Vondur sannleikur fær vonda niðurstöðu sem ekki er hægt að hnekkja

Nú logar samfélagið stafna á milli rétt eina ferðina. Nú á að koma réttlátri reiði þjóðarinnar í farveg ákæru og dómtöku.

Hvað er málsefnið?

Hvort ráðherrar eigi að bera ábyrgð á hruni bankanna.

Nú er það upplýst að þeir 147 einstaklingar sem mest bar á í þeim hlutverkum stjórnsýslu og fjármálastarfsemi eru allir blásaklausir að eigin dómi. Því hafa þeir allir lýst yfir við rannsóknarnefndina.

Og eftir að þingmannanefndin svonefnd skilar áliti þar sem fjórir fyrrv. ráðherrar eru taldir af meirihluta eiga að sæta dómseðferð hjá Landsdómi þá koma þeir hver af öðrum fram og tísta um það að þeir séu ekki ábyrgir fyrir hruni bankanna!

Ég held að þetta megi að nokkru til sanns vegar færa í einhverjum skilningi.

En tímasetningin 2006 sem talin er vera dauðalínan í endanlegum afdrifum bankanna er í mínum huga alls ekki dýrasti sannleikurinn.

Ég tel að viðbrögð ráðherranna og seðlabankans, aðgerðarleysi og klaufaleg mistök eftir 2006 og fram til haustsins 2008 þegar hrun bankanna varð staðfest hafi verið alvarlegur stjórnsýsluglæpur og alvarlegasti hluti bankahrunsins.

Þetta álit mitt er byggt á þeirri vitneskju að yfirvofandi hruni bankanna var haldið leyndu fyrir þjóðinni og dólgslegar yfirlýsingar viðhafðar um trausta stöðu fjármálakerfisins.

Það gaf glæpamönnum bankanna færi á að ræna saklaust fólk á Íslandi sem erlendis af slíkri kappsemi að flestum sortnar fyrir augum við að lesa þann þátt rannsóknarskýrslunnar.

Mér þykir ekki ólíklegt að málsvörn pólitíkusanna í þá veru að þeir hafi ekki megnað að stöðva bankahrunið eftir 2006 bara eftir  atvikum fremur líkleg til að standast fyrir dómstólum.

Og þá er komin sú elskulega niðurstaða að þjófnaður hryðjuverkamanna inni í heimilum fólks í tvö ár með fullri vitund stjórnvalda hafi eiginlega ekki verið á ábyrgð nokkurs manns annars en fólksins sjálfs.

Vegna þess að tveim árum fyrir hrun voru bankar og efnahagskerfi þjóðarinnar komið inn í brimskaflinn og brotlendingin óhjákvæmileg!

Og fjármálaspekingurinn breski sem sagði okkur í hvern voða við værum að stefna þurfti bara alls ekki að fara heim og læra fræðin sín betur.

Hver var það nú aftur sem sagði það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er hin napri sannleikur.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.9.2010 kl. 21:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir Arinbjörn. Sannleikurinn hefur stundum hneigð til að vera napur. En þá er það afar ákveðin vísbending um að einhver málsefni séu þannig í laginu að ástæða sé til að taka gripinn til ræklegrar endurskoðunar.

En stundum fyllast menn þá kvíða því þeir óttast niðurstöðuna.

Árni Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 11:06

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta pakk er víst allt með tandurhreina samvisku!  Og ca. 22% þjóðarinnar, skv. könnun útv. Sögu, vill engan Landsdóm.  Er þar kannski komið tryggasti hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins?

Mikið djöfull megum við kjósendur skammast okkar fyrir að hafa kosið þetta hyski yfir okkur!  Sem situr nú og grætur þau örlög sína að þurfa að vinna vinnuna sína í stað þess að svífa um í sinni venjubundnu fjarlægð við veruleikann!

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 21:13

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, það er nú þetta með fjarlægðina og veruleikann Auðun minn. Kemur kannski til greina að gerast rómantískur og rifja upp kvæði St. Steinarrs: Tíminn og vatnið, þar sem fjarlgægð draumadísarinnar sefur í faðmi skáldsins í fyrsta sinn?

Árni Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 22:32

5 identicon

D R A M I   ---------

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband