Innan við 300 milljónir í skatt af 70% kvótans!

Nú var ég að lesa það hér á blogginu að 70 einstaklingar (ættu) 70% fiskveiðikvótans.

Tekjur 45 milljarðar og innan við 300 milljónir í skatt.

Eru þetta réttar upplýsingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Okkur var boðið upp á að hlýða á lögfræðinginn sem LÍÚ greiðir launi fyrir hjá H.Í. eftir kvöldfréttir á Gufunni áðan.

Hann var kynntur sem sérfræðingur í fiskveiðistjórnun!

Ég hafði ekki heilsu til að hlýða á þennan mann ræða þýðingarmesta deilumál þjóðarinnar án þess að fá verðugan andmælanda.

Þessi sérfræðingur var fylgisnati íslensku lögspekinganna sem vörðu ríkið hjá Mannréttindanefnd S.Þ. fyrir kröfu sjómanna tveggja og töpuðu því.

Ríkisstjórn norrænnar velferðar á Íslandi hefur haft þetta álit að engu og lætur sérfræðingnum eftir þjóðarútvarpið til að senda út áróður inn í funhita umræðunnar um breytingu á lögunum um fiskveiðistjórn.

Fer það ekki að flokkast undir einfeldni að trúa því ekki að LÍÚ sé farið að beita mútum víðsvegar í stjórnsýslunni?

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 21:38

2 identicon

LÍÚ er valdamesta klíka landsins, hafa botnlausa sjóði til að reka sína áróðursmaskínu. Þessi klíka kaupir sér þá stjórnmálamenn og fjölmiðla sem til þarf. Drepa heilu byggðarlögin og hóta atvinnulífinu í landinu hryðjuverkum. Þjóðníðingar í sama flokki og bankaræningjarnir.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég óttast að ef við slökum á núna í þeirri orrustu við sægreifana sem greinilega er hafin hjá Jóni Bjarnasyni þá getum við gleymt þessu.

Árni Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 22:23

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Eflaust er þetta rétt.

Þá er búið að greiða auðlindaskatt ca. 2-4 milljarða . Laun -og reksrargjöld-fyrningar- ofl. upp á rest. Rekstargjöld hafa farið til samfélagsins í ýmis kaup á vörum og þjónustu og laun hafa farið til fólksins sem skóp þessi verðmæti. Hagnaður? til fyritækisins.

Ég held að það ætti að kryfja frekar niður hvað mikið fer til samfélagsins í heild sinni af þessum 45 milljörðum að frádregnum þessum 300.milljónum í skatt og auðlindagjaldi. Þegar það liggur fyrir þá má ræða um tekjur og gjöld sjávarútvegarins, og leggja dóm á niðurstöðuna. Hvort heldur góða eða slæma.

Ekki leggja fram eitthverja niðurstöðu að óathuguðu máli.

Reynið að reikna út hvað samfélagið fær út úr þessum 45 milljörðum.

Eggert Guðmundsson, 3.2.2011 kl. 23:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir innlitið Eggert. Við megum í þessum reikningi ekki gefa okkur það að fiskur yrði ekki veiddur nema Þessir sægreifar kæmu þar til.

En fjandi er ég efins um þessa upphæð, ca. 3 milljarða í auðlindaskatt?

Árni Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 06:04

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er rétt að fiskur verði ávalt veiddur á meðan hann syndir við 'Islandsstrendur.

Varðandi auðlindagjaldið þá kom þetta fram í fréttum. Þetta er sér skattur sem einungis er settur á sjávarútvegsfyrirtæki.

Eggert Guðmundsson, 4.2.2011 kl. 10:01

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tveggja trillu útgerð með 500 tonna kvóta fékk afskrifaða tæpa þrjá milljarða hjá bankanum sínum. 600 milljónir greiddar út í arð nokkru áður. Er ástæða til þess fyrir þessa þjóð að láta ábyrgðarlausa stráka í bönkum og útgerð storka sér svona endalaust?

Árni Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 11:44

8 Smámynd: Jón Kristjánsson

Árni, þetta er að verða alvarlegt. Enn talaði Spegillinn við LÍÚ lögfræðinginn Helga Áss og var þar að verki áróðursmeistarinn Gunnar Gunnarsson, sá sem einnig með ESB áróðurinn.

Og - hann boðaði framhald þessara þátta næstu daga! Var einhver að tala um þjóðarútvarp? 

Jón Kristjánsson, 4.2.2011 kl. 18:55

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta virðist allt vera í eigu Líúara og stýrt af þeim.

Það þarf enginn að útskýra hvað hann á við þegar hann segir að verið sé að rústa sjávarútveginum.

Árni Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 20:01

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Árni, það eru þá fleiri en ég sem sjá hverjir hafa völdin hér á Íslandi, mér hefur fundist líka vera margur maðkur í mysunni hjá embættismönnum Íslenska ríkisins!

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 01:17

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Árni aftur, mér dettur þá í hug það sem vinnufélagi minn sem er formaður "Verðandi" hér í Eyjum sagði mér um daginn, en hann sagði að útgerð í Vestmannaeyjum borgaði 300 milljónir.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 06:38

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helgi Þór. Þakka innlitið en ef þarna er átt við greiðslur til ríkisins frá öllum útgerðum í Eyjum þá er ég ófáanlegur til að trúa.

Árni Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 16:12

13 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

?????????

Helgi Þór Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 19:57

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þessa ágætu áminningu Árni. Græðgi þessara einstaklinga og leppa þeirra í ríkisstjórn og á alþingi virðast lítil takmörk sétt. Ég óttast að ástandið eigi eftir að versna. Menn eru að kalla eftir kosningum og ég held að Tryggvi Þór (sem lýgur venjulega meira en flestir) sjái sjálfan sig sem næsta fjármálaráðherra. Þær verða þá skondnar tölurnar sem byrtast úr fjármálaráðuneytinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2011 kl. 22:51

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Réttlæti væri í því að allt það fólk zem að hefur haft aðgang óheftann að auðlindinni í tvo áratugi væri bannað að vinna við hann næztu tvo áratugi.

Steingrímur Helgason, 8.2.2011 kl. 00:48

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það styttist óðum í einhverjar fréttir af Jóni okkar Bjarna og þeim breytingum sem honum tekst að koma fram.

Árni Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 11:48

17 identicon

Sæll meistari, vistarband samtímans er kvótakerfið, vistarbandið hefur aldrei vikið á brott á landsbyggðinni og ég segi það fullum fetum, landsbyggðin kýs þetta drasl og situr uppi með það, sagt er að þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur, hættið að kjósa íhaldið og framsóknardraslið og þá verða breytingar.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 20:14

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eg bíð eftir því að síðasta ályktun þín sannist Bárður minn.

Árni Gunnarsson, 14.2.2011 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband