Er það virkilega?

Í dag býr stærstur hluti þjóðarinnar, líklega 2/3 hlutar í jaðrinum á eldvirku svæði.

Á þetta hef ég margsinnis drepið í pistlum og athugasemdum en viðbögð vægast sagt daufleg.

Og í dag er fjöldi byggingakrana að aukast svo að eftir er tekið víðs vegar um borgina. Þó líkega mest hér í gömlu miðborginni þar sem reist er hvert fjölbýlishúsið við annað, en samgöngur að sama skapi í öngþveitisástandi.

Það er engin minnsta ástæða til bjartsýni með flóttaleiðir frá Tjörninni fyrir seinfæra borgarfulltrúa ef skyndilega færi nú að gjósa í nánd við borgarmörkin.


mbl.is Hvaða náttúruvá steðjar að Reykjavík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Árni, ætli það sé ekki svipað að búa í miðborg Reykjavíkur og í Eyjum? Annars er stjórnsýslan á Íslandi kolrugluð, það hefur maður þó lært!!!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.9.2014 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband