Sápukúluhagkerfin að gefa eftir?

Það er í rauninni grátbroslegt að sjá þessa pólitísku apaketti hnappa sér saman til að reyna að halda uppi sápukúlumarkaði iðnríkjanna. 

Þessi grey eru náttúrlega ráðin til verksins og styrkt til pólitískra áhrifa af voldugum auðjöfrum.


mbl.is Erfið vika framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ekki laust við að maður vellti því fyrir sér hvernig þessi peningastefna endar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.8.2011 kl. 00:48

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessir pólitísku loddara sem stjórna í dag, ráða bara ekki við að stjórna! Þeir hugsa bara um sitt pólitíska líf og lengra nær ekki þekking þeirra.

Ómar Gíslason, 8.8.2011 kl. 00:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð" eins og skáldið sagði. Þetts er ekki peningastefna heldur björgunarleiðangur, einskonar brimlending. Þetta er allt einn barnaskapur og pólitíkusarnir gera bara það sem þeim er sagt að gera.

Tölur, einar og sér eru nefnilega ekki verðmæti. Skuldabréf/hlutabréf hefur ekki nærri því alltaf gildi í tengslum við upphæðina sem á það er ritað. Verðgildi bréfsins er aldrei hærra en sem nemur greiðslugetu útgefandans.

Árni Gunnarsson, 8.8.2011 kl. 21:11

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: það er rétt hjá þér að það er grátbroslegt að sjá hvaða pólitíska apaketti fólkið hefur kosið sér til forsjár, í stað þess að velja sér leiðtoga sem hugsa í árum, hefur meginþorrin valið orðháka, æsingamenn og tækifærissinna, sem fjúka í skoðunum eftir vindinum sem blæs að morgni hvers dags, þess vegna er ástandið eins og það er hjá þessum þjóðum og okkur.

það eru nefnilega kjósendur sem ráða ferðinni, en einhvernvegin vilja þeir ekki taka þátt, það á alltaf einhver annar að hafa vit fyrir þeim, kjósendur eru sökudólgarnir, þeir kusu þetta fólk til forustu, hvers vegna gefa þeir sama liðinu aftur og aftur, leifi til að misnota aðstöðu sína eða það sem líklegra er, að misfara með almanahag vegna skorts á kunnáttu, hversvegna eru sömu menn kosnir aftur og aftur í prófkjörum flokka?, jafnvel þó að vanhæfni þeirra blasi við aftur og aftur, þingmaður í 30 ár, er hægt að skammast út í þingmann sem er valin til setu á Alþingi svona lengi, nei kjósendur bera ábyrgð á honum ekki öfugt. 

Magnús Jónsson, 10.8.2011 kl. 01:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannarlega rétt hjá þér Magnús. Einhvern veginn er það nú svo að mér dettur í hug hvort ekki vanti meira af sterku fólki með leiðtogahæfileika? Mér finnst eins og hagfræðikenningar bornar fram af lærdómsmönnum úr háskólum séu yfirleitt mest hafðar á orði þegar tekist er á um pólitík. Skipstjóri sem kynni ekki annað en það sem dygði honum til að dúxa í skipstjórnarnámi yrði seint fengsæll aflamaður.

Jón bóndi í Möðrudal byggði kirkju á bæ sínum með eigin höndum og fyrir eigin reikningog þegar hann var spurður hvernig honum hefði dottið þetta í hug átti hann ekki erfitt með svar:

"Nú, barasta af því að ég sá engin vandkvæði á því."

Okkur vantar menn eins og Jón í Möðrudal út um allan heim í dag.

Árni Gunnarsson, 10.8.2011 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband