Landslög þurfa víst ekki að þjóna réttlætiskennd meirihlutans

Ég leyfi mér að halda því fram að stór meirihluti þjóðarinnar telji að fella eigi niður ákærur á hendur þessum hópi.

Ég styð þessa ályktun því viðhorfi að við meint lögbot þessara einstaklinga hafi það verið ljóst að þeir hafi átt stuðning meirihlutans. Og ég held því fram að þarna hafi lýðræðislega kjörið Alþingi verið komið í það ámælisverða hlutverk að beita vinnubrögðum sem kalla má lýðræðislegt ofbeldi og þarf varla að skýra nánar það hugtak.


mbl.is Lára talin hæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með þér Árni.

hilmar jónsson, 15.9.2010 kl. 10:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eiga sakamálaákærur að fara eftir skoðanakönnunum?  Á þá að bera t.d. undir þjóðaratkvæði hvort ákæra eigi banka- og útrásargengin?  Hérna á árum áður nutu þau stuðnings meirihluta þjóðarinnar og hefði þá komist upp um brot þeirra, hefði þá ekki átt að ákæra?

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér hefur ekki verið minnst á þjóðaratkvæði Axel Jóhann. Ég tala hér um mitt álit og mín er ályktunin um meirihluta þjóðarinnar. Alþingi og ríkisstjjórn átti þegar þarna var komið sögu í vök að verjast vegna "lýðsins" svonefnds; þess sama lýðs sem gaf Alþingi umboð sitt en hafði ekki tiltæk önnur ráð en hópmótmæli.

Nú er í undirbúningi að taka ákvörðun um hvort í fyrsta skipti í sögu landsins eigi að kalla saman Landsdóm til að dæma eða sýkna ráðherrana fyrir meinta vanrækslu.

Og þjóðin virðist skiptast í hópa eftir flokkspólitískum línum um réttmætið. Og skiptist í hópa þar sem annar hópurinn telur lög um landsdóm endurskoðuð með breytingum síðast 2008 hafi ekki lengur gildi því hann sé löngu kominn yfir tíma úreldingar.

Þessi sömu rök þekkir þjóðin vel. Fyrst þegar forseti synjaði lögum um fjölmiðla og síðan þegar sami forseti synjaði lögum um greiðslu á  skuld einkabanka úr galtómum sjóði þjóðarinnar.  

Ég kem ekki auga á neina samsömun milli spurninga þinna og minnar ályktunar.

Árni Gunnarsson, 15.9.2010 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband