Misskilningur ríkisstjórnarinnar

Jóhanna forsætisráðherra segir Jón Bjarnason misskilja hvort við séum í aðlögunarferli eða  - eða hún segist halda það!

Stærsti misskilningur ríkisstjórnarinnar er að ætla að stjórna Íslandi í andstöðu við sína umbjóðendur.

Sá misskilningur er reyndar jafn gamall ríkisstjórninni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vegir misskilningsins eru órannsakanlegir...... eða í það minnsta misskildir.   

 Í dag braut fram á svið íslenskra leikskálda, Steingrímur J. Sigfússon, jarðfræðingur úr Þistilfirði og flutti okkur hið misskilda "örverk" sitt: "Ekki stefna ríkisstjórnarinnar að sækja um ESB-aðild".

 Er það verk þó talið byggja á misskilning.............. eða þannig......................... Reyndar var það utanríkisráðherra sem flutti tillögu um málið á Alþingi.......... En líklega er það bara misskilningur að ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur flytji mál í þinginu, sem eru á stefnuskrá ríkisstjórarinnar.

 En "linkurinn" hér að neðan vísar á handritið á "örleikverki" Steingríms.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/ekki-stefna-rikisstjornarinnar-ad-saekja-um-adild-ad-esb---hver-sotti-tha-um-adild-steingrimur

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.8.2010 kl. 20:23

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er bara komið svo Kristinn að þjóðin þarf starfhæfa ríkisstjórn en ekki ódýr pólitísk leikrit með óhæfum leikurum. Þessi vitleysa er nefnilega komin úr öllum böndum og orðin að keppni í fáránleika þar sem næstum allir ráðherrar eiga mikla sigurvon.

Árni Gunnarsson, 24.8.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já þetta er því miður alveg rétt hjá þér, Árni.  Vantrú fólks á spunanum, "að ekkert betra sé í boði", er að aukast og að snúast að þeirri  trú að "allt annað sé betra".

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.8.2010 kl. 22:09

4 identicon

Strengjabrúður---og einn góðann penna sem kann að semja nýtt leikrit -það eru svo margir vel skrifandi menn sem láta lítið yfir sér -en láta samt ljós sitt skína bara á öfugum vetfangi þar sem lítið sem ekkert kemur að neinu gagni -það er ekki nóg að segja það þarf- það þarf --Hvað kemur út úr því ?-haldið þið að þessir blessaðir aular gefi sér tíma til þess að liggja yfir einhverjum skrifum á blogginu og svona yfirleitt taki mark á velþenkjandi mönnum-??--En svo held ég að þessi auma stjórn líði undir lok með haustmánuðunum --Þá verður líklega hátíð í bæ og menn geta farið að skrifa um næstu aumu stjórn e-ð rómað hana í hástert hvernig sem allt veltist

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Endurtekin ummæli ráðherra vísa til þess að á milli viðtala við blaðamenn skríði þau aftur inn í sín glerhylki og slökkvi á símanum. Ég sé ekki annað en að það sé eina skýringin á því að þau séu sífellt svona gríðarlega hissa milli þess sem þau misskilja hvort annað.

Sannleikurinn er auðvitað sá að vanhæfni og sterk taug til rangfærslna er að magna þau upp í ranga átt. Því miður fyrir okkur er niðurstaðan sú að við sitjum uppi með ríkisstjórn sem ekki veldur verkefninu og þar sem þau hafa sett sinn þunga á bak við aðgerðir hafa þær miðað við óskir AGS og stutt fjármagnseigendur.

Haraldur Baldursson, 25.8.2010 kl. 08:04

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kristinn Karl. Ég er sammála þesari ályktun þinni um fælingarmáttinn og vantrú á að eitthvað betra sé í boði.

Fyrsta skrefið gæti verið þjóðstjórn. Þar með væri þó búið að knýja alla alþingismenn til þeirrar sjálfsögðu skyldu að taka ábyrga afstöðu í pólitískum álitamálum. 

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 11:53

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Karen. Það kemur áreiðanlega að því að einhverjir snjallir einstaklingar taki við af Spaugstofunni og það er reyndar full þörf á því.

Staðreyndin er að mjög margir áhrifamenn í pólitík eru hégómlegir og viðkvæmir fyrir því að vera dregnir fram í sviðsljósið fólki til skemmtunar og sjálfum þeim til háðungar.

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 11:57

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Haraldur. Ummæli þín eru líklega rétt lýsing á viðbrögðum einstaklinga sem hafa tekið að sér hlutverk sem er þeim ofvaxið. Þá verður staðreyndaflótti og vandræðalegar yfirlýsingar staðfesting á vanhæfninni.

Þessi myndbirting pólitískra vanburða er orðin mjög þekkt hérlendis.

Við skulum ekki gleyma yfirlýsingum ráðherra gömlu ríkisstjórnarinnar þegar þeir höfðu verið dæmdir fyrir embættisglöp og brot á lögum.

"Mun draga af þessu lærdóm en auðvitað er engin ástæða til að víkja úr embætti."

Árni Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband