Þorskurinn í Barentshafinu ræðst á vísindamenn

Þorskurinn er merkilega illgjörn skepna og auk þess gersneydd allri virðingu fyrir vísindum. Nú berast þær fregnir að Barentshafið sé fullt af þorski og að stærð hrygningastofnsins þar hafi vaxið um 300% frá síðustu aldamótum! "Heildarþorskkvóti í Barenthafi í ár er 546 þúsund tonn sem var tuttugu prósent aukning frá fyrra ári. Útlit er fyrir að sá kvóti verði aukinn um 50 þúsund tonn á næsta ári og verði kominn í 630 þúsund tonn árið 2011." Þessi klausa er tekin beint upp úr Fréttablaðinu í dag 21. sept. Ef ég man rétt þá gaf ICES út ráðgjöf um heildarafla upp á 110 eða 130 þúsund tonn í Barentshafinu árið 2000. Sama heildarafla ráðlagði Hafró við Ísland það sama ár. Norðmenn og Rússar höfðu ráðgjöf ICES að engu en íslenski sjávarútvegsráðherrann tók ráðgjöf Hafró alvarlega.  Enn berjast Hafró og sjávarútvegsráðaherra okkar gegn auknum aflaheimildum þó skipstjórar okkar sjái ekki fram á að geta veitt ýsukvótann vegna þess að öll miðin eru full af þorski. 

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur lengi barist gegn friðunarfasisma Hafró og verið settur út í kuldann á þeim bæ. Það hefur lengi verið ljóst að ef veiðiheimildir okkar yrðu auknar hefði það áhrif á kvótaverðið til lækkunar. Nú er það spurning hvort Jón Bjarnason lokar augunum fyrir þessum tíðindum úr Barentshafinu. Líka spurning hvað íslensk stjórnvöld taka til bragðs eftir að í ljós hefur komið að Glitnir banki veðsetti óveiddan fisk á Íslandsmiðum fyrir láni frá Seðlabanka Luxemburg sjö mínútum fyrir hrun bankans. Er til mikils mælst að biðja um örlítið meira af heilbrigðri skynsemi í stjórnsýsluna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er allt einn grautur Árni og það súr grautur. Það verður spennandi að sjá hvað kemur upp úr hatti Jóns Jósefs þegar hann fera að setja tengingar í kvótabraskið.

Ekki líst með á að Árni Tómasson sem er einn af stjórnarsetudrengjum Kjalar Ólafs Ólafssonar hafi verið í Skilanefnd Glitnis.

Nú færir fjármálaráðherrann okkur þær gleðifréttir að þeim áfanga hafi verið náð aða afhendi Glitni/Íslandsbanka 95% til eignar aðilum sem fullkomin leynd hvílir yfir hverjir séu...

Hrædd um að það eigi eitthvað fúlt eftir að gusast upp úr þessum potti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.9.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakobína. Það sem kemur til með að gusast upp úr þessum potti og mörgum öðrum álíka mun verða fúlt. Það sem ég hinsvegar er hræddastur um er að  flestir þeir sem standa yfir pottunum séu lærðir matreiðslumeistarar í eldhúsi Valhallar og/eða Frímúrarareglunnar. Þar á bæ er sagt að samtryggingin sé Alfa og Omega allrar opinberrar sýslunnar.

Árni Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 17:26

3 identicon

Heill og sæll; Árni - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Ég hefi marg sagt það; Árni, að hunza ætti þau Jóhann (í Hafrannsókna stofnun), og Fiskistofu slektið, jafnframt.

Sveiflurnar; í fiskgengnd - víða um höf, vottfesta okkar fornu Annálar, einir og sér, þó ekki sé leitað, í mis vel búnar smiðjur, skriftlærðra, í samtíma okkar.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nágrennzli mitt flaug út fyrir viku zíðan, til Noregz, til að taka þátt í því að veiða þennan þorzk zem að er ekki til í Barentzhafinu.  Hann er enda yfirmenni á Zamherjabát en þarf að eiga vinnuna zína.

Auðvitað hefur hann líka zárgrætilegann húmor fyrir því að hérna heimavið er Hrízeyjarfjörðurinn fullur af golþorzki þeim, zem að ekki er heldur til, zamkvæmt Hafró....

Hann fór einn ztrandveiðitúr, zkiljú...

Steingrímur Helgason, 22.9.2009 kl. 01:25

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni líkurnar á að þessi ríkisstjórn taki "gáfulega ákvörðun" í þessu máli eða öðru eru litlar sem engar.  Þessi ríkisstjórn "er ekki bara gagnlaus - hún er stórhættuleg land & þjóð".  Þetta fólk veldur ekki starfinu að stýra efnahagsmálum okkar og tekur sjaldan gáfulegar ákvaðanir, þannig að staða okkar verður bara "veri & veri".  Á meðan þeir VIRKJA ekki "Heilbrigða skynsemi" þá er enginn von fyrir þessa þjóð.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 22.9.2009 kl. 09:44

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Árni, við eigum að veiða meira en Hafró leggur til. Kannski 50 þúsund tonn af þorski. Ein spurning þó. Getum við selt þá viðbót á viðunandi verði? 

Björn Birgisson, 22.9.2009 kl. 13:29

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn.Ef Rússar og Norðmenn hefðu farið eftir ráðgjöf þá væru þeir enn að veiða 130 þús. tonn af þorski í Barentshafinu.

Árni Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 17:20

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta eru stórmerkilegar tölur, annars vegar veiðin, hins vegar ráðgjöfin. Ég man að við útfærslu landhelginnar okkar sagði Matti Bjarna að nú gætum við stefnt að 500 þúsund tonna veiði. Svo tökum við bara nokkra ugga! Meira bullið.

Björn Birgisson, 22.9.2009 kl. 17:58

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn: Þeir sem lesa annála og árbækur Íslands gegn um alla skráða sögu komast fljótt að því að jafnstöðuafli er merkingarlaust orð. Í þúsund ár var engin ráðgjöf um veiðar og ársafli réðst af fiskgegnd. Við getum reynt að halda áfram bullinu um að geyma fiskinn í sjónum en það mun engu skila. Hinsvegar eru sterkar vísbendingar um að þorskurinn við Ísland sé að úskynjast vegna átuskorts. Það hefur alltaf verið talið glapræði af bónda að hafa fleiri gripi á fóðrum en heyin leyfa.

Árni Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 22:11

10 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Það er sorglegt hvað svona frétt fær litla athygli í fjölmiðlum. Ég las líka þessa grein og velti því fyrir mér hvort þetta fengi einhverja umfjöllun.  Takk fyrir að vekja máls á þessu. Ég setti líka smá færslu um þessa grein. Við skulum vona að dropinn holi steininn og menn fari að opna augun.

Helga Þórðardóttir, 22.9.2009 kl. 23:01

11 Smámynd: Björn Birgisson

Árni minn, ég ætla að tilnefna þig sem næsta ráðherra sjávarútvegsmála þjóðarinnar. Jón Hólabiskup á þar ekkert erindi. Bæði þröngsýnn og leiðinlegur. Trúir hvorki á guði né þorska. Þú trúir þó á þorskana. Og þeir á þig. Ekki hafa þeir ráðist á þig úr Barentshafinu!

Björn Birgisson, 22.9.2009 kl. 23:07

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helga: Ég tek undir með þér að þögnin kring um þessa frétt er furðuleg. Þegar það er haft í huga að nú sem aldrei fyrr höfum við þörf fyrir auknar útflutningstekjur og vel launuð störf. Það má kannski binda vonir við það að Guðjón Arnar er kominn til starfa á Fiskistofu en þar eru að vísu ekki teknar ákvarðanir um nýtingu fiskimiðanna.

Björn. Ég bíð alla daga við símann eftir kalli frá forsætisráðherra.

Árni Gunnarsson, 23.9.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband