Lýst eftir þjófum!

Ætli nokkrum blandist hugur um þá einföldu staðreynd að þegar þjófnaður er framinn þá er þjófur í spilinu, einn eða fleiri. Nú stöndum við Íslandingar frammi fyrir því að ríkisstjórn okkar leggur fyrir Alþingi til staðfestingar samning um greiðslu til erlendra ríkja vegna skuldar sem myndaðist við þjófnað á peningum hundruða þúsunda borgara þessara ríkja. Þeir sem stálu þessum peningum voru íslenskir fjárglæframenn sem véluðu fólk til að leggja peninga inn í útibú íslensks banka.

Allt er þetta mál með slíkum ólíkindum að því verða ekki gerð viðhlítandi skil af leikmanni, enda blandast þarna inn í margir atburðir og gerningar sem teygja sig inn í stjórnsýslu okkar og opinber embætti.

Á morgun, sunnudaginn 6. júlí eru liðnir 9 mánuðir frá þessum atburði og þriðja ríkisstjórnin við völd. Enginn þjófur hefur verið tekinn fastur og settur í gæsluvarðahald. Þjóðinni er farið að skiljast að klókir menn á Íslandi geti með stuðningi óskiljanlegra laga um bankastarfsemi, bankaleynd og trúnað við vörslu mikilvægra upplýsingagagna stolið almannafé um hábjartan dag á milli kl. 9 og 16 án þess að nokkur sé fundinn sekur að lögum og dæmdur því samkvæmt.

Mér er ómögulegt að fallast á þennan skilning.

Nú vil ég að áður en íslenska ríkið samþykkir að borga Bretum og Hollendingum þá peninga sem íslenskir þjófar stálu af borgurum þessara ríkja verði þjófarnir leitaðir uppi, eignir þeirra gerðar upptækar til ríkisins og þeir dæmdir í nokkurra áratuga tugthús.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki verið meira sammála. Þarf blóðuga byltingu til þess að þessir menn verði látnir svara til saka?

Arndís Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við eigum ekki að borga, Árni, svo einfalt er það. Ríkið er ekki í skuldaábyrgð fyrir Landsbankann (einkabanka) né Tryggingasjóð innstæðueigenda.

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Tekurðu eftir því frændi að forsvarsmenn hagsmunasamtakanna sem voru hvað atkvæðamestir í því styðja við útrásina vilja allir sem einn samþykkja Icesave.

Sigurjón Þórðarson, 4.7.2009 kl. 22:04

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sammála ykkur öllum hérna, en vill þó breyta refsingagrlöggjöfiinn og láta ná þessum "þjófum" og láta dæma þá í 150 ár hvern og einn. Þá erum allavega örugg fyrir þeim í framtíðinni.

Guðmundur Óli Scheving, 4.7.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tekurðu eftir því, Sigurjón, að forsvarsmenn hagsmunasamtakanna, sem hér eiga í hlut, eru (til að kóróna svívirðuna) manna atkvæðamestir í því styðja við innlimun okkar í Evrópubandalagið?

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Arndís. Því miður þá er ég ekki óhræddur um að þjóðin þurfi að vakna af þessum dvala og tala skiljanlegt mál við dómsmálaráðherra okkar.

Jón Valur: Nú er svo komið fyrir mér að ég er á báðum áttum með það hvort við getum neitt annað en borgað. Lunderni mitt segir mér að við eigum að berjast en ég viðurkenni að ég treysti nokkuð á að Steingrímur hafi þær upplýsingar sem meina honum að taka til varna.

Sigurjón: Já ég tók eftir því.

Guðmundur Óli: Í það minnsta þarf að refsa fyrir svona glæpi gegn þjóðinni með dómum sem sýna að engin vægð er í boði fyrir svona glæpi.

Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, Árni minn. En ég rýk burt í bili, hef öðru að sinna.

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 22:51

8 Smámynd: Eygló

Fjármunir "þeirra" millifærðir á ríkiskassann.  Loka þessa aurapúka inni - jafn lengi og þjóðin er að rétta úr kútnum.

Eygló, 4.7.2009 kl. 22:56

9 Smámynd: Jens Guð

  Það er í humátt að farið sé að kalla bankaræningjana þjófa í stað útrásarvíkinga og öðrum virðulegri titlum.

Jens Guð, 4.7.2009 kl. 23:02

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjófur hefur vel skiljanlega merkingu í tungunni Jens og í þessu máli er óþarfi að nálgast umræðuna af mikilli kurteisi.

Ég mun nefnilega seint líkjast honum Ísleifi Sigurjónssyni sem Halldór Laxness segir frá í bókinni: Úngur ég var. "Þessi ljúfi maður þjáðist ævilángt af góðvild gagnvart öðrum mönnum ásamt innbornu grandaleysi spekíngsins." 

Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 23:22

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er hrein og klár fjárkúgun!  Hér eru Bretar og Hollendingar hreinlega að hóta að svelta okkur inni með fulltingi AGS.  Engan eigum við blóðmörskeppinn að þessu sinni!

  Og nú ber Davíð alveg sérstaklega hag Björgólf fyrir brjóst.  Ég bendi svo á færslu hjá mér síðan í kvöld þar sem rifjaðar eru upp fréttir af  mbl.is frá því í október.  Í þeim greinir frá orðum og gjörðum Sjálfstæðismanna, sem koma ekki heim og saman við orð þeirra í dag.

Auðun Gíslason, 4.7.2009 kl. 23:25

12 identicon

Heil og sæl; þið öll sömul - hér, hjá hinum Skagfirzka sagna- og fræðaþul !

Ég stakk nú upp á; fyrir skömmu, á minni síðu, að þjófar þeir, fengju, eins og 6000 ára dóma, hið minnsta - og; við mætti bæta, þeim öðrum, sem á þingi sitja - sem utan, og eru undir sömu sakir seldir.

Austur í Laos / suður í Ghana; og suður í Ekvador, svo fá ein lönd, séu nefnd, á stangli - sitt hverrar Heims álfunnar, hefði verið tekið; samdægurs, á slíkum óbermum, hver enn ganga laus, hérlendis - spottandi okkur, sem hæðandi, gott fólk.

Kannski; sækja mætti, til okkar næstu og beztu nágranna; Grænlendinga og Færeyinga, uppfræðara góða, til þess að koma íslenzku fólki í skilning um, hvað greini, á milli þess rétta - sem hins ranga, í daglegu atferli tví fætlinga þeirra, sem taldir eru, dýraríkinu æðri, almennt. 

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Minn ágæti bloggvinur Jón Valur benti mér í vinsemd á að 6. júlí er ekki á morgun heldur á mánudaginn, auk þess sem mér varð á innsláttarvilla í "Íslendingar" á einum stað. Rétt skal vera rétt.

En eins og ég hef áður bent á í færslu minni um Evu Joly þá er auðvitað meginorsök þessa aðfaraleysis á hendur þjófunum áminnstum sú að í fyrsta lagi er ekki gert ráð fyrir að þeir verði leiddir til dóms. Í öðru lagi er svo hitt sem er jafn alvarlegt og er það að öll löggjöf okkar er full af undankomuleiðum fyrir klóka glæpamenn í fésýslu. Og þessar undankomuleiðir eru ekki af vangá!

Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 23:56

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun. Ég var að lesa þessa færslu þína með beinum tilvitnunum í orð ráðherrans Björns Bjarnasonar og Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra frá í haust.

Ég skora á ykkur sem heimsækið þessa síðu að lesa færslu Auðuns.

Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 23:59

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og Óskar Helgi. Ég held að ég geti tekið undir með þér að nú er svo komið að eftir að hin lofsverða hagstjórn hægri aflanna og samfylkingaraulanna á Íslandi hefur birst okkur með sínum eðlilegu afleiðingum þá séum við komin á stig þeirra ríkja sem þú vísar til. Og er þá ekki eðlilegast að dómkerfið fylgi á eftir?

Árni Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 00:07

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Steingrímur veit ekkert sem við vitum ekki. Hann hefur einfaldlega valið að túlka það svo að einhverjir sneplar undirritaðir af samfykingu og sjálfstæðismönnum séu bindandi.

Slíkir sneplar geta aldrei verið bindandi meðan núverandi stjórnarskrá er í gildi nema þeir hafi verið lagðir fyrir alþingi og hlotið samþykki þess.

Steingrímur er í mjög hættulegri afneitum og segir við getum borgað. Þá er hann væntanlega að tala um þá sem þurfa að blæða fyrir þennan óskapnað sem þessi Icesave samningur er. En það eru fyrst og fremst hinir sem eru verr settir í samfélaginu.

Þjófarnir eru víða. Forkólfar atvinnulífsins virðast vera strengjabrúður fjármagnsins. Þeir eru í samfylkingu og þeir eru í sjálfstæðisflokki. Ég vona bara að Alþingi beri gæfu til þess að hafna skuldum Björgólf Thors.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2009 kl. 04:22

17 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: Þú segist vilja láta elta upp þessa men og dæma þá í áratuga tukthús, með hvaða lögum ætlar þú að gera það, það er líklegra en ekki að hún Arndís færsla 1, eigi kolgátuna um hvernig það sé gerlegt það er að segja með blóðugri byltingu, regluverk dómsmála þegar kemur að fjármálum hvers konar virðist vera afar götótt þó ekki sé meira sagt, við sitjum upp með" með lögum skal land byggja" og þar til við breytum því þá þarf að sanna lögbrot til að refsa mönnum, eða eins og Guðmundur Óli færsla 4 segir, breyta þarf refsilögum.

Hann Jón Valur segir að við eigum ekki að borga, rökin eru að um einkabanka hafi verið að ræða, þeir seim sjálfstæðir lögaðilar væru ekki á okkar ábyrgð, og tryggingasjóður ekki okkar mál, það var rétt alveg þangað til að ríkið og seðlabankinn ákváðu að þjóðnýtta bankanna, til að vernda íslenska hagsmuni í sömu bönkum, þar með var ríkið komið allan hringinn og orðið ábyrgt fyrir innistæðum, enda varla um annað að ræða ef men gera sér grein fyrir umfangi gjaldþroti allra banka landsins á einu bretti.

Mér segir svo hugur að ekki sé allt upp á borðinu með þennan icsave samning sem nú liggur fyrir Alþingi, til að mynda hver lánar aðila sem að allra áliti er gjaldþrota 650 milljarða, afborgunarlaust?, alveg?, fyrstu 7 árin?, nema sá sem verður stöðu sinnar vegna á alþjóðavettvangi að geta haldið andlitinu, ekki yrði ég hissa þegar frá líður, að auðsótt verði að fá vexti af þessu láni, lækkaða eða feld niður að fullu áður en króna verður greidd í afborganir, og að eitt af þeim 20 blöðum sem ekki má sýna fjalli einmitt um slíka skilmála.

Magnús Jónsson, 5.7.2009 kl. 10:24

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Magnús Jónsson, gamli Landsbankinn var ekki þjóðnýttur, heldur stofnaður nýr. Gamla þrotabúið er til meðferðar hjá skilanefndinni. Ríkisstjórnin færði nýja reikninga (undir sömu númerum) með almennu sparifé fólks í Nýja Landsbankann, tók það vissulega út úr þeim gamla, en bætti það óðara upp með eigin framlagi. Þetta heitir ekki þjóðnýting.

Jón Valur Jensson, 5.7.2009 kl. 13:42

19 identicon

þeir sem reyna að koma sér undan því að borga skuldir sínar eru ekkert betri en þjófar sjálfir!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 14:35

20 Smámynd: Magnús Jónsson

Jón Valur: Landsbankinn var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu, og yfir hann sett Skilanefnd, svo var hafist handa við það sem kallað væri kennitöluflakk ef Jón Ásgeir hefði gert það, en men kjósa að tala um sem eitthvað annað, það breytir ekki gjörningnum sem slíkum, og yrði erfitt að standa fast á slíku gagnvart til að mynda gerðardómi, sem vel á minnst var það sem ríkisstjórnin okkar vildi ekki, eins og frægt er orðið, bankarnir voru yfirteknir af Íslenska ríkinu, það er Þjóðnýting hvort sem þér líkar það betur eða ver.

Magnús Jónsson, 5.7.2009 kl. 17:36

21 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það þarf ekkert að leita að þjófunum, við vitum hverjir voru í aðalhlutverki. Því miður sýnist mér sem svo að Iceslave samningurinn sé okkar eini kostur en velti fyrir mér um leið hverju ég hafi að tapa? Bankahrunið, verðbólgan og óðavextirnir gera það að verkum að ég og fullt af fólki sem ég þekki koma til með að missa húsin sín eða borga margfalt verðmæti þeirra til bankanna án þess að um eignamyndun verði að ræða. Látum vera þó maður tapi hreinni eign sinni í húsinu. Látum vera að hafa takmarkaða atvinnu og 25% launalækkun. Látum vera skattahækkanir sem auka enn við greiðslubyrðina. Látum vera  þó maður skuldi allt í einu miklu meira í eigninni en hún er verðmetin á.

En ef ekki gerist eitthvað á næstu mánuðum í því að upplýsa og draga til ábyrgðar þá sem urðu heillri þjóð að falli spái ég blóðugum átökum með haustinu. 

Þessi ríkisstjórn er enn föst við það heygarðshorn að nóg sé að gert fyrir heimilin. Hún getur ekki haft minna rétt fyrir sér. Miðað við það sem ég hef heyrt frá öðru fólki eru td. viðmið ráðgjafastofu heimilanna þannig að ef þú ert með 19 ára ungling í menntaskóla sem fær enn meðlag telst hann ekki á þínu framfæri. Þetta er bara eitt dæmi um gjánna milli raunveruleika landsmanna og möppudýra hins opinbera.

Málið með Iceslavereikninginn er einfaldlega þetta: Ef við skrifum ekki undir segja sumir að evran fari jafnvel í 2000 kr. sem dæmi. Landið verði gjaldþrota. Kannski. En ég spyr á móti: Hef ég einhverju að tapa? 

Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi. Hér frussa hrokafullir fyrrverandi bankastjórar út úr sér að nægar eignir séu til fyrir skuldum þrátt fyrir að heilu sveitarfélögin erlendis séu rústir eftir þá. Og stofna svo ráðgjafafyrirtæki.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.7.2009 kl. 20:38

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakobína Ingunn: Þú segir að Steingrímur viti ekki eitthvað sem við ekki vitum líka um þetta mál. Það er nú komið svo fyrir mér að ég veit ekkert í minn haus um þau meginatriði sem þarna skipta mestu máli. Og mér er næst að halda að ekkert sé einboðið um það hvort eigi- eða eigi ekki að samþykkja þennan samning. Ég gef mér reyndar að það viti enginn með vissu í dag og það komi ekki í ljós fyrr en einhverntíman í framtíðinni. Í þessu máli sem mörgum öðrum álitaefnum í dag á Íslandi ber ekki einu sinni "færustu lögspekingum" saman um neitt sem máli skiptir. Og hvað þá með okkur hin? Öll umræða er í uppnámi því auðvitað vill enginn borga og afstaða fólks virðist helst mótast af því hvort það styður ríkisstjórnina eða vill hana út í hafsauga.

Árni Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 21:00

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Þú spyrð eftir hvaða lögum ég vilji láta dæma þessa menn? Ég er ekki lögfróður og get ekki svarað því. Sumir telja að öll þessi starfsemi sem daglega berast nýjar fréttir af og eru kjarninn í öllu þessu damalausa sukki sé að vísu siðlaus en lögleg engu að síður. Úr þessu vil ég fá skorið með dómi. Því komi það í ljós með dómsúrskurði að t.d. kúlulán Kaupþings til starfsmanna og eigenda bankans hafi verið lögleg (en siðlaus) þá vil ég ekki að við Íslendingar búum degi lengur við slíka löggjöf; ef löggjöf skyldi kalla. Og þá þarf að breyta lögum þegar í stað svo sagan endurtaki sig ekki. Þessi mál eru umfangsmikil eins og komið hefur í ljós í Baugsmálinu svo dæmi sé tekið og því þyrfti líklega að taka eitt prófmál í fyrstu.

Jón Valur: Eins og Magnús bendir á þá er staða Landsbankans og reyndar allra þessara gömlu banka í vandræðalegri stöðu í tilliti krafna og hvernig þær skuli meðhöndlaðar. Þú talar um að þrotabúið sé í meðferð skilanefndar! Myndast þrotabú fyrr en gjaldþrots hefur verið krafist? Minn skilningur er að svo sé ekki.

Ragnar Örn: Ég held að þessa ályktun þína megi fyllilega skoða gaumgæfilega.

Ævar Rafn: Mér finnst ág ekki geta gert neina athugasemd við þitt innlegg í þessa umræðu. Hún er einfaldlega öll í þeim anda sem líklega mestur fjöldi okkar er að hugsa þessa dagana.

Það er óþolandi að bjóða næstu kynslóðum upp á helsjúkt samfélag og sjúka þjóðmálaumræðu í farvegi ámóta þeim sem við við höfum kynnst undangengna mánuði. Og óþolandi að deila um það hvort stjórnvöld okkar séu í raun tengd glæpaklíkum fjárglæframanna.

Það er nefnilega augljóst að þjófnaður var framinn og ég hlýt að mega átelja það að þjófum sé skýlt með vanburða löggjöf ef sú er þá raunin.

Árni Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 21:32

24 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já, þjófagengi gengur laust... í stjórnarráðinu. Þessir bévítans bandíttar stela af manni hluta ellilífeyrisins, hækka brennivínið og hvaðeina. Þetta eru landráð og hana nú. Steingrímur aðalritari á bara að fara beinustu leið í steininn.

Með kommúnistakveðju

Siggi gamli

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 21:58

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem hylma yfir féfletturum og alþjóðagjaldeyrisþjófum, hafa enga samúð hjá Alþjóðasamfélaginu. Því fyrr sem glæpamennirnir eru komnir í hendur réttvísinnar því fyrr fær þjóðin málstað til að verja sig.  Ég er þess fullviss að loknum handtökum og frystingum verður allt annað mál að semja við við EU, Breta eða hvern sem er um hvað sem er. Ég ætla ekki að borga aflátsbréf eða syndaraflausn augljósra glæpamanna með því að samþykkja undirritun þjóðarsamsæris viðurkenninguna: Iceslave.    

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 22:24

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Júlíus: Þú segist ekki ætla að borga! Þú ert ekki einn um þessa yfirlýsingu; ég sé hana víðsvegar á blogginu. En þú verður bara ekki spurður og ekkert ykkar- eða öllu heldur okkar verður spurt þegar til stykkisins kemur og þessi samningur hefur verið samþykktur af Alþingi. En hver sem niðurstaða þess máls verður þá er augljóst að staða okkar þjóðarbús er varanlega löskuð og það eru mörg erfið ár framundan. Þau verða margfalt erfiðari en ella vegna þess að ef við tökum ekki rækilega til í stjórnsýslu okkar, löggjöf og embættismannakerfi sitjum við uppi sem sundruð þjóð, logandi í illdeilum og bíðum þess eins að sagan endurtaki sig.

Þess vegna er Icesave samningurinn ekki nema hjómið eitt fyrir framtíð þjóðarinnar ef ekki verður dauðhreinsað í öllum kimum efstu hæðarinnar og svælt í líkingu við það þegar pöddum er tortímt í íbúðarhúsnæði.

Árni Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 23:06

27 Smámynd: ThoR-E

algjörlega sammála. þetta sættum við okkur ekki við.

ég stal engum peningum frá breskum né hollenskum sparifjáreigendum. hví á ég og mín börn og barnabörn að borga ??? fjandinn hafi það bara!!!

afhverju er ekki t.d Actavis tekið upp í þessa skuld ??  var Björgúlfur ekki stærsti hluthafi í Landsbankanum ???

þessir menn virðast geta sinnt sínum viðskiptum bara eftir þetta allt saman, eins og ekkert hafi í skorist.

hvað er í gangi ?!

ThoR-E, 6.7.2009 kl. 18:41

28 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Magnus : Landsbankinn var yfirtekin af Fjármálaeftirlitinu, og yfir hann sett Skilanefnd, svo var hafist handa við það sem kallað væri kennitöluflakk ef Jón Ásgeir hefði gert það, en men kjósa að tala um sem eitthvað annað, það breytir ekki gjörningnum sem slíkum, og yrði erfitt að standa fast á slíku gagnvart til að mynda gerðardómi, sem vel á minnst var það sem ríkisstjórnin okkar vildi ekki, eins og frægt er orðið, bankarnir voru yfirteknir af Íslenska ríkinu, það er Þjóðnýting hvort sem þér líkar það betur eða ver.

Kennitöluflakk er ekki það sama og þjóðnýting(í þessu tilviki út af því að ríkið á í hlut), með kennitöluflakki þá er stofnuð ný kennitala undir rekstur sem er alveg óháður fyrri rekstri, eignirnar í gamla rekstrinum er keyptar/fluttar inn í nýja reksturinn, með þessari aðferð þá ber nýi reksturinn enga lagalega ábyrgð á gamla rekstrinu þar sem þetta er orðið nýtt fyrirtæki umfram þær eignir/skuldir sem eru keyptar inn í þann rekstur.

Þjóðnýting (aftur út af því að ríkið á í hlut) er aftur á móti þega ríkið tekur yfir rekstri og heldur gömlu kennitölunni, þá erum við enn með sama fyrirtækið og því kæmi ríkið til með að bera ábyrgð á rekstrinum þ.e. eignum og skuldum í þessu tilviki.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.7.2009 kl. 20:34

29 Smámynd: Magnús Jónsson

Doddi(Halldór):Þakka skilgreininguna, og það að staðfesta það sem ég var að segja, kennitöluflakk, ríkið á 2 Landsbanka, 2 KB banka og 2 Glitnir banka, annar af hverjum yfirtók eignasöfn, skuldabréf og inningarreikninga hverskonar, hinir eru en með sínar kennitölur og í ein hvers konar uppgjörsferli og í meirihluta eigu (yfir 90%) ríkisins (eru skráð hlutafélög), og eru þar af leiðandi ennþá þjóðnýttir, eða er það ekki?.

Magnús Jónsson, 6.7.2009 kl. 21:20

30 Smámynd: Vaktin

Sæll Árni

 Þú segir: afstaða fólks virðist helst mótast af því hvort það styður ríkisstjórnina eða vill hana út í hafsauga.

Ég er ekki sammála því það eru mjög margir á móti því að greiða Icesave þótt þeir styðji ríkisstjórnina að öðru leiti. Annars er mér sama hverjir sitja í ríkisstjórn svo framarlega sem þetta fólk gerir eitthvað af viti.

Mér er í raun alveg sama hvort spillingin er til hægri eða vinstri.

Lögspekingarnir segja að við eigum ekki að skrifa undir þennan Icesave samning

Það er góð grein í mogganum í dag eftir lagaprófessorinn Stefán Má og hæstarréttarlögmannin Lárus Blöndal

Vaktin, 6.7.2009 kl. 21:38

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

AceR. Einhvern veginn er mér farið að skiljast að það sé aukaatriði í allri þessari umræðu hverjir það voru sem áttu þennan banka og stjórnuðu honum. Margi fullurða þó að í öllum siðvæddum ríkjum hefðu eigendur bankans og þeir sem stjórnuðu honum verið hnepptir í gæsluvarðhald samdægurs og hrunið varð vegna rannsóknarhagsmuna og eignir þeirra frystar. En auðvitað er þarna talað um siðvædd ríki.

Árni Gunnarsson, 6.7.2009 kl. 21:52

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vaktin: Sú ályktun mín sem þú vísar þarna til snýr að sjálfstæðismönnum fyrst og fremst. Mér finnst sú afstaða margra þeirra sem nú tala um landráð fyrirlitleg. Sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi er illskárri en sá samningur sem ríksisstjórn Geirs Haarde gerði og m.a. var undirritaður af Davíð Seðlabankastjóra. Þá minnist ég ekki að sjálfstæðismenn hafi talað um landráð.

Hitt er rétt að nú er umræðan orðin þverpólitísk ef undan eru skildir kratarnir sem eins og allir vita áttu aðild að báðum þessum dæmalausu samningum.

Á þeim held ég nú reyndar að engir taki mark lengur nema þeir sjálfir.

Árni Gunnarsson, 7.7.2009 kl. 00:01

33 identicon

Hér hafa þjófar og hyski vaðið uppi, siðlaust lið. Það sem hentaði Sjálfstæðisliðinu og framsóknarhyskinu hér áður fyrr er nú grunnur að gagnrýni þeirra. Varðandi þennan skít sem Landsbankinn skilur eftir, Icesave, þá er bara eitt hægt að gera ef við viljum einhverntíma teljast meðal þjóða aftur og það er að borga, svo helvíti hart sem það nú er. Ef við gerum það ekki hrynur lánshæfismatið enda sönnun þess að okkur er alls ekki treystandi og greiðum ekki skuldbindingar okkar. Það er nefnilega ekki hægt að greiða Íslendingum allt sitt en segja erlendum aðilum að þegja! Við myndum ekki samþykkja slíka framkomu við okkur er ég hræddur um. Við erum á barmi gjaldþrots sem þjóð og meðan gamlir stjórnmálamenn og útrásarhyski liggur á meltunni sveltum við og afkomendur.

Lund Hervars (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 17:02

34 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hálft líf er ekkert líf.

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 17:25

35 Smámynd: ThoR-E

selja Actavis og setja andvirðið upp í Icesave.

annað væri fáránlegt. þessir menn eiga ekki að geta átt fyrirtæki og sinnt sínum viðskiptum og lifað lúxuslífi á meðan almenningur borgar fyrir þeirra ævintýralegu heimsku, siðleysi og þjófnaði.

svei þessum mönnum!

ThoR-E, 7.7.2009 kl. 19:48

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka nýjum gestum innlitið. Nú sýnist mér að skammt sé að bíða tíðinda sem skipta sköpum fyrir þessa þjóð. Icesave samningurinn er að komast á stig fullnustu eða synjunar. Hvor sem niðurstaðan verður mun hún draga með sér afleiðingar sem ég kann ekki að spá um hverjar verða en hvorug niðurstaðan verður ánægjuefni. Og enn berast ný tíðindi af atburðarás þess máls sem sýna okkur furðuleg minnisglöp og furðuleg viðbrögð pólitíkusanna. Trúnaðarbréf týnast og viðtakandinn kannast ekki við bréf. Auðugasta mannkerti íslandssögunnar biðst vægðar fyrir kröfu af þeirri stærð sem hefði ekki þótt tíðindi til umfjöllunar á uppgangstíma snillinganna! Maðurinn keypti ríkisbanka fyrir tombóluverð og bankinn varð undraskjótt einn af stærstu bönkum heimsins en kaupandinn hafði bara gleymt að borga bankafjandann í öllu annríkinu.

Og í dag var gerð húsleit hjá bisnissmönnunum sem áttu svo mörg fyrirtæki á heimsmælikvarða fyrir rúmu missiri að tölu varð ekki á komið. Alþingismaður blandast í málið og er saklaus að eigin dómi. Þorgerðu Katrín á eiginmann sem hagnaðist um 48 milljarða vegna arðs á hlutabréfum sem hann keypti reyndar aldrei og allir eru enn með glöðu yfirbragði.

Ég er orðinn pínulítið ruglaður og enda þessa færslu á tilvitnun í ugluspegilinn og heimspekinginn Björn á Hofsstöðum í Viðvíkursveit, en hann sagði gjarnan við gesti sína þegar hann leiddi þá til stofu: 

"Sjáði ekki veisluna drengir!" 

Árni Gunnarsson, 7.7.2009 kl. 23:48

37 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þeir hafa kannski ekki kunnað að meta flatkökur með hengdu keti? Frekar en Þorgerður meti viðskiptasnilld sins eiginmanns.

Ævar Rafn Kjartansson, 8.7.2009 kl. 02:23

38 Smámynd: Auðun Gíslason

Árni minn!  Það er til mikilla bóta að vita ekki neitt í sinn haus í máli einsog Icesave.  Stór hluti þjóðarinnar er alltíeinu orðinn sérfróður í alþjóðalögum og -samskiptum.  Einnig um vexti í milliríkjasamningum o.s.frv.  Sem sagt með hausinn fullan aF upplýsingabrotum héðan og þaðan í engu samhengi.  Enda bulla margir í anda DODO.  Hugsaðu þér hvað það er gott að vera laus við að hafa fyllt hausinn á sér með ónýtu rusli.  Minnir mann á þann tíma þegar meirihluti landsmanna breyttist í sérfræðinga um hlutabréf og viðskipti á þeim!  Og  nú fer um mig hrollur!

Auðun Gíslason, 8.7.2009 kl. 19:17

39 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ævar Rafn. Þorgerður vissi auðvitað ekkert um þetta lán og ekkert um allan arðinn af  hlutabréfunum. Ekki fremur en Sólveig Pétursdóttir dómsála um viðskipti Landhelgisgæslunnar við Skeljung þar sem eiginmaðurinn var stjórnarformaður á meðan hann stundaði samráðsdíla um olíuverð.

Auðun. Mér finnst ég vita allt um Icesave svo ég verð að taka dag í að skýra þetta fólkna mál fyrir þér!

Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 20:29

40 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni minn: ekki gleyma að fara út í góða veðrið og hlusta á fuglasönginn ( þú heyrir vonandi betur en ég ), anda að þér ilminum að blómum og nýslegnu grasinu, eða horfa á sólarlagið sem er svo fallegt á þessum árstíma fyrir norðan, en í guðana bænum ekki reina að útskíra Iceasve fyrir neinum, það er ekki víst að nokkur maður þoli að skilja slíka martröð.

Magnús Jónsson, 8.7.2009 kl. 20:40

41 Smámynd: Auðun Gíslason

Samtök Afvegaleiddra Íslendinga eiga sér eitt ágætt slagorð, skammstafað kiss=keep it simpli,stupid! Skv, "kiss" sætum við hér fjárkúgun (blackmail) af hálfu hins alþjóðlega auðvalds vegna afglapa íslenskrar yfirstéttar.  Öreigarnir eiga ekki að borga fyrir útaf akstur auðvaldsins!  En hvað er hægt að gera þegar "vinir" okkar standa að þessari kúgun í skjóli AGS?  Og hver þarf óvini, þegar maður á svona vini? Og Þorgerður sér auðvitað ekki um heimilisbókhaldið og veit því ekkert um hvað Stjáni baukar!

Auðun Gíslason, 8.7.2009 kl. 20:47

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús. Nú vildi ég svo sannarlega geta farið að ráðum þínum og notið alls þess sem skagfirsk sumarkvöld bjóða á þessum tíma. Það hfur hinsvegar dregist full lengi að ég þokaðist norður á æskuslóðirnar. En nú styttist í það.

Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband