Kraftur frumkvöðlanna

Háskólinn í Reykjavík er framsækin menntastofnun að sögn þeirra sem stjórna. Þaðan útskrifuðust með próf í dag 423 nemendur. Þúsundir nemenda útskrifast nú árlega úr Háskólum okkar og er það vissulega gleðiefni. Menntun er besta fjárfesting þjóðarinnar að flestra dómi og því ætla ég að vera sammála. Stundum velti ég því reyndar svolítið fyrir mér hvort ævinlega sé tryggt að akademiskur lærdómur sé ávísun á menntun í góðum skilningi. Ég er ekki ennþá alveg sannfærður um að svo sé.

Á einni hlið húsnæðis Háskóla Reykjavíkur standa letruð stórum stöfum orðin:

Frumkvöðlakraftur er góður starfskraftur

Nú leyfi ég mér að vona að þeir tímar séu bráðlega að baki eins og ljótur draumur að íslenskir háskólaborgarar sjái ekki aðra kosti fyrir okkur Íslendinga til framtíðar en þessa þrjá sem svo lengi hafa verið í umræðunni.

Álver, olíuhreinsunarstöð eða fjallagrasatínslu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dálítið einhæft, ekki satt.

Sigurður Þórðarson, 14.6.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Grasamjólk er góð.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.6.2008 kl. 20:00

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í það minnsta fullgóð í kj. á þessum olíuþvottakerlingum, karlkyns sem kvenkyns.

Árni Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég efast líka stundum um alla þessa menntun, þó með allri virðingu fyrir þeim sem eru að mennta sig.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.6.2008 kl. 19:24

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Ei verður bókvitið í askana látið ..."

Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Varstuað sneiða eitthvað að þeim þarna í Askar Capital, Steingrímur?

Árni Gunnarsson, 19.6.2008 kl. 14:22

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er mjög glöggt hjá þér Árni


Sovét átti ágætis menntakerfi og ágæta vísindamenn og ágætis menntafólk. En það gagnaðist þeim ekki neitt, þeir önduðust. Það þarf meira til en menntun til að búa til velmegun og ríkidæmi, og hið opinbera getur alls ekki búið þessa lífsnauðsynlegu hluti til. Svo margir ættu kanski að minnka aðeins átrúnað sinn á að skattafjármagnaðar aðgerðir hins opinbera séu alltaf lausnin á öllum vanda líðandi stundar. Þetta er orðin nýja trúin her í ESB, trúin á Ríkið og á Kassann, og þess vegna mun ESB í endanum fara á hausinn eins og Sovét gerði.

Það er gleðilegt að frumkvöðlastarfsemi sé svona öflug á Íslandi því það bendir til þess að menn þori enn að nota virka vöðva frelsisin til eigin framdráttar og þar með allri þjóðinni til gangs. Að þora að taka áhættu er lífsnauðsynlegt.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Tja, mér finnst grasagrautur nú alveg prýðisgóður. Og hann er meinhollur Árni minn.

Aðalheiður Ámundadóttir, 23.6.2008 kl. 18:28

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni, það er ekki langt síðan að það kom út skýrsla (sem lítið fór fyrir) um hverjir það eru sem eru frumkvöðlar á íslandi, útkoman kom virkilega á óvart. Það var mikill minnihluti frumkvöðla sem kom frá Háskólanum þó þaðan sé útskrifað mikill fjöldi sprenglærðra manna eða langt yfir  1000 menn og konur í vor, ég er ekki með þessu að gera lítið úr mentun þessa fólks þvert á móti gleðst ég yfir því að fólk mentar sig. En staðreyndin er samt sú að Háskólinn útskrifar mjög lítið af fólki sem eru frumkvöðlar, þeir koma annarstaðar frá.

Takk fyrir þennan pistil Árni

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.6.2008 kl. 23:32

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna komstu með gagnlegar upplýsingar Sigmar og hafðu þökk fyrir. Það slær mig nú ónotalega hversu hljótt hefur verið um þessa skýrslu og hvergi hef ég rekist á umræðu út af henni.

Frumkvæðlaeðlið er að nokkru - eða mestu leyti meðfætt. Til að virkja þetta afl þarf snerpu, áræði og góða hugmynd til að fylgja eftir. Síðan er auðvitað óhjákvæmilegt að búa að þeirri þekkingu sem fullnusta hugmyndarinnar krefst í hverju tilfelli. Framkvæmdastjóri Útflutningsráðs greindi mér frá einu slíku tilfelli og þar var um að ræða ungu mennina að vestan sem stofnuðu hið magnaða fyrirtæki 3x á ísafirði.

Útflutningsráð efndi til námskeiðs í þróun hugmynda og leiða til útfærslu sem nauðsynleg væri að kunna skil á. Hann sagðist hafa dáðst að hinni hungruðu eljusemi sem þessir menn sýndu verkefninu og árangurinn lét ekki standa á sér.

Útflutningsráði stýrir óvenju hæfur og aðgengilegur maður sem Jón Ásbergsson heitir. Slíkir menn geta komið miklu til leiðar ef þeim eru búin skilyrði til að njóta sín. 

Mér er til efs að háskólarnir leggi nægilega áherslu á sinna þessu verkefni.

Árni Gunnarsson, 28.6.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband