Hvenær verður haldinn þjóðfundur um þessa hringavitleysu Hafró?

Þarna hefur Fiskistofa/Hafró gripið snöfurlega inn í til að stöðva uppbyggingu fæðuskilyrða á Fljótagrunninu. Þessir vísindamenn virðast ófærir um að skilja að fiskistofnar verða ekki styrktir með því að fjölga ungviðinu ef ætið skortir.

Afleiðing þessarar glæpastarfsemi er offjölgun ungviðis og síðan afrán og að lokum úrkynjun stofna.

Hvenær fara landfræðingar að fyrirskipa fjölgun fjár á ofsetnum/ofbeittum afréttum?

Það hljóta að gilda sömu lögmál um fæðuþörf á sjó og landi.

Gilda önnur lögmál um þróun þorskstofnsins í Barentshafi en í íslenskri lögsögu?

Við höfum ekki efni á svona látlausri skemmdarstarfsemi fiskifræðinganna.

Hvernig væri að boðað yrði til þjóðfundar um nýtingu á dýrmætustu auðlind þjóðarinnar áður en vísindamönnum okkar tekst að vinna á henni óbætanlegt tjón?

Ef þeir eru þá ekki þegar búnir að því.


mbl.is Staðinn að ólöglegum veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Vitleysan heldur áfram Árni.

Þegar fiskur af Fljótagrunni var aldursgreindur fyrir nokkrum árum, kvarnasýni voru send til Hafró, kom í ljós að þessi smáfiskur var gamall, 6 eða 7 ára minnir mig. Enn eru þeir því að loka eftir tommustokk.

Sama má segja um skyndilokun, sem er í gildi við Búlandshöfða. Þegar ég (og Hafró) aldursgreindi fisk frá þessu svæði 2005 kom í ljós að 4-8 ára þorskar voru svipað þungir eða um 1.5 kg.

Þessu skal bara ekki linna!  

Jón Kristjánsson, 21.10.2011 kl. 13:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eru ekki starfandi svonefndir forðagæslumenn (eða er búið að leggja þá af) sem könnuðu hvort bændur hefðu nægt fóður vetrarlangt fyrir sitt fé og þau lömb sem þeir hygðust setja á? Þessi skynsamlega hugsun til sveita hefur aldrei ekki náð út í sjávarbúskapinn, enda bera þeir, sem stjórna þessu og ákvarðanirnar taka enga ábyrgð, hvorki persónulega, eða stjórnunarlega og þá enn síður pólitískt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2011 kl. 11:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel. Kannski finnst einhverjum pólitíkusum að þeir beri ábyrgð á því að verð á aflaheimildum lækki ekki í verði. Það er ávísun á lækkun ef kvótinn verður aukinn og meiri fiskur berst á land.

Svona glæpir eru ekki refsiverðir á Íslandi.

Jón. Það er auðvitað heimskilegasta heimska allrar líffræði að þegar vitað er að við Ísland eru allnokkrir þorskstofnar og staðbundnir þá er sókninni ekki stýrt með neinni hliðsjón af því.

Ruglið er stærsti hluti vísindastarfseminnar og pólitíkusar tala bara um ráðstöfun aflaheimilda og kerfisbreytingar.

Líffræðin aukaatriði og enginn leyfir sér að efast um uppbygginguna sem búið er að ljúga inn í umræðuna.

Árni Gunnarsson, 22.10.2011 kl. 12:42

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni, þetta er góður pistill hjá þér og kemur heim og saman við það sem bloggvinur okkar Jón Kristjánsson heldur fram. Er einhver von um að okkar ágætu fiskifræðingar hjá Hafró geti skipt um skoðun? Eða eru kannski einhverjir aðrir sem ráða þarna ferðinni ?

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.10.2011 kl. 20:52

5 identicon

Heill og sæll Árni; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Hafrannsóknastofnun; Jóhanns frænda míns Sigurjónssonar - sem og Fiskistofu undrið, eru hreinræktaðar afurðir, hins úrkynjaða Háskóla samfélags.

Þarf vart; að hafa fleirri orð, þar um, piltar.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 22:27

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ztíga þarf á ztokk, & ztokka upp á nýtt...

Steingrímur Helgason, 22.10.2011 kl. 23:16

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Sigmar minn góður, það ráða aðrir ferðinni; hafa gert það lengi og fyrir vikið er Hafró í mínum huga ónýt vísindastofnun. Hún er reyndar verri en ónýt af ég hef rétt fyrir mér því hún er þá þjóðhags- og líffræðilega skaðleg.

Og við megum ekki gleyma því að þetta er ómetanleg auðlind sem um er að tefla.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 16:53

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi. Líklega höfum við áþekkar skoðanir á "afurðum" hins akademiska menntakerfis. Verst finnst mér þó ef eðlilegt líf á láði og legi fær ekki að þróast óáreitt vegna skemmdarverka þessa rándýra fyrirbæris.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 16:57

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mæltu manna heilaztur Zteingrímur hamramur.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband