Þjóðmenning og móðursýki

Hún hefur lengi verið undarleg umræðan í samfélagi okkar þegar hugtakið þjóðmenning heyrist nefnt. Það er blátt áfram eins og einhverjar stíflur bresti vegna yfirþrýstings og undireins byrjað að tala um þjóðernishyggju og þjóðernisrasisma. Menning er afar rúmt hugtak og einfalt til skilgreiningar og þjóðmenning er það svo sannarlega líka.

Þjóðmenning er tengt rótgrónum hefðum og siðum þjóða og þjóðlanda og mörg dæmi um ólíkar hefðir hjá grannþjóðum.

Við skulum rækja skyldur við þjóðmenningu okkar enda þótt ástæðulaust sé að endurvekja sóðaskap, illmennsku og aðra þá ósiði sem tengdust örbirgð, einangrun og fáfræði.

Það er áreiðanlega ekki heldur tilgangur þessara áforma.

Vonandi nær stjórnarandstaðan ekki að festast í bjánaskap og móðursýki.

Ath. Þetta er ekki ritað af stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is „Líka til kleinur í Póllandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Veit svo sem ekki; hvað segja skal - verandi kominn með óþverrann upp í háls, af Íslandi og öllu íslenzku, fornvinur góður.

Sjálfbirgingsháttur; sem og innistæðulaust dramb, er aðal þessa þjóðarbrots hér á Últímu gömlu Thúle, og hverfandi áhugi minn á, að flíka uppruna mínum - né samvistum við þetta lið Árni minn, þó aldrei muni ég ná að fullþakka þann Mongóla blóðdropa, sem í mér hrærist þó, að nokkru, til verðugs mótvægisins.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband