Góð viðbrögð hjá Ásmundi Dalaþingmanni

Hér er greinilega þörf á viðbrögðum áður en í óefni er komið. Nýlegar fréttir af ráðstöfun bújarðar án auglýsingar og síðan fréttin um undarlegan áhuga bankastarfsmanna á aðstoð við skuldsetta bændur gefur mér vísbendingar um þá tegund viskiptasiðferðis sem flestir voru að vona að heyrði fortíðinni til.
mbl.is Vill fund um skulduga bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ritstjóri

Mér skilst að samskonar beiðni hafi legið fyrir frá Eygló Harðardóttur frá því í vetur, en henni ekki sinnt. Vonandi að af þessum fundi verði nú þegar stjórnarliði hefur beðið um hann.

kv,
Sigurður E. Vilhelmsson

Ritstjóri, 29.4.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þetta var góð ábending Sigurður. Mér var auðvitað ekki kunnugt um þessa beiðni Eyglóar þegar ég skrifaði færsluna. Mér finnst ég þekkja þá tilhneigingu að þegja fólk í hel ef það hefur ekki rétta tengingu við pólitískar trúarskoðanir þess sem tekur til máls. Ég flokka fólk ekki eftir pólitískum skoðunum og er þekktur (vonandi) að því að vægja engum fremur en öðrum.

Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

....vægja ekki einum fremur en öðrum.

Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Ritstjóri

Því miður eru þetta vinnubrögð sem stunduð hafa verið um ára- eða áratugaskeið í þinginu. Maður hélt bara að stjórnvöld væru að átta sig á því að þessum vinnubrögðum þyrfti að breyta.

Þakka annars gott og málefnalegt blogg hjá þér!

Ritstjóri, 29.4.2010 kl. 16:35

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ásmundur Dalasveinn er góður drengur og einn af sárafáum stjórnarliðum sem er á vetur setjandi.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður ritstjóri: Stjórnvöld okkar eru ekki þekkt fyrir að átta sig fyrr en kjósendur hóta þeim lífláti.

Baldur: Mér sýnist þú "allur vera að koma til" og ég ætla að vera þér sammála í þetta skiptið.  Ásmundur er nefnilega einn af sárafáum.

Árni Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 08:58

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er ekkert að marka. Ég "kem allur til" annað veifið, en svo sekk ég strax aftur í fen skarpskyggni og sjálfstæðrar hugsunar. Mönnum eins og mér er ekki við bjargandi.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 09:11

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég vissi þetta svo sem Baldur minn og meinti það nú ekki bókstaflega. Þetta var nú meira sagt svona í gríni.

Árni Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 12:51

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uss, ekki er það nú viðeigandi að maður á þínum aldri slái fram gríni í tíma og ótíma. Ég treysti þér til þess að venja þig af því hið snarasta.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 13:43

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég legg nú mest kapp á Baldur minn er að venja mig af því að vera "maður á mínum aldri."

Árni Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 21:02

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Segjum tveir, segjum tveir.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 21:16

12 Smámynd: Björn Birgisson

Blessaðir gamlingjarnir!

Björn Birgisson, 1.5.2010 kl. 20:04

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ósköp sýnist mér hann vera gamall og fyrirgengilegur þessi þarna með ath.s.12

Árni Gunnarsson, 1.5.2010 kl. 21:14

14 Smámynd: Björn Birgisson

25. 04. 1951 - 59 ára og sex daga. Fyrirgengilegur og bráðungur! Svo færsla#13 sé leiðrétt!

Björn Birgisson, 1.5.2010 kl. 21:23

15 identicon

Mikið er nú yndislegt að lesa svona laufléttan húmor í staðinn fyrir allt þrefið á milli manna --en hvernig líst þér á Besta flokkinn eða réttara sagt tilvonandi Borgarstjóra ?

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 22:40

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Karen K. Mér líst bara nokkuð vel á greyið en ég hef ekki séð konuna hans svo ég viti til. Þannig að ég treysti mér bara ekki til að svara þessu.

Árni Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 08:18

17 identicon

Þú segir nokkuð --er ekki í vafa um að hann hlýtur að eiga næst Bestu og fallegustu konuna -þú þarft endilega að athuga málið sem fyrst -hahaha

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 09:31

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni minn og allir hinir!

Réttlæti fyrir alla er það eina sem verður viðurkennt í framtíðinni!

Það er best fyrir alla þegar til lengri tíma er litið, og líka þann sem stendur mér svo nærri sem sá sem um er rætt og er mér svo kær (ásamt hans yndislegu stúlkum)!

Vinur er sá er til vamms segir!

Ég má ekki svíkja mína nánustu um það ef ég á að vera sanngjörn gagnvart mínum kærustu!

Vildi gjarnan hafa Jón Gnarr með í ráðum á þessum lands-vígvelli! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 18:38

19 Smámynd: Dingli

Þrátt fyrir að ykkur gamla fólkinu finnist það e-hvað grín þegar Íslandsbanki "stelur" eignum af fólki og afhendir þær ættingjum bankastjórans fyrir slikk, þá sé ég ekkert skemmtilegt við það.  

Baldur Hermannson fer hinsvegar með stórskemmtileg öfugmæli í no. 7

Dingli, 5.5.2010 kl. 01:16

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigríður Anna: Ég held að þessi krafa um réttlæti fyrir alla sé tímalaus og líklega ekki bundin einvörðungu við okkar samfélag. Reynsla okkar er hinsvegar sú að þetta réttlæti eigi að vera meira fyrir einn hóp fremur en annan.

Þessi barátta fyrir jöfnuði má aldrei verða aukaatriði og hún þarf að vera almennari en verið hefur og hún má aldrei skekkjast af viðhorfum til stjórnmálaflokka.

Árni Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 07:54

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dingli: Nú settir þú mig út af laginu því ég finn engar forsendur fyrir þinni ályktun.

Hvar sérðu vísbendingar í þessum pistli mínum eða þeim athugasemdum sem hér hafa komið að okkur gamla fólkinu finnist það grín að "Íslandsbanki steli eignum fólks og afhendi þær ættingjum bankastjórans fyrir slikk?" 

Reyndar leikur mér nokkur forvitni á að vita hverjum Íslandsbanki seldi eða afhenti Skáldabúðir.

Getur þú skýrt eða upplýst þessi mál betur?

Árni Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 08:06

22 Smámynd: Dingli

Afsakaðu Árni, en "ályktun" mín var nú aðal grínið enda telst ég varla til unglamba sjálfur. 

Ég veit ekker um Skáldbúðir nema það sem ég sá Árna Johnsen segja á þingi.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100429T105634&horfa=1

Dingli, 5.5.2010 kl. 20:36

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér ábendinguna Dingli. Ég hlýddi á ræðu Árna Johnsen og ég hlýt að undrast hversu hljótt þetta mál hefur farið og jafnframt það að fáir virðast vita um það hverjir eignuðust þessa jörð.

Árni Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 21:46

24 Smámynd: Dingli

Lítillega var minnst á þetta í fréttum, en þá var þetta með ættingjana tekið út. Líkt og þú undrast ég hversu litla athygli þetta hefur vakið.

Dingli, 6.5.2010 kl. 16:34

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gat nú skeð að kjarninn í fréttinni væri vandlega falinn. íslensk fjölmiðlun í hnotskurn.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband