Fjöllin tóku jóðsótt......

Guðmundur Steingrímsson situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Áður var hann varaþingmaður Samfylkingar. Mörgum þykir mikið til þess koma að bæði faðir Guðmundar og afi voru formenn stjórnmálaflokks (Framsóknarflokksins) og auk þess gegndu þeir báðir starfi forsætisráðherra.

Það hefur tekið býsna mikið pláss í fréttum í gær og dag að Guðmundur Steingrímsson hafi látið verða af hótun sinni og yfirgefið Framsóknarflokkinn.

Þá hefur Guðmundur einnig gert því skóna að hann muni stofna nýjan stjórnmálaflokk "á miðjunni" og hvetur óánægða sjálfstæðismenn jafn sem aðra óánægða "miðju - og Evrópusinna" til að skipa sér undir merki hins nýja flokks.

Eru þetta mikil eða minnisverð tiðindi sem á einhvern hátt munu marka tímamót?

Ekki hef ég trú á því.

Mér finnst það nú varla taka því að hafa orð á þessu.

Ég hef ekki heyrt margar pólitískar fregnir sem tekið hafa minna pláss í mínum huga.

Mér finnst nefnilega Guðmundur Steingrímsson vera allslaus stjórnmálamaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg hjartanlega sammála þér.

Ómar Gíslason, 23.8.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Gunnar Waage

tek undir það Árni

Gunnar Waage, 23.8.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: Benedikta E

Sammála þér Árni - maðurinn hefur enga burði í stjórnmálum.

Benedikta E, 23.8.2011 kl. 21:22

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Jú, mér finnst þetta líka vera alveg dæmigerð ekki-frétt. Það hefur ekki heyrst múkk í þessum ágæta, unga manni þangað til þetta kemur upp á, sérsniðið og hannað eftir þörfum ónefndrar stjórnmálafylkingar sem þarf að blása til sóknar gegn þjóðarvilja Íslendinga.

Flosi Kristjánsson, 23.8.2011 kl. 21:29

5 identicon

Heill og sæll Árni; sem og aðrir gestir, þínir !

Og; vafamál mætti kallast, ef Guðmundur hefði döngun nokkra, til almenns handverks - til sjávar, eða sveita, en skrifstofuhald og blýantsnögun, suður á Brussel völlum, kynni að fara honum einkar vel, öngvu; að síður.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 21:32

6 Smámynd: Elle_

Eina þýðingin við fréttina var að nú varð flokkurinn sem hann fór úr miklu sterkari.  Samt kom það aldrei fram í öllu plássinu sem var eytt í fréttina.  Sif mætti fara næst.  

Elle_, 23.8.2011 kl. 21:49

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur fyrir innlitið ágæta fólk. það er greinilegt að ég er ekki einn um þessa skoðun á "stjórnmálamanninum" Guðmundi Steingrímssyni.

Man einhver eftir því að hann hafi tekið til máls með tilburðum í einhverju þýðingarmiklu deilumáli?

Ég leyfi mér að efast um það.

Árni Gunnarsson, 23.8.2011 kl. 22:23

8 Smámynd: Gunnar Waage

Nei enda heyrast mér fréttamenn koma alveg að tómum kofanum, það eru engar sérstakar áherslur hjá honum af því hann hefur engar skoðannir á neinu.

Gunnar Waage, 23.8.2011 kl. 22:36

9 Smámynd: Gunnar Waage

Það fæst svo sem ekki mikið ráðið í manninn af þessum lista.

Gunnar Waage, 23.8.2011 kl. 22:40

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég man vel þegar hér voru enn á líf Íslenskir eldri athafamenn sem höfuð sig áhöndum og voru jafnvel forstjórar  á tíma stórum stöndugum fyrirtækjum sem þeir höfu byggt up með berum höndu og hugvit einu samann ef við haldið hefð forfeðra sinna. Þeir höfuðu margt í flimtingum um englabörnin, með silkimjúku hendurnar, sem höfðu fengið allt upp í hendur sjálfkarfa og mest af sínu vit úr bókum, sem þeir skildu í samræmi við sitt bakland, og voru sestir á þingi eða búnir að hreiðra um sig í stofnunum miðstýringarinnar. Því miður í dag virðist allir mótaðir í þetta mót, eins og heyra má þegar þetta lið opnar á sér túllann. Enginn verður óbarinn biskup að mínu mati. 

Júlíus Björnsson, 23.8.2011 kl. 22:48

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni bloggvinur, við skulum ekki dæma Guðmund Steingrímsson svona fyrirfram. Það er margt til í því sem hann hefur sagt í þessum viðtölum í gær og dag. Það þarf svo sannarlega nýjan flokk, ég held að margir séu á þeirri skoðun, en spurningin er hvort Guðmundur sé rétti maðurinn til að leiða hann. Það verður að koma í ljós þegar fram í sækir.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.8.2011 kl. 23:41

12 Smámynd: Halla Rut

Hann hefur einu sinni og aðeins einu sinni staðið fyrir einhverju á þingi en það var þegar hann vildi færa klukkuna um klukkutíma til að nýta birtuna betur. FLOTTUR FERILL.

Maðurinn en vel gefin og hæfileikaríkur, spilar á hljóðfæri og kann að skemmta sér. Það er vont að sjá mann vilja vera eitthvað sem hann hefur enga burði í, fátt eins sorglegt. 

Halla Rut , 24.8.2011 kl. 00:07

13 Smámynd: kallpungur

Þessi ormahreinsun sem nú gengur yfir hjá Framsóknarflokknum er ekki nema til bóta. Eða ætti maður kanski að kalla þetta Detox meðferð a la Jónína þar sem óþarfa óhreinindi eru skoluð út um e.......... .

Eitt er víst að Framsóknarflokkurinn skánar fyrir vikið.

kallpungur, 24.8.2011 kl. 01:09

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sigmar: Ég er sömu skoðunar og þú um að við þurfum svo sannarlega nýjan stjórnmálaflokk. Svo er spurning hvort við séum sammála um erindi þess flokks og pólitískar áherslur. Og ef stofna á stjórnmálaflokk vegna þess eins að einhver alþingismaður er ósáttur við pólitík formannsins og langar sjálfan til að komast í sviðsljósið þá vekur það nú ekki áhuga minn.

Ég hef ekki ennþá séð eða heyrt neitt frá G.H. sem greinir hans pólitík frá Samfylkingunni.

Pólitísk fyrirbæri á borð við Samfylkingu kalla nú ekki beinlínis á fjölföldun, - eða hvað?

Árni Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 08:22

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Halla Rut. Sammála þér um að pilturinn sé þokkalega á sig kominn að flestu leyti. Ég held að harmonikkan sé hans vettvangur.

Árni Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 08:28

16 Smámynd: Jón Kristjánsson

Sammála þér Árni. En ég veltist nokkuð umaf hlátri þegar ég heyri Össur  afneita þáttöku sinni í plottinu. Hann vantar auðvitað liðsauka til að viðhalda ESB lestinni.

Jón Kristjánsson, 24.8.2011 kl. 10:14

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Össur já: Er það þessi sem segir að sér hafi verið falið "að fara í þessar samningaviðræður og koma með samning til baka!"

Hefur einhver heyrt að Össuri hafi verið uppálagt að koma með samning en liggja dauður ella?

Ég minnist þess nú ekki.

Össur er bráðgreindur skratti á marga lund en er búinn að tala eins og flón í tengslum við þessa umsókn enda hef ég lengi haft þá sannfæringu að þetta ESB trúboð sé miklu fremur vísbending um heilkenni en pólitík þegar um lítið og auðugt eyríki eins og Ísland er að ræða.

Það hljóta að verða krötum allra flokka mikil vonbrigði að fylgjast með dauðastríði evruræfilsins og ummælum evrópskra ráðamanna á þá lund að Ísland muni líklega ekki verða ESB ríki.

Árni Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 10:41

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Viðbrögð Framsóknar eru athyglisverð, Guðmundi eru þakkað samstarfið og árnað heilla inn í framtíðina! Þeir eiga óhægt um vik að skammast og fjandvirðast yfir liðhlaupinu eins og þeim langar til og minna Guðmund á fyrir hvaða flokk hann var kjörin á þing, enda nýbúnir að fagna liðhlaupi þessa Ásmundar, úr VG í sínar raðir, eða hvað hann nú heitir sá góði maður. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.8.2011 kl. 12:06

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég finn alltaf til í hnénu Axel þegar minnst er á liðhlaupa. Ég bjó við slæma veilu í hnjám sem bagaði mig andskoti mikið á yngri árium þegar mest reyndi á. Þá hljóp gjarnan til í þessum liðum og ég varð draghaltur lengi á eftir.

Ég vona að þeir Ásmundur góðvinur minn og Guðmundur Steingrímsson sleppi við þann fjanda.

Árni Gunnarsson, 24.8.2011 kl. 13:19

20 identicon

Hvert er svo inntakið kæri Árni?, að allar breytingar eiga ekki rétt á sér. Að strákskratinn hafi orðið leiður á framsóknarhyskinu og vilji fara aðrar leiðir? Nú finnst mér þú gamall og lúinn ÁG, og mér finnst það reynar æði oft sjálfum, nokkuð að frétta af afkvæmum Perlu? þeirrar glæstu hryssu í ræktunarsögu íslenska hestsins.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 21:43

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Inntakið er einfaldlega það að Guðmundur Steingrímsson er ekki með neinar pólitískar áherslur sem ekki er nóg af í öðrum flokkum. Og til þess að leiða stjórnmálaafl þarf leiðtoga. Og til þess að verða leiðtogi dugar ekki að geta spilað á harmonikku, ekki heldur að vera snoturmenni og alls ekki að geta rakið ættir til pólitískra leiðtoga.

Ég veit núorðið minnst hvað kann að vera fréttnæmt af afkomendum hennar Perlu eða annara þeirra kynbótahrossa sem ættir rekja til minnar ræktunar, Heyr minn himnasmiður. Nú er ég meira að segja hættur að sækja hestamannamót.

Árni Gunnarsson, 25.8.2011 kl. 07:27

22 Smámynd: Auðun Gíslason

Alltaf skulu kommúnistar og niðurrifsseggir...

Auðun Gíslason, 25.8.2011 kl. 22:19

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vér kommúnistar!

Árni Gunnarsson, 26.8.2011 kl. 08:37

24 Smámynd: Steingrímur Helgason

'Much ado about nothing'...

Steingrímur Helgason, 26.8.2011 kl. 22:56

25 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Ég vona að þér eigi eftir að batna í hnénu, það sama verður varla sagt um þennan Steingrímsson, honum á varla eftir að batna á neinn hátt- pólitískt, til að mynda er hugmyndafræði hans tengd Evrópusambandinu tímaskekkja í því besta, en eitthvað sem við segjum ekki ófullir hver við annan í það seinna, og það að halda að frægð pabba gamla dugi til floksmyndunar ber vott um meiri bjartsýni, en skynsemi því miður, það sem stendur uppi er að enginn sem hann hefur reynt að starfa með, hefur treyst honum fyrir stýrinu, svo hann ætlar að stýra sjálfur, hugsanlega er það best.... 

Magnús Jónsson, 27.8.2011 kl. 21:47

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hógværlega, en glögglega ritar þú hér, Árni, og finnst fátt og fáir til að mæla á móti máli þínu.

Jón Valur Jensson, 28.8.2011 kl. 01:58

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlit og hlý orð, Steingrímur, Magnús og Jón Valur.

Árni Gunnarsson, 28.8.2011 kl. 22:24

28 identicon

Sammála þér Árni.

Guðmundur Steingrímsson sá fram á, að hann mundi ekki ná neinum frama innan SF-spillingarinnar. Jafnvel SF-liðið sá í gegnum hann og er þá mikið sagt. Þá fór hann í Framsókn og þar var sama sagan.

Núna er von hans, að stofna flokk um "moð"-ið og sjálfan sig. Hugsjónalaus hringlari er GS nema um eigin frama.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 11:51

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta sé rétta greiningin Guðmundur.

Nú er það bara spurning hvort einhverjir málsmetandi einstaklingar taka þetta óánægða barn alvarlega.

Árni Gunnarsson, 29.8.2011 kl. 12:15

30 identicon

Ef einhver er allslaus í pólítík í dag þá er það Frjálslyndi flokkurinn þinn Árni Gunnarsson undir forystu Sigurjóns frænda þíns. Í skoðanakönnun Bylgjunnar í síðustu viku mældist hann með eitt prósent fylgi og er fylgisminnstur íslenskra flokka. Guðmundur Steingrímsson sem þú ræðst hér á fúll í skapi mældist í sömu könnun með 14 prósenta fylgi og er þó ekki einu sinni búinn að stofna um sig flokk.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 13:09

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frjálslyndi flokkurinn er ekki allslaus í pólitík þótt fylgi hans mælist ekki hátt. Flokkurinn hefur markmið og hefur látið þau óspart koma fram. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa tekið upp t.d. áróður fyrir breyttri stjórnun fiskveiða í anda okkar en leyft sér að svíkja þá stefnu. Það finnst þér auðvitað allt í lagi Guðmundur I P, eða hvað.

Geturðu bent mér á pólitísk baráttumál Guðmundar Steingrímssonar, baráttumál sem voru kaffærð ítrekað af forystu flokksins svo hann sá sitt óvænna og gekk frá borði?

Þetta er grundvallaratriði og þér verður mikið þakkað þegar þú upplýsir okkur um þetta.

(Hinsvegar þarftu ekki að ganga undir dulnefni á minni síðu, ég veit upp á hár hver þú ert.)

Árni Gunnarsson, 29.8.2011 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband