Afi minn fór á honum Rauð

Það var farið vandlega yfir pólitísk viðfangsefni í Sifri Egils í dag. rétt einu sinni. Það varð hrun á Íslandi í stóru samhengi 6. október 2008 og nú erum við á ríkisstjórn nr. 2. Hversu oft er búið að taka þessi mál til umfjöllunar á hinum ýmsa vettvangi; útvarpi, sjónvarpi allra rása og á fjöldafundm um allt land síðan og hvað hefur unnist- hvar stöndum við í dag?

Það kom í ljós að ríkisstjórn Geirs Haarde var með viðbragðsáætlun tilbúna síðan í maí 2008! En á þeim klukkustundum sem hrunið varð að veruleika var allt- blátt áfram allt unnið vitlaust, af heimsku, örvæntingu og í þokkabót einhverri undarlegri bjartsýni um að Guð væri nú þrátt fyrir allt með þessari þjóð og með hans hjálp og Davíðs Oddssonar hlyti nú allt að fara vel að lokum.

Enn erum við að bögglast með Icesave bullið sem við gátum losnað við fyrstu viku okt. 2008 fyrir 40 milljarða íslenskra króna.

Og enn er skuldavandi heimilanna óleystur, enn er blátt áfram andskotann allt í rugli og enn eru blikur á lofti um að óleysanlegum greiðslukröfum verði hellt inn á sameiginlegan sjóð landsmanna.

Hvað er eiginlega í gangi? Höfnin við Bakkafjöru er líklega sá viti sem þjóðin getur miðað við alla okkar stjórnsýslu í dag. Að dæla sandi til að mynda pláss fyrir meiri sand. Bakkabræður voru miklu betri verkfræðingar en verkfræðingar Siglingamálastofnunar á Íslandi en þó hlær þjóðin enn að Bakkabræðrum- af hverju?

Þegar ég var srákur og áratugum fyrr og áratugum síðan lærðu öll börn á Íslandi vísuna: "Afi minn fór á honum Rauð/ eitthvað suðrá......." Þetta var notalegt og börn róuðust við að hlusta á það raulað.

Í dag er komið annað stef inn á heimili Íslands. Þetta stef er stirt og klúðurslegt; það byrjar svona: "Skuldavandi heimilanna." Ég held að þetta rói engin börn og þó allra síst foreldrana.

Það eru 23 mánuðir síðan hrunið varð á Íslandi.


mbl.is Birgitta: Almennar aðgerðir fyrir suma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég hef verið að halda því fram hér í eldhúsinu að það eina, sem þurfi að gera til að bæta ástand skuldara, sé að hækka laun þeirra. Ef launin duga fyrir útgjöldunum er ekki hægt að kvarta. Frá því að ég man eftir mér hefur Ísland verið láglaunasvæði. Við björguðum okkur forðum með  mikilli yfirvinnu af því að þá var næga vinnu að fá. Nú er öldin önnur og nánast allar bjargir bannaðar í atvinnumálum. Það er því kominn tími til að gera það sem er skynsamlegast, hækka launin.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.11.2010 kl. 18:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ben. Ax. Nú er það komið í ljós að allir jaðarhópar hafa náð betri lausn á sínum framfærsluþörfum en láglaunastéttirnar. Þetta er ekki slæm staða í sjálfu sér því svo sannarlega lentu þessar hækkanir í réttum vösum. En þetta segir okkur að ASÍ og Vinnuveitendasambandi þyrftu að leggjast í afar alvarlega og nákvæma naflaskoðun. Það er ekki eðlilegt að fólk í fullri atvinnu beri ekki úr býtum til jafns við öryrkja og atvinnulausa. Þessi ályktun er byggð á kvöldfréttum Sjónvarps í gær.

Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 19:09

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er nú þeirrar gerðar að mér finnst að öryrkjar og aðrir, sem eiga um sárt að binda, eigi að hafa best kjör allra. Þeir, sem er sagt upp góðri vinnu, eiga að mínu viti að fá launin sín greidd af ríkinu þangað til búið er að greiða úr málum þeirra. Ef fólk hefur reist sér hurðarás um öxl verður það að taka afleiðingunum. Mér finnst líka að stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af því sem þau hafa afsalað sér. Ef allir skapaðir hlutir eiga að stjórnast af sjálfum sér er rétt að þeir geri það án afskipta stjórnvalda.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.11.2010 kl. 19:24

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

 Ben Ax. Ályktanirnar standast og eru allra góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná. Mér líst hins vegar þunglega á endurreisn þessa samfélags ef ekki er lengur hvati til ábata fyrir þá sem bjóðast störf og vilja rífa sig up úr atvinnuleysi eða tímabundnum vanburðum sem tengjast heilsutjóni.

Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 19:41

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er sammála því en mér finnst að fólk eigi ekki að vera skyldugt til að rífa sig upp úr einhverju sem því er um megn.  

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.11.2010 kl. 20:03

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eigin skyldur verður hver að finna sjálfur ef vel á að takst.  Það er reynsla aldanna.

Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 21:33

7 Smámynd: Björn Birgisson

Í þessu spjalli fara saman miklar og góðar gáfur og mikil reynsla. Góður maður sagði að í Kína væri aldrei tekið nokkuð mark á fólki sem ekki hefur náð 75 ára aldri. Hvað segið þið um það, strákarnir?

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 19:23

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hneigi mig kurteislega og steinþegjandi Björn minn. Mig vantar ekki nema tæpt ár í að verða marktækur.

Árni Gunnarsson, 10.11.2010 kl. 18:24

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæll  Árni !

    Ég hef fulla trú á að það megi fjarlægja skuldavanda heimilanna með því að efla sendiÓráðin sem og Sukksjóðina (lsj.) , eða hugnast þér það ekki ?

   Þakka góða færslu .

   Es.: Hvernig var ekki lagið sem heyrðist stundum spilað fyrir einhv. árum : " Mokið , mokið , mokið , mokið mokið meiri snjó - " , væri ekki ráð að setja sand í staðinn fyrir snjó í textann og setja það sem aðgangsmiða í Herjólf að kyrja þetta líka fína lag ?

Hörður B Hjartarson, 13.11.2010 kl. 17:17

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skuldavandi heimilanna! Hvar rakst ég á umræðu um þetta?

Árni Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 16:00

11 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Sæll Árni !

  Það hlýtur að hafa verið í Landeyjarhöfn , er alla veganna , ekki Skjaldborgin þar ?

Hörður B Hjartarson, 14.11.2010 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband