Er þetta nú áreiðanlega rétt frá sagt?

Ekki hef ég handbærar upplýsingar en man ekki betur en að helsti hvata - og baráttumaður fyrir því að styrkja Kolbeinsey hafi verið sá ágæti Skagfirðingur Stefán Guðmundsson alþingismaður.

Í það minnsta man ég betur eftir baráttu hans fyrir Kolbeinsey en aðkomu Steingríms J. að málinu.


mbl.is Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er horfinn og eyjan sjálf mun brátt heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Spurningin er - hvort við nýtum eitthvað þessa veiðisvæði sem miðlínan færist út  - ef Kolbeinsey verður haldið við -sem grunnlínupunkt...  járnbent og steinsteypt almennilega.....

ef þessi "rómaða fiskveiðistjórn" nýrir svæðið ekkert - þá er best að láta þessa baráttu eiga sig...

eða hvað???

Kristinn Pétursson, 19.6.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef undirstaðan er léleg þá þýðir ekkert að steypa ofan á hana!  Kraftarnir í úthafinu eru ógnarlegir. Fyrst við gerðum engar kröfur varðandi Jan Mayen þá eru þetta smámunir þótt landhelgislínan færist nær landi þarna

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.6.2010 kl. 19:44

3 identicon

Hjartanlega sammála Jóhannesi Laxdal Baldvinssyni

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 22:01

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef Kristinn og Jóhannes hefðu lesið fréttina vissu þeir að ekki skiptir lengur máli hvort skerið er þarna eða ekki. Gerður var samningur um miðlínu út frá eynni eins og hún var, sá samningur mun standa þó skerið hverfi í hafið.

Gunnar Heiðarsson, 20.6.2010 kl. 02:38

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki ósennilegt að Stefán hafi verið í þeirri forystusveit Árni. Sem þingmaður var Stefán óvenjulegur Framsóknarmaður, hugsun hans var ekki rígbundin við hrífuna og ljáinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2010 kl. 08:51

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stefán var góður fulltrúi síns byggðarlags og traustar undirstöður atvinnu voru hans baráttumál umfram annað. Áður en hann tók sæti á Alþingi var hann um nokkurra ára skeið framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga sem efldist og dafnaði undir stjórn hans. Ég man glöggt að hann barðist fyrir styrkingu Kolbeinseyjar og flutti um það tillögu - eina eða fleiri á Alþingi.

Árni Gunnarsson, 21.6.2010 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband