Náttúruhamfarir af mannavöldum

Það er mikil óskammfeilni af fréttastofu Morgunblaðsins að senda þessa frétt út og þá ekki síður fyrirsögnina.

Varðar það ekki við lög að senda út fréttir sem líkindi eru til að valdi slíku pólitísku uppnámi í hugum lesenda að það stefni heilsu þeirra í voða?

Nú geta "efasemdarmenn hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum" farið að leita til gamalla loftslagsvísindamanna hálfdauðra eða nýdauðra til að hrekja þessa kenningu sem óvinir vestræns hagvaxtar hafa að sjálfsögðu keypt.


mbl.is Tíðari hamfarir af völdum manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Árni þetta er eflaust bölvuðð þvæla hjá Mogganum. Sjá hér.
Og hér.

Rauða Ljónið, 1.11.2011 kl. 22:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er sama hvar komið er að þessu máli Sigurjón. Allt ber að sama brunni. Dauðakvíðinn...óttinn við að mannkynið sé komið fram af brúninni og of seint sé að snúa við er mörgum óbærileg tilhugsun. Sama er um afleiðingar græðginnar að segja; enginn þorir að taka til máls um það hvað bíður sjömilljarðasta einstaklingsins sem fæddist í fyrrakvöld ef allir þessir sjö milljarðar tækju allt í einu upp lífsstíl fólksins í Kópavogi.

Eða íbúa Álftaness.

Á þessi nýburi ekki sama rétt?

Árni Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 11:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hluti mannkyns er haldinn heimsendaþrá. Þessi hluti hefur stokkið á loftslagshysteríuna og hangir á henni eins og hundur á roði.

Það liggja engar sannanir fyrir því að óveðrum hafi fjölgað. Mannkyninu fjölgar hins vegar stöðugt og þéttbýli eyks. Því er ekki óeðlilegt að tjón af völdum óveðra aukist.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2011 kl. 12:34

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Varðandi ábendingar Rauða ljónsins - þá er rétt að benda á færslu þar sem farið er yfir rangtúlkanir og villur í þeim tenglum hér - sjá Að efast um BEST

Gunnar Th. er hins vegar í afneitun - svona svipað og þeir sem neita að yfirgefa snjóflóðahættusvæði þó yfirgnæfandi líkur séu á snjóflóði. Rök hrífa því ekki á hann.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.11.2011 kl. 15:29

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hnattræn hlýnun er staðreynd. Það er deilt um hvort tegundin maður eigi þátt í því. Það er vitað að losun koltvísýrings út í andrúmsloftið hefur áhrif en það er deilt um þau áhrif.

Kannski verðu mannkynið og allt annað þróað líf á jörðinni horfið í mengunardrullu án þess að óyggjandi úrskurður í þessu deilumáli verði kveðinn upp.

En það er vitaðað höfin eru að súrna og sum hafsvæði skila ekki lengur fiski sem hættulaus er til manneldis. Hiti og þurrkar eru orðið vandamál víða á þéttbýlum svæðum með vaxandi hættu á stórfelldum skógareldum.

Miklir og langvarandi skógarbrunar geta raskað veðráttu verulega og þá er ég að vísa til samanburðar við Skaftárelda sem leiddu ómældar veðurfarslegar skelfingar yfir stóran hluta Evrópu með tilheyrandi uppskerubresti.

Maðurinn hefur verið- og mun ævinlega verða- háður veðráttu og umhverfi. Hagvöxtur er það líka, en nú er komið að því að skilja að hagvöxtur mun ekki verða lengur keppikefli okkar. Það sem málið snýst núna um er hvernig braufæðir jörðin 7 milljarða og hvernig tekst þjóðum að halda fjölguninni í skefjum?

Árni Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 17:35

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta með mannfjöldan og fjölgunina er verðugt áhyggjuefni. Ef sá vandi verður leystur, hverfa áhyggjur Höska sjálfkrafa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband