkisjóðir, lánstofnanir og launþegar sjálfir þess vegna eru raunvextir að meðaltali 1,5 %. Með því að halda híbýlakostnaði niðri  [80% lána almennings] minnkar þrýstingur á launa hækkanir.

Hér var gerð um 1982 einföldun og híbýlavísitölum  hafnað með einokun neysluvístölu til allra útlána verðtrygginga. Þess vegna ganga hlutirnir ekki upp hér eins og t.d. í Þýskalandi.

Hér er ekki en búið að viðurkenna að neysluvísitalanna fylgir ekki híbýlavísitölunni hér í 30 ár og geta því ekki leyst hana af.

Það er gaman að láta tossanna stjórna sem skilja ekki neitt og trúa öllu.   

Júlíus Björnsson, 19.3.2010 kl. 14:35

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Setja inn í EXel formúlur er eitt. Skilja er fáum gefið.

Júlíus Björnsson, 19.3.2010 kl. 14:36

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus. Exel er mér óviðkomandi og ég tel það mér til gildis. Þessar athugasemdir þínar eru allra góðra gjalda verðar en ég botna bara ekkert í þeim. Aftur á móti skil ég íslensku sæmilega og ég hef ekki séð að hagfræðilegir útreikningar hafi lagast hætis hót frá þeim tíma þegar þokkalega greindir bókhaldarar í kaupfélögum reiknuðu út innlegg og úttekt bænda. Þeir notuðu mest blýanta og fóru vel með þá. Geymdu alltaf blýantsstubb bak við eyrað og notuðu við að leggja saman fáar tölur á bréfsnifsi.

Það er einföld hagfræði að þegar einhver hefur stolið einhverju þá á hann að borga það sjálfur og svo er áríðandi að kalla hann þjóf, í stað þess að segja að hann hafi stöðu grunaðs manns vegna þess að hafa misfarið með fé.

Með sömu rökum þarf illa stödd þjóð að leyfa fólkinu að veiða fisk sér til lífsbjargar en ekki kjafta við einhverja gróðapunga sem hafa nýtt sér þessa auðlind endurgjaldslaust og neita að skila henni.

Ef þessar útgerðir fara á hausinn þá er það grábölvað fyrir þá sem eiga þær en ekki fyrir neina aðra. Og það er ljótt til þess að vita að margir útgerðarmenn hafa rænt útgerðirnar hagnaðinum og notað hann sjálfir til að spila fífl.

Íslenska efnahagskerfið er fremur lítið og afar einfalt fyrir greinda menn að skilja það út í hörgul. Ástæðulaust að setja það inn í exel forrit sem mörgum er illa skiljanlegt. Sjálfum finnst mér að Exel gæti verið brúklegt nafn á kynbótahrút eða graðheststitt.

Ég er viss um að hann Guðbjörn Jónsson ráðgjafi og bloggari er miklu betri hagfræðingur og stærðfræðingur en helvítis fíflið hann exel.

Niðurstaða: Íslendingar eru bara þokkalega staddir ef þeir hætta að grenja utan í ríkisstjórnina og spyrja hvað þeir eigi að gera. Ríkisstjórnir eiga að búa fólki vinnuumhverfi en ekki búa til atvinnu handa fólki. 

Árni Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 15:10

26 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góðar hugleiðingar Árni. Þessi dægrin er að eiga sér stað stærsta eignaupptaka á almenning fyrr og síðar. Verðbæturnar blessaðar sem er mesta mein íslensks samfélags eða hið nýja mein, lán í erlendri mynt með hruni krónunar, er hvorutveggja að éta upp eignamyndum hins almenna borgara sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Venjulegur Íslendingur sem var svo óheppinn af fjárfesta í húsnæði á bilinu 2007-2008 fer líklega á hausinn við þetta - og núna nánst alveg örugglega þegar nú á að skattleggja afskriftir. Þetta er allt saman svo mikið rangt.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 16:09

27 identicon

Segðu mér eitt Árni; var Kveikur undan hryssu frá þér gamli riffill?

Skodninn Spéfugl (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 19:03

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðmundur St. Já svo sannarlega er þetta bara alveg átakanlega rangt og svo heimsk pólitík að baki. Styrkur íslensks samfélags er brostinn ef heimilin gliðna og vonleysi, ringulreið og landflótti tekur við.

Enginn fræðilega útreiknaður styrkur fésýslustofnana býr til gott og heilbrigt samfélag þar sem fólkinu líður vel. Bankar eru í rauninni aukaatriði borið saman við hamingju fólksins og öryggi barnanna okkar.

Eiginlega er heimskan á bak við þetta allt saman svo óskiljanleg að enginn skilur lengur tilganginn. Enginn mun heldur geta séð fyrir afleiðingarnar. Og líklega er við hæfi að segja: Sem betur fer.

Afsakaðu spurninguna: En hverju sætir það að fólk eins og ég er farið að trúa því að með aukinni akademiskri þekkingu vaxi að sama skapi spurn eftir almennri dómgreind og einfaldri praktiskri stjórnsýslu og jafnframt manneskjulegri?

Árni Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 21:47

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

#27. Krafla, Kveikur og Tinna frá Sauðárkróki eru alsystkini undan Gusti 923 og Perlu frá Reykjum. Perla var í eigu sonar míns Steindórs Árnasonar.

Árni Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 21:53

30 identicon

Já mikið er það skemmtilegt, ég kynntist eitt sinn hesti undan Kveik, iðandi af fjöri, ljúfur samt sem lamb, hvers manns hugljúfi og líður mér aldrei úr minni, svona eru hestarnir Árni, minnisverðari en menn. (og tala aldrei um stjórnmál og Icesave) ekki nema von að það er gaman að umgangast þá. Lifðu heill kæri frændi.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 23:14

31 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er von að þú spyrjir Árni. Almenn dómgreind er ekki kennd í háskólum ég held að hún sé til staðar eða ekki hjá sérhverjum burtséð frá akademískri þekkingu sem getur verið afar sérhæfð. Hins vegar tel ég að í ljósi alls þess sem hent hefur okkar samfélag að auka ætti kennslu í siðfræði í framhaldsskólum og jafnvel í háskólanum líka. Gustur 923 var afbragðs stóðhestur :=)

Guðmundur St Ragnarsson, 20.3.2010 kl. 03:22

32 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bakari sem bakar söluhæft brauð sem svíkur engan, skilur sínar formúlur. Brauðið sannar það. Smiður sem smíðar nothæf húsgögn skilur sínar formúlur. Hinsvegar geta fáir búið til formúlurnar sem fylgja með Exel eða aðrar sértækari. Botnar þú í þessu Árni þessu Árni.    

Málshættir forfeðranna eru meiri viska en boðið er upp á í Menntakerfi Íslands. Ekki verður bókvitið í askanna látið.  

Júlíus Björnsson, 20.3.2010 kl. 05:50

33 identicon

Fáar hryssur hafa nú markað langlífari spor en hyrssan sem sonur þinn hefur átt Árni, þetta hlýtur að vera þér og þínum mikið ánægjuefni, sem og reyndar öllum ræktendum og unnendum góðra hesta.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 19:35

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Perla Eyfirðingsdóttir var mikill gæðingur og valkyrja til lundar. Hún sigraði fimm sinnum í gæðingakeppni norður í Skagafirði. Hlaut 1. verðlaun í kynbótadómi og 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Af skiljanlegum ástæðum gleðjast allir "hennar nánustu" yfir velgengni afkomendanna.

Árni Gunnarsson, 20.3.2010 kl. 21:20

35 identicon

Gaman að spjalla við þig um hross kæri Árni, hafðu það sem allra best kæri Íslendingur.

Snortinn Spéfugl (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband