Ný vinnubrögð í borgarstjórn?

Mig langar til að trúa þessari frétt. Það er kominn tími til að kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi skilji það að til þess er ætlast af þeim að þeir sameinist um að vinna sem einn maður fyrir umbjóðendurna.

Ekki kæmi mér á óvart þótt þarna væri að koma í ljós fyrstu vísbendingar um ný og breytt vinnubrögð sem engar líkur eru til að aðrir en Besti flokkurinn hefði haft þroska og pólitískan kjark til að innleiða í stjórnmálavinnu á Íslandi. 


mbl.is Bjóða Hönnu Birnu að taka sæti forseta nýrrar borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ætli það sé ekki frekar það að hvorugur þeirra ræður við þau verkefni sem við blasa en það gerir Hanna Birna mæta vel.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.6.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Gnarr hefði átt að taka hana með í umræðuna strax, hún svo sem ræður við þetta verkefni - en ráða hinir við sín

Jón Snæbjörnsson, 11.6.2010 kl. 10:55

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Ingi og Jón.

Um athugasemdir ykkar hef ég nú ósköp lítið að segja annað en það að mér koma þær svo sem ekki á óvart.

Ég hef ferðast nægilega lengi á blogginu til að átta mig á því að hvorki þið né margir aðrir á ykkar þroskastigi eru færir um að hugsa nema frá trúnaði við pólitíksa vönunarstefnu Rétttrúnaðarkirkjunnar í Valhöll.

Árni Gunnarsson, 11.6.2010 kl. 11:13

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skapillur eða er upplagið svona hrokafullt ? en hafðu góðan dag Árni

Jón Snæbjörnsson, 11.6.2010 kl. 11:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verð alltaf vitlaus þegar ég sé að þokkalega greindir menn misbjóða sjálfum sér með því að taka til máls af trúmennsku við flokksleiðtoga.

Árni Gunnarsson, 11.6.2010 kl. 12:29

6 identicon

Kæri Árni, ég vil nú byrja á að óska þér & öðrum blogg félögum "gleðilegs sumars & þakka ánægjuleg viðkynningu". 

Jón er vissulega gáfaður, framsýn & skynsamur maður, og þokkalega skemmtilegur.  Svo spillir ekki fyrir að hann HLUSTAR á ráðgjöf sem kemur frá "Heilbrigðri skynsemi" - ég stakk upp á svona samvinnu við X-D og við t.d. X-E og aðra flokka - enda á markmið allra FLokka að vera einfalt "að gera borgina OKKAR að skemmtilegum & áhugaverðum stað til að búa í".  Ef við VIRKUM okkar BESTA fólk & "Heilbrigða skynsemi" þá farnast okkur vel..!

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 13:47

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka sumarkveðjur Jakob Þór og óska þér hins sama. Og eigðu líka góðan dag Jón minn Snæbjörnsson.

Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi fyrst og fremst fólk sem leggur sig fram af trúmennsku til að stýra þessari borg. Fyrst og fremst vona ég þó að með þessu nýja stjórnmálaafli komi sá skilningur inn í borgarstjórn að stærsta og þýðingarmesta verkefnið er að endurskoða allar reglugerðir.

Það er mikill misskilningur sem hefur þróast í allri stjórnsýslu Íslands að fólk sé hættulegt ef það fær að ganga laust. Við eigum mikinn frumskóg af reglugerðum sem allar snúa að því vandamáli að fólk leyfi sér að vera frjálst. Frelsi er að margra dómi ótækt og leggja því pólitíkusar mikið upp úr þeirri stjórnsýslu sem bannar allt atferli fólks nema sérstaklega sé annað tekið fram.

Nú bíð ég eftir því að stjórnsýsla undir forystu Jóns Gnarrs og félaga taki til við að virkja það afl sem best mun duga þessari þjóð.

Þetta afl er athafnaþrá, athafnaþróttur og þekking íslensks samfélags í dag.

Hugmyndaauðgi og sköpunargleði má aldrei hefta, því það er samfélagsglæpur númer eitt.

Og þetta skulu vera lög á Íslandi framtíðarinnar.

Árni Gunnarsson, 11.6.2010 kl. 15:02

8 Smámynd: Björn Birgisson

Vel mælt hjá þessum #7!

Björn Birgisson, 11.6.2010 kl. 15:19

9 identicon

Jamm kæri Árni, mæltu manna heilastur með svari nr. 7. Breytinga er þörf, enn meiri þörf er þó á hugarfarsbreytingu og ég vona svo sannarlega að Hanna Birna líti svo einnig á. Lifðu heill gamli riffill.

Skondinn spéfugl (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 19:34

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Hjartanlega sammála þér, vona að þú hafir rétt fyrir þér, og færsla 7 er eins og mælt frá mínum munni.

Magnús Jónsson, 11.6.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband