Aflaheimildir,upplausn og gjaldþrot

Það eru miklar líkur á að alþingismaðurinn úr brúnni á Kleifaberginu hafi rétt fyrir sér um uppausn og gjaldþrot. Það er í það minnsta vonandi að þessi innköllun - ef af henni verður - geri ábyrgðarlausum og siðlausum útgerðarmönnum það ókleift að ræna arðinum út úr atvinnugreininni, skuldsetja hana á móti arðráninu og fá svo skuldirnar afskrifaðar.

Það væri hinsvegar mikið slys ef eitthvað það yrði aðhafst með þessum boðuðu breytingum sem gerði vel reknum útgerðum svo erfitt fyrir að upplausn og gjaldþrot færi að blasa við.

Á því er hinsvegar ekki hin minnsta hætta.

Margir rakkar LÍÚ hafa tekið til máls um þetta hér á bloggsíðunum og talað eins og þeim hefur verið boðað að ætti að gera. 

Það er vonandi að þeir haldi því áfram. Ekkert styður góðan og réttlátan málstað betur en heimskir andmælendur og illa upplýstir.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

LÍÚ gerir alltaf ráð fyrir að fiskveiðar leggist af, ef einhver breyting er gerð á fiskveiðilögum!  Minnir á Gunnar í Krossinum, þegar nýja biblíu-þýðingin kom út.  Hann trúði, að himnaríki yrði skellt í lás!  Allt ónýtt!  Bless! 

Það er nú svo.  Ég hef áhyggjur af þessu, ég verða að segja það!

Auðun Gíslason, 31.1.2011 kl. 17:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvita verða gjaldþrot. So what? Gjaldþrot eru aðferð til að hreynsa út óhagkvæman rekstur. En að það verði upplausn! Hvernig í ósköpunum fá menn það út?  Það þarf að hreinsa skuldirnar og þá munu veðeigendur taka til sín eitthvað af þessum stóru gömlu skipum sem er enginn sérstakur missir í. Við eigum minni og hagkvæmari skip sem geta veitt allt sem við þurfum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2011 kl. 17:33

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Óbreytt kerfi mun leiða til annars hruns vegna þess að eignasöfn bankanna eru ofmetin.  Lán til útgerðarinnar þarf að afskrifa.  Nú er tækifæri, því skuldir útgerðarinnar hafa lækkað talsvert síðan við hrun!  Segir Jón Steinsson.

  En hvað ætli Björn Valur Brimz, Vg, segja um málið?  Hann er víst alveg sammála LÍÚ!

Auðun Gíslason, 31.1.2011 kl. 17:38

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála Árni í öllum atriðum og ykkur Auðun og Jóhannes.

Níels A. Ársælsson., 31.1.2011 kl. 17:43

5 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég held Björn Valur ætti að drífa sig í að láta skrá sig flokkinn sinn, Sjálfstæðisflokkinn, en þar á hann heima.

Níels A. Ársælsson., 31.1.2011 kl. 17:45

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Árni!

Aðalsteinn Agnarsson, 31.1.2011 kl. 17:50

7 Smámynd: Sævar Helgason

Sammála þessu,Árni.

Sævar Helgason, 31.1.2011 kl. 17:58

8 Smámynd: Jón Kristjánsson

Björn Valur er algjör Trójuhestur, var smyglað inn á þing í nafni VG, sem voru kosnir vegna kosningaloforðs um að afnema kvótakerfið. 

Það var aumkunar vert að hlusta á hann á Rás 2 rétt áðan, gaggandi sífellt fram í að ásaka menn um skilningsleysi og misskilning. 

Jón Kristjánsson, 31.1.2011 kl. 17:58

9 identicon

Heill og sæll Árni; sem aðrir gestir þínir, hér á síðu !

Ja há; Árni minn.

Ekki; skal standa á mínum viðbrögðum, við þínum skrifum, fremur en oftast áður.

Grænlendingar; og Færeyingar, ættu að taka yfir ALLA fiskveiða stjórnun hér við land - Íslendingar eru; löngu komnir út af spori allrar menningar og driftar. Og; Íslendingar fengju að verða leiguliðar, hinna þróttmiklu nágranna okkar - í vestri; sem austri.

Túnismenn; búnir að henda liðónytum stjórnvöldum til hliðar - Egyptar; í þann veginn. En;............ Íslendingar, mestu dulur á gjörvöllu Jarð ríki, hreyfa ekki legg né lið, til þess að hrófla við skoffínunum, við Austurvöll Reykvízkra !!!

Punktur !!!

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:59

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og þú segir réttilega Árni, þá eru til vel reknar útgerðir en hitt er svo annað að ALLAR útgerðir,  sem eiga í erfiðleikum í dag, eiga vandræði sín að rekja til alls óskyldra fjárfestinga fyrir hrun (og er þar helst að nefna hlutabréfabrask fyrir hrun sem endaði með stórtapi)og hvaðan kom það fjármagn sem var verið að  spila með? Þessar útgerðir eiga það fyllilega skilið að fara á hausinn.  Það er margsannað mál að þokkalega rekin fyrirtæki myndu alveg ráða við það að aflaheimildunum yrði kippt af þeim, því hverjir aðrir hafa skipin og mannskapinn til að veiða fiskinn???????

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 18:02

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir komuna drengir. Nú er ég loksins farinn að trúa því að einhver breyting verði staðreynd í nsta mánuði.

Meinið er bara að fæstir þeir alþingismenn og ráðherrar sem taka nú til máls- og til máls hafa tekið - meina neitt af því sem þeir segja.

En svo sannarlega er kominn tími á gjaldþrot margra þeirra útgerða sem hvað gróflegast hafa storkað og misboðið fjölskyldunum í strandbyggðunum.  

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 18:22

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi: Nú vill svo til að Færeyingar hafa leitað ráða við sína veiðistjórnun hjá íslenskum fiskifræðingi. Jafnframt vill svo til að Hafró telur þennan vísindamann óalandi og óferjandi.

Ég er að tala um Jón Kristjánsson sem tók til máls hér að ofan.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 19:19

13 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Árni !

Veit ég vel; þar á hlut að máli, hinn mæti Jón Kristjánsson fiskifræðingur.

Breytir öngvu; um viðhorf mín, að öðru leyti.

Íslendingar; eru BOTNINN, í þjóða samfélagi Heimskringlunnar !!!

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:29

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega neyðist ég til þess að taka undir þetta hjá þér Óskar Helgi. Engin þjóð ógnar okkur í keppninni um heimsbikarinn í heimskukeppni stjórnsýslunnar. Og spillingin öskrar á okkur út úr hverju ráðuneyti og stjórnsýslustofnun.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 20:18

15 identicon

Heilir; á ný !

Nákvæmlega; Árni minn, nákvæmlega.

Með; sízt lakari kveðjum, en öðrum áður /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:21

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Gjaldþrot eru aðferð til að hreynsa út óhagkvæman rekstur." Segir Jóhannes Laxdal.

Það er sannleikskorn í því hjá honum. Þessi orð hefðu átt ágætlega við fyrir daga kvótakerfisins. Árni gamli hlýtur að muna eftir þeim dögum. Í dag er sjávarútvegurinn að skila meiru í ríkiskassann en á þeim "gömlu góðu dögum", þegar skuldum "bæjarútgerða" var eytt með einu pennastriki.

Pælið í því!

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:03

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engum dettur vonandi í hug að setja á stofn bæjarútgerðir. Þó væri það huggulegri rekstur en rekstur pilsfaldakapitalismans sem afskrifar skuldasukkið með jöfnu millibili.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:32

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvers virði var hin svokallaða "þjóðareign", fyrir þjóðina, fyrir daga kvótakerfisins?

Ég tek það fram ég hef engra sérhagsmuna að gæta í kvótakerfinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:40

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég man svo sannarlega eftir margskyns klúðri bæjarútgerða. Best man ég þó frá þeim tíma að þá voru fjölskyldufeður í strandbyggðunum frjálsir menn. Það breyttist margt þegar D og B sáu hagnaðinn í veðsetningunni og eins þegar kratarnir laumuðu okkur inn fyrir þröskuld hjá EES með fulltingi Davíðs.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:45

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Davíð Oddson kom hvergi nálægt neinskonar atvinnurekstri eða hlutabréfabraski. Enda ef svo hefði verið, hefðu hælbítarnir verið fljótir að þefa það uppi... enda hafa sumir þeirra afar lyktnæmt nef.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:49

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Kvótakerfið var tilraun og um hana voru flestir sammála. Breytingin sem um er deilt er veðsetningin og að menn geti selt sig út úr greininni. Svo er frelsi fólksins mikils virði Gunnar. Það vita þeir best sem það hafa misst.

Það er útilokað að finna réttlætingu á takmörkunum á handfæraveiðum þegar um er að ræða útgerðarmenn með fasta búsetu þar sem afla er landað.

Annars er aldrei skynsamlegt að ætla einhverjum að skilja það sem hann er ófáanlegur til að skilja.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:55

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhver misskilningur varðandi hann Davíð

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:57

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hverjir hafa misst hvað? Trillukarlarnir sem seldu kvótann sinn? Ég þekki tvo hér á Reyðarfirði sem seldu sinn kvóta fyrir tugi miljóna. Þeir kvarta ekki mikið... a.m.k. ekki opinberlega.

Ef það átti að setja hömlur í sambandi við kvótaframsal, þá hefði það átt að vera gagnvart þeim sem seldu sig út úr kvótakerfinu. Veðsetningin hefur sína kosti... en "það er aldrei skynsamlegt að ætla einhverjum að skilja það sem hann er ófáanlegur til að skilja. "

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 00:11

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þá skulum við bara halda okkur við skýrsluna sem Ásgeir hagspekingur sonur Jóns sjávarútvegs skrifaði um Vesfirði forðum.

Hann komst að því að atvinnuástand og hnignun þessa svæðis ætti enga tengingu við kvótakerfið.

Svona sérfræðiálit er líklega ámóta og álit lögspekingsins Jóns Steinars Gunnlaugssonar á synjunarákvæði forsetans þegar Davíð vinur hans ætlaði að þröngva fjölmiðlafrumvarpinu niður í kokið á okkur.

Miklir og trúir flokkmenn eins og þú Gunnar minn eru aldrei marktækir í umræðu um pólitísk álitaefni sem flokkurinn hefur tekið afstöðu til. 

Sorglegt. 

Árni Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 09:08

25 identicon

Ef þið Frjalslindu eruð svona frábærir með svona æðislegan málstað en allir aðrir svona mikil fífl af hverju vill enginn kjósa ykkur?

Þorfinnur (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:15

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta snýst of mikið um að hugsa til að kjósendur ráði við það Þorfinnur minn. Annars skiptir minnstu hvað um Frjálsl. fl. verður ef fólkið á landsbyggðinni fær aftur frelsið til sjálfsbjargar.

Árni Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 22:50

27 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég man ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn hafi einn flokka verið á móti kvótakerfinu þegar verið var að koma því á - Þið leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.2.2011 kl. 04:54

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sem er líklega rétt munað Ólafur Ingi. En hvort ertu sammála þeirri stefnu Flokksins eða hinni sem á eftir kom og nú hefur lamað allt mannlíf í fjölda strandbyggða?

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 14:23

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitthvað sem hefði gerst hvort eð var.

Nútímafólk vill nútíma þjónustu, nútíma ferðaöryggi, nútíma heilbrigðisöryggi, nútíma afþreygingu. Litlu staðirnir geta ekki staðið undir slíku.

Eftir verða fáeinir, sem hugnast að búa við þessar aðstæður og það er sjálfsagt að koma til móts við slíkt fólk. t.d. með einhverjum "trillu-byggðakvóta". Á það vill LÍÚ ekki hlusta.

 Á Reyðarfirði var ástandið orðið alvarlegt. Frá árinu 1989, þegar ég flutti á Reyðarfjörð, fækkaði íbúum staðarins jafnt og þétt og 14 árum síðar, árið 2003, hafði íbúum fækkað um 15%. úr 730 í 616. Vonleysi var farið að gera vart við sig meðal íbúanna, vegna síbylju um stóriðju sem aldrei kom. Það eina sem hafði fengist út úr þeim bollaleggingum, voru vonbrigði.

Reyðarfjörður er ekki rótgróið sjávarþorp, líkt og Eskifjörður, Norðfjörður, Fáskrúðsfjörður.... tja bara öll sjávarpláss á Austfjörðum. Í Reyðarfirði var nokkuð þéttbýl sveit og margar jarðir með sjóhlunnindi. Sýnu þéttbýlast var í botni fjarðarins. Eiginlegt þorp tók þó ekki að myndast fyrr seint á 19. öld, með tilkomu Wathne og aftur 1905, með tilkomu vegar yfir Fagradal upp á Fljótsdalshérað. Það með var grundvöllur fyrir umskipunarhöfn og kaupmennsku og aðrar atvinnugreinar fylgdu í kjölfarið.

Stórútgerð myndaðist á Reyðarfirði með tilkomu netabátanna "Gunnars" og "Snæfugls", sem síðar voru bræddir saman í ísfisktogara sem enn síðar var "upgreidaður" í nýtísku frystitogara, "Snæfugl SU 20". Kvóti útgerðarinnar, "Skipakletts", reyndist ekki nægjanlegur til að standa undir svona dýrri fjárfestingu. Ísfisktogarinn hafði einbeitt sér á heimaslóðum, því hagkvæmt var að sigla með óunnin ísaðan aflan til þýskalands. Ef austarlega og suð-austarlega var verið að veiða í landhelginni, var örstutt sigling á markaði erlendis. Austfjarðamið eru ekki bestu þorskmið landsins en hins vegar eru ágæt karfa og ufsamið. Þessar tegundir urððu því undirstaðan í viðmiðunarafla togarans, síðustu 3 ár fyrir kvótasetningu. Gallinn við þá aflasamsetningu var sá, að "þorskígildin" voru færri í tonninu á ufsa og karfa.

Útgerðin leitaði leiða til að fá nýtt fjármagn inn í útgerðina og Samherji kom á vettvang.

"The rest is History".

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 18:04

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gerum máli ekki flókið Gunnar minn.  "Eftir sitja fáeinir, sem hugnast að búa við þessar aðstæður og það er sjálfsagt að koma til móts við slíkt fólk t.d. með einhverjum "trillubyggðakvóta". Á það vill LÍÚ ekki hlusta."

1. Í fyrsta lagi er LÍÚ ekki stjórnvald.

2. Þeir sem kjósa að búa á þessum umræddu svæðum eiga að hafa leyfi til - á að vera frjálst að bjarga sér á þeim auðlindum sem þarna eru fyrir hendi og byggðu upp samfélagið.

Góð byrjun?

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 19:53

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tja, .... ef kvótadeilan leystist með þeirri einföldu aðgerð. Ég er hræddur um að málið sé ekki svo einfalt. Ýmsum mun það ekki nægja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband