Eldfim umræða sem gæti framlengt harmleikinn

Þessi skelfilegi harmleikur hefur yfirtekið umræðu fjölmiðla síðan fréttin barst og undrar víst engan. Og þó flestum hljóti að vera það ljost að í rauninni ná engin orð að tjá það sem flýgur í gegnum hugann þá verður að gefa þessum atburði það rúm sem hann þarfnast. Það kynni að minnka líkurnar á að hann endurtaki sig. Það er nefnilega óhugnanlegt til að vita að þetta gerist nánast í viðurvist nágranna og leigjenda á 24 ára tímabili.

Þarna hefur brenglast skilningurinn á því hvað er hnýsni og hvað samfélagsleg eftirlitsskylda.

Nú er það dapurleg staðreynd að þvi dýpri sem þjáning og ógæfa fólks er, þeim mun meira þurfa fjölmiðlar á því fólki að halda. 

Þess vegna óttast ég nú mjög að fréttaljósmyndarar sitji eins og hrægammar um þessi vesalings börn og móður þeirra í því skyni að gera þau að söluvöru.

Fátt er þeim dýrmætara en að fá tækifæri til að hverfa í fjöldann og gleymast.


mbl.is Fjölskylda Fritzls á valdi óttans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Vel mælt hjá þér Árni, eins og endranær.

Magnús Jónsson, 4.5.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Vel mælt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.5.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er satt hjá þér Árni að fjölskyldan ætti að fá að vera í friði fyrir fjölmiðlum.

Mér finnst að þeir ættu að fara að leita í kjöllurum þarna í Austurríki. Þetta er þvílík hörmung.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.5.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Sammála þeim sem að ofan rita, þetta er gott innlegg.

Ívar Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Samála!  Það er í rauninni sorglegt hvað fólk hefur alltaf mikin áhuga á óförum annara.  Eða svona hryllilegum skrímslum eins og þessi fjölskyldufaðir í rauninni er. 

Þessi börn ættu að fá að vera í friði sem og móðir þeirra.  Þetta fólk á ekkért erindi í fjölmiðla, hvað þá á mynd.  Og það eiga fjölmiðlar að virða.

Þórhildur Daðadóttir, 5.5.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Gott innlegg

Jón Sigurgeirsson , 7.5.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikill sannleikur þessi pistill Árni. Mér segir nú samt svo hugur um, að fréttamenn og ljósmyndarar muni einskis svífast, því miður.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.5.2008 kl. 20:33

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Góður pistill, og kveðja norður Árni minn. x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband