Um erlenda fjárfesta og kínverska sægreifa á Álftanesi

"Við þurfum að leggja allt kapp á að laða til Íslands erlenda fjárfesta!" Þessi þula er auðlærð enda virðist engin umræða um uppbyggingu hagkerfisins vera talin marktæk nema þulan sé höfð yfir í það minnsta einu sinni og þetta er farið að minna á ályktun Catos gamla um örlög Karþagó.

Auðvitað gildir um þuluna þá arna eins og flestar þulur að hún er ætluð fólki með bernskan hugarheim.

Við eigum banka sem geyma 2000 milljarða og lífeyrissjóði sem nálgast þá sömu upphæð hratt. Hvað um fjárfestingar í atvinnuskapandi fyrirtækjum sem fjármagnaðar væru með þessum krónum?

Það er ástæða til að spyrja þá sem berjast hvað harðast fyrir þessari hugsjón um erlenda fjárfesta en jafnframt gegn inngöngu okkar í ESB og vísa AGS út í ystu myrkur hvað þeir meini eða hvort þeir viti yfirleitt hvað þeir meina?

Nú hafa Kínverjar orðið við þessari ósk um erlenda fjárfesta og keypt sig inn í útgerðarfélag á Álftanesi! Og nú er íslenska þjóðin ráðvillt og agndofa einu sinni enn og sjávarútvegsráðherra sestur yfir málið áhyggjufullur. En nú er ástæða til að rifja það upp að lögin um stjórnun fiskveiða geyma varnir við svona spákaupmennsku.

Úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarrétt enda er aflaheimildum úthlutað til árs í senn. Einfalt svar við "erlendri fjárfestingu" í fiskveiðiauðlindinni er að svipta umrætt skip aflaheimildum og málið er leyst.

Og lausnin einföld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Get ekki neitað rökunum þínum þarna, Árni.  Líka eitt, get ekki þolað þegar nokkur maður segir öðrum manni hvað hann ÞURFI að gera.  Lífið er sko þannig að maður ÞARF ekki að gera neitt, ekki ansa pósti ef maður er upptekinn, ekki ansa símanum ef maður er upptekinn.  Ja, eða bara ef maður vill það ekki.  Ekki einu sinni vakna ef maður kýs að gera það ekki.  Það er pirrandi stjórnsemi þegar menn koma og segja manni hvað maður ÞURFI að gera.  Varð að koma þessu inn.  Við ættum að geta hugsað fyrir okkur sjálf og burt með heimskar þulur um hvað við ÞURFUM.   

Elle_, 31.7.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle: Kannski finnst sumum bara að þeim beri skylda til þess að koma þessu svokallaða viti fyrir fólk. Þetta er algengt í pólitískum málum en nú erum við búin að fá slæma reynslu af mörgum þeim sem hafa haft sig þarna mest í frammi.

Árni Gunnarsson, 31.7.2010 kl. 00:58

3 identicon

Heill og sæll Árni; og þið önnur, hér á síðu hans !

Útvegsbændur og fiskverkendur; verða að sameinast um, að henda Jóni Bjarnasyni - Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu til hliðar, og auka veiðar og vinnzlu, um ein 100%, til þess að koma skikki á hlutina, á ný.

Og; liðónýta stjórnmálamenn, þarf að fjarlægja, með öllum tiltækum ráðum, frá stjórn landsins, sem allra fyrst, eigi ekki verr að fara, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem öðrum, jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 14:38

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi. Undir þessa 100% aukningu get ég tekið heils hugar auk þess að gefa handfæraveiðar frjálsar. Jón Bjarnason er illskárstur í þessari ríkisstjórn enda er þar nú ekki sterk samkeppni.

Ósköp finnst mér það nú hafa verið mikill skortur á frjóu ímyndunarafli hjá þessum leikurum sem völdu mannskepnurnar í Húsdýragarðinn núna um helgina.

Auðvitað átti skilyrðislaust að koma ríkisstjórninni þar fyrir og með því hefði tvennt unnist.

1. Ekki hefði þurft að greiða leikurunum kaup.

2. Það hefði mátt leyfa gestum að "fóðra dýrin" og spara með því kostnað.

Árni Gunnarsson, 31.7.2010 kl. 19:35

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Það virðist haf farið fyrir ofan garð og neðan, hjá flestum að lausafjárskortur er en, á öllum heimsins mörkuðum enn þá og verður að öllum líkindum enn um sin, kreppan er byrjuð en henni er ekki lokið, þeir sem eiga peninga eru að þreifa fyrir sér, þeir geta beðið, þeim liggur ekkert á, þess vegna er setningin um að við þurfum að laða fjárfesta að hættuleg, ef ekki vítaverð hjá stjórnvöldum.

Kínverjar eiga mikið af dollurum, og vilja fjárfesta en ekki til að hjálpa neinum, nema sjálfum sér, en í því eru þeir ekkert frábrugðnir öðrum, því er ég hjartanlega sammála þér, en gerum það svona, tökum kvótann af öllum sem hann hafa í dag og úthlutum honum upp á nítt, í leigu formi það er hægt og löglegt því þjóðin á fiskinn. 

En.

Við Íslendingar ættum að gera Óskar Helga að Ráðherra, en þá verðum við að stofna nítt ráðuneyti, sem héti ef tekið væri mið af skrifum hans um men og málefni Bull og þrugl ráðuneytið, því veruleika fyrningin gerist vart meiri en í skrifum hans um atburði líðandi stundar, hans veruleiki virðist snúast um að höggva mann og annan, og sá hafi rétt fyrir sér sem vopnfimastur er, gáfnafar má sín lítils á þeim bæ, ef hann mætti ráða þá væri hann eini eftirlifandi Íslendingurinn í dag, og fyrr skal ég dauður liggja en það skeður :-)  

Magnús Jónsson, 31.7.2010 kl. 23:57

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Magnús !

Þakka þér fyrir; naprar kveðjur í minn garð, sem fyrr. Óskaplega; hljótum við, sem tölum beint og hnitmiðað, út frá sannfæringunni, einni og sér, að fara í þínar taugar, ágæti drengur - það verður þá; svo að vera, þar sem ég er einn þeirra, sem nenni vart, að fara eins og köttur í kringum heitan graut, þá;  komið er, að hinum ýmsu viðfangsefnum.

Hvað veist þú um; hvað ég nenni, öllu lengur, að kannast við þjóðerni mitt, Magnús minn, úr þessu ?

Enn þann dag  í dag; gengur glæpa lýðurinn laus, sem kom öllu hér á hvolf - innan þings - sem utan þess, og vart telst það heiður mikill, að teljast Íslendingur vera, fari ekki bragarbót á að verða, í réttarfari hér, Magnús Jónsson.

Austur í Laos (Asíu) / suður í Ghana (Afríku), svo og, suður í Ekvador (S.- Ameríku), væri búið að taka á svona lausa göngu liði, fyrir margt löngu.

Nefni þessi lönd einungis; af handahófi - um hærra menningar- og siðferðis stig, en hér tíðkast, að minnsta kosti, Magnús minn. 

Vona; að þetta svar mitt dugi þér, áður en næsta köpuryrða hryðja, kemur frá þér, í minn garð, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 00:51

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Þú talar um veruleikafirringu og hana þykjast nú flestir merkja hjá jafnt nú- sem fyrrverandi ríkisstjórnum okkar.

Hann Óskar Helgi kveður fast að orði og er herskár eins og görpum er gjarnt að gera en ekki tel ég mig nú hafa gáfur til að gera lítið úr vitsmunum hans.

Árni Gunnarsson, 1.8.2010 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband