Nú er íslenska þjóðin áreiðanlega hætt að undrast

Svo er nú komið að það má teljast útilokað að heimska og vanburðir stjórnsýslu og opinberra embættismanna geti orðið aumkunarverðari en orðið er. Sögulegar ambögur forsætisráðherrans á þjóðhátíðardaginn hafa verið aðhlátursefni fólks síðastliðna viku og vonandi verður það met ekki slegið í bráð.

Nýfallinn er dómur Hæstaréttar um ólögmæta lánasamninga og ríkisstjórnin er lömuð af angist. Fyrirsjáanlegt sýnist að bankar og fésýslustofnanir riði til falls öðru sinni á tveim árum og yfirvofandi fjöldi skaðabótamála á hendur ríkinu vegna fullnustugerninga embætta á dómkröfum vegna uppgjörs ólögmætra lánasamninga.

Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi viðskiptaráðherra upplýsir að hún og flestir aðrir fulltrúar stjórnsýslu hafi vitað að bankarnir voru að lána einstaklingum peninga með löglausum skilmálum!!!

Fjármálaeftirlitið var í þessum efnum sem öðrum eins og hrossaflugan í súrmjólkurskálinni og vissi ekkert í sinn haus fremur en fyrri daginn. Sama gilti um Seðlabankann og viðskiptaráðherra ásamt á seinni stigum sýslumannsembættin eins og fyrr segir.

Nú velta íslenskir embættismenn og bankastjórnendur því fyrir sér hvernig megi hnika sér milli stafs og hurðar svo enginn taki eftir og finna sérleiðir framhjá dómi Hæstaréttar!!!!

Og núna í morgun lætur Már seðlabankastjóri "það vaða" í útvarpsviðtali að ef! - ef þessum dómi Hæstaréttar verði fylgt eftir þá verði íslensku bankarnir næstum örugglega settir í þrot! 

Og nú er helst að skilja á yfirmönnum peningastofnana að Hæstiréttur verði að segja til um hvaða samningar eigi að koma í stað þeirra samninga sem hann hafi dæmt ólögmæta!

Er þetta hægt?

Nú er svo komið að það vekur hvorki undrun fólks né umræðu þótt sjávarútvegsráðherra lýsi því yfir að eitt dýrasta kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna, innköllun aflaheimilda verði ekki uppfyllt á hausti komanda. 

Fer þessum ósköpum ekki að linna og getum við ekki fengið gömlu hreppsnefndina í Grímsey til að taka við af þessari guðsvoluðu ríkisstjórn?

Svo mætti hugsa sér að fá gjaldkera kvenfélagsins á Raufarhöfn til að stýra Seðlabankanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Alveg pottþétt að þetta góða fólk stæði sig miklu betur en styrkþegarnir sem núna eru við stórnvölin

Sigurður Sigurðsson, 24.6.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvenær ætlið þið að skilja að AGS ræður hér ríkjum en ekki Ríkistjórn eða Alþingi? Núna er of seint að bakka útúr því prógrammi. Már er búinn að eyða öllu láninu og rúmlega það.  Hér hefur heimskan ein ráðið ríkjum allt frá 2006 og sér ekki fyrir endann á hörmungunum. Forsetinn verður að taka umboðið af Jóhönnu og skipa hér utanþingsstjórn valins hóps manna og kvenna til að vinda ofan af öllu ruglinu sem Jóhanna og Steingrímur bera ábyrgð á. Alþingi situr hvort sem er ekki í umboði þjóðarinnar lengur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.6.2010 kl. 04:37

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður: Þetta vissi ég og þess vegna nefndi ég það.

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 08:53

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir góða færslu. Þetta eru aumu stjórnendurnir sem við höfum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.6.2010 kl. 09:44

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru góðar bollaleggingar Árni, ég setti sjálfur færslu um þetta, þótt ég viti ekki frekar en aðrir hver sé hinn stóri sannleikur. Hvað hefði gerst ef Hæstiréttur hefði dæmt vextina ólöglega líka, ættu þá lánin að vera bæði vaxta og verðbótafrí? Er ekki ljóst að hefði ólöglega gengisviðmiðunin ekki verið í samningunum þá hefði verið eitthvað annað í staðinn, líklegast verðtrygging eða hærri vextir ef ekki hvoru tveggja. Skrifuðu ekki lántakar undir lánið með þeim ásetningi að lánið yrði greitt til baka með rentum?

Ekkert veit ég um lögfræðilega þætti málsins en ljóst er að Hæstiréttur skildi málið eftir með gati, með réttu eða röngu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 10:01

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir góð skrif! 

Mikið er ég sammála.

Marta B Helgadóttir, 24.6.2010 kl. 10:06

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi vitlaysa verður ekki toppuð.

 Það sýnir best hug VG til kvótakerfisins sem þeir gagnrýna reglulega fyrir kosningar að þegar heil ný tegund (makríll) bættis við var nokkrum fjölskyldum afhent heimild til að leigja hana og veðsetja

Sigurður Þórðarson, 24.6.2010 kl. 10:30

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhannes Laxdal: Ég held að þú hafir lög að mæla og ég sé ekki önnur ráð en aðra Búsáhaldabyltingu þar sem norræna velferðarstjórnin sjái rauða spjaldið og AGS hyskið verði sent úr landi með nálgunarbann.

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 10:44

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurbjörg: Þakka innlitið. Við erum oftast sammála.

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 10:46

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Marta: Þakka hlýleg ummæli.

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 10:49

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ótrúleg langavitleysa.

Sigurjón Þórðarson, 24.6.2010 kl. 11:36

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Starfsmenn AGS bentu þroskaða alþjóða fjármálasamfélaginu á í skýrslu 2005, að hér rík hallærri hjá þorra almenning, einkum í yngri kantinum. Ástæður nefndar:

Skipulegar aðgerðir að koma neytendum í greiðsluþjónustu vegna banka og sjóða: þess vegna myndi ekki þrífast hér neytendamarkaður í samræmi við þjóðartekjur til langframa. Það kalla velferðakerfi á vinstra máli.

Negam langtíma 1. veðréttar öruggra heimilislána, með almennri hæstu raunvaxtakröfu í heimi og eftir á greiddri full vertryggingu [80% slíkra heimilislána erlendis er með föstum vertryggðum vöxtum og því sömu greiðslu allan lánstímann].

Eðli Negam lánsforma er að skortvextirnir til að byrja með hækka í loka 5 ára tímabilsins sem er yfirleitt löglegt hámark. Annað vita útlendingar líka að þegar fasteignaverð fara hækka í nýja byggingahverfinu hækka þessir vextir upp úr öllu valdi og miklu meiri en tekjuaukning lántaka umfram neysluvístölu hækkun verður.

Hér var sett á svið skortur á húsnæðis framboði í 2-3 ár svo komu lánlengingar og nafnvaxta lækkun [raunvaxta krafa á 30 árum lækkaði í 120% miðað við 3,2% verðbólgu á þessum fölsuð jafngreiðslu lánum]: fasteignaverð fór 30% upp fyrir neyslu vísitölu.

Ekki verður betur séð enn þetta kallast að hækka bakveð erlendrar lántöku upp fyrir raunvirði að mati lándrottna þeirra.

Flestir gátu reiknað með hruni með markaðsgeira sem byggir á tekjuaukningu almennings innan 3 ára 2005. Enda byrjuðu aðilar í samræmi við tilskipun EU að fela slóðina og greiða upp sérföldum fjárfestingar fjölskyldum áður en hlutir kæmust í hámæli.

Verðið fyrir töfina vitum við öll sem samsærismennirnir Íslensku ætla að láta okkur greiða.

Helstu viðskipta aðilar setja upp sínar kröfur við AGS um gengisfellingu til að leiðrétta veðfalsað koma skuldum niður og fá greitt í gengum sína fjármála geira í ódýrra söluverð útflutnings.

Til þess þarf að skera niður um x-krónur og AGS segir á heimasíðu sinni á þessum tíma við erlenda að karfa stjórnmálamanna hér þverpólitískt sé að endur reisa hlutfallslegasta stærst vaxtaskattakostnaðargeira í heimi sem muni reynast kaupmætti almennings dýrt til langframa.       

Ríkisstjórnir forgangsröðuðu. Síðan kemur nýtt plan á nýjum öfugugga grunni. AGS ber ekki ábyrgð á forgangsröðun.

Bílalán flokkast undir neytendalán erlendis enn ekki markaðs fjármálaviðskipti.  Allir í Fjármálageirann eftir 2005 vissu að ef gengið myndi falla hryndi allt hér og ef það gerði það ekki myndi allt hrynja hér líka. Flestir í sjóðunum veðjuðu á eðlilega veikingu falsaðrar krónu til að reyna minnka tapið.

Nokkur glæpafyrirtæki reyndu fram á síðast dag að plata almenning til að taka óhagstæð lán samanber þau gengistryggðu nokkuð sem enginn stjórnvöld með viti láta viðgangast.

Ég vil endur reisa kaupmátt og ráðstöfunar tekjur almennings og skera kostnaðar geira niður um 90% eða í sömu hlutfallslegu stærð og í Færeyjum. Þar hæfum fræðingum er hampað. 

Júlíus Björnsson, 24.6.2010 kl. 12:43

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurður: Hugleysi Jóns Bjarnasonar er skelfileg fötlun á jafn ágætum manni sem Jón þó er að mínu mati.

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 16:03

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel: Þú talar um gat sem Hæstiréttur hafi skilið eftir, en er það nú endilega svo? Ég er í hópi fjölmargra og m.a. fyrrv. foreta Hæstaréttar þ.m.t. sem koma ekki auga á þetta gat. Það er hinsvegar öllum ljóst að forsendubrestur hefur orðið frá þeim tíma er þessi lán voru tekin sem og verðtryggðu lánin sem nú eru að drepa sína skuldara.

Þessi forsendubrestur hefur lengi verið í umræðunni um lánamál heimila og einstaklinga og skjaldborgina margræddu sem ríkisstjórnin lofaði í upphafi síns valdatíma.

 Forsendubresturinn sem þá var ræddur var stjórnvöldum mesta áhyggjuefnið hvernig ætti að leysa án þess að ganga á rétt lánveitendanna!

Hæstiréttur hafði lögin ein um gengistryggingu til umföllunar en ekki aðra þætti samninganna.

Ég held að í því liggi þetta meinta gat sem ýmsir sjá en ég kem ekki auga á.

Ég held mig við það að gengisviðmiðið hafi verið dæmt ógilt en samningarnir ekki að öðru leyti. Forsendubrest má ekki túlka þolanda í óhag samkvæmt lögum!

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 16:26

15 identicon

Heill og sæll Árni; sem og - þið önnur, hér á síðu hans !

Ástandið í landinu; er að stigmanast, til öngþveitis og, enn meiri eyðileggingar, en þó er orðin, eftir þann tíma, sem liðin er, frá kerfis hruninu, haustið 2008.

Því ber; hvítflibba- og blúndukerlinga gerinu, í sölum Alþingis, að afhenda völdin, til fólksins í landinu, hið fyrsta, svo komast megi frá, víðtæku grandi, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 19:30

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigurjón: Langavitleysa getur verið skopleg en þessi vinnubrögð eru ekki lengur skopleg og hafa ekki verið það um langt skeið.

Þetta er bara allt orðið of heimskulegt til að vera satt!

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 20:26

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það sem stingur mig mest varðandi erlendu lánin er, að eftir dóm hæstaréttar er talað um að ríkið fái skellinn - svo stóran að hugsanlega riði bankarnir til falls aftur.  Má þá álykta sem svo að fyrir dóminn hafi það ekki verið fjármögnunarfyrirtækin sem okruðu á 40.000 Íslendingum - heldur ríkið ?

Á ég að trúa því að RÍKIÐ hafi ætlað að innheimta af mér 3 milljónir fyrir lán með höfuðstól 1,3 mkr ?   

Anna Einarsdóttir, 24.6.2010 kl. 21:11

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Anna mín: Þér gleymist líklega að þessi ríkisstjórn hefur gengið í lið með AGS, ESB og síðast en ekki síst er hún ríkisstjórnin sem reisti skjaldborgina um bankana, fjármálafyrirtækin og útrásarþjófana alræmdu.

Ekki nema færustu sérfræðingar ráða við að reikna út og leggja saman hversu miklir fjármunir hafa nú þegar verið afskrifaðir af skuldum þeirra sem nú eru grunaðir um að hafa rænt flestum milljörðunum út úr bönkunum og komið þeim í erlend skjól.

Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms mun hvergi spara sig né fjármuni skattgreiðenda til að tryggja bankana gegn þessum voðalega hæstaréttardómi.

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 23:05

19 Smámynd: Elle_

Góður pistill, Árni.  Já, enn hefur alls ekki sést á neinu að núverandi ríkisstjórn hafi hag fólksins í 1. sæti.  Alltaf skulu það vera bankarnir og fjármálafyrirtækin fyrst.  Við byggðum upp bankana sem rændu okkur.  Og vorum ekkert spurð hvort við vildum eyða skattfénu okkar í bankana, frekar en að öðru.  Í LÝÐRÆÐISRÍKI.

Elle_, 24.6.2010 kl. 23:28

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle: Alþingi er það eina lýðræði sem pólitíkusar skilja. Með blekkingum og loforðum ná þeir umboði kjósenda og síðan eru þessi orð þeirra einskis virði í þeirra augum. Aldrei sem nú hefur þetta sannast. Þess vegna hefur krafa fólksins um stjórnlagaþing gengið eins og keðjubréf milli þingflokka og þingnefnda í mörg kjörtímabil án nokkurrar niðurstöðu.

Milliliðalaust lýræði óttast stjórnmálaflokkarnir meira en nokkrar náttúruhamfarir.

Hagur fólksins og þó sérstaklega hinna verst stöddu er vinsælasta umræðuefnið fyrir kosningar.

Það gefur þeim ævinlega forskot sem skora hæst með tárin í augunum og öðrum leikrænum tilburðum sem eiga að sýna umhyggjuna fyrir þeim sem minnst mega sín!

Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 23:53

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér sem fólk um íbúðarlán þar sem heildar grunnverxtir og heildarlánsfjárhæð er umsamani átgáfu degi á samant því að sérhver gjalddagi  sé jafn miðað við vaxtaleiðréttingu í réttu hlutfalli við neysluvístölu það er verðlag.  Þetta er þver brotið: summa heildargjaldaga hafa hækkað um 22% umfarm verðbólguleiðréttingar á síðasta greiðslu degi ef verð bólga er hér sú sama og í Bretalandi.

Hér stunduð Negam lánstarfsemi og lántakin í karti einoknar þvingaðaur til að samþykkja hámarks greiðslugetuáttudreidfingu á vöxtum og lánsniðrgreiðslum á hverjum gjaldaga. Síða meðan vextir vegaþyngst er honum meinað að borgas nema lítin hluta verðbólgu  vaxtaleiðréttingar afgangnum er bætt við höfuðstól lánsfjarhæðar að 3 árum liðnum miðað við sömu verðbólgu í UK er lántakinn svo farinn að greiða hærri og vaxandi greiðslur ef skortinum fyrstu gjaldaganna hefi verið sleppt.

Þetta þykir alþjóðlegum þroskuðum lögfræðingum  mikill glæpur og er Negam lánastafsemi takmörkuðu við 5 ár ef hún er leyfð í sértækri lánstarsemi svo byggingstarfsemi þegar litlar tekjur eru meðasn snobb hverfin eru reist em skila sér svo [kanski] hratt þegar kaupendur byrja að borga lög jafngreiðslán með föstum verðtryggingar vöxtum allan tíman.   

Þarf Íslenskur almenningur ekki að fá sér hæfa erlenda lögfræðinga og reyna fá kerfið hér dregið fyrir alþjóða dómstóla.?

Þegar ríkistjórninn uppgvötvaði að 1. veðréttar lánin höfðu vaxið 30% umfram upphafleg veð þá þurfti að hækka fasteignamat til að reyna að fela Negam lánagrunninn fyrir erlendum lándrottnum. Þeir eru  hinsvegar ekki sömu þumbarnir og búa hér og sáu strax í gegnum þetta. Fasteiginir hækka ekki almennt umfram neysluvísitölu ef laun hækka ekki almennt af sama skapi í löglegu ríkjum sem eru svara verð.

Júlíus Björnsson, 25.6.2010 kl. 00:35

22 Smámynd: Elle_

Árni, ég vil lika segja að ég er sammála þér hvað varðar nálgunarbann á AGS, þeir verða að fara og núna.  Líka er ég sammála þér varðandi Hæstaréttardóminn.  5 Hæstaréttardómarar og allir SAMSTÍGA.  Auðvitað vita þeir hvað þeir eru að fara.  Og mér finnst stórmerkilegt þegar ólöglærðir menn úti í bæ halda sig vita e-ð sem þeir ekki vita.  Tókstu eftir því að löglærðu Alþingismennirnir voru sammála Hæstarétti?  Og gatið sem ýmsir eru að tala um skil ég ekki frekar en þú.  Dómararnir dæmdu eftir lögum og tóku á ólöglegri gengistryggingunni og lögbrjótunum.  Ekki er það þeirra verk að reikna út skuldirnar og það væri skrýtið.  Ætli þeir sem ekki þoldu dóminn vilji ekki bara gera lítið úr honum?  Ríkisstjórnin þoldi víst ekki að almúginn hefðii einu sinni unnið, kannski gæti það fellt stjórnina.  Og bankarnir:  HA, HA, þarf ég nokkuð að fara út í hvað þeir þoldu dóminn illa???

Elle_, 25.6.2010 kl. 00:39

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í alþjóðlegu skilgreingum kallast fyrri hluti nafnvaxta grunnvextir t.d. 1,99% til að tryggja þá og lánsfjárshæðina er bætti við hlutfallalegri væntanlegri innlendri neysluverðlagshækkun fram að greiðslu í prósentum. Td. í UK þá er verðbólga á ári um 3,2% síðust 30 ár. Nafnvextir láns sem greiðist þar eftir ár yrðu þá 1,99% + 3,2% = 5,19%.   Þetta er sagt að þyki réttlátt að lánari fá greitt jafnvirði til baka í meðaltali neysluvara á þeim varning. Þessi áætlun á að  tryggja raunvirði. Líka er hægt að reikna þegar lánið er greitt nákvæmlega hlutfalslega neysluverðlagshækkun mið að við [CPI] neytandi verð vísir. Þetta er til að tryggja að neytandi greiði ekki meira en verlags hækkun á innlendum markaði.

Íslenska orðið yfir þetta er verðtrygging.

Almenningur er vanalega ekki gjaldeyrisviðskiptum og því myndu lög um slíkt ekki kallast allmenn.

Ekkert mun banna að reikna hlutafallslega hækkun eftir á í jenum sem  vexti láns, það kallast hinsvegar ekki verðtrygging miðað við neysluverðla á Íslandi.

Þetta er hluta af glæpastarfsemi þessara negam stofnanna sem hafa engan höfuðstóll: Hugsa stól stendur kyrr og heldur uppi. Heldur tala um eignin fé mismun: á eigin skuldum vegna áhættu og skammtíma bréfa , og áhættu og skammtíma skuldbréfum í þeirra eign.

Capital er jafn gamalt og Höfuðstóll, Ísland er landið sem tók upp óstöðugan Negam grunn í heiminum og felldi höfuðstóll niður. Þess vegna er engin hugsun lengur í fjármálgeiranum hér á alþjóða mælikvarða.    

Júlíus Björnsson, 25.6.2010 kl. 03:04

24 identicon

Höfum við gengið götuna fram á veg ?

Landið er fagur og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,

himininn heiður og blár ,hafið er skínandi bjart .

en á eldhrauni upp þar sem enn þá Öxará rennur

ofaní Almannagjá, alþingi er horfið á braut ---

Svona orti Jónas Hallgrímsson---

Mér datt þetta svona í hug nú þegar þingið er á leið í sumarfrí---

Karen Karlsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 16:22

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jónas orti líka kvæði sem nefnist

Skrælingjagrátur.

-Báglega fór með Alþing enn.....

þar eru tómir dauðir menn......

Og ekkert þinghús eiga þeir...

en sitja á hrosshaus tveir og tveir....

Lítið hefur þetta skánað síðan þá. Að vísu eiga skrælingjar þinghús en nú er bruðlið orðið svo mikið að þarna situr hver á sínum stól.

Betur færi á því að þeir sætu ennþá á hrosshausum tveir og tveir saman.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 16:56

26 identicon

Fyrir viku prísuðu allir sem voru með verðtryggt lán sig sæla og gengistryggða dótið ákallaði drottinn og bað um aðstoð, og nú viku seinna hefur dæmið gersamlega snúist við; Stöðugleiki ? Er það nú eitthvað eftirsóknarvert? Eða er ekki bara ágætt að ferðast í rússíbananum? Helvítið hafi það Árni, ég fæ bara hausverk af því að sitja í rússíbananum alla daga. Annað mál frændi, færðu folald, eitt eða fleiri í sumar? Annars, lifðu heill.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:24

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú þarna með ávarpið til himnasmiðsins. Nú ætla ég að vona að þú eigir ekki við mig því hvorki hef ég smíðað himna né vænti þess að slík stórvirki bíði mín eftir dauðann.

Ég ráðlegg þér bara að sætta þig við rússíbanann áfram og þú ættir að fá þér magnyl við hausverknum.

Auðvitað fæ ég ekkert folald enda á ég enga meri. Tíkargrey svart á lit er eini bústofninn og sannarlega ætla ég að vona að hún sé ekki fylfull ofan á önnur fádæmi í þessu landi.

Enda sé ég ekki að folöld séu öfundsverð af því að fæðast á Íslandi á meðan þessi ríkisstjórn situr í túni Ingólfs og Hallveigar.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 23:59

28 identicon

Déskotans slugs er þetta Árni að eiga ekkert hross, Skagfirðingurinn sjálfur ! Jæja skítt með það annars, og hafðu það sem allra best gamli riffill.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:45

29 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni. en & aftur tek ég heilshugar undir gagnrýni þina og Jóhannesar Laxdal hér að ofan: "Ég held að þú hafir lög að mæla og ég sé ekki önnur ráð en aðra Búsáhaldabyltingu þar sem norræna velferðarstjórnin sjái rauða spjaldið og AGS hyskið verði sent úr landi með nálgunarbann."  Frá því að þessi auma ríkisstjórn var set á fót, þá hef ég varað við þeim stórskaða sem fábjánaverkstjórn Jóhönnu & Steingríms er að valda okkar samfélagi.  Baugsfjölmiðlar & RÚV hafa hins vegar ítrekað reynt að gefa t.d. viðskiptaráðherra trúverðugleika & reyna að láta líta út eins og hann sé vinsæl og rosalegur "fagráðherra", en nú sér þjóðin í gegnum þær um lyga blekkingar.  AGS hraunar yfir okkar samfélag og fá til þess bint frelsi frá núverandi ríkisstjórn.  Ég tek undir orð Ingibjargar Sólrúnar: "Nú er mál að linni..!"

kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 27.6.2010 kl. 11:58

30 Smámynd: Auðun Gíslason

Athyglisverð orð landstjórans AGS-Flanagan hlýtur að valda enn frekara losti hjá ríkisstjórninni.  Dómur Hæstaréttar kom Flanagan ekki á óvart og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar vegna vanda heimilanna eru honum ekki að skapi!  Hvað næst?  Skilar AGS bönunum aftur og tekur upp rannsóknir á glæpum íslenskra stjórnvalda og kapítalista gegn þjóðinni?  Skikkar AGS Árna Pál últra-krata til að hætta að níðast á þeim sem minnst mega sín?  Nú er ég bara orðinn einsog Jóhanna og Steingrímur!  Ég veit ekki hvað snýr upp og hvað niður!

Auðun Gíslason, 28.6.2010 kl. 16:31

31 Smámynd: Auðun Gíslason

Kannski hefur AGS-Flanagan orðið fyrir andlegri vakningu af að sjá mig og Ásu fyrir utan með kaffi, kleinu og djús af kaffiteríunni?  Eða hverft við!

Auðun Gíslason, 28.6.2010 kl. 16:33

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun, Þessi Flanagan ætlar nú samt ekki að flana að neinu svona næstu dagana. En Grímur fjósameistari virðist hafa fengið klapp á bakið fyrir frammistöðuna.

Annars skil ég nú ekki vel þessa frétt. Flanaganinn hælir ríkisstjórninni fyrir vinnubrögðin en segir að hún verði þó að hugsa betur um fólkið!

Fer þetta tvennt saman, og þá hvernig?

"Aðgerðin heppnaðist prýðilega, en það var ósköp leiðinlegt að sjúklingurinn skyldi deyja!"

Árni Gunnarsson, 28.6.2010 kl. 17:37

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flanagan byggir á spádómum ríkistjórnarinnar að miklum hluta hún á að kekkja sitt land og þjóð.  

Júlíus Björnsson, 28.6.2010 kl. 19:13

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhugurinn er mikill og samstaðan til fyrirmyndar.

Árni Gunnarsson, 28.6.2010 kl. 20:22

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Flanagan byggir á spádómum ríkistjórnarinnar að miklum hluta hún á að þekkja sitt land og þjóð.  

30% þjóðar vinnur við lánstarfsemi og stjórnmál, en 3% við hefðbundar útflutningsgreinar.

30% vinna nú helmingi lengur á lægri töxtum svo við verðum fljót að komast aftur upp í sömu þjóðartekjur á haus og Færeyingar. Þeirra hækka minnst um 3% á ári þannig ef okkar hækka 6% á ári þá eru við að tala um 15 ár. Nema útlána afköstin aukist.

Júlíus Björnsson, 28.6.2010 kl. 21:12

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef við tækjum Færeyinga okkur til fyrirmyndar í nýtingu fiskistofnanna yrðum við fljót að vinna okkur út úr kreppunni. Þá ykjust gjaldeyristekjur hratt og atvinnuleysi haldið í skefjum um leið.

Árni Gunnarsson, 28.6.2010 kl. 21:26

37 Smámynd: Eygló

"...hvaða samningar eigi að koma í stað þeirra samninga sem hann hafi dæmt ólögmæta!"

Ég hef hvergi séð eða heyrt að samningarnir í heild hafi verið dæmdir ólögmætir, gæti hafa misst af því.
Eitt samningsatriði, sem reynist nú það veigamesta, hefur verið úrskurðað hafa verið ólöglegt.

Samningurinn í heild er þar með fallinn!

Þegar kókóinu er sleppt í súkkulaðikökudeiginu, getur ekki komið úr því brúnkaka, heldur e-s konar sandkaka.  Mér finnst þetta svo einfalt, en eins og ég sagði, ég kann að hafa misst af e-u innihaldsefninu í þessum umræðum.

Eygló, 1.7.2010 kl. 15:15

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eygló:  Ég skil dóminn þannig að lögin frá 2001 hafi verið brotin með því að tengja lán við erlendan gjaldmiðil. Ég þekki ekki dæmi um að sá sem fremur lögbrot sé skorinn niður úr snörunni með einhverju hugmyndaflugi og með því að setja ný lög í stað þeirra sem hann braut.

Dómur Hæstaréttar var ekki í eðli sínu refsidómur. Hinsvegar lít ég svo á að það sé í stöðunni sanngjarnt að sá skaði sem brostnar forsendur leiddu af sér eigi að lenda á lánveitendum.

Þeir sem fengið hafa leyfi til lánastarfsemi verða að taka ábyrgð á eigin gerðum og jafnframt að bera skaða af eigin lögbrotum.

Árni Gunnarsson, 2.7.2010 kl. 09:14

39 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru ólög að tengja verðtyggingu við annað en opinbera  innlenda neysluvístölu. Þatta gildir almennt utan Íslands en þurfti að setja í lög um 1982 vegna sívaxandi heimsku Íslenska fjármálageirans  frá því á hippatímabilinum og slökun um námskröfur eftir 1972.

Júlíus Björnsson, 2.7.2010 kl. 22:04

40 identicon

Kæri Árni, skoðaði styttuna af Ósmann um helgina og fannst gott og gaman að koma þar við. Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta og falleg hross út um allt. Hafðu það gott gamli selur.

Skondinn spefugl (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband