Foringjadýrkunin í Vinstrihreyfingunni grænu framboði

Það er nú varla hægt að ætlast til að venjulegt fólk muni nafnið á þessu stjórnmálaafli.

En það sem ég vildi sagt hafa:

Mér finnst ólíklegt að utan raða eigin flokksmanna trúi nokkur maður því lengur að Steingrímur frá Gunnarsstöðum sé andvígur inngöngu Íslands í ESB.

Á væntanlegum landsfundi leyfi ég mér að spá því að honum takist eina ferðina enn að sleppa ódýrt frá þessu vindhanahlurverki sínu.

(Hann mun ekki ræða um það aðlögunarferli sem þjóðin er komin í á fullu.)

Ég spái því að hann muni taka skörulega til máls og endurtaka að afstaða hans og Vinstrihr...................græns framb.....sé óbreytt. Algerlega óbreytt!!!

Hinsvegar sé lýðræðisást hans og flokksins svo hátt hafin yfir þá lýðræðisást sem þjóðin hafi kynnst hjá öðrum stjórnmálaflokkum að ákveðið hafi verið að leyfa þjóðinni að taka upplýsta ákvörðun.

UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN

Og hann mun leggja þunga áherslu á þau orð að þetta séu andstæðingar hans í pólitík að gera tortryggilegt.

"En þeim mun ekki verða kápan úr því klæðinu!" mun hann að lokum segja.

Og þá klappar salurinn.


mbl.is Höggva í raðir stuðningsmanna VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Nákvæmlega; á þessa leið, mun þessi sellu fundur þeirra vinstri draslaranna fara.

Svona; fremur áþekkt miðju moðs flokkunum einnig, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottir!

Aðalsteinn Agnarsson, 23.10.2011 kl. 16:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur innlitin ágætu gestir. Þessi pistill minn mun að miklum líkindum verða misskilinn á marga vegu.

Ég er nefnilega öskureiður við forystu vinstri grænna af því að ég held að í þeim flokki sé besta fólkið - bestu Íslendingarnir sem hópur með skoðanir.

Þar eru einlægir umhverfissinnar og þar á okkar besta þjóðmenning marga fylgjendur og verndara.

Þar held ég að sérhyggja eigi fæsta liðsmenn og ég held að þar sé heiðarleiki hátt hlutfall eiginleika fjölmargra.

Þetta og margt fleira held ég að prýði hinn venjulega liðsmann Vinstri grænna.

Þess vegna finnst mér það flokkast undir samfélagslegan stórglæp sem Steingrímur J. Sigfússon hefur gert þessu stjórnmálaafli með því að gera það ómarktækt og ómerkilegt. 

það er ófyrirgefanlegt eins og umgengnin um sjávarauðlindina.

Og það á að teljast glæpur að fyrirgefa það.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 16:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessu er ég sammála Árni, það er slys að forysta þessa flokks skuli hafa nauðgað félagsmönnum sínum svona herfilega.  En þá er annað hvort fyrir þetta fólk að úthýsa skað völdunum eða stofna nýjan grænan flokk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 19:31

5 Smámynd: Sólbjörg

Nákvæmlega eins og þú lýsir Árni verður ræða Steingríms- þú þekkir greinilega manninn og þitt fólk.

Flokksbundnir kjósendur VG og aðrir kjósendur VG þyrftu að fá fræðslu um þá taktik sem Steingrímur notar í ræðum. Fólk verður þora að heyra hvernig Steingrímur talar þvers og kruss í mótsögnum og svíkur öll stefnumál, eins og þú bendir á Árni.

Allir einræðisherrar tala á sama hátt og með sama þrumandi myndugleika og Steingrímur - þannig tekst þeim að verða einræðisherrar. VG lýsið yfir frati á þennan kall!! eins og hann hefur gert við ykkur og losið ykkur við hann.

Sólbjörg, 23.10.2011 kl. 21:34

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Yfirleitt erum viðnú sammála Ásthildur. Takk fyrir komuna.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 22:44

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sólbjörg. Nú þarf ég að leiðrétta þann misskilning að ég sé kunnugur Steingrími J. eða forystu V g. yfir höfuð. Ég er ekki flokksmaður Steingríms en eins og ég sagði hér ofar þá á ég margt sameiginlegt með skoðunum þessa flokks, t.d. umhverfisviðhorf.

Ég hef verið og er mjög ósáttur við tvískinnung flokksins í kvótamálinu og hef staðið Steingrím að því að taka þar því fastar til orða sem hann meinar minna.

Að ekki sé nú minnst á falsið og blekkingarnar í ESB umsóknarferlinu sem er á góðri leið í heimsmetabókina.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 22:53

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki Steingrímur kvótakarl?  Veit ekki betur en að hans fjölskylda eigi kvóta,svo maðurinn er alls ekki óvilhallur á þeim vígvelli.  Annars takk fyrir mig Árni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 22:58

9 Smámynd: Sólbjörg

Takk Árni- en þú hittir jafnt naglann á höfðuðið þó þú sért ekki flokksmaður hvað varaðar pistilinn þinn það er engu að treysta þar sem Steingrímur er, flokksmönnum virðist ekki veita af stuðningi til að losa sig við hann.

Það er ljóst að VG eru algerlega búnir að vera sem stjórnmálaflokkur með Steingrím í innanborðs- í mesta lagi verður það góður brandari að lesa stefnuskrá þeirra fyrir næstu kosningar og enn fyndnara verður að hlusta á Steingrím reyna að afla flokknum fylgis. Er eignlega strax farin að hlakka til þeirra skemmtunar og hvað það á eftir að hlægja þjóðina mikið.

Sólbjörg, 23.10.2011 kl. 23:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe góð Sólrún, sama segi ég með Jóhönnu.... og Samfylkinguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 23:26

11 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Seingrímur verðiur sennilega "óháður" þingmaður fljótlega ef hann ætlar að halda áfram að styðja Slowhönnu og Spillingu hennar.

Óskar Guðmundsson, 24.10.2011 kl. 00:22

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

#8 Það hefur ýmsu verið slegið fram um hugsanlegar ástæður fyrir tvískinnungi Steingríms í kvótamálinu Ásthildur og þetta er eitt af því.

Ég treysti mér ekki til að meta hvað satt er í því en gott væri að fá að vita hvar þessi maður stendur í - þó ekki væri nema einu máli.

Af því  að ekki er hann þöglari en aðrir menn svo neinu nemi.

Árni Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 13:51

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heldurðu ekki Sólbjörg að gamansemi þjóðarinnar í pólitískum efni sé þrotin?

Árni Gunnarsson, 24.10.2011 kl. 13:53

14 Smámynd: Sólbjörg

Nei, gamansemi þjóðarinnar er örugglega rétt að rumska fyrir alvöru. Þú veist Árni að þegar ekkert er orðið eftir til að vinna með eða vonast eftir og tragedían er orðin yfirgengileg þá er lífið svo sniðugt að gáttir gamanseminnar opnast eins og leiksvið til að ærslast á.

En mér er jafn mikið í mun og áður að losna við þessa mannfjandsamlegu ríkistjórn - er bara að láta mig dreyma um að VG flokksmenn geri uppreisn gegn formanni sínum Steingrími J. og það geti orðið til þess að stjórnin falli. Eflaust langsótt barnaleg óskhyggja - en ég læt mig samt dreyma!

Sólbjörg, 24.10.2011 kl. 23:18

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já maður getur auðvitað látið sig dreyma og ef til vill rætist draumurinn þegar síst skyldi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 23:34

16 Smámynd: Sólbjörg

Já, takk fyrir Ásthildur, það er einmitt það sem ég held.

Sólbjörg, 25.10.2011 kl. 15:53

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal krossa putta og tær fyrir þér Sólbjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband