Ekki meiri hringavitleysu

Enda þótt stjórnmálaástand okkar sé nú ekki gróskumikið þessi misserin þá eru takmörk fyrir því hversu langt fólk getur leyft sér að ganga.

Hvaða hugsjónir hefur Guðmundur Steingrímsson gengið með í brjóstinu og pólitískir samferjar hans barið niður?

Engar, sem ég hef heyrt um.

Telur drengurinn að það nægi honum að pabbi hans og afi urðu stjórnmálamenn og náðu áhrifum?

Hvað er eiginlega í gangi.

Nú fer líklega að styttast í að Jón Gnarr stígi fram fyrir þjóðina og skýri henni frá sinni dýrustu pólitísku hugsjón:

Allskonar fyrir aumingja!

Greyin mín!

Eigum við ekki að reyna fremur að vinna okkur smám saman inn virðingu þeirra þjóða sem nenna að fylgjast með okkur en að mála okkur endanlega út í horn?

Það hljótum við að gera ef þetta skelfilega áform um framboð pólitískra apakatta á landsvísu verður að veruleika.


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í sjónvarpi íkvöld og var eins og kófdrukkinn vesalingur. Vesalingur er hann nátturlega....

Vilhjálmur Stefánsson, 20.9.2011 kl. 23:26

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það vakti mann til umhugsunar að sjá blessaðan drenginn. því er ég sammála.

Kannski er þetta fagnaðarefni fremur en hitt. Hugsanlega verður þetta til þess að fólk átti sig á því að löggjafarþingið er ekki hæli fyrir óþekka krakkakjána sem langar bara "að vera mem!" 

Árni Gunnarsson, 21.9.2011 kl. 10:42

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Guðmundur er að stunda þá atvinnu sem elst telst vera (þó ég þekki hvorki, né hafi sjálfur stundað rannsóknir á því)

Haraldur Baldursson, 21.9.2011 kl. 18:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjöllyndi í stjórnmálum er ekki svo alslæmt ef það snýst um prinsipp sem fólk sér að hfa verið brotin og loforð svikin.

En þetta dæmi hans Guðmundar hefur engan svip af neinu slíku.

Hann var ekki borinn ofurliði í skoðanaágreiningi sem ekki er von því engin dæmi man ég um að barnið hafi haft aðrar skoðanir en þær almennu; "öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og ég á að fá fyrsta bitann."

Þess vegna er mér örðugt að skilja hvað fréttastofur okkar eru iðnar við að sýna barnið í viðtölum og þá ekki síður hann þarna Jón, eitthvað sem segist vera borgarstjóri.

Árni Gunnarsson, 22.9.2011 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband