Takmarkað veiðileyfi á íslensku þjóðina

Ríkisbankarnir voru seldir fyrir spottprísa og sölunni fylgdi ótakmarkað veiðileyfi á þjóðina. Mér finnst þetta komið út í bölvaða vitleysu og ekki annað sýnna en að afrakstur af þessari auðlind muni fara þverrandi, svona líkt og endirinn varð með þorskstofninn í sjónum.

Nú legg ég til að árinu verði skipt niður í veiðitímabil rétt eins og við þekkjum með rjúpuna og hreindýrin. Þetta gætu verið fjögur veiðitímabil, svona 10 vikur hvert og bankarnir yrðu látnir borga hæfilegt nýtingargjald fyrir afnotin af okkur. 

Mér sýnist að ekki muni veita af því að gefa stofninum (íslensku þjóðinni) nokkurra vikna hvíld svona af og til á meðan hann er að jafna sig og búa sig undir næsta veiðitímabil.

Þá væri farið eftir hinni óskráðu siðfræði merkurinnar.


mbl.is Heimamenn þekkja líklega gjaldmiðilinn betur en hinir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já ! Við gátum átt von á þessu með allri einkavæðingunni.

Eru þetta ekki fullöng tímabil hjá þér Árni, væri ekki gott að hafa þetta bara 4 vikur ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.3.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er líklega rétt hjá þér. Tíu vikna tímabil er fullmikið ef tekið er mið af þessari gegndarlausu rányrkju á okkur.

Svona fjórar vikur væri kappnóg ef meiningin er að viðhalda stofninum. 

Árni Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Eyþór Árnason


Já rétt, það verður að umgangast auðlindina með varúð.  Kveðja.

Eyþór Árnason, 30.3.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjármálasukkið hófst með einkavæðingu bankanna og nú þegar forráðamenn þeirra (bankanna) hafa drullað upp á bak í útrásinni og "rekstri" bankanna og annarri óráðsíu, þá eigum við sauðsvartur almúginn að skera þessa fjárglæframenn niður úr snörunni og greiða fyrir mistök þeirra og það dýru verði.

Jóhann Elíasson, 3.4.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Halla Rut

Og nú eigum við að koma til bjargar svo þeir missi ekki gullstöðu sína.

Halla Rut , 4.4.2008 kl. 18:26

6 Smámynd: Jens Guð

  Góð "pæling".

Jens Guð, 5.4.2008 kl. 00:50

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við erum búin að bera þessa menn á gullstólum nógu lengi. Ég legg til að teknir verði í notkun svona flugstjórastólar með sleppibúnaði sem skýtur þeim svífandi úr ef tekið er í handfang.

Og að íslenskur almúginn, sauðsvartur sem allra lita, stjórni handfanginu samhentur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.4.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég heiti Óskar og aldraður öryrki, fúll í skapi og sjaldan umtalsfrómur. Sannarirnar fyrir því eru að finna á öllum bloggum um valdahafa og komment út um allt...

Líst best á hugmyndina hennar Helgu og skal gjarna taka í handfangið...aleinn..

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband