27.9.2009 | 18:13
Hverskonar mannasiðir eru þetta?
Hvaða mannasiðir eru það að birta mynd af þessum unga pilti eins og einhverjum sakamanni? Mörgum ungum manni hefur nú orðið á eitt og annað í fljótfærni en sloppið við myndbirtingu. Var nú ekki allt í lagi að hlífa drengnum við þessu þar til komið var í ljós hvort hann hafi verið allsgáður?
Ólafur Örn kjörinn formaður SUS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kristinnp
- kreppan
- kreppuvaktin
- aevark
- baldher
- lehamzdr
- fiski
- skarfur
- larahanna
- ragnar73
- johanneliasson
- rannveigh
- steinibriem
- gudruntora
- hallarut
- gudni-is
- nilli
- drhook
- gretar-petur
- iceman
- solir
- bjarnihardar
- gudrunmagnea
- valgeirb
- ladyelin
- skodunmin
- jensgud
- siggith
- gthg
- veffari
- jahernamig
- zeriaph
- vestfirdir
- nafar
- rungis
- ingabesta
- eythora
- svarthamar
- fleipur
- martasmarta
- skulablogg
- jullibrjans
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- blekpenni
- steinnhaf
- malacai
- hreinsig
- huldumenn
- ffreykjavik
- proletariat
- vestskafttenor
- jonvalurjensson
- hlynurh
- riddari
- baldurkr
- maggij
- methusalem
- juliusbearsson
- diesel
- thj41
- ace
- jonmagnusson
- fridaeyland
- helgigunnars
- jonthorolafsson
- pjetur
- silfri
- erlaei
- exilim
- himmalingur
- nordurljos1
- neytendatalsmadur
- fhg
- gunnarpalsson
- must
- drellington
- lucas
- sterlends
- gudmunduroli
- egill
- veravakandi
- snjolfur
- disdis
- runirokk
- thjodarsalin
- ingolfurasgeirjohannesson
- askja
- gretarmar
- annaeinars
- gattin
- vefritid
- jaherna
- fun
- drum
- andreskrist
- loftslag
- helgatho
- haddi9001
- valdimarjohannesson
- skagstrendingur
- os
- gisgis
- haddih
- hordurj
- ludvikjuliusson
- sumri
- kallimatt
- benediktae
- seinars
- muggi69
- liu
- fullvalda
- valli57
- heidarbaer
- naflaskodun
- elismar
- totibald
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- bookiceland
- kliddi
- samstada-thjodar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahahahaha góður
Davíð Arnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:18
Fúll í skapi, öryrki..
Er þetta einhver húmor hjá þér, illskiljanlegur þá og hittir ekki í mark. Þetta er eflaust hinn vænsti piltur og er nú orðinn formaður samtaka ungra sjálfstæðismanna, vonandi kynslóðar sem lærir af mistökum forvera. Hnyttni þín er ekki að hitta í mark, ekki frekar en fyrri daginn. Haltu þig við neikvæðnina og tuðið..láttu húmorinn eiga sig.
Baldur (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:39
Greinilega fleiri fúlir í skapi en Árni.
Skúli (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 18:53
Mér þykir ofurvænt um þig líka Baldur. Hnyttnin kemur öllum í gott skap.
Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 19:19
Hefði ekki verið ódýrara að múta stuðningsmönnum Fanneyjar Birnu með ljósakorti, nammi, bjórkippu eða tölvuleik, en að flytja fullan Fokker farm ungra bláliða, enn blauta á bak við eyrun, vestur til Ísafjarðar? Hvers konar meðferð er þetta á ungu fólki? Draga það af heimilum sínum, úr faðmi fjölskyldunnar, frá tölvuleikjunum, til að fljúga hættulegustu flugleið landsins? Hvers konar meðferð er þetta á takmörkuðu fjármagni? Er kannski nóg til? Nýtt form lýðræðis er orðið til. Fljúgandi lýðræði. Framtíð þjóðarinnar er gulltryggð.
Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 19:23
Já, það er víða ennþá bruðlið Björn minn Birgisson. En Það sem ég óttast mest er það að unga kynslóðin í Flokknum læri ekki af mistökum forvera sinna. Mistökin voru nefnilaga fólgin í trú forveranna á hugmyndafræði Flokksins. Þess vegna er Flokkurinn óþarfur og ástæðulaust að halda starfi hans áfram við óbreytta hugmyndafræði. Allur kostnaður því samfara er ámælisvert bruðl í kreppunni.
Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 19:57
Guð blessi Mörland.
Björn Birgisson, 27.9.2009 kl. 21:08
Amen.
Árni Gunnarsson, 27.9.2009 kl. 21:17
Það vill svo skemmtilega til að ég hef einu sinni hitt þennan góða dreng, Ólaf Nielsen, og lék með honum golfhring á Hellu. Þetta er kornungur maður, rétt rúmlega tvítugur, harðduglegur og vann fyrir sér meðfram náminu sem einskonar tölvugúrú þarna á mogganum. Hann er háttvís, fastur fyrir, hæglátur, vel máli farinn, hugsar öll mál út í æsar og hefur skýra og afar skilmerkilega afstöðu. Ég gladdist mjög að eiga dagstund með svo vel gefnum, háttvísum og vönduðum æskumanni. Hann er framtíð landsins. Hjá honum fara líka saman atgervin andleg og líkamleg, því hann er tveir metrar á hæð, afrenndur að afli og jafnoki Gunnars á Hlíðarenda að fræknleik. Hann dræfaði fjandann ráðalausan og járnahöggin voru há, löng og hárnákvæm. Ég beið ósigur en þetta var góður dagur. Megi Drottinn gefa oss fleiri slíka æskumenn og þá þurfum við ekki að kvíða neinu, Íslendingar.
Baldur Hermannsson, 1.10.2009 kl. 23:55
Þurfum engu að kvíða með tveggja metra risa sem kann golf og er fastur fyrir, Verst að Jóhann risi er dauður!
Lund Hervars (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:28
Baldur. Lengi hefur mig grunað að mannkostir birtist hvergi skýrar en á golfvelli. Kannski má finna þarna skýringu á því að ég hef aldrei lagt í golfið!
Í yfirfærðri merkingu má segja að markaðshyggjan á Íslandi hafi farið holu í höggi þegar bankarnir voru einkavæddir og Davíð tók að stýra peningastefnu þjóðarinnar úr Seðlabankanum.
En af lýsingu þinni á þessum unga manni sé ég ekki fyrir mér að hann staldri lengi við í þeim flokki sem valdi hann til forystustarfa.
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 17:43
"Í yfirfærðri merkingu má segja að markaðshyggjan á Íslandi hafi farið holu í höggi þegar bankarnir voru einkavæddir og Davíð tók að stýra peningastefnu þjóðarinnar úr Seðlabankanum."
Árni minn, þú þekkir greinilega ekki golfið! Í yfirfærðri merkingu þýðir textinn hér að ofan á golfmáli, að fara "out of bounce", sem þýðir högg slegið út af vellinum. Þá fá menn víti.
Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 18:12
Árni, ekki hef ég minnstu hugmynd um hvar þessi ungi, gáfaði efnismaður mun staldra við á lífsleiðinni og sem betur fer mun hann hvorki ráðfæra sig við mig eða þig í þeim efnum. Ég hugsa stundum til þess hve gott er að fá að deyja og þurfa ekki að sjá hvernig framtíðin artar sig. En fram að þeim degi skulum við vera glaðir og reifir, gumna hver.
Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 18:17
Aldrei skal ég aftur láta mér verða að taka til máls um þessa göfugu íþrótt.
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 19:01
Hvað er að heyra? Auðvitað tekur þú til máls um golf eins og öll önnur þjóðþrifamál. Ég les greinar þínar jafnan af mikilli athygli, bæði til að bæta hjartalag mitt og auka víðsýnið - en reyndar einnig til þess að styrkja máltilfinninguna.
Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 19:05
Alltaf heyrast fréttir af knattspyrnuþjálfurum sem hafi verið reknir með skömm eftir að liðin sem þeir stýra klúðra leikjum ítrekað. Mikið er ég ósáttur við að ónýtir pólitíkusar skuli ekki fá sömu meðhöndlun hjá sínum vinnuveitendum.
Er knattspyrnan svona miklu mikilvægari en pólitísk valdstjórn og efnahagsstjórn þjóða?
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 19:06
Tja, þetta er eiginlega heimspekileg spurning og ég get ekki svarað henni. En ég get bent þér á að fótboltastrákurinn Ronaldo var á liðnu sumri keyptur til Real Madrid fyrir sem svarar 16 milljörðum íslenskra króna. Myndir þú greiða þessa fjárhæð fyrir Jón Bjarnason?
Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 19:13
Ég hef nú talsverðar mætur á Jóni Hólabiskupi en hef auðvitað orðið fyrir vonbigðum með hans vandræðagang í samskiptunum við Hafró. en 16 milljónir?
Kannski fullmikið miðað við hvað hann er orðinn roskinn.
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 19:24
Árni: ekki 16 milljónir, heldur 16 milljarðar
Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 19:30
Out of Bounce.
Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 19:33
off
Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 19:40
Ég er svo óvanur að nefna milljarða en auðvitað bið ég Jón B. afsökunar!
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 21:38
Tilboð í Davíð svona okkar á milli?
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 21:41
Tja, Óskar Magnússon hlýtur að vita gangverðið á honum.
Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 21:52
Það var eitthvert bláu handar plott. Ég meina tilboð á Hinum Frjálsa Markaði.
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 22:16
Anna Einarsdóttir, 5.10.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.