"Trúverðugleikinn skiptir öllu."

Í spjalli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við blaðamann Fréttablaðsins, sem birtist í dag og snýst um framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er þetta niðurlag:

"Það er afar mikilvægt að við sem þjóð séum trúverðug, og ímynd landsins sé góð út á við. Við sjáum það bara nú þegar óróleiki er á fjármálamörkuðunum. Þetta snýst allt um trúverðugleika, ímynd og ásýnd. Það verðum við að passa upp á."

Það gleður mig að lesa þetta, því það segir mér að nú muni ríkisstjórnin bregðast hratt við úrskurði Mannréttindanefndar S.þ. í máli sjómannanna tveggja. Það er nefnilega hárrétt hjá utanríkisráðherranum að við verðum að halda trúverðugleika okkar hjá alþjóðastofnunum.

Fyrst og fremst hlýtur það að vera mikilvægt ef við ætlumst til þess að einhver taki mark á framboði okkar i öryggisráðið.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt hjá þér Árni, þeta eru stór orð, mikið er ég hrædd um að hún Ingibjörg blessunin viti ekki alveg hvað þau þíða.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.5.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit bara ekki hvaða trúverðugleika hún er að tala um og einhvern veginn held ég að hún viti það ekki heldur.  Skyldi húnhafa skoðað "afrekalista" ríkisstjórnarinnar, frá því að hún tók til starfa?

Jóhann Elíasson, 14.5.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar sitjum uppi með nýlegan dóm fyrir mannréttindabrot. Varla getur hann hafa aukið við trúverðugleika okkar á vettvangi þjóða.

Þetta veit Ingibjörg auðvitað og ætlar að bregðast við.

Árni Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Jens Guð

  Árni,  mæl þú manna heilastur.

Jens Guð, 15.5.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni, því miður er ég búinn að missa alla trú á Ingibjörgu Sólrúnu, ekki orð að marka hana því miður.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.5.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 08:05

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

ég hef alltaf haft meira álit á konum enn körlum af mörgum ástæðum. Þær eru oftast skynsamari, skipulagðari og sparsamari og margt fleira. Þær eru betri framkvæmdastjórar í fyrirtækjum, margsannað með rannsóknum. Svo eru þær í eðli sínu heiðarlegri.

Enn þessi Ingibjörg Sólrún er eitthvað allt öðruvísi. Er einhver leið til að komast að því hvort hún sé örugglega kona? Hún hagar sér eins og kall alla vega. Ég bara spyr? Mér finnst eitthvað bogið við hana /hann eða hvað sem það er nú sem hrjáir hana.

Ég er búin að vera mikið í Asíu og þar er þetta algengt vandamál þar. Fólk lítur út eins og konur enn eru raunverulega kallar!! Það er eitthvað að henni sem ég er ekki alveg að fatta... Geir hlýtur að vera undarlegur líka. hann er allaf með henni og ferðirnar líkjast mest brúðkaupsferðum ferkar enn vinnu fyrir þjóðinna.

Hún er alla vega mjög ótrúverðug sem heilbrigð kona! Ef hún væri kall myndi ég skilja hana miklu betur... 

Óskar Arnórsson, 26.5.2008 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband