Er þá makrílsmölun ekki næsta verkefni ESB?

Megum við ekki búast við því á næstu dögum að María sjávarútvegsstjóri ESB skrifi gagngnaseðilinn í hvelli og blási til smölunar á makrílnum út úr íslenskri fiskveiðlögsögu?

Eða hefur þetta mikilvæga samband á vegum friðar og jafnréttis kannski hugsað sér að nýta búsvæði íslenskra nytjastofna til beitar fyrir hafbeitarstofna Skota og Norðmanna?

Hvað ætli þessi hótun um að beita hörku leiði af sér fyrir okkur?

Varla getur aðgerðin verið svo heiftúðug að það standi til að taka Össur í gíslingu og krefjast lausnargjalds!

Hvar stöndum við þá?


mbl.is ESB lætur hart mæta hörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gagnslaust að taka Össur í gíslingu nema þá að hóta því að skila honum aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður Axel!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

...  og "makrílsmalahunda"  í  göngurnar .....

...og svo getum við reiknað  með  alls kyns  "kvótahundum" sem voffa munu dimmt,  grimmt og urra ógnvekjandi  í fjölmiðlum - þegar Íslendingar veiða  markíl - í eigin lögsögu... 

Kristinn Pétursson, 27.9.2010 kl. 20:03

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ekki furða þótt Esb sinnum vaxi ásmegin þegar þeir vita af svona styrku baklandi fyrir Ísland inni í aðalstöðvunum.

Að Össuri ógleymdum sem er okkar þekktasti merkisberi stórurriðastofnsins í Þingvallavatni og þyngstur þeirra allra.

En án gamans þá er ég ekki óhræddur um að það standi til að senda Össur heim.

Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 22:06

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

„Einhliða makríl-kvótar Færeyinga og Íslendinga eru ekkert minna en óviðunandi," sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, á blaðamannafundi eftir að sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna höfðu rætt makríldeiluna á fundi í gær.
Þetta er alveg rétt hjá fraukunni. Það þarf að auka kvótana. þeir eru óviðunandi
 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2010 kl. 04:55

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru greinilegar breytingar í vistkerfinu víða um heim. Við þessum breytingum þarf að bregðast öðruvísi en með hvatvíslegum aðgerðum.

Fræðimenn eru oftast síðastir til að viðurkenna að vindáttin hafi breyst.

Árni Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband