Fortíðarhyggja eða ........

Ég heyrði bókmenntapáfann Árna Bergmann segja frá uppvaxtarárum sínum í Keflavík. Hann var að ræða við fréttakonu á Rás 1 í morgunspjalli fyrir skemmstu og lýsti því þegar hann tók kornungur þátt í hinum ýmsu störfum sem krökkum úti á landi stóðu til boða fyrir laun. Ekki var á honum að heyra að þessi vinna sæti eftir í minningunni sem ánægju-eða þroskaefni.

Það var ekki fyrr en hann hóf nám í rússneskum háskóla sem það rann upp fyrir honum að sú reynsla sem hann bjó að í hinum ýmsu viðfangsefnum hversdagsins gaf honum áberandi forskot á samnemendurna sem aldrei höfðu þurft að takast á við verkefni dagsins né kynnst neinu því sem beið nemendanna eftir að námi lauk.

Er hugsanlegt að unga alþingismenn með ágæta skólamenntun skorti reynslu við raunveruleg störf í grunnatvinnuvegum okkar?

Það er ekki einleikið að LÍÚ- klíkan skuli enn geta haldið sértækum réttindum á nýtingu stærstu auðlindar okkar með atbeina pólitískra fulltrúa sinna á Alþingi.

Það væri óhugsandi ef ungir eldhugar í röðum þingmanna vissu hinn bitra sannleika - eða bara hluta af honum.

Vannýtt fiskveiðiauðlind um tugi milljarða er ekki boðleg staða hjá þjóð sem er að skera heilbrigðiskerfið niður fyrir lífshættuleg þolmörk.

Og einungis til að halda uppi fyrir útgerðarklanið, veðgildi aflaheimilda sem útvaldir fá að nýta en eiga ekki!

En auðvitað einnig fyrir bankana sem eiga veð í óveiddum fiski sem er verðlagður langt út í himinhvolfið.

Af hverju gefur ekki auðlindaráðherrann tafarlaust út tilskipun um frjálsar handfæraveiðar?

Svona sem fyrsta skref.

Við hvað er mannbjálfinn hræddur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Ólíkt; þorra frænda sinna, af hinni kunnu Sóleyjarbakkaætt, uppi í Ytri- Hreppi (Hrunamannahreppi), er Sigurður Ingi Jóhannsson, hið mesta kóð, hálfgerð rola, í sínu atferli - þó uppsveitamenn og aðrir ýmsir segi mér, að oftlega, hafi honum vel tiltekist, í umönnun sjúkra Dýra, til hverrar hann nam, á sínum tíma.

Einboðið er samt; að maðurinn er handónýtur, til allrar alvöru landsstjórnar, líkt hinum samráðherrum-og ráðherfum hans, Skagfirðingur góður.

Annarrs; hefi ég hneigst til þeirrar fullvissu minnar, undanfarin misseri, að Íslendingum sé bezt komið, undir Kanadískri og Rússneskri forsjá héðan af, fornvinur góður.

Gætu ekki; orðið verri skipti, alla vegana.

Með beztu kveðjum; sem endranær, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 20:51

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Auka innlands neyslu 1 flokks neyslu afurða til minnka útflutnings þörf til að fjármagna 5 flokks  innflutning. Auka raunvirði í almennri neytendakörfu , horfa til Ríki þar sem gæði efna er í öndvegi: Þýskaland, ..... [Ekki UK... eða A-Evrópa, S-Evrópa.   Framleiðsla á seldu raunvirði hér , er ein sú minnsta á mann  í ríkjum OCED.  Production , hráefna og orku er nauðsynleg en fullnægjandi til auk raunvirði kaupmáttar, þjónustu framleiðsla gerist á loka söluferli , hráefna og orku til almennra kaupenda : þá í ýmiskonar samsettu formi: farsíma, ... .  

Júlíus Björnsson, 12.8.2013 kl. 01:28

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Óskar Helgi. Ég sé að Sigurður Ingi, sem þú telur vera "hið mesta kóð" er sjöundi maður frá Eiríki gamla Vigfússyni ættföður Reykjaættar. Þar sem ég er fimmti ættliður úrskurða ég að tengsl hans við Reykjaætt teljist ekki lengur marktæk.

Árni Gunnarsson, 12.8.2013 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband