Mannauðurinn á Alþingi-nýjasta sýnishornið

Ég álpaðist til að hlusta á viðtal fréttamannsins við þennan drengstaula sem nú á að prýða einn af stólum löggjafarþingsins.

Varla þarf að óttast það að auðmýktin fyrir hlutverkinu verði honum fjötur um fót.

Og ég velti því fyrir mér hvort hárin hafi ekki risið á fleirum en mér þegar þeir fylgdust með málfarinu og málsnilldinni. Ég sé fyrir mér svipinn á félögum hans í þingflokknum þegar hann tekur til við ræðuflutninginn. Fáir þingflokkar eiga betur talandi fulltrúa á Alþingi en þingflokkur D listans að mínum dómi. 

Ég legg til að þeir Einar Kr. og Árni Johnsen taki hann nú í rækilega kennslustund.


mbl.is Heiður að setjast á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki rís metnaðurinn hátt hjá verðandi lögmanninum ef þetta er Stóri Dagurinn í lífi hans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og virðing mín fyrir Alþingi óx ekki að mun. Nú verður þessi piltungur sem varla talar frambærilega íslensku ávarpaður: Háttvirtur þingmaður!

Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 18:30

3 identicon

Fólk getur nú verið stressað í viðtölum og þá sérstaklega get ég ímyndað mér að fólki finnist oft örlítið óþægilegt þegar er verið að ræða við það um svona persónulegri hluti en einhver málefni. Þú getur nú varla dæmt hann útaf einhverju mismæli í viðtali. En ef þú ert að missa einhvern svefn yfir þessu þá get ég alveg sagt þér það að Víðir Smári Petersen talar og skrifar mjög góða íslensku.

Rafn (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:21

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rafn. Þakka ábendingarnar og fullvissa þig á móti um það að skipan Alþingis mun ekki af völdum þessa piltungs standa mér fyrir svefni.

En mér finnst vont að verða enn einu sinni vitni að því að Alþingi sé notað sem leikskóli fyrir ungmenni á pólitískri þroskabraut.

Og hvað sem kann að vera rétt í ummælum þínum varðandi íslenskukunnáttu drengsins fannst mér að hann hefði vel mátt svara af einhverri auðmýkt gagnvart svo krefjandi og vandasömu verkefni sem það er í mínum augum að drýgja þjóðinni örlög til frambúðar.

Árni Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband