19.12.2008 | 23:31
Láru Ómarsdóttur í rannsóknarnefndina
Var að lesa á Vísi.is að Sturla Böðvarsson forseti Alþingis hefði sagt í gær að nefnd sem ætlað væri að rannsaka orsakir og aðdraganda bankahrunsins yrði stofnuð fyrir jól. Lára Ómarsdóttir fyrrv. fréttakona sendi Sturlu skeyti í morgun og bauðst til að taka sæti í nefndinni sem fulltrúi almennings. Lára segir í skeytinu að hún sé úr hópi venjulegs fólks á Íslandi og hafi aldrei unnið í banka og eigi enga vini né venslamenn í bönkum né hafi önnur tengsl þar sem rýrt geti trúverðugleika hennar við óháða rannsókn. Hún vísar auk þess til reynslu sinnar sem fréttamanns og að hafa unnið við rannsóknarblaðamennsku; hafi m.a. lengi unnið við Kompásþættina og gegnt mikilvægu hlutverki við að upplýsa Byrgismálið.
Ég ber fullt traust til Láru Ómarsdóttur og yrði sáttur við að vita af henni í þessu starfi fyrir mína hönd. Nú er bara að bíða og sjá hvort liðsinni hennar verður þegið. Eiginlega þætti mér furðulegt ef stjórnvöld fögnuðu ekki þessum liðsmanni sem mér sýnist auka trúverðugleika rannsóknarinnar því ekki hefur nú þeim þætti verið gert hátt undir höfði hingað til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég treysti Láru Ómarsdóttur fullkomlega til þess að vera fulltrúi fólksins í þessari rannsóknarnefnd. Lára er hörkutól og harðdugleg réttsýn og umfram allt strangheiðarleg, ég skora á hinn almenna borgara að róa að því öllum árum að koma Láru í þessa rannsóknarnefnd, það er í mínum huga enginn vafi að þar færi góður fulltrúi fólksins. Takk Lára, fyrir að bjóðast til að taka að þér að vinna þetta skítverk...
Ólafur Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 00:21
Sammála. Og ég held að það sé einmitt svona tenging við fólkið sem stjórnvöldum er lífsnauðsyn í dag til að minnka tortryggnina sem er búin að helsýkja þjóðina.
Árni Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 00:28
Bendi á þennan pistil á Smugunni um rannsóknanefndina
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:10
Árni, hvernig hef ég samband við þig, því mér er full alvara. (Svar við svari þínu á blogginu hjá mér)
Diesel, 20.12.2008 kl. 02:02
Þú átt að vera með í svona "tenginga-nefnd Árni!" Í alvöru! Ertu ekki með mail? Ég set ekki hvað sem á bloggið..
Óskar Arnórsson, 23.12.2008 kl. 04:20
Orsakirnar eru öllum ljósar. Græðgi þeirra sem stjórnuð að nota öll meðul til að hagnast fyrst og fremst sjálfir á kostnað fjöldans og án þess að láta varða um afleiðingarnar svo fremi að þeir kæmu auðugari út úr öllu saman. Þetta er í samræmi við þann rekstur sem þeir höfðu undir höndum. Bónus afláttur af stórfeldum auðgunarafbrotum er það Jólagjöfin í ár. Varnirnar enginn lánaði mér til að halda áfram, er aðal sönnun um að ábyrgir aðilar þeir sem eru með traustan rekstur hafa talið hina óábyrga og eða ótrúverðuga. Skortur á Lánsfé þegar um Banka er að ræða getur komið upp en vegna þess að hann gilda ströngustu kröfur um afskriftir eiga ábyrgir aðilar von á því að það komi fram við sölu eigna þegar þeir fara í þrot. Eignamyndunin er glæpsamlega ábótavant miðað við útlánastefnu. Ákærandi þarf ekki að rannsaka neitt. Niðurstöðurnar liggja fyrir.
Júlíus Björnsson, 23.12.2008 kl. 20:31
já, þetta er líklegast rétt hjá þér Júlíus! Aldrei séð þetta útskýrt svona flott. Er ekki búin að skrifa íslensku eða tala síðan 1988 svo afsakaðu bullið og stafsettnigavillur.
Hef unnið með fanga og þar sá maður svona peningaróna og var með endalaus samtöl. Þeir geta ekki sagt satt orð INN í fangelsum!.
Alltaf fyrirmyndarfangar, grenjandi eins og börn. Fylgja öllum reglum. Enda eru þeir svo hátt metnir að það eru bara nauðgarar og barnaníðingar lægra sett stétt.
Þetta er að sjálfsögðu annar heimur, annað tungumál, önnur gildi hvað sé ranglátt eða réttlátt. Aldrei ef ég séð alvöru bankaræningja sem ekki þurfti að skjóta neinn, iðrast fyrir svoleiðis brot. Enda einskis að iðrast.
Svo las ég þetta sem Jakobína benti á og maður fer bara í sjokk! Er þetta hægt?
Það er eitthvað "genetískt" rugl sem herjar á Íslendinga. Finn það bara á mér sjálfum. Maður er bara ekki eins og fólk er flest, og ef ég þakklátur fyrir eitthvað, verandi hjá sálfræðingum og vinnandi með þeim líka. Orökin fyrir því að ég er svona skrítinn er að ég er Íslendingur! Mér líður strax betur!
Ekkert meðal til við þessu. Nema heilaskurðaðgerð kanski. Kann ekkert í svoleiðis vísindum.
Ég verð í sólbaði á jólunum. Þoli ekki lengur þetta umstáng um allt á jólum hvort eð er..búin með kvótann.
Enn Gleðileg Jól samt. Eina sem ég sakna er hangikjöt..;)
Óskar Arnórsson, 24.12.2008 kl. 08:26
Gleðileg jól, Árni minn!
Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.