Vor háborna skömm

Það er málvenja í tali þjóðarinnar að þetta og hitt sé til háborinnar skammar. Það er rík skylda og undanbragðalaus á Alþingi að ávarpa þingmenn og ráðherra Háttvirta og Hæstvirta úr ræðustóli.

Nú eru taldar líkur á að Alþingi heykist á að vísa ákærum á fyrrverandi Hæstvirta ráðherra úr hrunstjórninni svonefndri til Landsdóms sem þá yrði kvaddur saman fyrsta sinn í allri sögu hans en tilvist hans og tilgangur hefur verið öllum ljós og valdsvið hans skýrt frá því að lög um hann voru fest.

Nú er þess að gæta að málskot um sekt umræddra ráðherra sem af mörgum eru taldir hafa brotið gegn lögum um ráherraábyrgð hófst með umræðu á Alþingi sem leiddi til þess að með atkvæðagreiðslu var talið rétt að hefja þetta ferli og til þess kjörin nefnd þingmanna.

Nú er komið að því að fullnusta vinnu umræddrar nefndar og nú stendur allt þversum í koki fjölmargra þingmanna.

Jafnframt hafa meintir sakborningar tjáð sig og vísað ti þess að eftir 2006 hafi verið ógerningur að bjarga íslensku bönkunum. Því séu þeir saklausir. Og þetta komast þeir upp með og þetta er reyndar viðurkennt sem kjarni málsins í hugum vina og vandamanna þessa vesalings fólks. 

Mest öll umræðan um alvarleika hrunsins hefur beinst að heilsufari banka og fésýslustofnana. Sama gildir um viðhorf þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og mest orka hennar fer í að styrkja bankakerfið.

Fólkið í landinu og örlög þess í lengd og bráð er auðvitað nokkuð rætt þar þegar tími vinnst til og mikill skilningur ríkisstjórnar á því að taka þurfi vel á vanda heimila og jaðarhópa svonefndra þegar búið verði að treysta fjármálakerfið og afskrifa nægilega af milljarðaskuldum þeirra sem mestu tókst að stela frá bönkunum innan- sem utanfrá eftir því sem betur lá við þetta og þetta sinnið.

Og þess vegna skiptir líklega engu máli um sekt eða sakleysi ráðherranna umræddu og lafhræddu hversu miklu var rænt af fólkinu í þessu landi á þeim tæpl. tveim árum sem þeim tókst með guðshjálp að hjálpa bönkunum við þá iðju með því að forða þeim frá hinu illræmda run sem hefði þá stoppað alla veisluna.

Margir spá því að háttvirtir alþingismenn og hæstvirtir ráðherrar muni hjálpast að við að samþykkja þann skilning að eftir 2006 hafi verið ógerningur að barga bönkunum og ástæðulaust að sjálfsögðu að ákæra fyrir að vanrækja skyldur við þjóðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gaman væri að vita uppruna þessa orðatiltækis, "að verða til háborinnar skammar"  Ég hélt að skömmin væri þess eðlis að hún læddist með veggjum.....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.9.2010 kl. 23:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjálfstæðismenn verða billegir.

Sigurður Þórðarson, 20.9.2010 kl. 10:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mjög tímabært að farið verði enn betur í saumana á þessum málum og m.a. leidd fram mörg vitni og þau spurð út úr um þeirra hlut og annarra. Heykist þingið á þessu, eigum við eftir að naga okkur fyrir það í handarbökin að hafa farið á mis við að leiða sannleikann sem bezt í ljós.

Nú er Jóhanna Sigurðardóttir að lýsa því yfir (á Alþingi og í 18-fréttum), að yfirgnæfandi líkur séu á því, að Ingbjörg Sólrún verði sýknuð í Landsdómi, og vísar þar í álit Rannsóknarskýrsunnar. En þar var gamalli vopnasystur ISG, allt frá sokkabandsárum þeirra, Kristínu Ástgeirsdóttur, troðið með þingmannavaldi inn í siðfræðinefnd, sem síðan gaf lítið út á meintar ávirðingar ISG!

Jóhanna ræðst einnig á lögin um Landsdóm fyrir ýmislegt – en árið 2008 var lögum um hann síðast breytt, og hefur ekki heyrzt af því, að Jóhanna hafi lagt fram nein lagafrumvörp til að breyta þeim lögum. En allt í einu eiga ákvæði þeirra að vera orðin "úrelt"!!!

Þetta eru arfavitlausir valdsmennskutaktar hjá Jóhönnu.

Jón Valur Jensson, 20.9.2010 kl. 18:10

4 identicon

Heill og sæll Árni; sem jafnan - og aðrir gestir, á síðu þinni !

Að minnsta kosti; er mér sjálfum, löngu ljóst, það skaðræði, sem Íslendingum hlaust, af endurreisn þeirrar forar vilpu stofnunar, sem Alþingi hefir reynst vera, árið 1845; Árni.

Héðan í frá; kysi ég fremur, harðýðgis- og fámennis  stjórnarfar réttlátra og sanngjarnra manna, fremur en þeirra skoffína, sem með völdin véla, við Austurvöll í Reykjavík, Skagfirðingur góður.

Með beztu kveðjum; úr Suðurlands fjórðungi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 00:35

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur öllum fyrir komuna. Ég vakti athygli minna 126 bloggvina á þessari færslu minni vegna þess að ég taldi hana eiga erindi við lesendur. 

Ég var hér að vekja athygli á því sem lengi hefur verið skoðun mín og er það hvort bankahrunið hafi verið stærri atburður en þeir atburðir sem urðu eftir hrunið.

Það virðist enginn hafa áhuga því að ræða um þá staðreynd að ef bankarnir hefðu hrunið 2006 þá hefði það bjargað líf iog framtíð þeirra tugþúsunda einstaklinga og heimila sem bönkunum tókst að ræna í skjóli pólitískrar leyndarhyggju stjórnvalda.

Tvö ár eru langur tími til athafna fyrir öfluga fjárglæframenn sem fá óheft ráðrúm.

Líklega hef ég haft rangt fyrir mér. Aðalatriðið var þá eftir allt saman það að koma sem flestum í glötun.

Takk fyrir að segja mér þetta. 

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 12:03

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ýmislegt sem bendir til þess að þú hafir rétt fyrir þér, Árni, um það að hér hafi verið í gangi pólitísk leyndarhyggja stjórnvalda, jafnvel um tveggja ára skeið, með óbætanlegu tjóni fyrir almenning.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, hrunflokkarnir sem enn og aftur sameinast um að axla ekki ábyrgð, heldur verja fortíð sína, þurfa að halda áfram að hrynja í vitund og kosningahegðun almennings, það er einhver nauðsynlegasta aðgerðin í viðreisn þjóðarinnar og siðferðis á pólitíska sviðinu – þar sem einnig þessir tveir flokkar voru HÉR!).

Það er fullkomlega þess vert, að þú haldir áfram þinni baráttu, Árni. Fyrr en varir kunna hlutirnar að breytast þjóðinni og okkar málstað í hag, enda sé ég fá jafn iðna við að brjóta niður þessa "turna" í íslenzkum stjórnmálum eins og þeirra eigin örvæntingarfullu turnstjóra.

Jón Valur Jensson, 22.9.2010 kl. 14:10

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er líka mjög athyglisvert, sem Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur, helzti dagskrárstjóri þátta á Útvarpi Sögu um þessar mundir, sagði þar í gær eða fyrr, að það eru engir sem myndu hagnast eins vel á því og útrásarvíkingarnir, ef foringjum S-flokkanna (turnanna) tekst að sannfæra þingheim um þá villu, að það "hafi verið ógerningur að bjarga íslensku bönkunum" (eins og þú kemst að orði um það viðhorf, Árni) og ómögulegt að sjá bankakreppuna fyrir. Þetta myndu fyrirtækja-sukkarar og "banksterarnir" bera fyrir sig í komandi málsvörn sinni i réttarsölum.

Jón Valur Jensson, 22.9.2010 kl. 14:43

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

HÉR!) í innlegginu kl. 14.10 átti að vera: (sjá líka HÉR!).

Og þar er annar tengill.

Jón Valur Jensson, 22.9.2010 kl. 14:47

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, meira hafði fallið út úr innlegginu, svona átti þetta að vera:

... það er einhver nauðsynlegasta aðgerðin í viðreisn þjóðarinnar og siðferðis á pólitíska sviðinu – þar sem einnig þessir tveir flokkar voru öðrum öflugri í því að sópa til sín tugmilljónastyrkjum frá bönkum og stórfyrirtækjum útrásarvíkinga (sbr. líka HÉR!).

Jón Valur Jensson, 22.9.2010 kl. 14:50

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka málefnalegt innlit Jón Valur. Skelfilegasta afleiðing hrunsins yrði sú sem mér sýnist vera stefnt að. Og hún er sú að haldið verði áfram á sömu braut, enginn axli ábyrgð. aðalatriðunum drepið á dreif og hraði siðrænnar úrkynjunar í samfélagi okkar aukist með öllum þeim skelfilegu afleiðingum sem þá blasa við.

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 16:27

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Árni, mann er farið að hrylla við því sem nú virðist uppi á teningnum, með ótrúlegum myntkörfulána-dómi Hæstaréttar, furðulegum úrskurði nefndar um Magma, framferði S-flokkanna á þingi þessa dagana og því sem nú blasir við um fjöldauppboð á heimilum manna, sbr. Kastljósþátt kvöldsins. En þeim mun meiri líkur eru þá væntalega á uppreisn almennings í næstu kosningum. – Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 22.9.2010 kl. 19:59

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski dofnar trú okkar á að uppreisn almennings í næstu kosningum beri þann árangur sem að er stefnt Jón Valur.

Þegar við sjáum að einarðasti baráttujaxl fyrir pólitískri siðbót nær glæstum sigri í kosningum og lætur verða sitt fyrsta verk að selja alla sína þróttmiklu réttlætisboðun fyrir ráðherradóm verða líklega fleiri ráðvilltir en ég. Og vonir fólks um betra og heilbrigðara samfélag blátt áfram kafna af súrefnisskorti.

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 20:23

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Já.þú minntist á Kastljóssþáttinn Jón Valur. Mig langar til að gleyma honum. Mig langar mest til að leggja á flótta undan þeirri tilhugsun að Ögmundur Jónasson, einn fárra sem ég hef trúað að aldrei gengi út af slóðum eigin lífsskoðana um sanngirni og réttlæti handa öllum, hann - af öllum - sé núna genginn í björg í boði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Þetta varð mér erfið lífsreynsla.

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 20:34

14 Smámynd: Elle_

Árni, ég verð að taka undir það síðasta með Ögmund.  Mikið hefur það verið erfitt að hlusta á Ögmund afsaka óverk ríkisstjórnarinnar með AGS og líka segjast ekki mundu núna styðja að Evrópuumsóknin verði dregin til baka, þó hann hafi aldrei verið eins mikið á móti.  Hvað á það að þýða??  Og það eitt að hann skuli geta stutt ómanneskjulega Icesave-stjórn er grátlegt.  

Elle_, 29.9.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband