Stefnir á forystusæti!

Það var nú kominn tími til að fyrrverandi forystusveit Orkuveitu Reykjavíkur færi að hugsa sér til hreyfings á ný í stjórnmálunum. Hver veit nema að framsóknarmenn fari aftur að verða sýnilegir þar sem eitthvað feitt er á stykkinu? Það er mikið verk fyrir höndum hjá D og B  að hreiðra um sig í fyrirtækjum þar sem ábata er von með góðu samkomulagi við pólitíska samstarfsmenn úr öðrum flokkum. Þetta er búið að vera hálfgert harðindatímabil.


mbl.is Stefnir á forystusæti hjá framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Afsakiði meðan að ég æli!

Auðun Gíslason, 28.9.2012 kl. 14:00

2 Smámynd: Benedikta E

Verður Framsóknarslagur í Reykjavík - líka - ?

Benedikta E, 28.9.2012 kl. 14:03

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni. Það finnast enn gljáfægðir álskallar á Íslandi, því miður. 

Nú er það verkefni almennings, og frábæru strákanna í Kastljósinu, að kanna siðferðislegt sakavottaorð "nýja" skalla-popparans sem fréttin fjallar um.

Vald fjölmiðlafólks á Íslandi er því miður takmarkað, og ekkert minna dugar en raunsannar, fórnfúsar, kjarkmiklar og heiðarlegar raddir almennings, ef hér á að ná fram einhverju sem líkist lýðræði og réttlæti.

Sumir pólitískir skallapopparar eru einungis færir um að fara illa með réttlætið og lýðræðið. Það getur ekkert breytt spillingunni á Íslandi, annað en heiðarlegar frásagnir og samstaða almennings um réttlæti fyrir alla.

Valdið er í höndum samstöðu almennings, til að ná fram réttlæti og lýðræði fyrir alla jafnt. Nú er að duga eða drepast.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 15:15

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki betur á viðbrögðum við þessari hógværu færslu, en að fólk hafi efasemdir um að Framsóknarflokkurinn færi okkur hið Nýja-Ísland.

Án gamans. Ef þessi flokkur ætlar að gera sig trúverðugan sem aflvaka nýrra tíma í stjórnmálum held ég að hráefnið verði ekki sótt í fyrrum starfsmenn hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

En hver veit hvaða skoðanir flokksmenn hafa á því?

Árni Gunnarsson, 28.9.2012 kl. 15:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er eins með þá sem komist hafa í feitt hjá ríki og bæ og dýrbíta, þegar þeir hafa á annað borð fundið blóðbragðið þyrstir þá í meira og meira. Með báðar þessar tegundir varga dugir aðeins eitt ráð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2012 kl. 15:45

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni. Ég hef ekki trú á flokkseigendum nokkurra pólitískra flokka, né trúarflokka.

Þeir sem sitja í spilltri flokkasúpunni, og vilja betri og óspilltari vinnubrögð, þurfa svo sannarlega á aðhaldi almennings að halda, til að ná einhverjum góðum árangri.

Valdið er hjá almenningi, og réttlátri róttækri gagnrýni allra. Ég fæ víst ekki viðurkenningarstjörnu fyrir þessar skoðanir mínar, en mér er alveg sama hvað háu herrunum finnst. Það verður enginn vinsæll af að segja sannleikann óþveginn, en það er samt nauðsynlegt verk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 18:06

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel er alveg með þetta...

hilmar jónsson, 28.9.2012 kl. 20:53

8 identicon

Heill og sæll Árni æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Árni !

Þrátt fyrir; velgju all margra kjósenda sorp flokkanna 4urra, er þó nokkur hópur fólks, farinn að vakna til einhverrar lágmarks vitundar, um óeðli og ógeðfelldni þessa packs, sem vermir 63 sætin, í kumbaldanum frá 1881, suður við Austurvöll í Reykjavík.

En; betur má - ef duga skyldi, til allsherjar vakningarinnar samt, svo dygði.

Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 17:06

9 identicon

Sérkennilegast af öllu er að kalla þennan flokk Framsókn ! (Nema þetta séu slíkir húmoristar að þeir séu í sérflokki og öfar öllu, jæja helvítið hafi það og fari allt í rassgat)

Fjallræða Stefáns K (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 21:23

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú þekki ég ekki þennan umrædda vonbiðil forystusætis hjá framsókn. Get þó ekki neitað því að finna fyrir sterkum óþef þegar saman koma nöfn Orkuveitu Reykjavíkur og Framsóknarflokks.

ER EINHVER HISSA?

Því má bæta við að ég kem ekki auga á hvaða erindi þessi klúbbur á inn í íslensk stjórnmál annað en það eina verkefni sem hann varð að setja á ís þegar hann hrökk út úr ríkisstjórn. Og það er að hygla flokkseigendum með aðgangi að ríkiseignum og sameign þjóðarinnar.

Árni Gunnarsson, 29.9.2012 kl. 21:30

11 identicon

Mæltu manna heilastur kæri Árni, oft hefur fýlan sem fylgir jarðhitaorku verið kennd við viðrekstur og Framsóknarflokinn, samt finnst mér aftanhlaðningurinn betri en Framsóknarflokkurinn. Jæja, helvítið hafi það, nú hef ég tjáð mig um stjórnmál fyrir næstu 20 árin, og amen.

Fjallræða Stefáns K (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband