Súrefnisskortur ráðherra

Inn á Útvarp Sögu hringdi í morgun kona nokkur sem nefndi sig Guðrúnu ef ég man rétt. Hún var óánægð með framgöngu Steingríms J. í ríkisstjórninni og upplýsti að hún hefði "að sjálfsögðu" alltaf kosið V.g.

Hún velti upp þeim möguleika að óskiljanlegir vanburðir Steingríms stöfuðu af súrefnisskorti. Hann væri búinn að vera fangi Samfylkingarinnar og geymdur undir pilsum Jóhönnu Sigurðardóttur svo lengi að hann væri tekinn að þjást af súrefnisskorti.

Mér finnst þetta nú afar langsótt skýring og varla viðeigandi að hafa svona lagað á orði í útvarpi.

En svona okkar á milli sagt: Getur þarna verið skýring á ýmsu sem illa gengur að fá botn í? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er æði misjafnt hvar mönnum líður best og hvar þeim gengur best að svelgja í sig lífsloftið. Það er margsannað að það sem er einum lífsinsangan getur verið öðrum magnaðasta pest. Mér hefur ætíð þótt Jóhanna vera þrifin og snyrtileg kona og mér er til efs að þessi kona hafi kannað andrúmsloftið undir pilsi Jóhönnu og þessi undirpilsaólyktarreynsla hennar sé byggð á öllu nærtækara umhverfi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel. Það minntist enginn á lykt. Ég átta mig á því að þessi færsla er á mörkum þess sem til er ætlast af notendum þessa vefmiðils. En þarna er svolítil tvíræðni sem auðvitað fær lendingu í yfirfærðri merkingu en ekki ætlast til að vera færð inn í neinn raunveruleika í eiginlegum skilningi.

Þannig skildi ég að sjálfsögðu líka umrædda konu.

Það er nefnilega afar skiljanlegt að þeir sem treystu orðum eldhugans Steingríms J. Sigfússonar formanns V. g. séu búnir að fá nóg að brigðum hans við öll fyrirheit í aðdraganda kosninga og við stjórnarmyndum.

Fólk getur greint á um pólitískar stefnur en það verður að ætlast til þess að skýr pólitísk markmið séu ekki notuð til að afla fylgis og síðan að engu höfð.

Ég held að Jóhanna hafi reynt að fylgja sínum pólitísku stefnumálum ef frá er talin skjaldborgin fræga sem slegin var "af misskilningi" utan um kröfur fjármálastofnana í stað fjölskyldnanna.

Sem er nú bara aukaatriði- eða þannig!

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband