9.9.2011 | 11:50
Gamla, góða heygarðshornið
Getur hugsast að Sámur frændi hafi selt hergögn og komið nærri þjálfun yfirmanna í fangabúðum?
Bandaríkjamenn hafa ekki orð á sér fyrir að vera smámunasamir þegar kemur að því að afla tekna með sölu hergagna, þar með talin efnavopn.
Undarlegt er það ef allar sögur af vestrænum hugvitsmönnum um pyndingaraðferðir sem notaðar eru við yfirheyrslur í einræðisríkjum eru ósannar.
Og ekki held ég að gömlu evrópsku nýlenduveldin sem ESB- sinnar okkar þrá svo mikið að sænga með séu að þessu leyti hótinu skárri.
Frambjóðandi neitar brotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kristinnp
- kreppan
- kreppuvaktin
- aevark
- baldher
- lehamzdr
- fiski
- skarfur
- larahanna
- ragnar73
- johanneliasson
- rannveigh
- steinibriem
- gudruntora
- hallarut
- gudni-is
- nilli
- drhook
- gretar-petur
- iceman
- solir
- bjarnihardar
- gudrunmagnea
- valgeirb
- ladyelin
- skodunmin
- jensgud
- siggith
- gthg
- veffari
- jahernamig
- zeriaph
- vestfirdir
- nafar
- rungis
- ingabesta
- eythora
- svarthamar
- fleipur
- martasmarta
- skulablogg
- jullibrjans
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- blekpenni
- steinnhaf
- malacai
- hreinsig
- huldumenn
- ffreykjavik
- proletariat
- vestskafttenor
- jonvalurjensson
- hlynurh
- riddari
- baldurkr
- maggij
- methusalem
- juliusbearsson
- diesel
- thj41
- ace
- jonmagnusson
- fridaeyland
- helgigunnars
- jonthorolafsson
- pjetur
- silfri
- erlaei
- exilim
- himmalingur
- nordurljos1
- neytendatalsmadur
- fhg
- gunnarpalsson
- must
- drellington
- lucas
- sterlends
- gudmunduroli
- egill
- veravakandi
- snjolfur
- disdis
- runirokk
- thjodarsalin
- ingolfurasgeirjohannesson
- askja
- gretarmar
- annaeinars
- gattin
- vefritid
- jaherna
- fun
- drum
- andreskrist
- loftslag
- helgatho
- haddi9001
- valdimarjohannesson
- skagstrendingur
- os
- gisgis
- haddih
- hordurj
- ludvikjuliusson
- sumri
- kallimatt
- benediktae
- seinars
- muggi69
- liu
- fullvalda
- valli57
- heidarbaer
- naflaskodun
- elismar
- totibald
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- bookiceland
- kliddi
- samstada-thjodar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eðli og beinlínis tilgangur CIA og sambærilegra stofnana annarra þjóða að vinna landi sínu sem mest "gagn" bak við tjöldin með hryðjuverkum og manndrápum. Það er aðeins eitt sem skilur að ósómann Bin Laden og ósómann CIA, Bin Laden gekkst við sínum voðaverkum. Bin Laden var að því leytinu heiðarlegri.
Hættulegustu og afkastamestu hryðjuverkasamtök heims í dag heita Mossad.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 12:21
Já, Axel. Ég hef lengi haft megnasta ógeð á þessari starfsemi sem stunduð er undir yfirvarpi friðar og kristindóms.
Árni Gunnarsson, 9.9.2011 kl. 12:37
Heill og sæll Árni æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !
Árni Skagfirðingur; og Axel Skagstrendingur !
Ekki; ekki segja þetta, piltar.
Þeir gætu orðið sárir; - jafnvel móðgaðir, Kaldastríðs jálkarnir Jón Valur Jensson og lagsmaður hans, Björn nokkur Bjarnason, ef þið viljið halda þessu fram, sem er þó í rauninni rétt; og ekkert ofsagt.
Axel Jóhann !
Barack Obama Bandaríkjaforseti; hreykir sér - eins og Hani á hól, að hafa grandað frænda sínum Osama, í Maí byrjun, s.l. Þó; hefir þessum slöttólfi (Obama); ekki tekist enn, að færa sönnur á, fyrir gjörningnum, og hann ''gleymdi'' víst, að afgreiða þá Bush yngri - og kjölturakka hans, Blair hinn Brezka, í leiðinni.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 12:41
Eigum við ekki að halda skoðunum okkar fram óttalausir að venju Óskar Helgi?
Svo bíðum við og sjáum hvort einhven langar til að reka eitthvað ofan í okkur.
Árni Gunnarsson, 9.9.2011 kl. 19:31
Komið þið sælir; að nýju !
Árni !
Jú; vitaskuld - en, hjá mér átti að gæta, nokkurrar kaldhæðni reyndar, gagnvart þessum NATÓ-Pentagon flónum, sem þeir hafa sannað sig, í að vera margsinnis, Jón Valur og Björn Engeyingur.
Vildi einungis; koma því að, fornvinur góður.
Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:08
Árni: Valabarátta sú sem við höfum séð síðustu 50 árinn eða svo, ætti ekki að koma þér né neinum öðrum hugsandi manni á óvart, og að vesturveldin beitti ekki sömu aðferðum og austurveldin væri að plata sjálfan sig, því heiðarleiki og samgirni eru fyrstu fórnarlömb allra umbrota.
Viðurstyggilegustu pyntingar sem sögur fara af voru gerðar í nafni trúarbragða, ég nefni til að segja eitthvað Spánska rannsóknarréttinn, smánarblett trúar.
Vondi karlinn er í hinu liðinu, ætti að vera orðið úrelt hugtak, meira að segja hjá fornaldardýrkendum á borð við Óskar Helga.
Spurningin eru tvær en aðeins önnur dugir,1 viltu vera með vesturveldunum( konur hafi rétt á við karla), 2 eða viltu vera með þeim sem segja ( við erum sterkari, betri, gáfaðri, við erum karlar, konur eiga að þjóna okkur, og hlíða okkur í öllu???
Mitt svar er einfalt 1, allir sem hafa aðra skoðun geta og mega fara þangað sem þeim sýnist, en þeir skulu ekki reyna að koma sínum skoðunum yfir mig og mína, og e þeir vilja lifa í mínu samfélagi þá skulu þeir sætta sig við jafnrétti kynjanna skilyrðislaust.
Magnús Jónsson, 9.9.2011 kl. 21:09
Komið þið sælir; að nýju !
Magnús Jónsson !
Ég hygg; að Árni Skagfirðingur, hafi ekki ætlast til, að menn skipuðu sér, í einhverjar ákveðnar liðsheildir, sérstaklega.
En; vænt þókti mér, um Fornaldar tilvísun þína - mér, til handa, ágæti drengur, öngvu að síður.
Með; ekki lakari kveðjum - en öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 21:32
Óskar Helgi:ég verð seint sammála þér um margt málefnið, en sammál getum við verið um að men eigi að segja satt og rétt frá, eða falla ella eða vilt þú annað við hafa, það vil ég, mér líkar ekki að ofbeldi hafi rétt manna að féþúfu, er vel dæmt í þessu máli, Óskar.
Magnús Jónsson, 9.9.2011 kl. 21:47
Þakka þér innlitið Magnús. Ekki setti ég þessa færslu inn vegna þess að ég hefði orðið einhvers þess áskynja sem mér hefði komið á óvart.
Ég vildi aðeins vekja á þessu athygli til þess að benda í þann tvískinnung sem Vesturveldin hafa gjarnan beitt í málflutningi þegar þau hafa verið að réttlæta hernaðarbrölt sitt. Eða, hvað lætur ekki Davíð frá Fagraskógi Hrærek konung segja í kvæðinu. Konungurinn á Kálfskinni.?
"Fyrst var kristinn sálmur sunginn,
síðan Máríukvæði.
Svo voru augun úr mér stungin-
augun mín bæði."
Þau hafa verið framin mörg grimmdarverkin í nafni friðar og kærleika.
Og þær voru klén friðarkveðja napalmsprengjurnar í Víetnam því saklausa fólki sem þar brann lifandi.
En hagnaður hergagnaframleiðenda var sætur og hagvöxtur óx að sama skapi.
Árni Gunnarsson, 10.9.2011 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.