Reiðtygjaþjófar færast í aukana

Það gengur lengra öllum ólíkindum hversu bíræfnir þessir innbrotsþjófar eru orðnir. Ég man engin dæmi um svona framferði eða neitt þvílíkt svona síendurtekið á afmörkuðu landsvæði.

Myndin sem fylgir fréttinni vekur líka athygli mína þótt auðvitað tengist hún ekki fréttinni. Höfuðuð á rauða hrossinu minnir svo mikið á höfuðið á henn Perlu 4119 frá Reykjum sem Steindór sonur minn átti og var móðir hinnar þekktu Kröflu frá Sauðárkróki. Mikið má það vera ef enginn skyldleiki er þarna á milli.


mbl.is „Hurðin var spörkuð upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengurinn

Það er talsvert stór hópur fólks á Íslandi sem hugsar stórt og marga klæjar í gómana. Það er nú orðið svo langt síðan við kvöddum 2007.

Nú er það sæstrengurinn og forstjóri Landsvirkjunar segir vel hægt að tvöfalda orkuframleiðsluna en taka þó tillit til umhverfissjónarmiða.

Ég er viss um að þetta er rétt metið hjá manninum.

Við getum svo hæglega tvöfaldað orkuframleiðsluna og selt rafmagnið úr landi gegnum sæstrenginn og samt tekið tillit til umhverfissjónarmiða

einhverra. 


mbl.is Sæstrengur gæti reynst arðbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja sjallarnir núna?

Þetta er svaðaleg frétt fyrir það viðkvæma fólk úr Sjálfstæðisflokknum sem missti andlegt jafnvægi og stjórn á skapsmunum sínum þegar þessi kona var fengin til að leiðbeina við rannsókn á hugsanlegum efnahagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins. 

Sumir eru ekki búnir að ná sér ennþá og hreyta úr sér ónotum ef nafn hennar ber á góma.

Sumum finnast þessi viðbrögð undarleg og jafnvel óskiljanleg.

Sumum ekki.


mbl.is Joly fær norsk verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað annað

Þarna hefur sá ágæti framkvæmdastjóri Thomas Möller hlaupið illilega á sig.

Þessi ábending um atvinnuskapandi smáfyrirtæki eru ekki í samræmi við hefðbundinn skilning íslenskra kapitaista á galdrinum sem byggir upp hagvöxtinn.

Við eigum að ráðast í virkjunarframkvæmdir og virkja stórt.

Við eigum að semja við erlend stórfyrirtæki sem koma með ERLENT FJÁRMAGN og byggja verksmiðjur. 

Við eigum að gefa þessum verksmiðjum bærilegan afslátt af raforkuverði svo við njótum velvildar og VIRÐINGAR!

Við getum kannski svona í bili notast við kínverskan leiguliða á eigin jörð uppi á Hólsfjöllum.

Ég held að þessi ábending framkvæmdastjóra Rýmis Ofnasmiðju sé dæmd til að vekja aðhlátur íslenskra athafnamanna sem vilja hraða för okkar inn í FRAMTÍÐINA.

Ég sé nefnilega ekki betur en að maðurinn sé að leggja til að við sættum okkur við hið skelfilega fyrirbæri torfkofahugsunarinnar: EITTHVAÐ ANNAÐ !

Er manninum sjálfrátt?


mbl.is Smáfyrirtækin skila mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófærð í Héðinsfirði

Það er nú bara notalegt að sjá að Héðinsfjörður skuli vera kominn á kortið á ný eftir öll þessi ár.

Ekki svo að skilja að hér sé verið að skopast að vandræðum ferðafólks.


mbl.is Fastur í Héðinsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja!

Sendi öllum bloggvinum mínum, sem og öðrum lesendum þessarar síðu hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld og friðsæld á nýju ári. Þakka öll góð samskipti á árinu.

Lifið heil!


Vill ganga frá aðlögun að ESB

Leiðtoginn Guðmundur Steingrímsson segist vilja klára aðildarviðræður. Hann veit að "viðræður" eru orðalag sem er ætlað að fela hið raunverulega sem er aðlögun að regluverkinu.

Þar af leiðir að þessi yfirlýsing er kjánaleg undabrögð frá raunveruleikanum eins og við þekkjum hjá hinum.

Getur það skapað spennu og væntingar að boða pólitík sem er í gangi og kalla það pólitíska stefnu?

Kannski. 

Ég sé ekkert í stefnu þessa pólitíska barns sem ekki er í gangi hjá ríkisstjórn eða í stefnu stjórnarandstöðunnar. Og ég man ekki eftir því að Guðmundur Steingrímsson hafi lent í átökum inni á Alþingi vegna ágreinings um pólitísk stefnumál.

Hann má þó eiga það að hann reynir minna að breiða yfir sitt pólitíska allsleysi með kjaftavaðli en margir aðrir inni á Alþingi.

 Mér finnst hinsvegar síðasta ályktun hans í þessu viðtali góð.

Ég er sammála honum um það að full ástæða sé til að fleiri en hann svari spurningunni,hvort erindi þeirra inni á Alþingi sé alvara eða grín.

Og það á við jafnt um einstaka þingmenn sem heila þingflokka. 


mbl.is Nýtt fólk meldar sig daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik J. upplýsir okkur og líst mjög illa á drögin

Nú þarf ekki vitnanna við lengur um það efni að sægreifarnir hafa hirt verðmæti út úr sameign þjóðarinnar.

Þessi yfirlýsing framkvæmdastjórans hlýtur að vekja viðbrögð stjórnmálamanna og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim.

Mér finnst ástæða til að taka svolitla umræðu þegar upplýst er að búið sé að kippa 212 milljörðum út úr þessari sameign þjóðarinnar. Og eftir sitja útgerðirnar skuldsettar upp fyrir haus þrátt fyrir að búið sé að afskrifa allt upp í tvo komma tvo milljarða af skuldum tveggja trillubáta í eigu verðugra framsóknarmanna á Hornafirði.

Svo lítið dæmi sé tekið.

Hver var hann nú aftur þessi Halldór Ásgrímsson? 


mbl.is LÍÚ líst mjög illa á drögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að standa innan Evrópu eða utan

Í svari við fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni sagðist Össur utanríkisráðherra telja að eftir inngöngu í ESB þyrftum við að greiða 1-3 milljarða til fyrirbærisins umfram þá styrki sem okkur yrðu veittir.

Þessi dyggi fulltrúi fullveldisafsalsins er kappsamur sendill atvinnulausra ungkrata sem langar í vel launuð störf með skattafríðindum.

Hann vill hraða umsóknarferlinu og "láta þjóðina greiða um það atkvæði hvort hún vill standa innan Evrópu!"

Hverja á þetta ómerkilega orðagjálfur ráðherrans að blekkja?

Stöndum við þá utan Evrópu?

Sennilega væri það góð niðurstaða ef svo yrði. Það getur ekki verið eftirsóknarvert að standa innan þeirra landamæra sem Össur og hans pólitísku samherjar treysta sér ekki til að mæla með án blekkinga og undanbragða, s.br. það að umsóknin hefði ekki aðra merkingu en þá að "skoða hvað væri í boði."


mbl.is Ísland verði nettógreiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir fái veiðiheimildir

Ætlar þessi hringavitleysa í stjórnun fiskveiða að taka eina kollsteypuna í viðbót?

Nú verður þjarkað um þessa snilldaruppástunguLoL í nokkra daga og kosin nefnd með fulltrúum "hagsmunaaðila" til að fara yfir delluna.

Hvenær birtist einhver fulltrúi þjóðarinnar í ræðustól Alþingis og spyr spurningar sem máli skiptir?

Sú spurning beinist að ráðherra sjávarútvegs og varðar aukningu á afla í þorski um svona 40-60 þúsund tonn. Líklega gæti LÍÚ bara verið til friðs í bili eftir þá ráðstöfun....eða hvað?

Síðan gæti sami ræðumaður (til að spara tíma) farið fram á það að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar innan einhverra reglna um ganghraða fiskiskipa, stærð þeirra og hámark í tæknivæðingu. (Svona til að friða veiklundaða)

Svo er óhætt að Alþingi endurskoði alræði Hafró með hliðsjón af reynslu af sókninni í þorskinn í Barentshafi.

Þar er letruð skýrum stöfum falleinkunn fiskifræðinga Alþjóða hafrannsóknarstofnunarinnar.


mbl.is Allir fái veiðiheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband