Geir Jón Þórisson var hetja mótmælanna við Alþingishúsið

Mótmæli fólksins við Alþingishúsið voru fjölmennustu fjöldamótmæli í sögu þessarar þjóðar. Þau voru hvorki vel undirbúin né heldur undir neinni stjórn frá skilgreindri fjöldahreyfingu. Það ríkti því mikil óvissa um framkvæmdina og margir bjuggust jafnvel við slysum eða blóðsúthellingum.

Það nálgast undur eða kraftaverk að ekkert slíkt gerðist og aðeins örfáum vanþroska kjánum tókst að valda meiðslum á lögreglumönnum sem sinntu þarna sínum lögboðnu skyldustörfum.

Í mínum huga var það snjöll hugmynd að reisa þessa girðingu milli lögreglunnar og Alþingishússins annars vegar og mótmælendanna hins vegar. Þetta auðveldaði lögreglunni það að halda fólkinu í hæfilegri fjarlægð en það dró engan veginn þróttinn úr þeim skilaboðum sem þessi mikli fjöldi beindi til Alþingis og ríkisstjórnar.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn var á staðnum. Hann ræddi við fréttamenn yfirvegaður og óttalaus. Engum tókst að fá hann til að sýna kvíða eða öryggisleysi. Hann tók fram að þetta væri réttur fólksins og aðspurður hvort þarna væri mættur meginþorri löggæslumanna kvað hann ekki svo vera. Aðeins væri þarna sá fjöldi sem talið væri að þörf yrði á við þessar aðstæður. En auðvitað væri lögreglan við hverju því búin sem upp kynni að koma óvænt líkt og venjulega.

Snilld!

Og þessi mótmæli fólksins höfðu þau áhrif sem líkja má við kraftaverk. Stefnuræða forsætisráðherra var öll lituð af óttanum við það sem hún svo greinilega hafð búist við á síðustu stundu. Hún var lituð af hræðslunni við eigin þjóð.

Og slíkur var ótti þessarar reisnarlitlu konu í ræðustól Alþingis að hún fann sig knúða til að draga til baka þá frétt sem verið hafði aðalfrétt dagsins í fjölmiðlum.

Sú frétt sneri að ánægju talsmanns Alþjóðagjaldeyrisjóðsins með þá sameiginlegu ákvörðun AGS og ríkisstjórnarinnar að nú yrði ekki frestað nema til mánaðarmóta fyrirhugaðri sláturtíð skuldsettra fjölskyldna á Íslandi.

Jóhanna var ráðvillt á flóttanum frá eigin verkum. Hún þóttist vera undrandi á því að bankarnir hefðu ekki staðið við einhverja samninga sem þeir hefðu gert við ríkisstjórnina?

Hverjir vissu um þessa samninga og um hvað snerust þeir? Og hafði hún ekkert frétt um að neitt hefði þá farið úrskeiðis með þessa samninga fyrr en korteri fyrir stefnuræðuna og hafði hún ekkert af þeim frétt þegar ríkisstjórnin átti þennan sameiginlega ánægjufund með AGS?

En fjármálaráðherrann ræddi um það afrek ríkisstjórnarinnar að hafa endurreist bankana með slíkri reisn að aðdáun vekti hjá alþjóðasamfélaginu!

Misskildi ég eitthvað, ganga þessar tvær ræður upp í einhverjum samnefnara?

Hafi svo verið þá finnst mér að það verði að virða mér til vorkunnar þótt ég skilji ekki þetta undarlega fólk.


mbl.is Grýttu hnullungi í lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Árni en þú getur huggað þig við það að hafir þú misskilið, þá hef ég líka misskilið.  Hef enda ekki fundið samnefnara sem gengur upp í dæmið. 

En við kerlingar hexið  þarf að segja bö, bö, bö í þeim tilgangi að sýna henni framá að draugarnir sem hún hefur verið að framleiða eru mun hættulegri en egg á flugi af Austurvelli.

.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.10.2010 kl. 17:24

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hrólfur.Það dylst ekki nokkrum manni að þessi ríkisstjórn er að syngja svanasönginn. Það urðu okkur mörgum sár vonbrigði að hún tók þá ákvörðun að starfa án samvinnu við þjóðina en skoraði hana þess í stað á hólm í flestum sínum verkum.

Fólkið sem safnaðist saman í gær á Austurvelli færði henni þær þakkir sem hún hafði unnið til.

Árni Gunnarsson, 5.10.2010 kl. 21:24

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni ! Ég er þér sammála um Gjaldborg Tjaldborg ÁrnaPálsdóttur , en upphefðin á Geiri Jóni - ja hérna ; lögreglan sá til þess 20 jan 2009 að ég var meisaður og þurfti að dvelja í 4-5 tíma upp á slysadeild utan góða losun úr veski mínu , ástæðan jú ég "DIRFÐIST" að mótmæla í Þjóðarleikhússgarðinum , mínum garði .

    Ég hélt , í barnaskap mínum , að þrælarnir væru til þess að verja fólkið í landinu en ekki berja .

    Reyndar kalla ég þessi "stórmenni" skítmenni , því þeir eru að verja skítinn er er í Þjóðarleikhúsinu , sérstaklega gerði ég það er ég heilsaði Geiri Jóni með handabandi , hvort heldur var núna ellegar í Búsáhaldabyltingunni og bauð um leið kennitölu og nafnnúmer til auðveldunar á ákæru á hendur mér , en afþakkað.

    Ætlar þú kannske að fara að hrósa Hermundi Símhlerunarsyni líka ?

Hörður B Hjartarson, 6.10.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband