Það er svona fyrirsögn

sem sannar það fyrir okkur að þrátt fyrir allt er það þess virði að vera Íslendingur
mbl.is Vorið kom klukkan níu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að vorið hafi komið um níuleytið hér á Sigló þótt allt væri á kafi í snjó. Ekki heyrist í fuglum enn, en rattir barnanna klingdu við um alla eyri uppnumdar og glaðar. Andlit þeirra ljómuðu og staður, sem nánast hafði virst barnllaus í allan vetur var orðinn fullur af brosandi og óðamála börnum. Það er traustasti vorboðinn í mínum augum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 08:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var í fyrradag semsagt.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2010 kl. 08:51

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ísland er fallegt ævintýri. Og hvergi er þetta sýnilegra en í sjávarplássunum úti á landi þegar allt er að vakna frá fjöru til fjalls.

Og úið í æðarfuglinum er hljómkviða fjörunnar.

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 09:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Yndislegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 16:31

5 identicon

Vorið með ungviði og gróðri, fyrir áhorfandann ókeypis, fyrir ræktendur ákveðinn kostnaður, gróðurinn af sjálfum sér, fyrir skepnur nátturunni til dýrðar. Ekkert Icesave, engin pólitík, bara dásemd lífsins.

Frosti Fengsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband