Bandalag stjórnvalda gegn íslenskum fyrirtækjum

Las í dag í Morgunblaðinu viðtal við garðyrkjubónda sem er að gefast upp gegn orkuverðinu á Íslandi. Það hefur verið staðreynd í áratugi að orkuverð til garðyrkjubænda hefur verið margfalt hærra en orkuverð til erlendra málmbræðslufyrirtækja. Með nokkrra ára millibili skýst þessi umræða upp á yfirborðið en er samstundis kæfð í orðhengilshætti um að þessi mál séu í skoðun hjá stjórnvöldum. Garðyrkjubóndinn upplýsti að hvert Megavatt af orku skilaði 7-8 störfum í þessari atvinnugrein en einu starfi í álveri!

Er ég eini maðurinn á Íslandi utan við þessa ylræktarbændur sem vill fá skýr svör í þessu máli?

Ég krefst tafarlausra skýringa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú þarft í sjálfu sér engar skýringar, það er löngu komið fram að hóflausar skattahækkanir lemja niður fyrirtækin í landinu og þar með lífsbjörgina. Af tvennu illu er skárra að skera niður þjónustuna tímabundið - en til þess þarf sterka stjórn og einhuga.

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Síðustu 10 árin hefur maður "grátbeðið ólíka ráðherra & stjórnmálaflokka" til að sjá til þess að rafmagn til t.d "garðyrkjubænda & fiskeldis" sé í raun á lægra verði en til stóryðju í ljósi þess að án slík stuðnings þá er rekstur þessara mikilvægu sprotafyrirtækja ávalt í járnum....!  Íslensk stjórnvöld tala oft um það fyrir kosningar að þeir ætli að gera "hitt & þetta fyrir þessar atvinnugreinar" en því miður er þau loforð ávalt svikin.  Það hefur ekki verið heil brú í efnahagsstjórn landsins síðustu 20 árin eða svo...! 

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 14.10.2009 kl. 18:09

3 identicon

Sammála,það þarf að fá skýr svör

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 18:10

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég á nú fyrst og fremst við Baldur er sú óskiljanlega stefna að vægja erlendum orkukaupendum svona verulega umfram íslenska atvinnurekendur. Þarna er um verulega mismunun að ræða auk þess að um margfalt fleiri störf er að ræða. Við þurfum að auka gjaldeyristekjur en sparnaður á gjaldeyri sýnist mér að ætti að hafa sama vægi.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað er garðyrkjan að nota mikið rafmagn á ári? Eru garðyrkjubændur (sem heild) tilbúnir að skuldbinda sig til að kaupa tiltekið magn orku til 20-40 ára?

Ekki má gleyma því að dreifikerfi raforkunnar til garðyrkjubænda er margfalt dýrara per kw en til stóriðju.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 18:24

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, það er alveg furðulegt að alíslensk  grænmetisframleiðsla skuli ekki  geta fengið einhverjar ívilnanir hvað orkuverðið varðar. En um leið og einhver álrisinn rennir hingað hýru auga standa allar dyr opnar í afsláttum á orku, sköttum og jafnvel umhverfismálum. Og ef nú eins og hingað til, á ekki að samþykkja allt orðalaust sem auðhringarnir biðja um, ætlar allt vitlaust að verða.

Þórir Kjartansson, 14.10.2009 kl. 18:25

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar Th. Þú bendir á langtímasamninga og það er vissulega sjónarmið. Ég lít svo á að á hinu leitinu séu þeir hagsmunir sem varða uppbyggingu innlendrar framleiðslu sem gæti þegar fram líða stundir orðið afar stór kaupandi orku. Þess má geta að hollenskir ylræktendur hafa skoðað möguleika á að byggja hér upp risafyriræki í ylrækt til útflutnings. Ég veit ekki um þig Gunnar en mér hugnast sú orkusala betur en sala til erlendra auðhringa.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 18:47

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þórir.Sammála hverju orði.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 19:02

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakob Þór. Það ætti að vera hafið yfir alla pólitíska umræðu að innlend fyrirtæki í samkeppni, þróun og útrás eigiað njóta bestu kjara hjá orkufyrirtækjum sem dreifa íslenskri orku frá sameiginlegum auðlindum okkar.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 19:09

10 Smámynd: Himmalingur

Ei er lengur talið vænt,

sem áður fyrr var talið grænt.

Ei er hægt að bíða lengur

Því stjórnin þykir illur fengur

Betur má ef duga skal

Því miður, þá höfum við ekkert val

Éti þeir það sem úti frýs

aumingjar með hor, ég aldrei kýs

Himmalingur, 14.10.2009 kl. 19:41

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég tek undir með þér Árni.

Við erum að flytja inn ótrúlegt magn af ávöxtum og grænmeti.  Sumt getum við líklega ekki ræktað hérlendis en annað erum við vel í stakk búin til að framleiða sjálf.  Stjórnvöld ættu að huga vandlega að því, að sambærilegt raforkuverð til ylræktenda skilar sér til baka, ekki bara í umtalsverðri fjölgun starfa með tilheyrandi skatttekjum heldur líka í sparnaði á gjaldeyri.

Anna Einarsdóttir, 14.10.2009 kl. 19:50

12 identicon

 Lengi hefur mig langað til sjá lægra raforkuverð til garðyrkjubænda, og lækkað grænmetisverð.  Það ætti að koma okkur öllum til góða, m.a. af því að íslenskt grænmeti er 1. flokks og rúmlega það, enda lítur maður ekki við öðru, munurinn er svo mikill. 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 20:38

13 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, Árni minn!  Það er margt skrýtið.  Það er alltaf verið að tala um störf.  En það er greinilegt að það nær ekki eyrum yfirvalda, frekar en aðdáenda álfurstanna.  Nú tala garðyrkjubændur um að slökkva á lömpum sínum í þeirri von að lifa af kreppu auðvaldsins og bankamannavinanna.  Þá verður þeim væntanlega boðið uppá orðræðu um óhóflega skatta á raforku, að hún hafi riðið þeim á slig.  Skítt með hollustuna af íslensku grænmeti og skítt með gjaldeyrinn sem þarf þá að nota til að flytja inn grænmetið, og skítt með störfin enda þau ekki hjá álfurstunum í boði bankamannavinanna í helmingaskiptaflokkunum. 

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 20:38

14 Smámynd: Auðun Gíslason

Átti að vera:   ...um óhóflega skatta á raforku, að þeir hafi riðið þeim á slig....

Auðun Gíslason, 14.10.2009 kl. 20:49

15 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: málið er einfalt, garðyrkjubændur fá rafmagn á svipuðum kjörum og stóriðja, þeir kaupa rafmagnið niðurspennt og það  kostar mikið, ef læka ætti raforkuverð til ilræktar meira en er í dag, þá kemur lítið annað til greina en hækkað rafmagnsverð til okkar, og nóg mun nú sumum finnast, gæti jafnvel stangast á við samkeppnislög, að niðurgreiða fyrir ein á kostnað annars.

Það er einfaldlega ekki skinsamlegt að hækka orku og halda að með því sé einhverjum hjálpað, því allar orkuhækkanir leiða til hærra verðs til almennings, og verður ennþá vitlausara þegar greiða þarf fyrir vöruna í formi hærri skatta í ofanálag.

Magnús Jónsson, 14.10.2009 kl. 20:55

16 identicon

Heill og sæll; Árni - sem og þið önnur, hér á síðu !

Rétt; mælir þú Árni, og að líkindum myndi Landsvirkjun spara fúlgur miklar, með því að draga úr yfirbyggingu sinni, syðra - með förgun nokkurra óþarfra ofurlaunaðra skrifstofublóka - sem fræðinga ýmissa, þó svo sjálfsögð lækkun á orkunni, til gróðurhúsa bænda, mætti verða.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 21:10

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér hugnast mjög vel ef raunhæft er að rækta grænmeti hér fyrir innanlandsmarkað, að við værum sjáfum okkur næg í þeim efnum, en eins og Magnús bendir á, þá þarf líka að gæta að jafnræðisreglunni. Hvað með önnur fyrirtæki sem nota mikið rafmagn?

Og ég er ekki viss um að Brusselveldið heimili okkur að flytja út grænmeti sem er niðurgreitt með ódýrri raforku. Raforkuverð til álvera er ekki niðurgreitt, verðið hér er sambærilegt við annarsstaðar. Sumstaðar er það ódýrara en hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 22:18

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Landsvirkjun selur stóriðjunni raforku allan sólarhringinn hvern einasta dag ársins í gríðarlegu magni, og aflið þarf hún að borga hvort sem hún nýtir það eður ei. Þetta er margfalt hagstæðari bisniss heldur en að kjótla einhverju smáræði til garðyrkjubænda. Raforkan er óvíða jafn ódýr og einmitt hér á landi og garðyrkjubændur verða einfaldlega að finna sér önnur störf ef þeir ráða ekki við þetta - ég tek þó fram að ríkið má ekki skattleggja raforkuna óhóflega, en það er hún kannski farin að gera núna.

Stóriðjan er málið, meiri stóriðju til Íslands og ekkert úrtöluþvaður.

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 22:42

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sunnlendingar eru stætstu ylræktendur á Íslandi. Þeir áttu uppsprettur mestrar þeirrar orku sem nýtt er og seld.

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 22:45

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo er spurning hvort við eigum næga orku til þeirrar stóriðju sem búið er að kortleggja?

Árni Gunnarsson, 14.10.2009 kl. 22:46

21 Smámynd: Brattur

Garðyrkjubændur eiga ekki að þurfa að skuldbinda sig til að kaupa eitthvert ákveðið magn af orku... ríkisvaldið á akkúrat núna að selja þeim ódýrt rafmagn og hvetja menn til að reisa fleiri gróðurhús og rækta meira... þarna eru gríðarlegir möguleikar og jaðrar við heimsku að auka álögur á grænmetisbændur eins og verið er að gera núna...

Brattur, 14.10.2009 kl. 22:54

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þessi afstöðuhugmyndafræði Íslenskra ráðamanna eru örugglega komin frá hagstjórnarsnillingum í EU.

Þar á tryggja lágmarksframfærslu kostnað sem flestra 90%-98%. Til þess var lagður grunnur um 1957að framtíðar samkeppni grunn fullvinnslu stóriðjuvera stórborganna [minnst 1.000.000]. Grunnurinn er orka, hráefni og 1 vinnslustig, launþegar og dreifikerfi milli stórborga.   Boðinn út og bundinn verðskrá Commission Umboðsins í Brussel. Hvað kallast grunn geta verið kjúklingar í heilu og bitum, Bjór, Tómatar, Fiskblokkir,.....

Meðlima-Ríkin skipta milli sín verkum hvað varðar grunninn: Tómata risa framleiðsla er Spánverja, Kjúklingar eru Pólverja, Blóm Hollending, ódýrir skór Portugala.,... Ísland geti fengið fiskblokkir.

Öllu stórborgum fylgja héröð frá koma lífvænar og ferskar vörur á eðlilega mikið hærra verði til að svala neysluþörfum 1-10% borgarbúa.

Þessi EU markaður á Íslandi miðað við 300.000 íbúa liggur á bilinu 3 til 30 þúsund einstaklinga.

EU hefur verið  sérlega rausnarlegt  að kaupa aðila út til að lágmarka framleiðslukostnað heildarinnar. T.d. Með því að sameina framleiðslu 100.000 tómata framleiðendur í einn fæst betri nýting á landi og mikil lækkun kostnaðar. 1-10% munu alltaf tryggja einhverja framleiðslu á gamla samkeppni grunninum sem hefur verið á útleið síðan 1957 í EU.

Á Íslandi fer fram 1.stigs vinnsla ál í þágu EU heildarinnar til fullvinnslu.  Mætti segja að frá sjónarhorni EU gæti verið hagstætt að hafa alla álbræðslu hér. Eining má reikna með að lega landsins geti tryggt okkur meiri sjávarfangsútflutnings og 1 stig vinnslu hans til til EU í framtíðinni á föstu [stöðugleika] stæðahlutfallslegu gengi þýðir aukinn kvóti þar að við hliðrum á móti til fyrir hinum hvað varðar hráefni og 1. stigsvinnslu þeirra.

Fljótlega verða allar frumorkusölur bundnar sameiginlegri verðskrá þá kemur ekki vel út í augum Spánverja að rafmagn væri niður greitt á Íslandi til einhverjar risaframleiðslu hlutfalslega séð á tómötum. 

Þegar Brussel ákvarðar verð á 90% fiskhráefnis í þágu heildarinnar sé ég enga ástæðu til að óttast að við fáum ekki að skaffa það á föstu gengi.

Ég öfugt við Samfo les verðskrána áður en ég fæ lán en spyr ekki eins og fávís hvað getur þú gert gert fyrir mig. Grunn leikreglur EU eru skýrar á 27 tungumálum menn hefðu átt að læra þær utan að áður en EES samningurinn var gerður. Í anda þjóðverja byggja þær á minnst 30 ára framsýni. Ég tel enga ástæðu að efast um getu ráðamanna á meginlandinu til að ná fram markmiðum sínum. Laga hefð Frakka býður ekki upp á neinn túlkunarmöguleika á á grunnreglum. Hins vegar á leiðinni hefur EU starfrækt fjölmargar nefndir til að veita fulltrúum almenning útrás fyrir tjáningar þörf eða láta ljós skoðanir á verkum fagstofnanna EU.  Mikið er snobbið hjá óframsýnum.

Allt regluverk EU er ókeypis að afrita fyrir hvað þjóð sem er fólk má vera fjárans vitlaust að borga fyrir upptöku þess.

Ef ég skil reglurnar á frönsku rétt þá mun Lettar hafa tekið sér yfirdrátt á kostnað heildarinnar sem er lögbrot af hæstu gráðu gleymandi hagræðingar og samkeppni aðstoðinni á nágranna samningstímanum aðdraganda formlegrar inngöngu.

Hinsvegar gildir almennt um eyjasvæði utan útjaðars EU með tvíhliða samninga að samskipti við eru oftar en ekki í gegnum alþjóðastofnarnir [Sem EU á óbeint].

Meðlima-Ríki og Nágrannaríki með ávinnings samning sem brjót lög EU njóta leyndar með lögum EU með þau sýna fram á að þau séu að bæta ráð sitt. Þvingunar ástæður eru ekki birta opinberlega.

Meginlandloftslag mótar menningararleið EU stöðugleika veðurspár og þeir skilja sko ekki hugsunarhátt þeirra sem búa við óstöðugt veðurfar. Algeng innrætingin á meginlandinu er að eyjaskeggjar almennt séu barnalegir og þröngsýnir. Sjómenn og bændur sé heimskir. Fulltrúar þessara stétta eru sjaldséðir í ráðamannaliði  EU.  Mínir forfeður sem komu hér frá meginlandinu kom hér í Bænda og sjómanna menningar samfélag sem hefur aldrei átt sér hliðstæðu nokkurs staðar í heiminum. Innvera er búin að eyðileggja Íslending að mínu mati. Ekki verður bókvit í askanna látið.

Mér finnst allt í lagi að búa í fámennis samfélagi þar sem almennt skilvirkur hámarksvinnu vinnutími er 6 stundir á dag 5 daga vikunnar. Í hverri götu ferskur fiskur og kjöt, heitt brauð, og ferskt grænmeti.   

EU hagstjórnarkerfið hefur ekki efni á því. Það eru meðaltekjur sömu og í Frakklandi og Færeyjum. Sennilega það sem verið er að semja um eða 30% lægri en á Íslandi síðust 50 ár. Frakkar eru ekki bara í hráefnisflutningi eins og Íslendingar. EU flytur inn stóran hluta grunnsins. 

Júlíus Björnsson, 14.10.2009 kl. 23:27

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það þarf miklar reikningskúnstir til að réttlæta forgang á orkusölu til kaupanda sem skapar eitt starf þegar borið er saman við kaupanda sem skapar sjö eða átta störf.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 00:36

24 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni við erum yfirleitt alltaf á sömu bylgjulengd.  Alveg óskiljanlegt að ríkisstjórn eftir ríkisstjórn skuli skíta ávalt upp á bak í þessum raforkumálum.  Auðvitað "ber ríkisstjórninni skilda til að styðja við bakið á atvinnusköpun í garðyrkju, fiskeldi og annari nýsköpun sem skapar mörg störf & arðbær.  Ég hef meira að segja einnig talað fyrir því að það sé í lagi að hækka aðeins t.d. raforkuverð á Stór-Reykjavíkursvæðinu til almennra neytenda og lækka raforkuverð til neytenda út á landsbyggðinni.  Þetta snýst allt um hugarfar - hvernig samfélag viljum við koma upp hérlendis?

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 15.10.2009 kl. 08:25

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, Jakob. Þetta er nefnilega bara spurning um hugarfar fyrst og fremst. Niðurstaðan er mér með öllu óskiljanleg í þessu sem mörgu öðru.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 09:40

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Menn verða að fara að átta sig á að það er AGS sem stjórnar þessu.

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 11:24

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Siggi. AGS stjórnar að sjálfsögðu því sem þeir vilja. Hinsvegar er þessi undarlega afstaða stjórnvalda búin að vera umræðuefni í áratugi. Margar skýringar hafa komið frá stjórnvöldum en allar uppsnúnar með óskiljanlegu orðhengilsblaðri.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 12:48

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í anda EU þá varða samskipti við við þriðja aðila [ Íslands] við aðra aðila[Holland og Bretland] fyrsta aðila Heildina [öll Meðlima-Ríkin].

Í anda stækkunarstefnu Umboðsins og  samskipti við þriðja aðila er lagt upp úr milligöngu alþjóða stofnanna.

Sér í lagi þau á aðildarferlinum og þau sem er búin að sækja formlega um.

Þetta er dæmi um mengunararfleið forfeðra minna á meginlandi í anda hernaðarlegrar sóknartækni.

IMF er hér alþjóðastofnum [Í miklum hluta að eign heildarinnar] til að innheimta meinta skuld við heildina. Milliliður til að ekki falli skuggi á önnur viðskipti við Heildina í þessu tilfelli: Innlimunina. 

Auðvitað stjórnar EU því sem hún vill búin að fjárfesta í mörgum aðilum innanlands á skeið aðildarferlisins.  

Tilgangurinn helgar meðalið. Útflutningur Íslands á sjáfarfans hráefnum var 172.000 milljarðar til EU 2008. 25% til Breta upphæða sem samsvarar atvinnuleysisbótum um 32.000.000 Breta á ári.

Ótrúlegt en þetta vegur þungt í stóra samhenginum  efnhagsmálum Breta og Heildarinnar næstu 30 árin.

Hagræða hlutum eða orðum til að afvegaleiða er hluti af áróðrs menningar arfleið Meginlandsins.

Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 15:19

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Auðvitað stjórnar EU því sem hún vill búin að fjárfesta í mörgum aðilum innanlands á skeiði aðildarferilsins." Það er hart að þurfa að viðurkenna að þetta mun vera rétt greining hjá þér Júlíus.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 15:54

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, mér finnst vafasamt að tala um orðhengilsblaður í þessu sambandi. Málið er flókið og margir áhrifavaldar, þess vegna verður öll vitræn umræða óhjákvæmilega býsna flókin. Vígorð og klisjur afla okkur engrar farsældar. En auðvitað er alltaf gaman að slá um sig með dólgslegum frösum, síst ætla ég að mæla á móti því.

Svo er ekki alveg rétt með farið að Landsvirkjun sé ofmönnuð, þar vinna þvert á móti fremur fáir menn, því Landsvirkjun byggir starfssemi sína að mestu leyti á verktökum og undirverktökum. Geysigott fyrirtæki, Landsvirkjun. Þau gerast ekki betri.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 15:54

31 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tilgangurinn helgar meðalið. Útflutningur Íslands á sjávarfangs hráefnum var 172.000 milljarðar til EU 2008. 25% til Breta upphæð sem samsvarar atvinnuleysisbótum um 32.000.000 Breta á ári.

Júlíus Björnsson, 15.10.2009 kl. 16:17

32 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur. Í fyrsta lagi man ég ekki eftir að hafa rætt mikið um Landsvirkjun og aldrei gert út á efasemdir um að fyrirtækið sé vel rekið sem sjálfstæð eining. Engu að síður gefa þessi orð þín mér efni til að styðja að því að fyrirtækið var í eigu þjóðarinnar síðast er ég vissi. Orðhengilsháttur stjornvalda er eitt mesta mein pólitískrar umræðu á Íslandi að mínu mati og þar held ég að flestir geti orðið sammála sem utan við þann klúbb standa. Það mál sem ég gerði að umræðuefni er eitt þeirra mála sem sannar það að þau verkefni sem ákveðið hefur verið að leysa ekki verða aldrei leyst. Það sama á við til dæmis stjórnun fiskveiða og nær óbreytta stefnu þrátt fyrir að árangurinn er minni en enginn.

Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 16:37

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég nefndi nú Landsvirkjun bara af því að hennar var getið hér í umræðunni, ekki ætla ég að eigna þér fleiri króga en þá sem þú hefur búið til sjálfur. En flókin mál sem krefjast mikillar sérþekkingar útheimta ævinlega hugtök sem ekki eru í daglegu tali manna og verkar því eflaust á marga sem orðhengilsblaður - en er það ekki.

Hitt er svo sjónarmið sem verðskuldar fulla athygli og umræðu, að þjóðinni væri fengur að miklu fjölbreyttara atvinnulífi og við verðum náttúrlega að vara okkur á því að ráðstafa ekki allri orkunni til fárra stórra fyrirtækja.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 17:20

34 Smámynd: Auðun Gíslason

Athyglisvert hvernig Rarik verðleggur rafmagn.  Dreifbýlið borgar hærra verð en þéttbýli, jafnvel þó hið svokallaða dreifbýli sé aðeins nokkra metra frá hinu svokallaða þéttbýli!  Og ekki er þar um að ræða mun á keyptu magni per neytenda þéttbýlinu í hag heldur öfugt!

Auðun Gíslason, 15.10.2009 kl. 22:09

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðun, það er nú svo að það er miklu ódýrara að leggja rafmagn á einn stað heldur en marga og þess vegna ætti dreifbýlið trúlega að borga enn hærra verð en það gerir núna. Margt er miklu ódýrara í dreifbýli, til dæmis lóðir og húsakostur. Kynntist því á liðnu sumri hvernig gaurarnir í sjávarþorpunum skjótast út á fjörðinn eftir fiski eða bara kaupa hann fyrir slikk á bryggjunni. Það er að mörgu leyti bæði ódýrara og betra að eiga heima í dreifbýli heldur en borgum. Dreifbýlisfólkið ætti að hætta þessu væli.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 22:18

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í dag var á Alþingi tekist á (ekki mikið) um tillögur sjálfstæðismanna um endurreisn efnahagskerfis þjóðarinnar. Þór Saari benti á að þar væri sett á fóninn gamla platan um stótiðju og virkjanir svo langt sem augað eygir. Þar hefur greinilega enginn lært af biturri reynslu í aðdraganda hrunsins. Enginn morgundagurinn. Næsta kynslóð getur séð um sína orkuþörf sjálf. Ég nenni ekki að velta þessari glórulausu heimsku fyrir mér að sinni. En sýnilega er orðin mikil nauðsyn á þeim skilningi að Ísland er ekki hagkerfi heldur lifandi fólk sem endurnýjar sig kynslóð fram af kynslóð allt þar til hagkerfi vestrænna ríkja, stýrt af BNA tortímir sjálfu sér í græðginni.

Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 00:01

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe rís nú gamli Karl Marx upp við dogg, hristir sinn úlfgráa haus og steytir hnefann!

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 00:04

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lifi byltingin Baldur minn! Það styttist í glóðaraugu og marbletti.

Hvar fæst rauð málning með magnafslætti?

Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 00:23

39 identicon

Rafmögnuð umræða sem fer hér fram, maður er hálfpartinn í sjokki, en samt svo sem í stuði, bara að spennast ekki allur upp er málið. Byltingin étur börnin sín og raforkuvæðing til Sovét-kreppu stóriðju skapar fáein störf sem eru í heildina séð illa borguð. Orka er af skornum skammti, nýtum hana til betri hluta en fyrir auðhringi álvera. Vefþjónabú hafa þörf fyrir mikla orku, vel menntað fólk og greiðir há laun. Allt prump um hversu miklum gjaldeyristekjum áliðnaðurinn skilar er rugl, 98% gjaldeyristekna af áli fer til móðurfélags, kemur aldrei hingað. Annað mál kæri Árni, afsakaðu lélega fyndni í byrjun, ég er bara svo helvíti leiðinlegur.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:25

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Enga fjandans vanmetakennd, Bringdal, þú ert flottur.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:29

41 Smámynd: Auðun Gíslason

Ansans ári góð myndlíking hjá Ómari Ragnarssyni í Silfrinu í dag!  Hugarfarið sem hann talaði um kemur hér ágætlega fram!  Hér er runnið einskonar æði á menn.  Blása á upp blöðru sem á eftir að springa, þegar kemur í ljós ´ð við getum ekki staðið við gerða samninga um afhendingu á orkunni.  Skýringin er einföld.  Orkan er ekki til og verður ekki  til nema að litlum hluta!

Auðun Gíslason, 18.10.2009 kl. 17:38

42 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vel rekin hráefnis stóriðja á alþjóðamælikvarða skapar 10 hærra launaðri störf á móti hverjum 90 grunnstörfum. Illa rekin gæti þetta verið 30 hærra launaðri störf á móti 70.

Fámennis efnahagseining til eigin sjálfbærni  þarfmesta á hærra launuðum störfum að halda óháð námstíma og stærð rekstraeiningar.  Á sínum velferðar mælikvarða m.t.t. til sinnar heildar.

Júlíus Björnsson, 18.10.2009 kl. 18:50

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem segja að orkan sé ekki til, hafa verið yfirlýstir andstæðingar flestra virkjana sem farið hefur verið í á undanförnum árum. Frekar ótrúverðug vitni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2009 kl. 19:33

44 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eitthvað hefur klikkað í forgangsröðuninni, ég styð allt sem er hollt og gott - og ræktun á íslensku grænmeti er þar í einu af fyrstu sætunum.  Má alveg kosta þar einhverju til.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:20

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóhanna, þú þarft líka rafmagn á eldavélina þína og krónur á bamkareikninginn.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 23:24

46 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er hægt að gleðja garðyrkjubændur með því að Samtök Fullveldissinna taka þessi mál upp á stefnuskrá sína.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.10.2009 kl. 08:35

47 identicon

Sæll Árni og takk fyrir síðast.

Sterkir punktar en ég vil sjá nokkra ferkílómetra af gróðurhúsum mæta mér þegar ég horfi yfir suðurland frá Kambabrún og um leið vil ég mæta bílalestum á leið með afurðir í flug á dýra erlenda lúxusmarkaði.

Þetta mál er hugsanlega vannýttasta auðlind íslands

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 10:38

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gylfi, við skattgreiðendur eigum sem sagt að niðurgreiða framleiðsluna svo útlendingar geti étið hana fyrir slikk. Brilljant.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 11:05

49 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ESB kemur í veg fyrir slíkan útflutning héðan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 12:14

50 identicon

Um hvað ert þú eiginlega að röfla Baldur?

Við erum að tala um að ríkið fjárfesti í nýrri útflutningsatvinnugrein með því að útvega aðföng á bestu hugsanlegu kjörum og stuðli að samkeppnishæfni íslands á erlenda markaði.

Þá er útflutningur ekki sú svarthvíta mynd sem þú kallar fram og hver var að tala um það að senda niðurgreiddar vörur á ódýra markaði?

Hafðu aðeins meiri metnað fyrir hönd þeirra sem reyna að taka þátt í uppbyggingunni í stað þess að varpa fram svona bulli Baldur minn

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 12:19

51 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það samræmist ekki reglum Evrópusambandsins að niðurgreiðsla einnar vöru í einhverju landi, drepi niður framleiðslu hennar í öðru landi

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 12:51

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gylfi minn, það sem þú ert að lýsa er hrein og klár niðurgreiðsla. Ég hélt að Íslendingar væru komnir ljósár frá því óyndisúrræði. Annars veit ég ekki um útflutnin landbúnaðarafurða, trúlega er hann niðurgreiddur þótt óbeint sé.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 13:01

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef leiðin að skynsamlegri og brýnni lausn á einhverju máli byrjar á því að tíunda öll vandamál við að framkvæma hana, þá verður málið auðvitað ekki leyst.

Árni Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 22:39

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú talar þú eins og sannnur útrásarvíkingur, Árni: framvkæma fyrst og hugsa svo.

Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 22:56

55 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er talað um niðurgreiðslur! Er ég að misskilja eitthvað þegar ég stend í þeirri trú að álver greiði margfalt lægra verð fyrir orkuna en garðyrkjubændur? Reyndar er orka til álvera trúnó. En til að komast hjá niðurgreiðslu eru margar leiðir ef vilji er fyrir hendi. Ein er sú að samtök þessara rekstraraðila kaupi hlut í orkuveri eða þá byggi ný og handa sér. Það eru fjölmargar leiðir en þær munu aldrei verða skoðaðar ef búið er að ákveða að þær séu ekki til.

Árni Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 23:51

56 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Niðurgreiðsla " þýðir að borgað er með viðkomandi afurð. Óvíða fer jafnhár hluti orkunnar í stóriðju og hér og ef það væri rétt hjá ykkur að orkan til hennar sé niðurgreidd, þá ætti orkan till annarra að vera mjög dýr á Íslandi.

En staðreyndin er auðvitað sú að raforkuverð til almennings hér er með því ódýrasta sem þekkist.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 03:33

57 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar: Of lengi var ég bóndi til að biðja um útskýringar á niðurgreiðslum! Ég er líka orðinn of gamall til að nenna orðaleikjum. Málið snýst einfaldlega um andúð mína á því að erlendar málmbræðslur fái orku á lægra verði en innlendir orkukaupendur sem skapa fleiri störf fyrir hverja einingu en álver. Þess vegna skil ég ekki að ef eigi að samræma verð til þessara orkukaupenda þá heiti það í öðru tilfellinu niðurgreiðsla en ekki í hinu.

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 15:25

58 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú skilur það ekki Árni, þá þarf greinilega að útskýra fyrir þér muninn á niðurgreiðslu og afslætti. Ég gerðin tilraun til þess í athugasemd #56

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 15:48

59 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Niðurgreiðslu og magnafslætti... átti þetta að vera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 15:51

60 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einu má gilda Gunnar. Ef við ætlum að treysta atvinnustarfsemi sem skapar bæði atvinnu og gjaldeyri þá nefnum við það bara það sem við þurfum. Mér er alveg óskiljanlegt að það skuli kveikja andúð að nefna önnur tækifæri en álver. 

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 16:11

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég held það stafi af þeirri vondu reynslu sem við höfum af dreifbýlisstyrkjum, niðurgreiðslum og útflutningsuppbótum. Enn er landbúnaðurinn að vísu rekinn til hálfs af skattpeningum almennings en við ættum frekar að minnka það en stækka.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 16:56

62 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur.Og þar með skipta vinnulaun við ylrækt ekki lengur máli.

Vinnulaun eins manns í álveri= snilld! Vinnulaun 10 manna í ylrækt=prump.

Ekki undur þótt hugmyndafræði markaðshyggjunnar hafi hrunið yfir þessa þjóð í sinni nýjustu mynd. Heldurðu ekki að við þurfum að endurskoða þessa útfærslu?

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 18:26

63 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú sammála því. Um að gera að endurskoða hlutina. Best væri að hefja hvern dag sem Drottinn gefur með hreinan anda og engar skoðanir. Við tveir erum samt trúlega of gamlir fyrir það.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 18:30

64 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek nú kannski ekki undir þetta allt umhugsunarlaust. En hvað þig áhrærir þá er nú varla við því að búast að morgundagurinn byrji með tandurhreinum huga hafandi sofnað frá þrotlausum óhróðri um framsóknarmenn.

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 19:20

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alltaf skalt þú vanmeta hreinsandi áhrif bænarinnar og hins góða nætursvefns.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 19:23

66 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bænin er auðvitað öllum til góðs en ein og sér gagnar hún ekki nema iðrun fylgi Baldur minn. Það er niðurstaða mín eftir að hafa rætt þetta við prestlærða flokksbræður mína.

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 20:12

67 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú átt ekki að hlusta á þessa villutrúarpresta, þeir fara allir til helvítis.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 20:42

68 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gættu nú orða þinna hér á síðunni minni Baldur minn. Báðir eigum við víst rætur okkar hjá sendifulltrúum Almættisins hér á þessum guðsvolaða og sviðna akri markaðsins og sjálfstæðisflokksins.

Árni Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 21:08

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK, rétt hjá þér, tek þessi ummæli aftur.

Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 21:17

70 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er geinilegt að stóriðjusinnum er skítsama um allar vísindalegar rannsóknir og niðurstöður þeirra.  Orkan skal víst vera til, af því að þeir segja það!

Auðun Gíslason, 22.10.2009 kl. 20:08

71 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: fyrir nokkrum árum þegar Krafla var eina gufuaflsvirkjunin sem framleiddi rafmagn, var sagt að ekki borgaði sig að virkja gufu til raforkuframleiðslu eingöngu, þegar Orkuveitan virkjaði í Henglinum varð til arfbær eining þar sem varminn var nýttur til upphitunar í Reykjavík, sama er uppá teningnum á suðurnesjum, en samt er á báðum stöðum mikil varmaorka sem fer til spillis.  

Mér eins og þér fyndist það vert framtak ef hægt væri að nýta þá orku til ilræktar, en ég er ekki tilbúinn að borga hærri skatta til þess, og gildir þá einu hvað men kalla þá, ilræktin hefur verið að fá rafmagn með eð því er mér skilst um90% afslætti af dreifingarkostnaði, og veinar núna vegna þess að minka á þennan afslátt niður í 60% og eitthvað, veit ekki hvað um er að ræða í krónum en það væri fróðlegt að sjá frá óhlutlægum aðila hvað væri um mikla peningaupphæð að ræða, og hvað ilræktin er í raun að borga fyrir orkuna miðað við til dæmis álver?  

Magnús Jónsson, 22.10.2009 kl. 23:27

72 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun. Mér finnst ótrúlega lítið fara fyrir frjórri hugsun hjá þessum háværu hagspekingum sem sjá aðeins eina leið til atvinnusköpunar.

Magnús. Ég tek undir það að vilja sjá samanburðarúttekt á þessum valkostum.

Árni Gunnarsson, 22.10.2009 kl. 23:38

73 identicon

72 athugasemdir og hver annarri ólíkari, allt frá orðhengilshætti að guðspekilegum vangaveltum, í bland við lélega fyndni samanber færslu 39. Auk þess er Baldur H. fyndinn og ósvífinn á víxl. Helvíti vel gert gamli selur frá Skagafirði, þú hreyfir svo sannarlega við fólki. En að orkumálum í lokin, sjálfsagt að virkja sjálfbært, nokkuð sem við erum því miður ekki að gera, en ömurlegt að sjá engan annan möguleika en álver. Að lokum þetta gamli riffill, varstu fyrir norðan að éta hrossakét hjá Bjarna Marons um síðustu helgi? 

Fressman Fengdal frá Fúlapytti (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 19:52

74 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fressman: Kunnugur sveita-og bæjanöfnum sem ég tel mig vera minnist ég ekki að hafa rekist á það nafn sem þú tengir þig við. Þó kann að vera að einhverjir þaðan hafi vafrað hér um á blogginu og þá nafnlausir. En hvað hrossakjötsmessuna varðar þá lét ég mig vanta þar gestum til sárra vonbrigða. Ég er ósammála þér um lélega fyndni á færslu 39 og er bara sáttur við Bárð B. rétt eins og Baldur H. sem er ómissandi gestur á mínu bloggi.

Árni Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 22:10

75 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: endileg farðu að búa til aðra færslu, er orðin hálfleiður á að fletta svona langt til að lesa þessa þó skemmtileg sé, vonandi tekst mönnum að renna fleiri stoðum undir atvinuvegina okkar, ekki veitir af nánast bannað að veiða fisk sem  er svo svangur að hann étur beran öngulinn, og ekki er rollu að sjá á besta beitarsvæði sauðfjár á Íslandi (Vestfjörðum), og ekki má virkja sprænu nema kaupandinn lofi að bræða ekki ál, ekki má þjálfa men til að fljúga flugvélum á yfirgefnum herflugvellinum í Keflavík, þeir væru vísir til að nota kennsluna til hernaðar, og ekki má leggja almennilega rafmagnslínu á Reykjanesið, þó ekki væri nema til að flytja orkuna þaðan, og eitthvað annað nema vit fyrst hver ætlar að nota orkuna, svo koma megi í veg fyrir þá notkun, og beita fyrir sig umhverfisvernd sem ástæðu, það fer að verða vandlifað í okkar annars ágæta landi, fyrir fólki sem gerir fátt annað en að reina eins og það getur að bregða fæti fyrir nánast allt.

Magnús Jónsson, 24.10.2009 kl. 23:27

76 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús: Það verður vandlifað fyrir afkomendur okkar á þessu ágæta landi ef við kreistum út úr því orkuna til síðasta dropa. Enda verður þetta þá ekki lengur ágætt land.

Árni Gunnarsson, 25.10.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband