14.7.2010 | 15:01
Nú er fjárausturinn til okkar byrjaður. Hvar endar þetta?
Þetta eru mikil tíðindi. Nú loksins fer ég að leggja við hlustir þegar hann Árni Björn hringir á Útvarp Sögu. Hann er lengi búinn að halda því fram að Brusselið sé svona nokkurs konar huggulegt útibú frá Himnaríki þar sem allir hafi það gott og elski hvern annan.
Mikið óskaplega er þetta nú annars gott fólk svona án gamans!
Ég vona bara að þetta endi ekki með ósköpum eins og þegar bændurnir af Reykjaströndinni fóru til Hofsóss á sexæringi til að sækja gjafakorn frá blessuðum kónginum í nóvember 1859.
Sú ferð endaði með því að ofsaveður rak á með stórhríð og við lendingu brotnaði báturinn. Flestir skipverjar komust við illan leik til bæja en einn hvarf í sortann og fundust bein hans að því talið var sextán árum síðar. Þarna króknaði líka úr kulda og vosbúð, langa- langafi minn Ólafur Kristjánsson smiður frá Ingveldarstöðum rúmlega sextugur.
Ekki fara sögur af nýtingu á gjafakorninu frá Brus !---nei frá kónginum.
Ísland á nú rétt á ESB-styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert ókeypis í grimmum heimi, það eru bara börnin sem halda annað.
Aðalsteinn Agnarsson, 14.7.2010 kl. 16:43
Ég er viss um að margir góðkratar hlakka til þegar opnuð verður ESB skrifstofa í Reykjavík með 12 stöðugildum.
Og svo koma miklu - miklu fleiri skrifstofur og, og þá verður sko gaman!
Árni Gunnarsson, 14.7.2010 kl. 20:49
Þetta hefur verið skaðræðiskorn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2010 kl. 13:07
"Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima"
http://www.gljufrasteinn.is/info.html?super_cat=2&cat=18&info=512
Sjaldan hefir tilefnið verið meira en í þessu tilfelli að vísa til þessara orða skáldsins úr Íslandsklukkunni.
Haraldur Baldursson, 19.7.2010 kl. 13:11
Axel: Það eru meiri líkur á því að bændunum hafi dottið í hug að gera sér dagamun í kaupstaðnum. Sá grunur læðist líka að mér að faktorinn í Brussel helli ótæpilega á staupin hjá sendimönnum Íslands.
Haraldur: Mér hafa lengi verið þessi orð Arnæusar hugstæð og þó mest nú í seinni tíð.
Árni Gunnarsson, 19.7.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.