Skilaðu umboðinu Jóhanna!

Nú hefur kanadiskur fjárfestir keypt HS orku gegn um skúffufyritæki í Svíðjóð. Ríkisstjórnin stendur agndofa enda þótt það sé upplýst að málið hefur verið á borði fjármálaráðherra frá því í fyrrahaust.

Margir virðast hafa haldið að íslensk lög og reglugerðir EES heimiliðu ekki fjárfestingar í íslenskum orkufyrirtækjum öðrum en íbúum innan EES svæðisins.

Hverju barni má vera ljóst að ef skúffufyrirtæki í EES landi upphefur þessi lög er ástæðulaust að hafa þau.

Nú hefur komið í ljós að efnuð kínversk fjölskylda er búin að eignast hlut í útgerð á Álftanesi!

Ríkisstjórnin er agndofa og setur málið í nefnd.

Lög eru sett á Alþingi árið 2001 þar sem sett er bann við því að tengja lánasamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt. Fulltrúar frá fjármálafyrirtækjum andmæltu kröftuglega í undirbúningu þessara laga. Íslenskir bankar höfðu þessi lög að engu og nú hefur Hæstiréttur dæmt alla lánasamninga af þessum toga ógilda- að sjálfsögðu!

Davíð Oddsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir, Einar Kr. Guðfinnsson, Björn Bjarnason, Árni Matth. Pétur Bl. svo ýmsir þeirra sem sátu enn á Alþingi og í Seðlabankanum á tímum hrunstjórnanna séu nefndir. Öllum kemur þetta á óvart! Reyndar segist Valgerður Sv. hafa vitað þetta allan tímann!

Ágætu lesendur þessarar síðu: Er það ekki lágmarkskrafa okkar sem kjósum okkur fulltrúa á löggjafarþing íslensku þjóðarinnar að þessir fullrúar okkar viti hvaða gildi þau lög hafa sem þeir sjálfir setja okkur og þjóðinni og standi um þau vörð?

Mér finnst ég hafa rétt til að krefjast þess að Jóhanna Sigurðardóttir kalli ríkisstjórnina saman, gangi síðan á fund forseta íslenska lýðveldisins og skili inn umboði sínu ekki seinna en fyrir næstu helgi.

Stjórnsýsla af þessum toga er engri þjóð boðleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Árni.

Ef Jóhanna skilar inn umboðinu er verulegt hætta á að Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur nái hér öllum völdum á nýjan leik.

Ef það gerist veistu hvað bíður okkar.

Nei Jóhanna á ekki að skola umboðinu en hún á að gera það sem hún hefur ekki gert fram til þessa.

Hausar þurfa að fjúka og bankarnir skulu á hausinn ásamt vel flestum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Níels A. Ársælsson., 9.8.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Árni - Ég styð afsögn Jóhönnu - heilshugar - STRAX- í dag.

Benedikta E, 9.8.2010 kl. 11:12

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Sæll!  Já, viltu þá að íhaldið og framsókn... nei bara að grínast!  Ross Beaty notaði þessa sömu taktík og Níels um daginn.  Spurði:  Viljiði frekar Búlgari?

Auðvitað er kominn tími til að skipta hér alfarið um aðferðir og vinnubrögð.  Það verður ekki gert með núverandi stjórnmálastétt, embættismannastétt eða forystu á vinnumarkaði og atvinnulífi.  Allt er þetta á kafi í spillingu og samsekt!  Ég sá í morgun frétt um að Austurríkismenn eru skammaðir fyrir að hafa ekki tekið á spillingunni hjá sér.  Hvað hefur verið gert hér?  Mikið, lítið, ekkert?  Spilling og samtrygging er helsta ástæðan fyrir því ástandi sem hér hefur ríkt í áratugi.  Spilling og samtrygging eru helstu ástæður hrunsins.  Ofantaldir aðilar munu ekki gefa eftir völd sín og aðstöðu átakalaust!  Og breytir kannski ekki öll hvort Jóhanna kemur eða fer!  Hér þarf ekkert minna en byltingu.  Þar erum við sammála, ég og dr. juris Gunnar Jónsson.  Ríkisstjórnin, þessi einsog aðrar, þjónar fyrst og fremst hinum ríkjandi öflum.  Hér eru auðmenn og fjármálafyrirtæki, sem öllu ráða.  Enda miðast hér allt við að auðvaldið, og dindlar þeirra, hafi sitt á þurru.  Skítt með fólkið í landinu!  Og þannig verður þetta þar til núverandi kerfi verður velt úr sessi!

Auðun Gíslason, 9.8.2010 kl. 11:22

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er einmitt þessi hræðsluáróður Steingríms J og fleiri stuðningsmanna stjórnarinnar, sem margir gleypa við. Ekki megi fella þessa stjórn því þá taki sjálfstæðisflokkur og framsókn við!  En er það víst? Er líklegt að fjórflokkurinn verði kosinn í sama mæli og áður?  Ég held ekki.  Við næstu kosningar munu koma fram framboð fólksins og flokksdindlum fjórflokksins verður ýtt útaf listum og nýtt fólk mun í vaxandi mæli taka við. Þessvegna er ekki eftir neinu að bíða. Þessi stjórn er ekki að gera neirr af viti. Það eina sem hún gerir er að skipa vini og vandamenn í gagnslaus embætti og nefndir og það er ekki það sem þarf.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.8.2010 kl. 12:36

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nilli: Ég hef öðru jöfnu ekkert á móti þeim stjórnmálaflokkum sem nú sitja við völd. Hvorugur þeirra hefur hins vegar gert minnstu tiraun til að að standa við sín kosningaloforð og/eða stjórnarsamninginn. Það er vandinn.

Á meðan sýnilegt er að öll viðreisn okkar samfélags á að verða með sömu formerkjum og þeim sem orsökuðu hrunið; á meðan fjármálastofnanirnar AGS og ESB aðild eru einu baráttumálin þá vil ég þetta fólk út úr ríkisstjórn.

Eftir fáa daga munum við sjá afrakstur af vinnu sáttanefndarinnar um stjórn fiskveiða og þá mun brátt koma í ljós það sem við allir höfum óttast. 

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 12:36

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitið Benedikta E. og undirtektir.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 12:40

7 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Takk fyrir þetta Árni - ég tek heilshugar undir með þér - óttinn við að Sjálfstæðismenn og Framsókn taki við er ástæðulaus þvi með þvi væru íslendingar að lýsa sig hálvita. Ný öfl - nýja stjórnmálamenn - nýja stjórnsýslu takk

Steinar Immanúel Sörensson, 9.8.2010 kl. 12:49

8 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Geri að tillögu minni hér að við skorum á Björk Guðmundsdóttur að gerast leiðtogi nýs stjórnmálaafls sem bjóði fram á landinu öllu er næst verður kosið til Alþingis.

Hefjum ættjarðarást Jónasar Hallgrímssonar til vegs og virðingar og nefnum hið nýja stjórnmálaafl "Fold".

Læt hér fylgja ljóðmæli skáldsins um í von um að íslenzk þjóð vakni og vaxi þúsund ráð.

ÍSLAND
Ísland, farsældafrón
      og hagsælda, hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
      frelsið og manndáðin bezt?
Allt er í heiminum hverfult,
      og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
      langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt
      og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
      hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu
      og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf,
      hingað í sælunnar reit.
Reistu sér byggðir og bú
      í blómguðu dalanna skauti,
ukust að íþrótt og frægð,
      undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp,
      þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
      alþingið feðranna stóð.
Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
      er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir,
      Gunnar og Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héruð,
      og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið,
      færandi varninginn heim.
Það er svo bágt að standa í stað,
      og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
      ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkar starf
      í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs
      götuna fram eftir veg?
Landið er fagurt og frítt
      og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
      hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp,
      þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
      alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
      og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
      börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglinga fjöld
      og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð
      fallin í gleymsku og dá!

Níels A. Ársælsson., 9.8.2010 kl. 13:12

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og afhenda umboðið hverjum? Finnst að menn sem halda svona fram ættu nú að hugsa málið betur. T.d. hvað er það nákvæmlega sem stjórnvöld ættu að hafa gert sem er á mannlegu færi? Bendi á að yfirlýsingar og hugmyndir sem allir gleypa hráar um að þetta og hitt sé svo auðvelt að bjargi mörgum hafa bæði ekki oftar en ekki reynst óframkvæmanleg nema á pappírnum eða netinu. Það eru engin fordæmi fyrir þeim og aðrir aðilar málsins taka þær ekki mál. T.d. er óvíst að við hefðum fengið nokkrar aðstoð neinstaðar ef við hefðum farið á þessum ráðleggingum Sjálfskipaðra spekinga! Síðan auglýsi ég eftir því hvað menn finna að því að það skildi vera fyrirtæki sem er löglegt í Kanada og á fyrirtæki sem er löglegt í Svíþjóð skuli kaupa í HS orku? Væru menn sáttari við að það væri Geysir Green sem er í eigu útlendra kröfuhafa sem ætti HS orku. Eða kannski  einhver útrásarsnillingurinn nú eða útgerðaraðalinn sem væri svo að veðsetja HS orku fyrir einhver ævintýri í útlöndum?

Minni á að Steingrímur gerði 3 tilraunir til að fá innlenda aðila til að kaupa hlutinn í HS orku en það gat/vildi það enginn. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2010 kl. 14:05

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun: Ég held að fáum hefði komið það til hugar að þessi hreina vinstri stjórn fetaði sömu braut og sú fyrri þ.e. að hefja uppbygginguna á forsendum banka og fjármagnseigenda.

Fáum sem mig þekkja kemur að ég held til hugar að mig þyrsti í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. En ég sætti mig ekki við þann hræðsluáróður að vantraust á þessa ríkisstjórn sé ákall til þeirra þjóðargersema.

Og ég held mig við það að það sé vesaldómur að sitja lengur uppi með þessa handónýtu og svikulu ríkisstjórn.

Auðvitað vil ég byltingu! 

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 14:22

11 Smámynd: Benedikta E

Magnús - Skila umboðinu - þangað sem þau fengu það til forseta vors Ólafs Ragnars Grímssonar - sem myndi kalla til - hæfara fólk í landsstjórnina.

Það getur ekki versnað með nýju fólki svo slæmt er nú ástandið hjá Jóhönnu og hennar vanhæfa liði - þú berð varla á móti því að Jóhanna og hennar förunautar eru vanæfir til landsstjórnar.

Benedikta E, 9.8.2010 kl. 14:23

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhannes: Já, við bíðum nú mörg eftir þessu nýja og framsækna stjórnmálaafli sem þjóðin þarfnast svo mjög. Ég sé fyrir mér nýjan flokk með Frjálslyndum, Hreyfingunni og Lilju Mósesdóttur ásamt nokkrum öðrum þeim bestu frá V.g. og jafnvel hinum flokkunum líka.

Það þarf nefnilega að taka ærlega til í öllum okkar stjórnmálaflokkum og ef vel tekst til þá er í þeim öllum fólk sem bæði vill og getur.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 15:12

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steinar: Nýtt fólk með brennandi áhuga og hreina fortíð; það er málið.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 15:14

14 Smámynd: Benedikta E

Árni - þú ert frábær - JÁ auðvitað er það ekkert annað en vesaldómur að við skulum ennþá sitja  uppi með þessa handónýtu og svikulu ríkistjórn............

Bylting er það sem þarf...................

Benedikta E, 9.8.2010 kl. 16:25

15 Smámynd: Auðun Gíslason

Árni! Já, hver hefði trúað því?  Mörgum finnst það bara alveg sjálfsagt mál, og ekkert óeðlilegt við það að svíkja öll sín kosningaloforð sem snúa að fólkinu og heimilum þess.  Að maður nú ekki tali um óþarfa einsog stefnuskrár stjórnmálaflokka og samþykktir!  Svoleiðis er nú ekki til að taka mark á, eða hvað?  Og svo koma hér sjálfskipaðir álitsgjafar úr Samfylkingunni og rífa kjaft á blogginu í vinnutímanum!!! 

Er Ísland spilltasta land í heimi?  Kona ein heldur því fram að Ísland sitji í öllum þrem efstu sætunum!  Getur það verið rétt?  Hvað segir hinn sjálfskipaði álitsgjafi samspillingarinnar um það?  Það stóð víst til að vinna gegn spillingu hér, en sjálfsagt ekki unnist tími til þess.  það er svo mikið að gera við að bjarga fallítt kapítalistum!

Auðun Gíslason, 9.8.2010 kl. 17:05

16 Smámynd: Auðun Gíslason

Davíð Oddsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir, Einar Kr. Guðfinnsson, Björn Bjarnason, Árni Matth. Pétur Bl. 

Allt þetta fólk er í hópi þeirra landráðamanna, sem svikust um að vinna landi og þjóð gagn í aðdraganda hrunsins, skv. lögfræðingum sem voru í útvarpi fyrir nokkrum dögum!

Auðun Gíslason, 9.8.2010 kl. 17:09

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Níels: Þessi þjóðhvöt listaskáldsins úr Öxnadalnum er tímalaus snilld eins og svo margt sem hann skildi eftir sig. Mér kemu líka oft í hug háðsádeilan "Skrælingjagrátur:"- Báglega fór með Alþing enn......../ þar eru tómir dauðir menn..../ Og ekkert þinghús eiga þeir......../ en sitja á hrosshaus tveir og tveir-

Mér sýnist að á Alþingi okkar sitji fjandi margir dauðir menn og og konur þessi missirin og að þeim myndi hæfa að sitja tveir og tveir saman á hrosshausum.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 17:10

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Magnús Helgi: Í fyrsta lagi er að nefna að menn eins og þú sem alltaf ert sammála þínu trúarbragðaklani eru ekki líklegir til að veita sinni forystu nauðsynlegt aðhald. Það er allri stjórnmálforystu nauðsynlegra en flest annað að óttast sína flokksmenn. Þú spyrð hvað hefði átt að gera öðruvísi og betur?

Af hverju spyrðu eins og álfur út úr hól? Hefur þessi ríkisstjórn frá upphafi gert tilraun til að koma sínum loforðum í verk? Hefur hún bara ekki svikið flest sín loforð og ykkur sem gáfuð henni umboð með atkvæðum ykkar? Geturðu svarað þessu neitandi?

Ef þú gerir það ertu auðvitað ekki marktækur í stjórnmálaaumræðu.

Hefur verið ráðist gegn spillingu og skorin upp herör gegn öllu sukkinu með ríkisfjármálin þ.m.t. skilanefndum bankanna og eignir banka.jófanna frystar svo eitthvað sé nefnt.

Þú lætur á þér skilja að verkefnin hafi verið erfið og jafnvel svo að þau hefði ekki verið hægt að leysa betur.

Fyrstu verk þessarar ríkisstjórnar voru þau að kljúfa þessa hrjáðu þjóð í tvær fylkingar og setja þjóðmálaumræðuna í uppnám sem enn sést ekki fyrir endann á.

Var þetta nauðsynlegt- var þetta gáfulegt?

Í dag hníga flest rök í þá átt að við Íslendingar þurfum ekki að greiða þessa skuld Icesave/Landsbankans í Hollandi og á Bretlandi en helst er á ráðherrum okkar að skilja að hana muni skattgreiðendur greiða hvað sem öllum lagarökum líði.

Svo var svikið loforðið um að hefja innköllun kvótans á næsta fiskveiðiári.

Læt þessi fáu dæmi nægja í bili en minni þig á eftirfarandi sem þú ættir að skila til þinna ráðherra:

Það er lítill vandi að vera stjórnmálamaður og meira að segja lítill vandi að vera ráðherra. Öll ráðuneyti eru mönnuð fagfólki og sérfræðingar eru alls staðar til taks.

En það er mikill vandi að vera maður og þann vanda þurfa stjórnmálamenn fyrst og fremst að kosta kapps við að takast á við með sóma.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 17:58

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Benedikta E. Þakka oflofið!

Tek undir þá ályktun þína að sú ríkisstjórn sem við tæki gæti bara ekki verið aumari en sú sem nú situr. Eini ráðherrann sem hefur haft í frammi tilburði í rétta átt er Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þó hugnast mér nú ekki sú tillaga hans að beita þá bændur sektum sem beygja sig ekki undir kvótaokið.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 18:04

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

leiðr. .......og eignir bankaþjófanna frystar......

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 18:11

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun: Spilltasta land í heimi! Ekki er ég nægilega kunnugur til að taka sterkt til máls um það í altækri merkingu. Það er hinsvegar ljóst að spilling hefur hreiðrað um sig og þróast í næstum öllum stofnunum fjármála-og stjórnsýslu okkar og erfitt að sjá að það teljist til brýnustu verkefna að uppræta þann skelfilega, samfélagslega sjúkdóm.

Ef við þrengjum þennan samanburð og horfum til "Þeirra ríkja sem við viljum bera okkur saman við" eins og nú er orðin málvenja, þá sýnist mér að við hljótum að koma mjög sterkt til greina í keppni um efsta sætið.

Þú nafngreinir og talar um landráðamenn. Nú er það margra manna skoðun að þetta gildishlaðna orð sé ofnotað og misnotað. Vel má vera að þröng lagatúlkun leggi strangari skorður við notkun þessa hugtaks. 

Hinsvegar hef ég alltaf litið svo á að þetta orð eigi við um þá sem með beinum eða óbeinum vinnubrögðum leitist við að stefna sjálfstæði þjóðarinnar í óvissu eða jafnvel vinni gegn fullveldi hennar í tilliti stjórnsýslu.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 19:39

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það voru EB-sinnarnir, sem tóku upp EB bankregluverkið, reyndu að koma okkur í öryggisráðið, borga Icesave, gefa fiskimiðin og fengu AGS til að leggja grunn að auðlindasölu. EB ríkisstjórnin fær þjóðina ekki með sér í þessa vegferð, þrátt fyrir fjölmiðlana.

Sigurður Þórðarson, 9.8.2010 kl. 20:46

23 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég nefni landráð, já! Einsog þér hefur mér verið illa við notkun þessa orðs.  En mér varð á:  Ég hlustaði um daginn á spjall Arnþrúðar og Péturs á Útvarpi sögu við tvo lögfræðinga.  Þeir sneru umræðu um landráð að því fólki sem sat hér við völd fyrir hrunið.  Þar á meðal voru ofantaldir, þó lögfræðingarnir nafngreindu þá ekki sérstaklega!  Þeir sem sátu að völdum fyrir hrunið og gerðu ekkert til að stöðva framgöngu bankamannanna, gerðu ekkert til að koma í veg fyrir hrunið, en vissu þó allt um stöðu mála, eru að þeirra mati landráðamenn!

Auðun Gíslason, 9.8.2010 kl. 21:33

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Siggi. Það er ekki víst að það skipti ríkisstjórnina neinu máli að fá þjóðina með sér í þessa vegferð. Hún hóf sína vegferð með því að sundra þjóðinni og koma öllu í bál og brand einmitt þegar þjóðin þurfti mest á því að halda að standa saman og standa þétt á bak við sína valdhafa.

Ríkisstjórnin beitti meirihlutavaldi sínu til að stöðva tillöguna um að umsóknin yrði borin fyrst undir þjóðina. Það segir mikla og ljóta sögu um lýðræðisást S og V.g.

Verði umsóknaraðild borin undir þjóðina til samþykktar er engan veginn líklegt að höfnun með litlum meirihluta yrði látin gilda og ef miðað er við reynslu af vinnubrögðum þessa fólks tel ég það reyndar mjög ólíklegt.

Þá yrði það undir forsetanum komið sem beitt getur synjunarunarvaldi en engin vissa er fyrir því að Ólafur Ragnar verði þá forseti.

Við eigum nefnilega engra annara betri kosta völ en að berjast fyrir stofnun nýs stjórnmálaflokks og hrinda þessari ríkisstjórn út í ystu myrkur.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 22:26

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun: Auðvitað ber öllu óbrjáluðu fólki saman um að fyrir utan Hreyfinguna bera allir þeir stjórnmálaflokkar sem nú sitja á Alþingi þunga sök. Sakir þessa fólks eru margþætt stjórnsýsluglöp sem ættu að gefa ástæðu til þyngstu refsinga sem lög leyfa.

Bæði aðdragandi hrunsins, viðbrögð ríkisstjórnvalda og öll vinnubrögð eftir það hafa verið saga samfelldra mistaka í blátt áfram öllum pólitískum efnum.

Hvort landráð er endilega rétta orðið skiptir svo sem ekki minnsta máli.

Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 22:53

26 identicon

Heill og sæll Árni; sem og þið önnur, hér á síðu hans !

Árni !

Ég hefi; fjölda manna, víðs vegar úr framleiðslu- og þjónustu greinum atvinnu lífsins, í huga mér, sem gætu orðið ágætur valkostur, sem hinn þriðji, til að takast á við landsstjórnina, af myndarskap.

Hængur er þó; þar á, að fæstir þeirra fengjust til starfans - nema þá, gegn ærnum fortölum, sumir öngvum.

Svo illa; hefir hvítflibba- og blúndukerlinga stjórnarfarið, leikið land og fólk og fénað allan, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 23:57

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskar Helgi: Alltaf uppörvandi að sjá íslenskan texta.

Árni Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 23:34

28 identicon

Ég er sammála Benediktu E um ad thú skrifir marga góda pistla.  Hún mun hins vegar alls ekki skrifa undir afnám kvótakerfisins eda stydja stefnuskrá Frjálslynda flokksins. 

Skrif hennar hafa ávallt einkennst af ódýrum og innihaldslausum X D áródri.

Thess vegna er henni svo umhugad ad vera sammála thér thegar thú skrifar gegn ríkisstjórninni.

Ég minni alla á ad ALLT er betra en D og B.

Jax (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 06:57

29 identicon

Já, kannski í þessu máli myndi ég vilja fá ríksstjórnin frá og fá sjálfstæðisflokkinn til að redda þessu, þeir myndu bara láta Magma kaupa draslið sem er það eina rétta í stöðunni.

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 11:34

30 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jax: Eiginlega varðar mig ósköp lítið um stjórnmálaskoðanir þeirra sem koma hingað á síðuna mína kurteisir og vingjarnlegir. Bendikta E. er alltaf velkomin og ég ætla ekki að hnýsast inn í hennar hugskot fremur en annara.

Hún er bloggvinkona mín þar að auki.

Árni Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 14:50

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bjöggi: Ekki hef ég neinn áhuga á því að orkulindir okkar lendi í erlendri eigu. Og um Sjálfstæðisflokkinn er það að segja að ég óttast hann meira en nokkurt annað stjórnmálaafl.

En á meðan ekki kemur fram nýr og sterkur pólitískur flokkur finnst mér að allir núverandi flokkar eigi að hunskast til að vinna saman og af heilindum.

Reyndar er það skoðun mín og krafa að þau vinnubrögð verði viðhöfð á Alþingi okkar alltaf og undanbragðalaust.

Árni Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 15:01

32 identicon

"Ekki hef ég neinn áhuga á því að orkulindir okkar lendi í erlendri eigu. Og um Sjálfstæðisflokkinn er það að segja að ég óttast hann meira en nokkurt annað stjórnmálaafl."

Thetta get ég skrifad undir.

Jax (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 16:01

33 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jóhanna og Steingrímur virðast vera með varanlega tryggingu gegn hiksta, svo mjög kemur þeim allt það sem gerist í samfélaginu á óvart. Er ekki kominn tími til að þessari óvissuferð þeirra ljúki og það STRAX ?

Haraldur Baldursson, 14.8.2010 kl. 12:03

34 Smámynd: Árni Gunnarsson

Haraldur: Ég held að Steingrímur J. Sigfússon sé kominn í hóp með Jesú Kristi, Vihjálmi frá Skáholti og reyndar ýmsum öðrum og sé orðinn "einn af mönnunum sem að enginn hefur skilið!" Ef hann er "vinstri maður" þá hef ég áreiðanlega alltaf misskilið hugtakið.

Árni Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 12:25

35 identicon

Kjaftæði Skagfirski skratti, og hver á að taka við? Draslið sem kom okkur á kaldann klaka? Við hefðum betur haldið okkur við samband við dönsku krúnuna.


Lygn Stormur (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 22:49

36 identicon

Hvers konar orðhengilsháttur og illmælgi eru þetta --er allt leyfilegt á þessu bloggi ????

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 00:38

37 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góð hugmynd hjá þér Árni, hún á að skila umboðinu sem fyrst.

Miðað við að þessi þjóð hefur getað lifa við þessa ríkisstjórn til þessa og ef menn vilja ekki hina flokkanna þá er vandalítið að finna ráð við því.

Hægt er að fletta upp í símaskránni og biðja næsta mann að taka að sér landsstjórnina, svo næsta og næsta.

Það getur ekki orðið verri stjórn en sú sem nú ríkir.

Jafnvel betri og kannski mjög góð.

Jón Ríkharðsson, 15.8.2010 kl. 00:56

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lygni Stormur. (Ég leyfi mér að nota þessa beygingarmynd af dulnefninu þínu svona til að leyfa lesendum að leika sér með hugmyndaflugið)

Það kemur hvergi fram í þessari færslu minni að ég biðji um neitt í staðinn fyrir það sem ég vil losna við. Og það kemur heldur ekki fram að ég taki undir með þeim sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki unnið þjóðinni neitt til gagns.

Skárra væri það nú!

Danska krúnan hefur líklega skánað- eða hvað?

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 13:53

39 Smámynd: Árni Gunnarsson

Karen K. Þakka þér fyrir að skjóta skildi fyrir mig ókunnug manneskjan.

Ég kann nú bara ekki svo illa við ávarpið: "Skagfirski skratti!" þó ótrúlegt sé.

Enda er ég nú ekki svo viss um að hugur hafi fylgt máli þarna í svo niðurlægjandi merkingu.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 14:01

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón Ríkarðsson. Þetta er ekki svo fráleit uppástunga hjá þér þessi með símaskrána.

Við skulum gera ráð fyrir því að í það minnsta sé allt það fólk í símaskránni sem þessi þjóð þarf svo mikið á að halda í dag til að stýra þessu landi.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 14:08

41 identicon

Kæri Árni, afsakaðu orðbragðið, ekkert illa meint með þessu, bara asnaskapurinn í mér.

Lýginn lognmolla (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 17:35

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lýginn: Ég tók þetta nú ekki mjög alvarlega enda hef ég gaman af svona smá kerskni í bland við alvöruna.

En nú er kominn nýr flötur á okkar sögulegu stjórnmálakroniku. Ef marka má þau orð sem féllu í morgun á útvarpsþættinum Sprengisandi þá stefnir í kossa og faðmlög hjá stjórn og stjórnarandstöðu í haust.

 Þetta yrðu mikil tíðindi og nú er ég farinn að velta vöngum yfir því álagi sem það kemur til með að valda mér ef ég stend uppi á haustdögum einnsamall í stjórnarandstöðu á Íslandi!

Ég gat alls ekki heyrt að mennirnir væru fullir.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 18:03

43 identicon

Takk Árni minn að taka afsökunarbeiðni minni. Ég hef mikla gleði af því að lesa færslur þínar sem eru skeleggar og skemmtilegar. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að kalla þig Skagfirskan stratta, en það var alls ekki illa meint. Ég er bara svona leiðinlegur og mikill asni, auk þess er ég pólitískt viðrini af verstu sort. Ef ég væri hestur væri búið að skjóta mig. Hafðu það sem allra best.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 18:19

44 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað er eg skagfirskur skratti inn við beinið- og skítt með það!

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 19:25

45 Smámynd: Elle_

Níels óttast hvað tekur við ef EU-Icesave-stjórn Jóhönnu og co. hættir.  Nei, gott fólk, ekki óttast, EKKERT getur verið verra en hin hættulega Jóhönnustjórn og fylking hennar.  Hef sagt það fyrr og segi það enn: Öll 5 ára börn landsins væru skárri í stjórn.  Þau eru heiðarlegri og klárari.      

Elle_, 15.8.2010 kl. 20:30

46 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Árni! Það verður að koma breyting núna í Íslenskum stjórnmálum.

En það verða aldrei kosnar stjórnmála-flokka-herfylkingar aftur á Íslandi!!! Það er einmitt það kúgunar-mútu-kerfi sem hefur með mútum heims-mafíunnar stolið hér öllu sem hægt er að stela frá heiðarlegu fólki!

Og halda að þeir geti stolið endalaust úr sama peninga-sekknum (sem er ekki fræðilegur möguleiki)?

Þetta er svo sjúkt að peninga-auðjöfrar heimsins tortíma heiminum og sjálfum sér fljótlega ef ekki verður breyting á.

Það hlýtur flestum að vera ljóst að það eru ekki Íslendingar sem stjórna Íslandi í dag! Spurningin er einungis hvort Íslendingar eiga að komast aftur til valda á Íslandi? Hafa Íslendingar þroska til að takast á við það á siðmenntaðan og réttlátan hátt? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.8.2010 kl. 20:34

47 Smámynd: Árni Gunnarsson

Elle. Auðvitað er Nilli ekki einn um að óttast endurtekningu ef gömlu stjórnarflokkarnir taka við að nýju.

En vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar virðast einfaldlega vera yfirvegað sjálfsmorð.

Það er afar óvenjulegt.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 23:11

48 Smámynd: Árni Gunnarsson

Anna Sigríður: Meðan ekki er í sjónmáli nýtt og sterkt framboðsafl þá eigum við ekki aðra kosti en að velja úr gömlu flokkunum.

Ég bíð hinsvegar eftir því að Hreyfingin og þeir sem að framboði hennar stóðu sameinist Frjálslynda flokknum, Íslandshreyfingunni og jafnvel einhverju af því besta fólki sem búið er að fá nóg af gömlu flokkunum.

Það gleymdist nefnilega að hugsa málin upp á nýtt þegar Búsáhaldabyltingunni lauk og nýja stjórnin tók við.

Steingrími nægði að komast í ráðuneyti og Samfylkingin hélt að byltingin hefði verið ákall til forystumanna hennar!

Það var allt skelfilegur og dýr misskilningur.

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 23:18

49 identicon

Stjórnmálastéttin er óhæf  og spillt segir Þorvaldur Gylfason-Þorvaldur Gylf er virtur um allan heim--fer stundum fram úr sér og ekki hægt að bjóða honum hvert sem er því hann dregur taum skoðana og flokka ----En klár er 'ann .....Einn af fáum  sem hafa þorað að standa upp í hárinu á á valdinu sem stjórnar skerinu okkar litla og fallega hér í noðri--En nú þegar hann "gerist á móti Öllum"þá er takandi mark á honum ---Vei----

karen karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 10:55

50 Smámynd: Elle_

Þorvaldur Gylfason er ekkert klár og hefur oft skrifað ótrúlega undarlega hluti.  Þorvaldur Gylfason líkti öllum þeim sem ekki vilja inn í einangrunarbandalag Evrópu við glæpamenn, ekki alls fyrir löngu, mig minnir síðasta vetur.  Það gerir hann að rugludalli að mínu viti og vanalega nota ég ekki það orð yfir menn.

Elle_, 17.8.2010 kl. 19:47

51 Smámynd: Elle_

Dreg orðið ´rugludallur´til baka og ekki af neinni virðingu við Þorvald Gylfason, heldur við lesendur.  En Þorvaldur var andstyggilegur og ansi ruglaður í ríminu að kalla saklaust fólk´glæpamenn´ bara fyrir það eitt að vilja ekki gefa fullveldi landsins inn í Evrópustórríkið.

Elle_, 17.8.2010 kl. 19:58

52 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með Þér Karen að Þorvaldur er vel menntaður, glöggskyggn og klár. Hann er bara haldinn þeirri ESB- þráhyggju sem gerir hann að pólitískum utangarðsmanni í mínum huga.

Að þeirri fötlun frátalinni vildi ég gjarnan sjá hann í pólitísku ábyrgðarstarfi.

Og með þessu svara ég þér í sömu ferðinni Elle E.

Árni Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband