H.K. Laxness 1967

Nú í morgun opnaði ég sem oftar eina af bókum Nóbelsskáldsins og staðnæmdist við eftirfarandi kafla í bókinni: Yfirskygðir staðir

--------------------------------------

HEIMUR PRJÓNASTOFUNNAR

Sett saman að beiðni leikstjórnarnámskeiðsins norræna í Reykjavík 1967

...............................................................................................................

........."Hverskonar pláss er þetta? Það er heimur Prjónastofunnar og siðan ekki söguna meir. Og hver er gángur leiksins? Að upphafi leiks er ljóst að þessi heimur er heldur en ekki farinn að líta upp á landið. Þó til sé kvaddur ýmiskonar liðsauki sitt úr hverri áttinni, þá heldur Heimsendir áfram að vera á næstu grösum. Fegurðarsamkepnin og Örkumlamannafélagið eru komin í hár saman. Styrjöldin skellur á. Þessi heimur geingur upp fyrir eldi. Og einsog í öðrum styrjöldum er aðeins einn sigurvegari: næturgalinn. Lokaatriðið gerist daginn eftir ragnarök þegar einn og sérhver finnur sálarmaka sinn um aldir alda. Næturgalinn er að sýngja, - það er reyndar aðeins einn íslenskur þröstur; en þetta er Himnaríki og tjaldið fellur...................................."

Auðvitað á það að vera bannað að slíta sundur texta Halldórs Laxness og hirða bestu bitana en:-

Þurfum við að hafa séð leikritið á tjaldi til að skilja þetta í dag?

En þetta er ritað 1967 !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það þarf ekkert að fjasa um það lengur Árni, að Halldór Kiljan Laxness var Skáld með stórum staf. Bara að við hefðum jafn beittan penna í dag til að sýna fram á fáránleikann í þjóðarsálinni. Á meðan það er ekki munum við halda áfram að heimfæra orð Skáldsins upp á nútímann

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.10.2010 kl. 10:19

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála Jóhannes. Og aldrei sem nú höfum við þörf fyrir þá beittu penna sem gera holskurð á sjúklingnum.

En snilld Laxness virðist ennþá eiga erindi við þessa þjóð. 

Árni Gunnarsson, 2.10.2010 kl. 13:38

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hann hafði nákvæmlega rétt fyrir sér sá snjalli rithöfundur. Hann notaði bara líkingamál og það á ekki við núna. Fólk skilur ástandið ágætlega enn kann ekki að koma orðum að efninu. HKL sagði líka í sjónvarpsviðtali þegar hann var spurður hvað hann myndi vilja gera ef hann fengi að stjórna íSLANDI Í EINN DAG! "Uhhh...ætli ég myndi ekki láta handataka alla þingmenn með tannpínu og láta gera við í þeim tennurnar. Ég vil ekki vera stjórnað af fólki með eilífa tannpínu"...

Óskar Arnórsson, 2.10.2010 kl. 22:15

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, þessi var nú nokkuð góður hjá karlinum Óskar. Og ef þessi skýring gengur upp ennþá er ekki um annað að ræða en að draga allar tennur úr þessu vesalings afgangsfólki og það í hvelli. Það mætti hugsa sér að bjóða verkið út hjá Ríkiskaupum til að fá magnafslátt og spara með því peninga fyrir ríkið. 

Árni Gunnarsson, 2.10.2010 kl. 23:44

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég les heilmikið um þessi mál öll Árni og er ágætlega að mér í heildarmyndinni. Alþingi er hrein prjónastofa. Þar sitja þægir og vel tamin húsdýr tilbúin að svara minsta kalli þeirra sem ráða á Íslandi. Ef einhver heldur að Alþingi geri það, þá er sá sami illa að sér í 'islandspólitík. Valdið er allt annarstaðar og stjórn efnahagsmála á sér stað allt öðruvísi enn fólk heldur. Völdin láku úr höndum allrar Ríkisstjórnarinnar því þeir mættu öflum sem aldrei hafa ráðið á Íslandi áður.

Í USA er það götumál sem fullorðið fólk á Íslandi skilur ekki. Um það snýst málið og sjálfsagt verður að sturta einhverjum billjónum í sjóinn svo fólk vakni. Eða réttara sagt læri og skilji þetta.

Halldór Kiljan Laxness hefði alveg skilið hvað er i gangi núna í þjóðfélaginu. Ætli hann hefði bekki kallað leikinn bara "fjármálaskák" og að fá að stjórna fjármálum Íslendinga eru verðlaunin.... 

Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband