Veruleikafirring

Þessi friðun refsins á Hornströndum er eitt dæmi af mörgum um þá veruleikafirringu sem nú gengur yfir þessa þjóð. Einhverjar sprenglærðar mannleysur sem aldrei hafa borað í nefið hjálparlaust telja sig vera að vinna umhverfi og lífríki gagn með friðun sem kollvarpar öllu jafnvægi náttúrunnar.

Hvernig er hægt að búast við því að raunverulegir umhverfisverndarsinnar fái að vinna í friði þegar svona er komið? Það eru alltaf rónarnir sem koma óorði á brennivínið. Og er hægt að búast við því að kynslóð sem fær sinn veruleika gegnum lestur á Harry Potter og horfir svo á stjörnustríðsmyndir þess á milli sé fær um að taka ákvarðanir um jafn mikilvæga hluti og þetta?

Það er áríðandi að þeir örfáu fulltrúar okkar á Alþingi sem eru sæmilega jarðtengdir taki sem fyrst í taumana og stöðvi þessa djöfuls vitleysu. En auðvitað sáu allir heilvita menn þetta fyrir.  


mbl.is Breytingar á fuglalífi í Hornbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þessu.  Ég þekki vel fólk , sem á sumarbústað í Aðalvík á Ströndum,það segir tófuna svo kræfa að hún komi alveg að húsunum og sé ekkert hrædd við fólk því það sé eins og hún viti að henni sé alveg óhætt þarna. Hún er nefnilega friðuð.

Jóhann Elíasson, 16.7.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kona mín á landbleyðu í einni smávík á Hornströndum.   Í næstu ferð verður skotinn refur oss til matar, & höfð með köld rófustappa, eins & í kvæðinu segir.

Sjáum þá hvort að réttur landeiganda til að nýta hlunnindin haldi, eða þá hvort að taka þurfa á stjórnarskrárbundum rétti hvers & eins íslendíngs til að veiða sér til matar.

Ég segi nú bara, á meðan ég verð ekki sjálfur friðaður, þá verð ég aldrei til friðs með dona bullerí.

S.

Steingrímur Helgason, 17.7.2007 kl. 01:15

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski væri það nú full langt gengið Steingrímur að friða þig allt árið. Þó held ég að það væri illskárra en þessi friðun á loðrefnum.

Árni Gunnarsson, 17.7.2007 kl. 09:13

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef einhver er að misskilja mig þá er ég að tala um veruleikafirringu. Einu gildir hvað það er sem valið er til að loka raunveruleikann úti.

Þegar mikill fjöldi þjóðarinnar er fullkomlega slitinn úr tengslum við umhverfið og lífríkið er orðið hættuástand. Það er vegna þess að hver kynslóð ber ábyrgð á umhverfinu. Umhverfið okkar er ramminn utan um mannlífið og vegna þess eru öll óþörf náttúruspjöll bein aðför að öllu lífi á þessari jörð.

Og þess vegna er það slæmt ef stór hluti stjórnmálamanna hefur knappan sjóndeildarhring. Fólk sem hefur fengið sína þekkingu gegnum fræðalestur og eytt frístundum í afþreyingu hefur einfaldlega ekki þroska til að takast á við verkefni raunveruleikans. Svo einfalt er nú þetta.

Hér á blogginu er algengt að sjá sprenglærða moðhausa ræða af spaklegu oflæti um pólitísk mál sem þeir hafa enga þekkingu á.

Árni Gunnarsson, 22.7.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband