21.3.2015 | 13:08
Rangur misskilningur
Niðurstöður tveggja skoðanakannana á jafnmörgum dögum eru ekki tilviljun.
Þær segja, svo ekki verður misskilið að þjóðin er búin að fá sig fullsadda af stjórnsýslu Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar.
Þjóðin er búin að átta sig á því að þessir menn eru ekki að gera það sem nýir tímar kalla á handa nýjum kynslóðum.
Píratarnir eru hópur fólks sem krefst þess að stjórnvöld vinni af heiðarleika og í sátt við þjóðina sem á að geta treyst þeim sem hún afhendir umboð sitt í kosningum.
Nú kalla kjósendur pírata til verks í fullkominni andúð á fjórflokkinn með fimm andlitin.
Sigmundur Davíð er stálgreindur og klókur. Hann töfraði kjósendur sem voru í örvilnunarástandi, með gylliboðum um léttar og þægilegar lausnir sem margir höfðu efasemdir um og ýmsir hafa enn efasemdir um.
Sigmundur tók til máls um skoðanakannanirnar og undraðist!
Áttaði sig svo og sagði skýringuna vera þá að fólk væri orðið langeygt eftir lausnum! en sagði þó að vissulega væru þær farnar að koma í ljós.
Það er ljótt af Sigmundi að gera sig að þessu flóni af því að hann veit betur. Fólk er ekki langeygt eftir lausnum. Fólk er farið að sjá í hvað stefnir og það ÓTTAST þær lausnir sem ríkisstjórnin nefnir því nafni og kappkostar að koma sem fyrst í verk.
Fólkið í þessu landi vill vera án þeirra lausna sem ríkisstjórnin stefnir að.
Það er Óttinn - með stórum staf - Óttinn við lausnir ríkisstjórnarinnar sem stýrir þessum niðurstöðum.
Það dylst nefnilega engum að ríkisstjórnin hefur ekki átt vinsældum að fagna.
Það sýna allar kannanir.
Og það sýnir sig í skelfilegri ÓBEIT kjósenda í garð stjórnvalda.
Einkum yngra fólks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki nokkur ástæða til að treysta þessum Pírötum, Árni minn. (Sjá grein efst núna á Moggabloggi mínu.)
Stjórnarflokkarnir hafa EKKI staðið sig vel í Esb-málinu, frá sjónarhóli okkar fullveldissinna, sem viljum hreinar línur og að þingsályktunartillagan með Össurar-umsókninni verði dregin formlega til baka, svo að enginn vafi leiki á og ekki verði einfaldlega hægt að "halda viðræðunum bara áfram" eftir fá eða mörg ár.
Hefði ég verið spurður af Esb-Fréttablaðinu, hvort ég væri ánægður með störf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra eður ei, hefði ég sagt, að ég væri mjög óánægður með þau. Þannig er um fleiri fullveldissinna, veit ég. Menn verða því að varast að draga rangar ályktarnir af þessari skoðanakönnun. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem voru óánægðir með störf Gunnars Braga, voru langt frá því allir einhverjir þjóðaratkvæðissinnar, hvað þá Evrópusambands-innlimunarsinnar!!!
Gott var að hitta þig og þína á förnum vegi um daginn, kæri Árni.
Jón Valur Jensson, 21.3.2015 kl. 13:58
PS. Fyndin fyrirsögnin hjá þér!
Jón Valur Jensson, 21.3.2015 kl. 13:58
Sá sem getur borgað mest reiðufé að eigin Vali hefur mest Völd í Borgarlegum Skilning æðri Menntamanna síðustu 7000 ár.
10 manna fullvalda ríki með einn kaktus og góða trú getur verið fullvalda og hamingju samt, vegna lítillar virðingar annarra ríkja sem sækjast ekki í þennan kaktus.
Ríkið hér, veldur það sínum grunn skildum? Efla hér almenn reiðufjárvöld sinna heimiföstu , þar sem heild þeirra er jafnt Fullveldi Ríkisins.
Ríki þarf löglegt reiðufé til valda einhverju sem skiptir máli.
Við lifum ekki á orðum einum saman og skoðankannanir og kjaftæði í stjórnsýslunni eru orð.
Ísland sem Fullvalda til að viðhalda eða stefna að viðhaldi á nútíma Vestrænu tækni Velferðasamfélagi,
Verður að skilja að við leggjum ekki reiðufjár ávöxtunar kröfu á seld Brúttólaun í grunni, og allan almennan innflutting á söluskattskyldum nýjum almennum eignum sem má bóka á móti nýju reiðufé í umferð á almennum heima markaði á hverju ári, kostar jafnmikið raunvirði [magn] í útfluttning.
Almenningur , vill minnst lámarks grunn æfi innkomutryggingu í bókuðu reiðufé , grunn menntun , grunn heilsu tryggingu, grunn samgöngu tryggingu, grunn Val tryggingu til að versla hagstætt, allt til að finnast vera Fullvalda. Vandmálið hér er að alltof mörgum finnst þeir ekki vera Fullvalda , og skilja því ekki hverning heildin Ríkið getur verið það.
Ríkið hér setur reglur um sínar þjónstustofnanir um eignarhald og hvernig fjámagna sig á lokasölu markaði heimisfastra. Alþjóða samfélagið setur reglur fyrir sín samskipti. ESS er reglur um samskipti ríkja á ESS það er í samhengi grunn efnahagstöðuleika ekki-profit grunnlauna sem skila minnst 80%-90% af raunirði heildar gengis reiðufjár GDP. Seldu Profit launin í Toppi eiga ekki vera meira en 10%-20% af heildalaunum GDP.
Júlíus Björnsson, 21.3.2015 kl. 15:22
Árni minn. Það eru líklega ekki flokkarnir sem skipta máli frekar en fyrri daga, heldur samfélagið innan ríkisfjármálaábyrgðar Íslands, og annarra ríkja. Einhversstaðar verða líklega ríkja-mörkin að vera?
Með sama áframhaldi verður að slátra meira en helmingnum af tvífættu mannskepnu-hjörðinni hér og víðar. Það er að segja ef gúmmítékkandi og sýslumanna/lögreglu/dómara-verndaðir bankar/lífeyrissjóðir fá sínum vilja framgegnt áfram, án hindrana frá "REGLUVERKINU"? Sem enginn menntastrumpur vill taka endurskoðunarábyrgð á?
Verst að þótt líkkisturnar séu nú orðnar umhverfisvænar, þá verða sálarlaus líkin svo fátækrafæðu-rotvarin í kistunum undir grænu torfunni, að þau rotna ekki einu sinni!
Er ekki allt svo "umhverfisvænt" í EES/ESB-fullkomna regluverkinu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2015 kl. 18:10
Flottur pistill. Takk fyrir því þetta er bara orðið svona.
Já og endilega lestu pistil Jóns Vals en ekki vera með neitt upp í þér, hvorki vott né þurrt því þú átt eftir að frussa því öllu út úr þér, ýmist í hláturskasti eða gapandi af undrun yfir heilaspunanum í honum, rangfærslunum og heimskunni.
Jón Valur er orðinn aðhlátursefni á samfélagsmiðlunum fyrir skrif sín og skyldi engan undra.
Jack Daniel's, 21.3.2015 kl. 23:07
Þakka ykkur ágætafólk fyrir innlit og kurteisleg viðbrögð þótt ekki hæli ég mér af því að hafa skilið það allt.
Það er vont þegar stjórnvöld vinna í andstöðu við eigin þjóð.
En það er eðlilegt að þjóðin sýni ríkisstjórnarflokkum óvild þegar vinnubrögðin sýna óvild stjórnvalda í garð lands og þjóðar.
Hvers vegna ræðst ríkisstjórnin á allt sem þjóðinni er helgast í þessu landi til að skapa skyndilega þensluhagsæld??
Hversvegna fagna hægri flokkar á Íslandi kosningasigrum eins og veiðimenn sem hremmt hafa vísundahjörð og búa sig undir fjöldaslátrun?
Þegar það er auðveldasti hlutur að skapa hagsæld MEÐ EINU PENNASTRIKI?
Og með þessu pennastriki væri verið að uppfylla lágmarkskröfur um mannréttindi?
Að leyfa fólkinu sem byggir þetta land að nýta auðlindir hafsins og reisa við allar okkar deyjandi byggðir.
Gróandi mannlíf byggt á frelsi og bjartsýni er nefnilega mestu verðmætin sem við getum skapað.
Í þessu fagra, auðuga og gróskumikla eylandi ævintýra sem okkur var fengið til gæslu er það GLÆPUR að sætta sig við misrétti, fátækt og depurð.
Árni Gunnarsson, 22.3.2015 kl. 16:02
Aumingja Jack Hrafnkatli er eitthvað illa við mig. Tapsár? Kannski -- eða þolir ekki heiðarleg sannleiksorð. Þarf samt ekki að vera svona áberandi frústreraður út um allt net!
Jón Valur Jensson, 23.3.2015 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.