Kom eitthvað fyrir?

Það lentu margir frambjóðendur gömlu stjórnarandstöðunnar á mesta basli fyrir síðustu alþingiskosningar. Það var þegar þeir ráku sig á þann himinháa múr lofgerðar ríkisstjórnarinnar þar sem sungið var um öll þau kraftaverk sem unnin höfðu verið á stjórnartíð flokkanna sem sameinast höfðu við að leiða þessa litlu þjóð frá örbirgð til allsnægta í tólf ár.

Ísland var besta land í heimi í flestu tilliti lífskjara og framtíðin var björt.

Í dag er forsætisráherra ásamt helst forkólfum bankanna í kaupstaðarferð vestan hafs. Og erindið er að reyna að telja hughvarf þeim greiningardeildum alþjóðaviðskipta sem hafa leyft sér að halda því fram að efnahagslegur trúverðugleiki íslensku þjóðarinnar sé að engu orðinn vegna galgopalegrar stjórnunar.

Í nokkrar vikur hafa verið haldin málþing um fjármál á ljósvakamiðlum og hvar sem fleiri en tveir menn koma saman er tekist á um efnhagsástand.

Það er spáð fyrir um fjöldagjaldþrot vinnandi fólks sem trúði á íslenska ævintýrið.

Þó er bjartsýni hjá húsráðendum utanríkisþjónustunnar og þar munar ekki um milljarðabruðl til að koma okkar manni í Öryggisráðið.

En náttúrlega verðum við að draga saman útgjöld til sjúkrastofnana og lögreglunnar.

Verst finnst mér að nú höfum við ekki lengur efni á að gefa fíkniefnaleitarhundi að éta!

Það er engu líkara en að eitthvað hafi komið fyrir okkur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill, mikið sagt í fáum orðum. sk. "Viðskiptamenn", þeir sömu sem kallaður eru "Útrásarmenn" og eiga stóra hluti í bönkum og fjármálafyrirtækju, hafa flutt út íslenskt fjármagn til útlanda. Á pappírunum stendur að sjálfsögðu að þeir ætli að endurgreiða þessi lán.  "kreppan" er tilbúningur til að fá ástæðu til að setja upp okurvexti og eignaupptaka er skipulögð að þeim sem skipa fyrir í bönkum.

Sömu aðilar hafa stærri umsvif en öll þjóðin samanlög, eða Ríkisstjórninn. Peningarnir sem stolið var eru geymdir erlendis þangað til nógu margir eru komnir í þrot og eignir þeirra eru settar á uppboð. Þá koma þeir með sömu peninga tilbaka og kaupa eignirnar fyrir gjaldeyri og geta keypt íslenskar krónur með miklum afföllum.

Þeir sömu aðilar eru búnir að plata Ríkisstjórnina. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar er ekki með kunnáttu né reynslu að fást við mál af þessari stærðargráðu.

Sömu aðilar reyndi að stela OR á sínum tíma og Villi var einn af þeim sem fékk skellinn. Enda skildi hann aldrei hvernig hann hafði verið plataður.

Áhrifin af þessum þjófnaði eru komin í ljós. Verðbólga, óverðtryggðar launahækkanir eru horfnar í vaxtaokrið og hækkun á nauðsynjavörum. Ríkið fær ekki skatta af þýfi. Skattainntektir snarlækkuðu og allt þetta gerist á sama tíma.

Erlendir bankar eru búnir að gera sér grein fyrir þessu og vara við Íslandi. Seðlabanka er stjórnað af óhæfum einræðisherra sem hefur kallað einn af þessum mönnum glæpamann opinberlega.

Gengið er frá málum þannig að ógjörningur er að sanna neitt nema með mjög stórri rannsókn og fjöldahandtökum. Lögregla fær engan dómara að skrifa undir án sannana eð kalbærs rökstuðnings frá lögreglu sem veit mikið, en geta ekki fengið aðgang að þessum upplýsingum.

Þessi skollaleikur og þessi tegund af þjófnaði hefur verið leikinn á mörgum löndum. 

Óskar Arnórsson, 12.3.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér innlitið og skilgreininguna. Játa þó að þann heim sem þú lýsir skil ég varla til hálfs, hvað þá meira. Sennilega er þetta eðlislægt hjá okkur Skagfirðingum.

Hann Marka -Leifi sagðist geta lært falleg ljóð þó hann skildi þau ekki alltaf.

Gallinn við öll þessi órímuðu ljóð um spillingu á Íslandi er sá að þau eru sjaldan falleg.

Árni Gunnarsson, 12.3.2008 kl. 17:04

3 Smámynd: proletariat

Óskar.  Þú talar um að plata ríkisstjórnina. 

Mér finnst mun auðveldara að rökstyðja að ríkisstjórnin hafi verið með í ráðum heldur en að hún hafi verið plötuð.

Getur þú rökstutt þetta?

proletariat, 13.3.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þorði bara ekki að segja það. Getur maður ekki fengið sekt ef maður talar of mikið?..AUÐVITAÐ ER RÍKISSTJÓRNIN MEÐ Í RÁÐUM!!

Við erum meeð glæpamenn við stýrið á þjóðarskútunni!

Það sem er búið að gerast og ER að gerast rökstyður sig sjálft!! bara að það gæti verið ein og einn þingmaður og í Ríkisstjórn sem meirihlutinn þaggar niður með kjaftavaðli..það eru "huldumenn" bak við allar Ríkistjórnir sem þola ekki dagsins ljós..af hverju ætti það ekki alveg eins að vera hér eins og annarstaðar!

USA eru þó með lög um "lobbyistanna" (hagsmunasamtök auðmanna) en það eru engin lög fyrir slíka menn hér á landi ef þú skilur hvað ég meina...

Óskar Arnórsson, 13.3.2008 kl. 18:02

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvernig væri að kalla eftir "siðanefnd" fyrir íslenska stjórnmálamenn?

Blaðamenn þurfa að vinna eftir vinnureglum siðanefndar, af hverju ekki pólitíkusar? Nefnd sem setti af fólk sem brýtur af sér í starfi eða vinnur ekki af heilindum fyrir hagsmuni umbjóðenda sinna?

Þetta er nú bara hugdetta frá hugmyndaflugu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.3.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Árni! Ég fékk smá innsýn í annann heim hvítflibbaglæpamanna í 20 ára vinnu í fangelsum í Svíþjóð. það er notaðar svipaðar aðferðir þar við svindl eins og ENRON dæmið í USA sýna og sanna. Stórn þess fyrirtækis fékk 40 ára fangelsi og mig minnir einn hafi fengið æfilangt.

Ég tel að það sama sé að gerast hér og menn ekki búnir að átta sig á þessu ennþá. Íslendingar eru óvanir svona málum og lögreglan líka. Þeir ráða ekki við þessi s.k. "viðskiptaséní"

Íslenska Ríkið varð fyrir stærsta ráni Íslandssökunar  að mínu mati. þessir menn eru til og það tekur tíma að læra á þennan heim sem vitfirtir "fjárglæframenn" búa í. Venjulegt fólk getur að sjálfsögðu ekki áttað sig á svona. 

það er til bók sem heitir "Games People Play" og gefur smá hugmynd um "aðferðafræðina" sem notuð eru í svona stórsvindlmálum. Ef þú ferð inn á Google og slærð inn "Conartist" eru gefnar ágætar lýsingar á persónueinkennum þessara tegunda fólks.

Lifi sjálfur á endurhæfingarlífeyri og lánum meðan ég er að ná mér eftir slys og skurðaðgerð.

Kann alveg nógu mikið til að verða margfaldur milljónamæringur ef ég hefði samvisku til að nota þessa aðferð sem er bæði siðlaus og brotleg. Þetta er ekkert ósvipað og að tefla skák, nema þetta eru "fjármálahrottar" sem ekkert er heilagt. Þessir "horfnu" peningar eru til enn. Eru bara settir í geymslu til að geta notað tækifærið að koma með þá tilbaka og kaupa verðmæti fyrir "slikk" eða á uppboðum þegar volæðið er orðið nógu mikið. 

Vil frekar vinna fyrir mínum peningum heldur en að "eignast" þá svona. Vona að þetta skýri eitthvað hvað ég á við. Vil heldur ekki taka þá áhættu að tala í of miklum smáatriðum um þessi mál. Gæti endað út í Hafnarfjarðarhrauni. Langar til að lifa svolítið lengur.

það eru fleiri en ég sem vita af þessu. En það er ekki það léttasta að fá sannanir, og lögreglu eru settar strangari vinnureglur en "útrásarmönnum" okkar... og öðrum innblönduðum í þessum svikum gegn landinu...

það er hægt að fara í kring um allar siðareglur Helga mín, og jafnvel lög ef menn eru á þeim nótunum..Þetta eru fólk sem Fjármálaeftirlitið á Íslandi og fleiri löndum stenst ekki einu sinni snúning.. 

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 02:09

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Gleymdi að kommentera síðustu setninguna þína Árni! Já, það kom svolítið fyrir sem var skipulagt. Ég vil taka það fram að ég er ekki haldin neinum samsæriskenningum nema síður sé..þú hefur rétt fyrir þér í þessu! það kom svolítið fyrir!...svo grunar mig að þú sért ekki jafn fúll eins og þú talar um þig í lýsingunni á sjáfum þér. Mín hugmynd um þig að þú sért heiðarlegur og leynir mikið á þér þekkingu, viti og visku...og kannski feimin líka...láttu mig bara vita ef þér finnst ég vera dónalegur..ég er mest full yfir því að það séu allar líkur á að þessir kallar komist upp með þetta sem ég er að tala um hér að ofan...er sjálfur svolítill skaphundur af og til...en ágætur svona inni við beinið..búin að verða sjálfur fyrir óréttlæti og mótlæti í lífinu og það hefur óneitanlega áhrif á mann...les blogginn þín af meiri áhuga en þig grunar. hef áhuga fyrir fólki sem kann að hugsa rökrétt. Finnst því fara fækkandi á þessu landi, því miður..

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 02:22

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka góða heimsókn og notaleg ummæli. Vonandi er eitthvað til í þessu áliti þínu. Kannski er nú fúllyndi ekki það fyrsta sem menn reka sig á í mínu fari ef grannt er skoðað. En stundum læt ég menn fara óþarflega mikið í skapið á mér. Sérstaklega á það við sanna flokksmenn sem taka til máls heilaþvegnir af kennisetningum og foringjadýrkun.

Árni Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Innlitskvitt og velkominn í bloggvinahópinn.

Magnús Paul Korntop, 16.3.2008 kl. 18:26

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Siðanefnd fyrir Íslenska stjórnmálamenn er alveg tímabær en mér finnst nú að ráðherrar landsins ættu að lesa og kynna sér "lög um ráðherraábyrgð" http://www.althingi.is/lagas/134/1963004.html .  Ég efast stórlega um að "ýmsir" ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi kynnt sér innihald þessara laga eða jafnvel að þeir viti af tilvist þessara laga.

Jóhann Elíasson, 17.3.2008 kl. 23:28

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gott innlegg.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.3.2008 kl. 00:35

12 Smámynd: Halla Rut

Ég óska þér og þínum gleðilegra páska.

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 18:27

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega Páska...Child Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband